Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. apríl 2017 Á aðalfundi Landssambands kúa- bænda sem haldinn var á Akureyri nýverið var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar LK að koma á fót vinnuhópi um stefnumörkun í mjólkurfram- leiðslu sem og um stefnumörk- un í nautakjötsframleiðslu. Vinnuhóparnir verði settir saman í samvinnu við hagsmunaaðila. Fram kemur í greinargerð með ályktun um stefnumörkun í mjólk- urframleiðslu að kosið verði á árinu 2019 um hvort bændur vilji halda í greiðslumark mjólkur frá og með 1. janúar 2021. Óháð niðurstöðu kosn- ingar telur aðalfundur mikilvægt að greinin undirbúi sig í tíma, stillt verði upp þeim sviðsmyndum sem upp geta komið og unnin stefnumörkun útfrá þeim. Meðal annars verður litið til þeirrar umræðu sem samráðshóp- ur um endurskoðun búvörusamninga er gert að taka. Hvað nautakjötsframleiðsluna varðar er lagt til að í vinnunni verði framtíðarþróun markaðshlutdeildar innlendrar framleiðslu og innflutn- ings greind sem og þróun gæða í innlendri framleiðslu sem og aðrar greiningar sem að gagni koma. Þá beindi fundurinn því til stjórn- ar LK að koma á reglulegri vökt- un á framleiðslu nautakjöts í sam- starfi vð RML og hagsmunaaðila. Nauðsynlegar upplýsingar verði teknar saman og þær verði aðgengi- legar fyrir bændur og hagsmunaað- ila, en slíkar upplýsingar eru mikil- vægar fyrir skipulag framleiðslunnar og koma í veg fyrir langa bið eftir slátrun. /MÞÞ Aðalfundur LK: Stefnumörkun í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu Landbúnaðarháskóla Íslands: Staða rektors við laus til umsóknar Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) sagði starfi sínu lausu í byrjun þessa árs og nú fyrir skemmstu auglýsti skólinn starfið laust til umsóknar. Björn útskýrði í viðtali við Bændablaðið í janúar að hann léti af störfum af persónulegum ástæðum en hann myndi láta af störfum um leið og nýr rektor tæki við. Í auglýsingu frá skólanum kemur fram að umsóknarfrestur sé til 25. apríl næstkomandi og reiknað sé með að skipað sé í embætti rektors frá og með 1. ágúst 2017 til fimm ára, samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Skólinn stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf við skólann. Háskólaráð tilnefnir þrjá menn í val- nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Skuldastaðan batnað Björn var skipaður í embætti 1. ágúst 2014 og í viðtalinu við Bændablaðið í janúar sagði hann að fjárhagurinn hefði á þessum tíma tekið miklum stakkaskiptum. „Skuldastaða skól- ans hefur batnað en 85% af skuldum LbhÍ við ríkissjóð voru afskrifað- ar um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að 70 milljónir króna fari í uppbyggingu Garðyrkjuskólans að Reykjum á þessu ári. „Þegar ég tók við skólanum var búinn að vera hallarekstur á skól- anum í mörg ár og búið að leggja drög að aðgerðum til að láta enda ná saman. Það féll síðan í minn hlut að hrinda þeim erfiðu aðgerðum í framkvæmd sem fólust meðal annars í því að segja upp starfsmönnum. Við það snerist reksturinn við og skólinn skilaði afgangi og gat greitt upp í skuldir sínar við ríkissjóð,“ sagði Björn meðal annars. /smh FRÉTTIR Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK: Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndar- málum og kynningu á starfsgreininni Margrét Gísladóttir fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda fjallaði m.a. um kynningarmál og samfélags- miðlaherferð sambandsins á aðal- fundi LK á Akureyri á dögunum. Hún hóf störf hjá LK á liðnu ári og kom úr heimi ímyndar- og kynn- ingarmála og varð strax ljóst að kúabændur vildu sjá aukinn þunga lagðan á ímyndarmál og kynningu í starfsgreininni. „Í því þótti mér felast ótal tæki- færi og stend föst á því. Þó umræð- an í kringum búvörusamninga hafi verið ansi hörð á köflum færði hún okkur það að almenningur hefur opnað eyrun og hugann fyrir frakari umræðu um landbúnað,“ sagði Margrét. Sýnileg á samfélagsmiðlum Landssamband kúabænda hefur sótt fram á ýmsum miðlum, t.d. var opnaður reikningur á Twitter undir notendanafninu @isl_kyr, eða Íslenska kýrin. Þá hafa fram- kvæmdastjóri og formaður LK tekið að sér snapchat reikningana @ungurbondi og @reyndurbondi í þeim tilgangi að gera störf sam- takanna sýnilegri auk þess að miðla fræðslu um nautgriparækt á Íslandi á nýstárlegan og aðgengilegan hátt. Þá eru samtökin einnig með síðu á Facebook sem m.a. er notuð til að deila fréttaumfjöllun um allt sem snýr að kúabúskap, starfsemi sam- takanna og til að koma skilaboðum á framfæri til bænda. Ferill mjólkurvara frá haga í maga Að auki hefur markvisst verið unnið að því að koma forsvarsmönnum LK að í umræðunni þegar kemur að mjólkurframleiðslu, starfsum- hverfi kúabænda og eða öðru er greininni viðkemur. Greinaskrif, opinber viðbrögð og viðtöl vegna ýmissa mála hafa markvisst færst í aukana á liðnu ári og stefnan að sögn Margrétar að halda þeirri þróun áfram. Greindi hún á aðalfundinum frá því að í undirbúningi væri samfé- lagsmiðlaherferð á vegum LK og stefnt að því að hefja hana á næstu vikum. „Verkefnið gengur út á fræðslu um starfsumhverfi kúabænda og feril mjólkurvara úr haga í maga,“ sagði hún. Efnið verður einungis ætlað til dreifingar á vefnum og aðgengilegt á heimasíðu samtak- anna. Fengist hefur vilyrði fyrir því að nýta mjólkurfernur MS í kynn- ingarskyni, sem hún sagði einn besta kynningarvettvang sem færi gæfist á. /MÞÞ Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda sagði m.a. frá samfélagsmiðlaherferð á vegum samtakanna sem hefst innan tíðar. Mynd / MÞÞValgerður Kristjánsdóttir Mýrum 3 var meðal aðalfundarfulltrúa LK. Mynd / MÞÞ Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ. Mynd / HKr. Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvars- Mynd / HKr. Burkni og Bekri verðlaunahrútar sæðingastöðvanna 2017 Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðinga- stöðvanna fyrir besta lambaföð- ur stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbóta- hrútinn árið 2017. Hrúturinn Burkni 13-951 frá Mýrum 2 í Hrútafirði hlaut viður- kenninguna sem besti lamba- faðirinn. Í umsögn vegna viður- kenningarinnar segir m.a. að Burkni hafi fyrst vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi niðurstöður í stórri afkvæmarannsókn. Gæði hans voru síðan enn betur staðfest í afkvæmarannsókn á vegum sauð- fjársæðingastöðvanna fyrir úrvals- hrúta úr Miðfjarðarhólfi, sem fram fór að Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Í umsögn um Bekra 12-91 segir m.a.: Bekri var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum að aflokinni afkvæmarannsókn á Hesti haustið 2013. Hann skipaði sér strax í hóp með betri lambafeðrum stöðvanna og síðan hefur reynsla af dætrum verið mjög jákvæð og ýtt frekar undir vinsældir hans. Eftir fyrstu þrjá vetur á stöð höfðu 2.546 ær verið sæddar við honum sam- kvæmt skráningum í Fjárvís.is. Haustið 2016 var hann síðan einn af mest notuðu hrútum stöðvanna og útsendir skammtar rétt um 2.000. Einkennandi fyrir afkvæmin er góður þroski og mikil holdfylling. Afkvæmin eru yfirleitt jafnvaxin og heilsteyptir einstaklingar, mörg hver glæsigripir sem bjóða af sér góðan þokka. Dæturnar, sem þegar telja á sjötta hundrað á skýrslum, eru bæði frjósamar og mjólkur- lagnar. / VH Seyðisfjörður: Undirbúa byggingu heilsárshótels Undirbúningur að byggingu heilsárshótels á Seyðisfirði hefur nú staðið yfir í um tvö ár. Aðstandendur verkefnisins eru eigendur Langatanga 7 og þau Símon Ólafsson byggingaverk- fræðingur og Anna Salska arki- tekt. Þau eiga og reka arkitekta- fyrirtækið Kubbafabrikkuna, sem hefur yfirumsjón með allri hönnun. Hugmyndin gengur út á það að breyta Tunnuskemmunni (Langatanga 7) ásamt viðbyggingu í 2.300 fm hótel með 42 herbergj- um og þremur svítum, veitinga- stað og spa. Um þessar mundir er unnið að því að finna fjárfesta en því miður bíða þeir ekki í röðum eftir að fjárfesta á landsbyggðinni, segir í frétt um verkefnið á vefsíðu Seyðisfjarðar. Verkefnið hefur gott vilyrði frá lánastofnun ef fjárfestar koma að verkefninu. Hótelið mun skapa allt að 14 heilsársstörf og 24 hálfsársstörf þegar það verður komið í fulla virkni. Samhliða verkefninu hefur Aðalheiður Borgþórsdóttir stýrt klasa með lykilfólki í ferðaþjón- ustu á Seyðisfirði og Egilsstöðum. Klasinn hefur unnið að vöruþróun á vetrarferðaþjónustu með það að markmiði að markaðssetja Veturinn á Austurlandi. Það er forsendan fyrir því að hægt verði að reka heilsárshótel af þessari stærðargráðu á Seyðisfirði. Nú þegar hefur ein ferðaskrifstofa tekið vetrarpakka í sölu. Vefurinn www.onestopshop.is er gagna- grunnur verkefnisins, en þar má meðal annars sjá þá vetrarpakka sem verið er að markaðssetja um þessar mundir. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.