Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 MATUR&ÞEKKING Matvælalandið Ísland með ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl: Þekking og færni í matvælagreinum „Þekking og færni í matvælagrein- um“ er yfirskrift ráðstefn um mat og þekkingu á vegum samstarfs- vettvangs um Matvælalandið Ísland. Ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu 6. apríl. Dagskráin hefst klukkan 11.30 með hádegishressingu í samvinnu við meistarakokka Grillsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra setur síða dagskrána og afhendir Ecotropheli Ísland- verðlaunin. Fjöldi erinda verður fluttur á ráðstefnunni. Þar má nefna erindi Harðar Kristinssonar, rann- sókna- og nýsköpunarstjóra Matís. Erindið nefnir hann „Tæknin byltir matvælaiðnaðinum“. Þá flytur Hlíf Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas, erindi sem hún nefnir „Nýjar aðferðir við miðlun fræðslu til starfsmanna“. „Nýjar leiðir við þjálfun og miðlun“ er titillinn á erindi Hróbjarts Árnasonar, lektors við Menntavísindasvið HÍ. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðu- maður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela, er með erindi sem hún nefnir „Vinnustaðanám og fræðsla Icelandair hótela“. „Menntanet sjávarútvegsins“ er erindi Hallveigar Ólafsdóttur, hagfræðings SFS. Síðan koma reynslusögur úr fyrirtækjunum. Þar fjallar Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska, um gæði, öryggi og arðsemi í framleiðslu. Klemenz Sæmundsson og Ásdís Vilborg Pálsdóttir, verk- efnastjórar hjá Fisktækniskóla Íslands, eru með erindi sem nefn- ist „Hverjir kaupa fiskinn okkar, erum við á réttri leið?“ Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformað- ur Kaffitárs, fjallar um starfs- þjálfunaráætlun. Síðan er Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað- arins, með erindi sem hann nefnir „Ráðgjöf til bænda – Nýjar áskor- anir í breyttu umhverfi“. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram á vefnum si.is. Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís: Tæknin byltir matvælaiðnaði Það eru spennandi tímar fram undan fyrir matvælarannsóknir og matvælaiðnaðinn. Tímarnir eru að breytast hratt og sömuleiðis neytendurnir. „Miklar tæknilegar umbyltingar eiga eftir að eiga sér stað tengt matvælum í framtíðinni, en tækni- leg umbylting á við um tækni sem annaðhvort leysir af hólmi þekkta tækni og hristir upp í iðnaðnum, eða er slík nýjung að hún býr til algjörlega nýjan iðnað,“ segir doktor Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, sem heldur erindi á ráðstefnunni Þekking og færni í matvælageiranum. Miklar breytingar í vændum Hörður segir að allir þekki nú orðið fyrirtæki eins og Uber sem umbylti leigubílaiðnaðinum, AirBnB sem umbylti hóteliðnaðinum og svo iTunes sem gjörbylti því hvernig við hlustum á og nálgumst tónlist. „Matvælaiðnaðurinn hefur verið frekar íhaldssamur, en það er að breytast. Heimurinn er að breytast hratt, og við sem vinnum að mat- vælarannsóknum og erum að þróa og framleiða mat þurfum að fylgjast vel með, skilja markaðinn og hvert hann stefnir. Annars missum við af lestinni,“ segir Hörður Ný tækni sem prentar matvæli „Það eru magnaðir hlutir að gerast tengt matvælum. Sem dæmi þá erum við að sjá fyrirtæki koma með tækni sem gerir okkur kleift að prenta mat- væli eftir pöntun heima hjá okkur og þannig klæðskera matinn okkar eftir því hvaða næringargildi hann á að hafa, bragð, áferð og fleira. Eldhús framtíðarinnar verður allt annað en það er í dag og verður svo tengt við okkur og netheima að það mun skilja okkar neyslumynstur í þaula, panta fyrir okkur matinn, hjálpa okkur að undirbúa hann og jafnvel elda fyrir okkur. Við erum svo að sjá matvælafyrirtæki prófa sig áfram með dróna til að koma með mat heim að dyrum. Líftæknin er líka að koma sterkari inn í matvælageir- ann, og eru menn til dæmis að þróa leiðir til að framleiða kjöt úr vöðva- frumum með stofnfrumutækni.“ Vel upplýstir neytendur Sá hópur neytenda sem hefur mest áhrif á matvælamarkaðinn núna eru þúsaldarbörnin, að sögn Harðar, fædd 1980 til 2000. „Þessi hópur er mjög vel upplýstur og gerir meiri kröfur en aldrei fyrr til matvælafram- leiðenda um gegnsæi og heilnæmi. Þeirra líf snýst um rafræna miðla og þurfa matvælafyrirtækin að vera vel meðvituð um það. Í dag eru litlu matvælafyrirtækin og sprotarnir að skapa framtíð matvælaiðnaðar- ins, því þau eru framsýnni og með meiri nýsköpunarkraft miðað við stærri fyrirtækin og höfða til hóps framtíðarneytenda. Stóru matvæla- fyrirtækin eru of hæg, eru ekki að fylgja tímanum hvað nýsköpun og vöruþróun varðar, og þau vita það. Þess vegna eru stóru fyrirtækin að fjárfesta í þeim litlu, t.d. í gegnum sína eigin áhættufjárfestingasjóði. Sem dæmi, í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum yfir 400 frum- kvöðlafyrirtæki tengt matvælum búin að fá yfir $8 milljarða í fjármögnun frá áhættufjárfestingasjóðum og stór- um fyrirtækjum. Stóru fyrirtækin eru að sjá fall í sölu og sjá vöxt í gegnum smærri frumkvöðlafyrirtækin. Má því gera ráð fyrir frekari klofnun eða skiptingu innan matvælageirans frekar en samþjöppun, en þetta skap- ar ný tækifæri. Fjárfestar þyrpast því núna í matvælageirann, m.a. þeir sem fjárfestu í tækniumbyltingun- um í kísildalnum í Kaliforníu. Þeir sjá næstu umbyltingu eiga sér stað í matvælum, tæknivæðingu matvæla- iðnaðarins.“ Ótal tækifæri „Það eru ótal tækifæri fyrir okkur Íslendinga að skara fram úr á sviði matvælarannsókna og framleiðslu. Til þess að ná framúrskarandi árangri í því breytta landslagi sem við búum við þá þurfum við að vera óhrædd og kjörkuð til að gera hlutina á nýjan hátt. Við þurfum að sleppa takinu á því þægilega. Það sem virkaði fyrir okkur í gær mun ekki virka fyrir okkur á morgun,“ segir dr. Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköp- unarstjóri Matís. /VH Dr. Hörður G. Kristinsson, rann- sókna- og nýsköpunarstjóri Matís. Matvælaprentari. Reynslusögur úr fyrirtækjum: Ráðgjöf til bænda – nýjar áskoranir í breyttu umhverfi Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ungt fyrirtæki sem var stofnað árið 2013 við sameiningu allrar leiðbeiningaþjónustu búnaðar- sambandanna og Bændasamtaka Íslands. Fyrirtækið er í eigu Bænda- samtakanna og rekur það tólf starfs- stöðvar vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að RML sé ungt að árum byggir ráðgjafarstarfið á sterkum grunni sem mótast hefur á áratuga langri reynslu áðurnefndra félaga. Vignir Sigurðsson fram- kvæmdastjóri segir að RML annist ráðgjöf og þjónustu til bænda á mjög breiðum grunni og geti aðkoma þeirra verið að nær öllum þáttum búrekstr- arins. „Starfsfólk er um 45 en nokkur fjöldi þess starfar í hlutastörfum og er býsna algengt að starfsfólkið starfi líka sem bændur eða hafi allavega mjög sterka tengingu við landbúnað- inn og búsetu í dreifbýli. Megnið af starfsfólki RML eru háskólamenntaðir einstaklingar sem flestir hafa hlotið menntun sína hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en jafnframt eru nokkrir sem hafa menntun erlendis frá og þá einna helst á Norðurlöndunum.“ Aðkoma að öllum þáttum búrekstrar „Kynbótastarfið er veigamikill þáttur í okkar ráðgjafarstarfsemi. Annars vegar snýr sú vinna að sameiginleg- um verkefnum, svo sem utanum- haldi og þjónustu við skýrsluhald. Afurðir allra gripa, til dæmis gæði og magn mjólk- og kjötafurða, eru skráðar í sameiginlega gagnagrunna sem svo nýtast í kynbótastarfinu meðal annars við val á úrvalsgrip- um sem vænlegir þykja til að bæta bústofninn með tilliti til þeirra þátta sem aukið geta verðmæti afurðanna. Hins vegar er einstaklingsráðgjöf til bænda sem snýr að leiðbeiningum við val á ásetningsgripum og gerð pörunaráætlana. Umfangsmikið starf fer fram í sauðfjárræktinni á hverju hausti þegar bændur er heimsóttir og lömb eru í þúsundavís mæld og stiguð eftir kúnstarinnar reglum. Á hverju ári eru um 70 til 75 þúsund lömb skoðuð. Bændur nýta sér svo þetta faglega mat ráðunautanna til að velja gripi til lífs með það að markmiði að bæta bústofninn.“ Áhersla á magn og gæði „Í nautgriparæktinni hefur aðal- áherslan verið á að auka gæði og magn mjólkurafurða af hverjum grip. Nautakjötsframleiðslan hefur vissu- lega verið mikilvæg líka og aukin áhersla er nú á að bæta afurðir og afkomu í þeirri grein. RML býður bændum upp á gerð pörunaráætlana eða sæðingaráætlana. Þessi þjónusta felst í því að ráðleggja bændum hvaða sæðinganaut skuli velja á hverja kú út frá kynbótaeig- inleikum gripanna. Sæðingaráætlanir njóta vaxandi vinsælda meðal bænda enda má segja að það sé kostnaðar- samt að nýta ekki alla þá möguleika sem gefast til að flýta framförum í þeim gripum sem búin byggja afkomu sína á. Pörunaráætlanir í sauðfjárrækt eru einnig í boði en notkun á þeim leiðir til markvissara ræktunarstarfs í hjörðinni,“ segir Vignir. Jarðrækt og áburðaráætlanir „Ráðgjöf í jarðrækt og nýtingu fóðurs er einnig mikilvægur þáttur í okkar starfsemi. Áburðarkaup og heyöflun eru mjög fyrirferðarmiklir útgjalda- liðir í rekstri hefðbundins búskap- ar. Því skiptir verulega miklu máli að vanda vel til þessara þátta. Hér má nefna gerð áburðaráætlana sem sparað geta verulegar fjárhæðir í innkaupum og/eða aukið uppskeru- magn og gæði fóðursins sem er einn mikilvægasti þátturinn í því að ná hámarksafurðum og hagkvæmni í rekstri. Örfá prósent í betri nýtingu áburða geta talið í tugum og hundruð- um þúsunda sparnaði og hagkvæmni á einu búi. Vaxandi eftirspurn er eftir gerð fóðuráætlana. Það á þó fyrst og fremst við meðal kúabænda. Hér Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Kynbótastarf er veigamikill þáttur í ráðgjafarstarfsemi RML. Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.