Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 FRÉTTIR Klaufsnyrtingarstóllinn er kominn aftur og nú galvaniseraður! facebook.com/klaufsnyrtingarstollinn 849–7905 Pantanir í síma takmarkað magn Verð: 25.000 kr. Spjallað við bændur: „Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“ Sjötti þáttur „Spjallað við bænd- ur“ er kominn í loftið. Að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir í Háholti í Gnúp verjahreppi sóttir heim, þau Bryndís Eva Óskarsdóttir og Bjarni Másson. Þau byrjuðu smátt með um 200 fjár en árið 2008 breyttu þau gömlum svínahúsum í fjárhús og juku við bústofninn. Árið 2012 tóku þau hlöðuna undir sauðfé og eru nú með rúmlega 400 fjár á fóðrum. Auk sauðfjárræktarinnar reka þau Bryndís Eva og Bjarni verktakafyrir- tækið „Búið og gert ehf.“ sem vinnur öll möguleg verk efni fyrir bændur í sveitinni og aðra aðila. Bjarni bóndi segir það mikilvægt að sauðfjárræktin búi við stöð- ugleika svo hægt sé að halda þeirri framleiðslu sem er í dag. „Þannig getum við vaxið sem atvinnugrein, við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga. Við þurfum að koma kjötinu inn á góða markaði og leggjast á eitt um það, hvort sem við heitum sláturleyfishafar, bændur eða erum í störfum fyrir Markaðsráð kindakjöts eða Landssamtök sauð- fjárbænda. Það vil ég meina að sé okkar stóra verkefni í dag.“ Þættirnir „Spjallað við bændur“ eru unnir af kvikmyndafyrirtæk- inu Beit fyrir Bændablaðið. Þeir eru aðgengilegir á Facebook-síðu og vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is. Einnig eru þeir sýndir á sjónvarps- stöðinni ÍNN á mánudögum. Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Akureyri: Verðum að ná inn í samtökin 90% af framleiðendum, helst 100% – segir Arnar Árnason, formaður sambandsins Arnar Árnason, formaður stjórnar Landssambands kúabænda, gerði félagsaðild að sambandinu að umtalsefni í skýrslu sinni á aðal- fundi LK sem haldinn var á Akureyri nýverið. Fjármögnun breyttist verulega í kjölfar þess að búnaðargjald var fellt niður um síðustu áramót, frá því að vera skyldugreiðsla bænda á búnað- argjaldi yfir í fjármögnun sem byggð var á félagsgjaldi. Undirbúningur vegna breytinganna stóð yfir í nokkurn tíma og söfnuðu samtökin í sjóði til að mæta þeim tekjumissi sem óneitanlega varð við svo veiga- miklar breytingar á fjármögnun. Sú leið sem varð fyrir valinu hjá LK við innheimtu félagsgjalda var ákveðin á síðasta aðalfundi samtak- anna, en hún felur í sér veltutengt gjald, 0,30 krónur af hverjum inn- vigtuðum lítra mjólkur og 500 krón- ur af hverjum grip sem lagður er inn í afurðastöð í UN, K og K1U flokkum. Arnar nefndi að í fyrstu umferð hefði félagsmönnum verið safnað á haustfundum LK og voru á þeim skráðir 175 framleiðendur, en næstu skref í félagasöfnun voru í höndum stjórna aðildarfélaga á hverju svæði sem hvöttu framleiðendur til að ganga til liðs við samtökun. Nú eru rúmlega 320 framleiðendur skráðir í LK. Arnar sagði að næstu skref yrðu stigin nú að loknum aðalfundi og yrði samband haft við þá framleið- endur sem ekki hefðu skráð sig. Rekstrarkostnaður áætlaður 53 milljónir í ár Áætlaður rekstrarkostnaður þessa árs er 53 milljónir króna, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir töluverðri hag- ræðingu í rekstri samtakanna. „Það er því augljóst að við verðum að ná inn 90% af framleiðendum, helst 100%. Að öðrum kosti getum við ekki rekið samtökin án stórkostlegra breytinga,“ sagði Arnar. Formaðurinn gerði mjólkurfram- leiðslu og stefnumörkun til framtíðar einnig að umtalsefni í skýrslu sinni til aðalfundar. Á liðnu ári var met slegið varðandi framleiðslu og sölu mjólkurafurða. Innvigtun mjólkur fór í fyrsta sinn yfir 150 milljónir lítra. Heildarinnvigtun árið 2016 nam rúmlega 150,3 milljónum lítra það ár, samanborið við 146 milljónir lítra árið á undan, aukningin nemur 2,9% á milli ára. Færri en stærri Heildarsala mjólkur og mjólkur- afurða umreiknuð á fitugrunn nam 139 milljónum lítra í fyrra og jókst um 4,80% milli ára. Sala á smjöri jókst um 4,2%, á rjóma um 1,8% og ostum um 3,2%. Sala á prótein- grunni var 129 milljón lítra, sem er aukning upp á 5,22% milli ára. „Á sama tíma og þetta er að ger- ast hefur kúabændum fækkað um 40 á milli ára og eru nú 596 framleið- endur af mjólk í landinu. Þróunin er með sama móti og hún hefur verið síðastliðin 40 ár, okkur er að fækka en við erum að stækka á móti,“ sagði Arnar. Nauðsynlegt að huga að framtíðinni Greiðslumark þessa árs er 144 millj- ón lítra. Sala hefur aukist jafnt og þétt „og á meðan ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgar eru engin merki um annað en að sú þróun haldi áfam. Það er því nauðsynlegt að kúabændur hugi að framtíðinni og mæti vel undirbúnir til leiks,“ sagði Arnar, en á aðalfundi LK var samþykkt tillaga um að hefja þegar vinnu við stefnumörkun í mjólkur- og kjötframleiðslu til næstu 10 ára. Arnar fór í skýrslu sinni einnig yfir gerð búvörusamninga en sú vinna var í brennidepli í starfsemi LK á liðnu ári sem og samráðs- hóp stjórnvalda, bænda, neytenda, afurðastöðva, launþega og atvinnu- lífs um landbúnaðarstefnu, en sá hópur mun skila skýrslu til land- búnaðarráðherra og vinna m.a. að endurskoðun á búvörusamningum. Nokkur ágreiningur varð strax við skipan hópsins og tók hann töluverðum breytingum þar til hann hóf störf snemma á þessu ári. Bændasamtökin eiga þrjá fulltrúa í hópnum og lagði LK þunga áherslu á að fá sinn fulltrúa þar inn sem gekk eftir. Varhugavert að fella eina grein búvörulaga úr gildi Arnar fór einnig yfir endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnað- arins í ræðu sinni á aðalfundinum, en ráðherra lagði drög að frumvarpi um endurskoðun á samkeppnisstöðu hans í byrjun mars, þar sem lagðar eru til miklar breytingar á núver- andi kerfi, m.a. felur það í sér að verðtilfærsla milli tiltekinna afurða verði óheimil og samkomulag og verkaskipting milli mjólkursamlaga sömuleiðis. Arnar sagði LK hafa eindregið lagst gegn þessum breytingum, „og verður að teljast varhugavert að fella eina grein búvörulaga úr gildi án þess að taka búvörulögin til heild- stæðrar endurskoðunar á sama tíma“. Kostnaðarlækkun skilað sér beint til neytenda og bænda Nefndi Arnar að með samvinnu, sér- hæfingu og fækkun mjólkurvinnsla úr 17 árið 1990 niður í 5 árið 2016 hefði óumdeilanlega náðst fram tölu- verð kostnaðarlækkun sem skilað hefði sér beint til neytenda og bænda. „Þessi árangur sem við sjáum í dag af samstarfi afurðastöðvanna hefði ekki náðst án heimildar til sér- hæfingar og verkaskiptingar þeirra á milli,“ sagði hann og benti jafnframt á að samtökin hefðu harðlega gagn- rýnt að málið fái ekki að fara inn í þann feril sem það var sett í við afgreiðslu búvörusamninga, þ.e. í gegnum samráðshóp um endur- skoðun búvörusamninga. /MÞÞ „Það er því augljóst að við verðum að ná inn 90% af framleiðendum, helst 100%. Að öðrum kosti getum við ekki rekið samtökin án stórkostlegra breytinga,“ sagði Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, á aðalfundi LK sem haldinn var á Akureyri í lok nýliðins mánaðar. Myndir /MÞÞ Á liðnu ári var met slegið varðandi framleiðslu og sölu mjólkurafurða. Innvigtun mjólkur fór í fyrsta sinn yfir 150 milljónir lítra, samanborið við 146 milljónir lítra árið á undan, aukningin nemur 2,9% á milli ára. Aðalfundarfulltrúar fylgjast með ræðu formanns. Frá aðalfundi LK á Akureyri. Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: Ekki verði seldur fimmeyringur í Landsbanka Íslands „Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps krefst þess af Alþingi og ríkisstjórn að ekki verði seldur fimmeyringur í Landsbankanum. Fundurinn telur að alls ekki megi hleypa erlendum fjárglæframönnum og vogunarsjóðum með krumlurnar í sjóði hans. Það er álit fundarins að Landsbankinn eigi að vera 100% í eigu allra Íslendinga. Viðskiptabanki fyrir venjulegt fólk. Alveg eins og sparisjóðirnir voru. Það þarf að lýsa þessu yfir í eitt skipti fyrir öll fyrir hönd eigendanna. Bankinn á ekki að standa í neinu peningaþvætti.“ Þá ályktaði aðalfundur Búnaðar- félags Auðkúluhrepps að það sé algjörlega óásættanlegt að útgerðar- menn, að þeim ólöstuðum, ráði því hvar byggð skuli haldast í sjávarplás- sum á Íslandi. Fiskvinnslufólkið og íbúar byggðarlaga vítt og breitt um landið eigi sinn rétt engu síður en stórútgerðirnar. Hrafnseyri mannlaus eyðistaður? Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúlu- hrepps biður Alþingi og ríkisstjórn vinsamlegast að leiða hugann að eftirfarandi: „Er það ásættanlegt fyrir þjóð- ina, að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, sé algjörlega mannlaus eyðistaður a.m.k. 8 mánuði ársins?“ Bryndís Eva Óskarsdóttir, bóndi í Háholti, er tekin tali í nýjasta þætti Spallað við bændur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.