Bændablaðið - 20.09.2018, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 20184
FRÉTTIR
Ársskýrsla Búnaðarstofu MAST – Framleiðsla dilkakjöts á árunum 2016 og 2017:
Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53
– Framleiðslan jókst samt um rúm 200 tonn
Sauðfjárbúum sem njóta
beingreiðslna og eru með virkt
greiðslumark hefur fækkað á
milli áranna 2016 og 2017 um
3,35%. Þá hafa þeir sem rétt eiga
á beingreiðslum ekki allir innleyst
þær.
Samkvæmt ársskýrslu Búnaðar-
stofu Matvælastofnunar þá var
heildargreiðslumark, þ.e. ærgildi,
368.456,9 á árinu 2016. Það
lækkaði í 366.979,7 árið 2017, eða
um 1.477,2 ærgildi. Á sama tíma
fækkaði búum (búsnúmerum) með
virkt greiðslumark úr 1.582 í 1.529,
eða um 53 sem er 3,35% fækkun.
Færri bú en meiri framleiðsla
Þrátt fyrir fækkun búa þá jókst
heildarframleiðsla dilkakjöts milli
ára um 2,34%, eða úr rúmlega
7.599 tonnum í rúmlega 8.800 tonn.
Heildargreiðslur til bænda vegna
framleiðslu námu rúmum 1.341,3
milljónum króna 2016 og 1.671,4
milljónum 2017. Það er aukning upp
á 24,6%. Fjöldi handhafa sem fengu
greitt út á dilkakjöt fækkaði úr 1.606
í 1.544, eða um -3,9%.
Beingreiðslur eru háðar
skilyrðum
Reglugerð um gæðastýrða
sauðfjárframleiðslu var endurskoðuð
lítillega og var endurútgefin sem
reglugerð nr. 1166/2017. Ekki er
um að ræða efnislegar breytingar
frá fyrri reglugerð, helstu breytingar
snúa að samræmingu reglugerðar
um stuðning við sauðfjárrækt nr.
1183/2017. Í því felst meðal annars
fyrirkomulag greiðslna, um að
heimilt sé að fresta og/eða fella
niður gæðastýringargreiðslur hjá
þeim framleiðendum sem standast
ekki skilyrði gæðastýringar og
bregðast ekki við skráðu fráviki í
eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar
innan tilskilins frests.
Sex framleiðendur uppfylltu
ekki skilyrði
Á árinu 2017 voru 6 framleið-
endur sem uppfylltu ekki
skilyrði aðildar að gæðastýrðri
sauðfjárframleiðslu, m.a. vegna
merkinga, umhverfisþátta
gæðastýringar, aðbúnaðar og
meðferðar sauðfjár. Samstarfsaðili
stofnunarinnar við framkvæmd
gæðastýringar í sauðfjárrækt
er Landgræðsla ríkisins.
Hún sér um landnýtingarþátt
gæðastýringar skv. samningi
á milli Landgræðslunnar,
Matvælastofnunar og atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins. Í
því felst m.a. mat og staðfesting
á gæðum beitilands umsækjenda
en beitiland skal vera nýtt á
sjálfbæran hátt. /HKr.
Heimild: Búnaðarstofa MAST
Heimild: Búnaðarstofa MAST
Matís um heimaslátrun:
Örsláturhús myndu örva nýsköpun en
regluverkið er flókið og ruglingslegt
Lög um heimaslátrun og vinnslu
eru flókin og hamla möguleikum
bænda til nýsköpunar. Leyfilegt
er að slátra dýrum heima á býli til
einkaneyslu en bannað að selja eða
dreifa afurðunum út fyrir býlið. Á
sama tíma er leyfilegt að koma upp
afurðavinnslu heima en bannað að
nota hráefni af heimaslátruðu til
vinnslunnar.
„Heimaslátrun er leyfð
samkvæmt lögum,“ segir Hrönn
Ólína Jörundsdóttir, sviðsstjóri
hjá Matís og sérfræðingur um
matvælaöryggi, og er það þegar
bóndi slátrar eigin fé heima á bæ
til eigin nota. Hins vegar er sala og
dreifing afurða af heimaslátruðum
dýrum bönnuð.“
Hrönn segir að fólk rugli þessu
tvennu stundum saman og þegar sagt
er að heimaslátrun sé bönnuð þá sé
ekki átt við heimaslátrunina sjálfa
hendur sölu og dreifingu afurða út
fyrir býlið.
Reglurnar á gráu svæði
Að sögn Hrannar er erfitt að henda
reiður á hversu mikil heimaslátrun er
þar sem ekki séu til neinar opinberar
tölur um fjölda dýra sem er slátrað
heima.
„Hins vegar vitum við að það
er talsvert um heimaslátrun og að
sala á afurðum af heimaslátruðum
afurðum tíðkast bak við tjöldin og
dulinn markaður til staðar og lítið
mál að nálgast heimaslátrað kjöt.
Ástæðan fyrir því að bannað er
að selja afurðir af heimaslátruðu
er að dýrunum er slátrað og
jafnvel vinnsla á kjöti án nokkurs
eftirlits og í aðstöðu sem er í
flestum tilfellum ekki samþykkt til
matvælaframleiðslu.
Í framhaldi af því má svo
spyrja sig hvort afurðirnar séu
ekki jafnmikil ógn við heimafólk á
bænum þar sem slátrunin fer fram og
aðra, komi eitthvað upp á. Að mínu
mati eru reglurnar um heimaslátrun
á gráu svæði hvað þetta varðar þar
sem það er alltaf einhver áhætta á
smiti við heimaslátrun. Þannig að
ef allt ætti að vera eftir bókinni ætti
heimaslátrun að vera bönnuð með
öllu, en á þessu vantar áhættumat
og gögn sem sýna hver raunveruleg
áhætta sé fyrir neytandann,“ segir
Hrönn.
Flókið regluverk
„Regluverkið í kringum slátrun og
vinnslu afurða er töluvert og erfitt
að koma á laggirnar vinnslum sem
er þó leyfilegt samkvæmt reglum.
Samkvæmt reglunum er leyfilegt
að setja upp kjötvinnslur heima á
býlum en þá þurfa bændur að kaupa
skrokka af sláturleyfishöfum. Þannig
að bændur geta í raun verið með
kjötvinnslu en mega ekki slátra heima
og vinna hráefni af heimaslátruðu þar
sem þeir hafa ekki sláturleyfi.
Gallinn við kerfið eins og það er í
dag er að virðiskeðja, slátrun, vinnsla
og sala, gerist öll hjá bóndanum
nema aflífunin og það hefur aldrei
verið samþykkt annað en að slátrunin
fari fram hjá sláturleyfishafa eigi
afurðirnar að fara í sölu.
Að mínu mati og fleiri hefur
þetta staðið bændum fyrir þrifum
í að geta stundað nýsköpun. Eins
og staðan er í dag hefur lengi verið
nánast ómögulegt fyrir bændur að
stunda nýsköpun af því að það er
svo kostnaðarsamt fyrir þá að fá
skrokkana heim til baka. Þeir fá lágt
verð fyrir skrokkana í sláturhúsinu
og ef þeir vilja fá þá heim til vinnslu
er dýrt að láta slátra þeim og dýrt að
fá hráefnið heim til vinnslu og það
gerir að verkum að rekstrarmódelið
gengur ekki upp.“
Örsláturhús heima á býli
„Staða sauðfjárbænda í dag er erfið
og í mörgum tilfellum rosalega erfið
og ekki útlit fyrir að það breytist á
næstunni. Við hjá Matís teljum að
nýsköpun sé lykillinn að uppbyggingu
landbúnaðar, nýliðunar í greininni og
eflingu byggða. Hugmynd okkar hjá
Matís er að bændum verði gert kleift
að stunda nýsköpun heima fyrir og
að í stað þess að þeir þurfi að kaupa
þá þjónustu sem felst í að aflífa dýrin
leggjum við til að þeim verði gert
mögulegt samkvæmt reglugerð að
koma upp eins konar örsláturhúsi.
Slíkt myndi gera bændum kleift
að slátra heima, vinna afurðir úr
hráefninu og selja þær beint frá býli
og jafnvel sérhæfa sig í ákveðnum
vörum og búa til markað þeim
tengdum.“
Hrönn segir að það ætti að
vera hægt að setja upp örsláturhús
undir sömu formerkjum og
heimavinnslu. „Til að koma upp
örsláturhúsi þá þarf að aðlaga
núverandi regluverk en í grunninn
þurfa bændur að fá samþykkt rými
af heilbrigðiseftirlitinu þar sem
slátrun getur farið fram í samræmi
við kröfur og að vera í samvinnu við
Matvælastofnun um aflífun dýranna
og eftirlitskerfið virkt.
Komi bændur sér upp örsláturhúsi
og vinnslu eru þeir komnir með
alla virðiskeðjuna á sínar hendur
og ættu að geta unnið áfram með
hana, sér og sínum til hagsbóta, þar
sem virðisaukinn rennur til bóndans
án þessa skerða heilbrigðiskröfur
gagnvart neytendum.“
Kjötafurðir beint frá býli
Hrönn segist sjá fyrir sér að
örsláturhús og heimavinnsla geti
verið lausn fyrir ákveðinn fjölda
sauðfjárbænda en ekki að um
einhverja stórframleiðslu væri að
ræða.
„Í þessu felast einnig tækifæri
í að áframnýta hliðarhráefni eins
og gærur og horn í annars konar
framleiðslu bæði innan og utan býlis.
Við sjáum aukningu á eftirspurn eftir
vörum beint frá býli bæði hérlendis
og erlendis, þannig að ég er sannfærð
um að það er markaður fyrir vörur
að þessu tagi.“ /VH
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Matís.
Reglur um slátrun og starfsemi sláturhúsa á Íslandi eru mjög strangar. Uppsetning lítilla sláturhúsa getur því verið
Mynd /HKr.