Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Metþátttaka á fagráðstefnu um skógrækt – Efla þarf fræðslu um skógrækt og blanda blóði við önnur fög Aldrei hafa fleiri setið Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu. Rauður þráður í ráðstefnunni var að efla þyrfti fræðslu um skóg- rækt, vekja áhuga ungs fólks á skógfræði og öðru skógartengdu námi og blanda blóði við aðrar fræði- og faggreinar. Jonas Rönnberg, prófessor við sænska landbúnaðarháskólann SLU, gaf tóninn í þessum efnum í inn- gangsfyrirlestri sínum á ráðstefn- unni. Hann ræddi meðal annars um þann vanda sem norrænu þjóðirnar væru í, áhugi ungs fólks á skógar- námi hefði minnkað og ráðast þyrfti í markvisst starf við að laða að nýja nemendur svo atvinnugreinin fengi blómstrað áfram. Jonas talaði um að koma þyrfti fræðslu og upplýsingum um skóga og skógrækt á framfæri við almenning á skýran og aðgengi- legan hátt. Erindi við almenning Segja má að það sem fram var fært á ráðstefnunni eigi meira og minna erindi við almenning, hvort sem átt er við skógræktarrann- sóknir í fortíð, nútíð eða framtíð. Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá áttu sviðið fyrri dag ráðstefnunnar og þar kom fram að verið væri að blása í seglin í trjákynbótum og þróun úrvalsefnis til skógræktar, frærækt og stiklinga- rækt. Á Mógilsá er unnið mikilvægt starf við vöktun og ræktun trjásjúk- dóma og skaðvalda. Mikið er í húfi að hindra sem mest er mögulegt að nýir sjúkdómar eða óværa berist til landsins. Skógar og lífhagkerfið Á vegum Mógilsár eru skógar landsins líka teknir út og upplýs- ingum um kolefnisbindingu í skóg- unum skilað til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í því starfi og öllu starfi að skipulagi, ræktun og viðhaldi nýrra skóga er líka mikilvægt að nýta nýj- ustu tækni í landupplýsingakerfum og kortagerð. Rætt var um þetta á Fagráðstefnu og líka um skóga og lífhagkerfið. Allt þar til mannkyn tók að hagnýta sér olíu og kol var við lýði svokallað náttúruhagkerfi, svo tók olíuhagkerfið við og nú hillir undir endalok þess. Þá tekur lífhagkerfið við sem byggist á nátt- úrlegri hringrás þeirra efna sem við mennirnir nýtum til framfæris og athafna. Skógar fá því aukið hlut- verk og til að skógarnir geti gegnt því hlutverki þarf góða þekkingu og góða umhirðu. Íslendingar geta m.a. nýtt sér gjöfula tegund eins og alaskaösp til að framleiða lífmassa fyrir lífhagkerfið og svo virðist sem það sé hagfræðilega fýsilegt, þótt enn sé eftir að sannfæra marga um það. Allt þetta tíunduðu sér- fræðingar Mógilsár á lifandi hátt. Skógrækt til landgræðslu Árni Bragason landgræðslustjóri ræddi um skógrækt til landgræðslu og þá miklu möguleika sem fel- ast í nýtingu víðáttumikilla svæða Landgræðslu ríkisins til skógræktar. Mikla athygli vakti erindi Bjarna Diðriks Sigurðssonar, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem spurði hvort Holuhraunsgosið hefði haft áhrif á skóga, jarðveg eða vatn. Svo var ekki, sem betur fer, enda var vindafar hagstætt meðan á gosinu stóð og eftir fylgdi kalt sumar á Norður- og Austurlandi sem varð til þess að þau brenni- steinsefni sem bárust í náttúruna ollu ekki tjóni á gróðurlendi heldur eyddust og hurfu hægt og rólega. Ekki vakti síður athygli erindi Brynhildar Bjarnadóttur, dós- ents við Háskólann á Akureyri, sem ræddi um endurskinshæfni eða „albedo“ ólíkra gróðurlenda. Rannsóknir hennar á þessum efnum sýna að það er hagstætt fyrir lofts- lagið að rækta skóga á Íslandi út frá þessu sjónarmiði og til dæmis minnkar hlýnun vegna sólar við það að rækta skóg á söndunum svörtu sem nóg er af á Íslandi. Skógarmold í nýskógrækt Sigurkarl Stefánsson, skógarbóndi á Skógarströnd, fjallaði líka um rann- sókn sína á notkun skógarmoldar í nýskógrækt sem bendir til þess að það auki lifun og vöxt að láta mold úr eldri skógi með gróðursettum trjá- plöntum í rýru landi. Valdimar Reynisson skógar- vörður ræddi um vindfall í skógum og ráð gegn því og þeir Björgvin Eggertsson og Ólafur Oddsson fjöll- uðu um skógarfræðslu. Miðlun þekkingar Að lokinni veggspjaldakynningu velti Pétur Halldórsson kynningar- stjóri fyrir sér miðlun þekkingar og þau mál voru rædd í umræðum í lok ráðstefnunnar ásamt fleiru sem á fundarfólki brann. Edda Sigurdís Oddsdóttir, forstöðumaður rannsóknasviðs Skógræktarinnar, sleit Fagráðstefnu skógræktar 2017 um kl. 16 og til- kynnti að næst yrði Fagráðstefna skógræktar haldin á „Stór- Vaglasvæðinu“. Ráðstefnan verður í Hofi á Akureyri snemma í apríl- mánuði 2018 og þema hennar fræ- garðar og endurnýjunarefni. Pétur Halldórsson kynningarstjóri Skógræktarinnar. Liður í Fagráðstefnu skógræktar var ferð að Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá þar sem stöðin sjálf var skoðuð og skógurinn í kring. Hér er Guðmundur Miðlun skógvísinda og aukið samtal og samtvinnun óskyldra fræðigreina eru þættir sem Jonas Rönnberg prófessor vill að lögð verði aukin áhersla á. lindaráðherra, ráðstefnuna. Útboð í grisjun og útkeyrslu Skógræktin fyrir hönd landeigenda óskar eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu á tveimur jörðum á Suðurlandi. 1. Hrosshagi - Biskupstungum Um er að ræða grisjun og útkeyrslu í tveimur reitum sem eru 1.9 og 1,4 hektarar af stærð. Í reitunum báðum stendur greni og ösp til skiptis í röðum og fjarlægja á öspina að mestu. 2. Spóastaðir - Biskupstungum Um er að ræða grisjun og útkeyrslu í einum reit sem er 1.4 hektar- ar af stærð. Í reitnum stendur greni og ösp til skiptis í röðum og fjarlægja þarf öspina að mestu. Bjóða skal í hvert verk fyrir sig og verð skulu vera með vsk. Tilboðum í grisjun og útkeyrslu skal haldið aðskildum. Gögn og verklýsingar má nálgast á heimasíðu Skógræktarinnar www.skogur.is - Um skógræktina/grisjunarútboð. Tilboðum skal skila inn fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn þann 19. apríl á olof@skogur.is. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 11:30 á skrifstofu Skóg- ræktar innar, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir. Skógræktin áskilur sér rétt til að taka einu tilboði eða hafna öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.