Bændablaðið - 06.04.2017, Síða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017
Vélsmiðjan Richard
Hornsby og synir í Lincoln-
skíri á Englandi var starf-
andi frá 1828 til 1918. Á
þeim níutíu árum fram-
leiddi fyrirtækið meðal
annars gufu- og olíuvélar.
Árið 1896 setti fyrirtækið
á markað sína fyrstu drátt-
arvél.
Hönnuður dráttarvélanna
frá Hornby og sonum hét
Herbert Akroyd Stuast og
kölluðust dráttarvélarnar Horsby-
Akryod. Þær voru eins strokka, 20
hestöfl, fyrsta faratækið í heimin-
um með þjöppukveiki á vélinni.
Járnsmiðja breytist í vélsmiðju
Stofnandi fyrirtækisins Richard
Hornsby fæddist 1790 og lauk
prófi sem landbúnaðarverk-
fræðingur. Að loknu námi árið
1815 setti hann á fót járnsmiðju
í Lincoln-skíri ásamt tveimur
öðrum.
Árið 1828 keypti Hornsby
samstarfsmenn sína út úr rekstrin-
um og breytti járnsmiðjunni í vél-
smiðju. Sama ár hóf fyrirtækið
framleiðslu á landbúnaðartækj-
um og fljótlega flytjanlegum
gufuvélum sem voru sérhannaðar
fyrir þreskivélar. Gufuvélarnar
frá Hornsby yrðu fljótlega mjög
vinsælar og ráðandi á þeim mark-
aði á Bretlandseyjum. Árið 1896
setti fyrirtækið á markað sína
fyrstu dráttarvél.
Í kjölfar góðs árangurs keypti
fyrirtækið talsvert land þar sem
það stóð fyrir tilraunum með ný
landbúnaðartæki sem það hafði
í hyggju að framleiða.
Samningur við herinn
Árið 1903 efndi breski herinn til
samkeppni um hönnun á traktor
með öflugri vél sem ekki þurfti
mikla kælingu. Dráttarvélin átti
að geta dregið 25 tonn 65 kíló-
metra leið á hraða sem næmi
fimm kílómetrum á klukkustund
og vera undir 13 tonn að þyngd.
Verðlaunaféð var eitt þúsund
sterlingspund.
Einungis ein vél var send inn
og var það ný týpa frá Hornsby
með eins strokka olíuvél og kall-
aðist Hornsby Heavy Oil Tractor.
Ekki var nóg með að nýja drátt-
arvélin uppfyllti allar kröfur
hersins til að vinna verðlauna-
féð hún vann einnig sérstakan
bónus upp á 180 sterlingspund
fyrir að draga 25 tonnin 93 kíló-
metra á þess að stoppa og fá olíu
eða vatn.
Þrátt fyrir að einungis hafi
verið framleidd fjögur eintök af
vinningsvélinni hóf fyrirtækið
framleiðslu á tveggja strokka
olíuvélum fyrir breska herinn
og vænkaðist hagur þess mikið.
Framleiðsla á stríðstólum
Í kjölfar samningsins við herinn
hóf fyrirtækið, árið 1904, fram-
leiðslu á beltadráttarvél sem gekk
fyrir steinolíu. Tveimur árum síðar
setti það svo á markað léttari týpu
af beltadráttarvél sem þótti standa
öllum hjólavélum framar á þeim
tíma.
1908 var enn ein ný týpan
af beltadráttarvél frumsýnd
og í það sinn var Edward VII
Bretakonungur við-
staddur. Nýja beltavélin
var að öllu leyti líkari
skriðdreka og stríðstóli
en dráttarvél til mat-
vælaframleiðslu.
Þrátt fyrir gott sam-
starf endurnýjaði breski
herinn ekki samning sinn
við Richard Hornsby og
synir árið 1911. Í fram-
haldinu tók reksturinn
dýfu og yfirtekið, árið
1918, af bandarísku fyr-
irtæki sem hét Holt Manufactoring
Co og síðar sameinaðist C.L. Best
og úr varð Caterpillar Tractor
Company. /VH
Hornsby Akroyd – með
þjöppukveiki á vélinni
Pólskir ráðherrar sökuðu í byrjun
mars önnur ESB-lönd um tvöfalt
siðferði, svik og baktjaldamakk
til að koma í veg fyrir eðlilega
framvindu mála á Evrópuþinginu
í Brussel. Virtist allt komið upp í
loft innan sambandsins þar sem
Pólverjar hótuðu að beita neitun-
arvaldi gegn öllum ákvörðunum
þingsins í framtíðinni.
Sunday Express fjallaði um málið
og sagði árás Witold Waszczykowski,
utanríkisráðherra Pólverja, á evru-
verkefnið í heild sinni hafa verið
sérlega óheflaða. Þar hafi hann sakað
öll hin aðildarríkin um að ráðast á
sitt land og reka rýtinginn í bakið
á Pólverjum í sambandi við endur-
kosningu á Donald Tusk sem forseta
leiðtogaráðs Evrópusambandsins til
30. nóvember 2019.
Urðu Pólverjar öskureiðir yfir
því að meirihluti leiðtogaráðsins
valdi að láta einfaldan meirihluta
duga varðandi endurkosningu
Donalds Tusk en ekki að hann yrði
að vera kosinn einróma. Áður hafði
meirihlutinn krafist þess að einróma
samþykkt yrði að vera fyrir því að
mótframbjóðandinn, Jacek Saryusz
Wolski, sem valinn var af Pólverjum,
yrði samþykktur. Ekkert varð því af
því framboði.
Sagði utanríkisráðherrann
Pólverja ekki láta þetta yfir sig
ganga átakalaust. Pólverjar myndu
í hefndarskyni sniðganga öll stór
verkefni sem studd væru af öðrum
ESB-þjóðum. Það gæti lamað sam-
tökin algjörlega.
Pólverjar treysta ekki
Donald Tusk
Bakgrunnur þessa máls er að valda-
miklir stjórnmálamenn hafa sakað
Donald Tusk um að bera ábyrgð á
-
bróðir hans létust í mjög dularfullu
flugslysi árið 2010. Embættismenn
innan ESB hafa þó neitað öllum
slíkum ásökunum og hafa skellt
skuldinni á mistök flugmanna.
Tvískipt ESB
Ofan á allt þetta hefur Pólverjum
verið gerð grein fyrir því að keyrð
verði í gegn ný stefna sem miðar
að tvískiptu Evrópusambandi
(two-speed Europe) eftir útgöngu
Breta. Þar muni risarnir innan
ESB, Þýskaland, Frakkland, Ítalía
og Spánn, sigla á öðrum hraða en
restin af ESB-ríkjunum. Héldu þessu
ríki reyndar sérstakan fund um þessi
áform fyrir fundinn í Brussel. Óttast
Pólverjar að í slíku ferli verði þeir
skildir útundan, ekki síst í ljósi þess
að þeir hafa ekki enn tekið upp
evruna.
Átökin stigmögnuðust í deilum
og hörðum orðaskiptum um hæfni
Donalds Tusk í embætti forseta
Evrópuráðsins. Að sögn Sunday
Express virðist sem nær ómögulegt
kunni að vera að sætta sjónarmið
pólskra stjórnvalda og stjórnvalda
í Brussel. Sérstaklega þar sem
Pólverjar segjast ætla að vinna gegn
stefnu ESB í framtíðinni.
Áform um samræmingu krafta
leystist upp í hörð átök
Þingið í Brussel átti að fjalla um
framhaldið eftir brotthvarf Breta
úr sambandinu, en samþykkt var í
báðum deildum breska þingsins í
síðustu viku að virkja úrsagnarferl-
ið. Evrópuþinginu var ætlað að efla
samstöðu þeirra 27 ríkja sem eftir
eru í ESB, en það leystist í raun upp
í hörðum átökum vegna endurkosn-
ingar Donalds Tusk og breytta stefnu
ESB.
Frakklandsforseti hótaði
Pólverjum
Pólverjar neituðu að skrifa undir
niðurstöðu ráðsins. Það leiddi til
þess að upp úr sauð yfir kvöldverði
fulltrúanna þegar Francois Hollande
Frakklandsforseti hótaði að loka
fyrir allar fjárveitingar sambandsins
til Póllands. Í kjölfarið hélt Beata
sérstakan blaðamannafund þar sem
hún réðst að leiðtogum ESB. Sagði
hún þá reyna að kúga Pólland og
varaði þá við því að þetta myndi
hafa margvíslegar afleiðingar fyrir
sambandið.
Í kjölfar fundar Evrópuráðsins gaf
Witold Waszczykowski, utanríkis-
ráðherra Pólverja, vísbendingar um
hvað stjórnvöld í Varsjá myndu gera.
Gaf hann í skyn að Pólverjar myndu
virkja neitunarvald sitt hvenær sem
tækifæri gæfist og lama þannig verk-
efni sambandsins í stórum stíl.
Pólverjar tortryggnir út í ESB
„Það kom í ljós að stefna Evrópu-
sambandsins byggir á tvöfeldni. Við
verðum að vera viðbúin því að stöð-
ugt sé verið að blekkja okkur,“ sagði
pólski utanríkisráðherrann.
„Við verðum að breyta okkar
stefnu og okkar framkomu gagn-
vart ESB. Í öllu falli mun traust
okkar á ESB minnka.“ Sagði hann
að Pólverjar yrðu nú að fylgja nei-
kvæðri stefnu gagnvart Brussel og
sagði hann það fela í sér að koma í
veg fyrir framgöngu áætlana ESBN
í framtíðinni. /HKr.
Pólitískur glundroði í Evrópuráðinu eftir endurkjör Donalds Tusk:
Pólverjar ævareiðir og hóta að beita
neitunarvaldi og lama sambandið
– Saka meirihlutann um baktjaldamakk og rýtingsstungur
UTAN ÚR HEIMI
- -