Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Snemma árs 2016 setti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við sjálfstætt starfandi dýralækni af stað verkefni sem miðaði að því að kanna virkni tilraunabóluefnis gegn kregðu. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum (Keldur) og Landbúnaðarháskóli Íslands (Lbhí) voru síðan fengin til samstarfs í þetta verkefni. Í apríl 2016 var svo farið af stað með tilraun þar sem notað var bóluefni framleitt í Þýskalandi. Í bóluefninu var blanda af kregðusýkilsstofnum sem ræktast höfðu úr kregðusmituðum hrúti frá búi á Norðurlandi. Ákveðið var að bólusetningar- tilraunin færi fram á sama búi og kregðusmitaði hrúturinn kom frá, svo fengist sem gleggst mynd af virkni bóluefnisins á upprunahjörðina. Viðkomandi bú kallast hér eftir tilraunabú. Um kregðu Kregða er sjúkdómur í sauðfé af völdum bakteríunnar Mycoplasma ovipneumoniae (M. ovipneumoniae; Sheehan M et al., 2007; Friss NF et al., 1976). Þó kregða sé þekkt í sauðfé hérlendis og erlendis er ýmislegt í eðli sjúkdómsins sem er óþekkt. Til dæmis er ekki vitað hvernig ónæmiskerfi sauðfjár bregst við sýkingunni, en sú þekking er nauðsynleg til þess að geta viðhaft fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjúkdómnum. Sjúkdómurinn hefur verið þekktur í áratugi á Norðausturlandi en hefur á seinni árum náð fótfestu víða um land (Friss NF et al., 1976; Þórarinsdóttir, 2014). Í rannsókn Guðríðar Þórarinsdóttur dýralæknis árið 2014 á algengi og útbreiðslu sjúkdómsins í sláturlömbum frá Suðvestur-, Suður- og Suðausturlandi kom í ljós að kregða fannst á öllum þessum svæðum (í 10 varnarhólfum). Sjúkdómurinn fannst í 60% af 232 búum. Tíðni kregðu á þessum bæjum var ekki há, hún fannst eingöngu í 4% af þeim 24.772 lungum sem skoðuð voru. Það var hins vegar nokkur breytileiki í tíðni sjúkdómsins á milli bæja, frá 0-21.4%. Einnig var breytileiki á milli varnarhólfa. Í 65% lungna með kregðu var um væga sýkingu að ræða, 25% jákvæðra lungna voru með miðlungs sýkingu, en 10% voru metin með alvarlega sýkingu (Þórarinsdóttir, 2014). Mycoplasma ovipneumoniae sýking herjar einkum á lömb og getur valdið lungnabólgu. Eina áreiðanlega aðferðin til greiningar á kregðu er að skoða lungu og taka sýni úr lungnavef, en við haustslátrun sjást oft einkennandi bólgubreytingar í framblöðum lungna. Ásetningslömb með hósta geta haldið áfram að hósta fram eftir vetri. Kregða er aftur á móti sjaldnast talin draga fé til dauða þó talið sé að sýkingin veikli lungun og geri þau móttækilegri fyrir öðrum bakteríusýkingum, sem þá geta fylgt í kjölfarið og jafnvel dregið dýrin til dauða. Bóluefni Ekkert bóluefni er fáanlegt á almennum markaði gegn kregðu í sauðfé. Helsta hindrunin í þróun kregðubóluefnis er hversu erfitt er að rækta bakteríuna, auk þess sem mikill breytileiki er talinn vera á stofnasamsetningu milli bæja og ára. Erlendis eru nokkur fyrirtæki sem taka að sér framleiðslu sérsniðinna bóluefna gegn kregðu. Árið 2014 var gerð tilraun í Bandaríkjunum með sérsniðið bóluefni gegn kregðu (Ziegler et al., 2014). Þar kom í ljós að nota þurfti stóran skammt af bakteríum og bólusetja tvisvar til að fá fram mótefnasvörun. Í tilrauninni var aftur á móti ekki kannað hvort bólusetningin veitti dýrunum vörn gegn sjúkdómnum. Niðurstöður bandarísku tilraunarinnar voru hafðar til hliðsjónar við skipulagningu íslensku bólusetningartilraunarinnar. Notað var sama magn af bakteríum í tilraunabóluefninu en eingöngu var ákveðið að bólusetja lambfullar ær einu sinni þar sem stutt var í burð á tilraunabúinu þegar tilraunin hófst. Út frá upplýsingum um viðkomandi hjörð var talið líklegt að tilraunakindurnar hefðu sýkst af kregðu fyrr á ævinni. Því var talið að með bólusetningunni væri verið að endurræsa fyrra ónæmissvar gegn kregðu. Lömb með kregðu geta sýnt sjúkdómseinkenni fljótlega eftir burð sem bendir til þess að sú mótefnavörn sem þau fá með broddmjólkinni sé ekki nægjanleg í mörgum tilfellum (Gaylor, 2007). Af þeim sökum var ákveðið að bólusetja lömb undan óbólusettum ám u.þ.b. 1 viku eftir burð og endurbólusetja síðan 3 vikum seinna. Bólusetningartilraunin Áður en tilraunin hófst var bóluefnið prófað í 5 ám og 4 lömbum til að kanna hvort það hefði í för með sér óæskilegar aukaverkanir. Bólusetning með bóluefninu virtist ekki hafa nein áhrif á almenna líðan áa og lamba. Til að fá sem mestar upplýsingar úr bólusetningatilrauninni voru skilgreindir fjórir tilraunahópar sem fengu mismunandi meðhöndlun (Tafla 1). Þeim var svo fylgt eftir með blóðtökum og skoðun í sláturhúsi að hausti. Hópur 1. Óbólusett lömb undan ám sem voru bólusettar rétt fyrir burð. Hópur 2. Bólusettir tvílembingar (annar af pari, tvílembingur 1) - undan óbólusettum ám. Hópur 3. Óbólusettir tvílembingar (annar af pari, tvílembingur 2) - undan óbólusettum ám. Hópur 4. Óbólusett lömb undan óbólusettum ám. Skoðun í sláturhúsi að hausti og mat á lungum Lömbum frá tilraunabúinu var slátrað á tímabilinu 30. september til 31. október 2016 (í fjórum sláturhópum). Þrjá af sláturdögunum fór starfsfólk Keldna í sláturhús SAH á Blönduósi þar sem safnað var saman lungum með aðstoð ábúenda tilraunabúsins og sjálfstætt starfandi dýralæknis, en síðasta sláturdag sáu ábúendur og dýralæknir um að skoða lungu og safna sýnum. Lungun voru skoðuð og metin eftir eftir skalanum 0-5 sem notaður er til að ákvarða kregðubreytingar. Einnig voru aðrar breytingar á lungum, s.s. breytingar af völdum lungnaorma metnar og skráðar. Alls voru skoðuð 694 lungu og tafla 1 sýnir niðurstöður eftir tilraunahópum. Niðurstöður Kregðubreytingar fundust í 13 % lungna (88 af 694) frá tilraunabúinu þetta haustið. Niðurstöður sýndu einnig að í 95% lungna með kregðubreytingar (84 af 88) reyndust breytingarnar vera mjög vægar til vægar (stig 1-3; myndir 2 og 3). Miðlungs útbreiddar kregðubreytingar í lungum fundust í 3 lömbum og og eingungis eitt lamb var með útbreiddar kregðubreytingar í lungum. Þessi fjögur lömb voru öll í viðmiðunarhópnum (hópi 4). Tölfræðilegar prófanir á sambandi bólusetningar lambs eða ær og kregðu í viðkomandi lambi sýndu að ekki væri marktækt samband milli bólusetningar og kregðubreytinga í þessari tilraun. Það kom nokkuð á óvart að við skoðun á lungum fundust merki um lungnaormasýkingar í nær 100% lambanna (sjá myndir 1 og 2), og einnig fundust lungnapestarbreytingar í hluta lambanna. Samantekt Niðurstaða bólusetningar tilraunar- innar var sú að kregða virtist ekki vera vandamál í fé á tilraunabúinu þetta árið. Einungis í örfáum tilfellum hefði mátt búast við að kregðusýking gæti valdið sjúkdómseinkennum í gripunum. Ekki var hægt að sýna fram á virkni sérsniðna bóluefnisins gegn kregðusmiti. Sláandi var hversu útbreiddar breytingar af völdum lungnaorma voru, og verður að hafa í huga hugsanlegan þátt ormasýkinga og annarra bakteríusýkinga í þeim einkennum sem bændur verða varir við í sínum hjörðum. Bólusetningartilraun þessi hefur varpað ljósi á þörfina fyrir úttekt á orsökum öndunarfærasjúkdóma, þar á meðal tíðni og meingerð kregðu, í íslensku sauðfé. Líklegt má teljast að ytri aðstæður, svo sem veðurfar, aðbúnaður og aðrar sýkingar, séu mikilvægur þáttur í því hvort og hversu mikil sjúkdómseinkenni sjást af völdum kregðusýkilsins. Í þessari rannsókn voru kregðu- breytingar í flestum tilfellum svo vægar að ólíklegt verður að teljast að þær hafi valdið klínískum ein kennum. Einungis í 4,5% kregðutilfella af, þ.e. 0,6% af öllum sláturlömbum, voru breytingarnar það alvarlegar að þær gætu hugsanlega haft áhrif á almennt heilsufar dýranna (kregðustig 4 og 5). Árferði var gott sumarið 2016 og getur það hugsanlega skýrt það hversu lítið var um alvarlegar Tilraun á bóluefni gegn kregðu 2016 Mynd 1. Lungu skoðuð í sláturhúsi og breytingar kvarðaðar og skráðar. Lungun voru merk með raðnúmeri (rauðu miðarnir). Á myndinni sjást bólgu- breytingar eftir lungnaorma, rauðir hnúðar (hvítar örvar benda á nokkra slíka). Mynd 2. Lunga með mjög væga kregðu (stig 1). Í einu framblaði er línulaga dökkt svæði með vægri bólgu og samföllnum lungnavef (lungnahrun; svört píla). Hvítar pílur benda á bólguhnúða eftir lungnaorma. Mynd 3. Lungu með kregðustig 3: Dökkrauð bólgusvæði yst í framblöðum. Dreifðir bólguhnúðar (litlir rauðir dílar) eftir lungnaorma í afturblöðum. Á FAGLEGUM NÓTUM TILRAUNASTÖÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Í MEINAFRÆÐUM AÐ KELDUMLANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.