Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 20182
Nú eru allar ellefu kýrnar bornar
sem Angus fósturvísar frá Noregi
voru settir upp í undir lok síðasta
árs. Ein kýrin var tvíkelfd og
hafa þær því skilað tólf lifandi
kálfum; sjö kvígum og fimm
nautum. Burðirnir hafa almennt
gengið mjög vel fyrir sig og án
aðstoðar, þó hefur bústjóri veitt
nokkra burðarhjálp í eitt skipti og
næstsíðasti kálfurinn kom aftur á
bak og þurfti aðstoð dýralæknis
til að koma honum í heiminn.
Sá var einnig þeirra þyngstur, 48
kg, sá léttasti var 29 kg (annar
tvíkelfingurinn).
Tveir feður og fjórir
móðurfeður
Eins og sjá má í töflunni hér að
neðan eru allir kálfarnir, utan
einn, undan nautinu 74039 Li‘s
Great Tigre, eitt naut er undan
74033 First Boyd fra Li, Draumur
0009. Móðurfeðurnir eru fjórir.
Þar sem Draumur er óskyldur
öllum kvíguhópnum, opnar
það fyrir möguleika á að búa til
fósturvísa á stöðinni og dreifa
þeim til bænda á næstu misserum.
Þá er gert ráð fyrir að tekið verði
sæði úr nautunum, því dreift með
hefðbundnum hætti og þau síðan
seld til bænda. Fyrirkomulag
sölunnar hefur ekki verið ákveðið
en í Noregi eru kynbótanautin seld
bændum á uppboði. Allt byggir
þetta á því að gripirnir standist þær
heilbrigðiskröfur sem gerðar eru.
Stefnt er að því að halda kvígunum
eftir og nýta þær til að byggja
upp hreinræktaða Angus hjörð á
stöðinni. Í fyllingu tímans verði
þær sæddar með innfluttu sæði úr
reyndum úrvalsnautum, sem er
margfalt ódýrara en að flytja inn
fósturvísa; sæðisskammtur kostar
4–5.000 kr en fósturvísir 160.000
kr.
Sett upp í 38 kýr á næstu dögum
Fósturvísar undan nautinu 74029
Horgen Erie misfórust allir í
síðustu uppsetningu, en gerð verður
önnur tilraun með hann í haust en í
ágúst sl. komu 12 nýir fósturvísar
undan honum hingað til lands.
Þá komu einnig 13 fósturvísar
undan 74043 Hovin Hauk, sem
er nýr. Í sendingunni voru einnig
13 fósturvísar undan 74029 Li‘s
Great Tigre sem teknir voru í fyrra
en ein kvígan sem skoluð var þá og
hann var notaður á, 1614 Lara av
Høystad, gaf 20 nothæfa fósturvísa,
9 voru fluttir hingað í fyrra og
skiluðu þeir fimm lifandi fæddum
kálfum. Keyptar hafa verið 38 kýr
og verða fósturvísar settir upp í
fyrri hluta hópsins á allra næstu
dögum og síðari hlutann um næstu
mánaðamót. Gangi allt að óskum,
koma 15-20 kálfar í heiminn í
stöðinni næsta sumar. /BHB
FRÉTTIR
Dallilja 374 frá Kálfafelli 1 með fósturdætur sínar, Steinu 0003 og Sveinu 0004. Mynd / Sveinn Sigurmundsson.
Allar ellefu kýrnar bornar sem Angus fósturvísar frá Noregi voru settir upp í:
Tólf Angus kálfar fæddir á Stóra-Ármóti
í einangrunarstöð NautÍs
Ætterni Angus kálfanna á Stóra Ármóti
Fylgiblað um
líf ræna ræktun
Með Bændablaðinu fylgir átta síðna
kynningarrit um lífrænt vottaða
landbúnaðarframleiðslu á Íslandi.
Útgefandi eru samtökin VOR –
verndun og ræktun en í kálfinum
eru fjölbreyttar upplýsingar um
lífræna ræktun. Rætt er við bændur
sem stunda lífrænan búskap, meðal
annars mjólkur- og kjötframleiðslu,
kornrækt, grænmetisrækt, þörunga-
vinnslu og vinnslu ýmissa afurða
úr jurtaríkinu. Sjá nánar í miðju
Bændablaðsins.
Kynningarrit um lífrænt vottaða landbúnaðarframleiðslu á Íslandi
Lífræn ræktun
Veðrið lék við sauðkindur og menn í Hrunaréttum föstudaginn 14. september þegar bændur og búalið komu saman til að heimta fé sitt af fjalli og draga
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hagvöxtur 7,2% á 2.
ársfjórðungi 2018
Landsframleiðslan á 2. árs fjórð-
ungi 2018 jókst að raungildi um
7,2% frá sama árs fjórðungi fyrra
árs samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands.
Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld,
sem eru samtala neyslu og
fjárfestingar, um 6,6%. Einkaneysla
jókst um 5,1%, samneysla um 2,8%
og fjárfesting um 7,5%. Útflutningur
jókst um 0,8% og á sama tíma dróst
innflutningur saman um 0,4%.
Helstu drifkraftar hagvaxtar eru
einkaneysla og fjármunamyndun.
Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla
jókst að raungildi um 1,8% frá 1.
ársfjórðungi 2018.
Landsframleiðslan á fyrstu sex
mánuðum ársins 2018 jókst um
6,4% að raungildi borið saman við
fyrstu sex mánuði ársins 2017. Á
sama tíma jukust þjóðarútgjöld um
6,2%. Einkaneysla jókst um 5,3%,
samneysla um 3,1% og fjárfesting
um 7,6%. Útflutningur jókst um
4,5% og innflutningur um 4,1%.
Tekjuafkoman
jákvæð
Áætluð tekjuafkoma hins opinbera
var jákvæð um 1,5 milljarða króna
á 2. ársfjórðungi 2018 eða sem
nemur 0,2% af landsframleiðslu
ársfjórðungsins. Á sama tíma árið
2017 var afkoman neikvæð um 28,4
milljarða króna.
Þessi neikvæða afkoma á 2.
ársfjórðungi 2017, skýrist öðru
fremur af 35,0 milljarða króna
fjármagnstilfærslu sveitarfélaga til
Brúar lífeyrissjóðs, sem tilkomin er
vegna breytinga á A deild sjóðsins.
Heildartekjur hins opinbera jukust um
2,5% milli 2. ársfjórðungs 2017 og
2018 á sama tíma og heildarútgjöld
drógust saman um 7,6%.
Vegna tafa á útgáfu Ríkisreiknings
fyrir árið 2017, eru tölur fyrir 2017
enn bráðabirgðatölur. Útgáfan
Fjármál hins opinbera 2017 –
endurskoðun, sem fyrirhuguð var
samhliða ársfjórðungsútgáfunni
í dag, hefur verið frestað til 13.
desember næstkomandi.
Vegna breytinga á gagnaskilum
sem átt hafa sér stað í tengslum við
innleiðingu laga um opinber fjármál
er óvissa í uppgjöri fjármála hins
opinbera. Niðurstöður um fjármál
hins opinbera á 2. ársfjórðungi eru
því settar fram með fyrirvara um
breytingar sem kunna að verða vegna
fyllri upplýsinga.