Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 21
að sprengihreyflar í bílum í dag
gangi léttast og með minnstri
áreynslu og þar með mengun, á
jöfnum hraða sem er á milli 80 og
100 km á klukkustund. Þar spilar
stóra rullu samhæfing gírkassa og
vélar. Allt sem truflar stöðugan og
jafnan umferðarhraða veldur því
augljóslega aukinni mengun.
Sanders segir að þessar
staðreyndir séu mikil áskorun fyrir
hönnuði vega þegar hugsunin er að
draga sem mest úr mengun. Menn sjái
þetta vel þar sem gatnaframkvæmdir
standa yfir og þrengja þarf að
aksturslínum og draga verulega úr
umferðarflæði. Þá eykst mengunin
að sama skapi.
Kjörhraði á þjóðvegum
í kringum 90 til 110 km
Sanders segir í grein sinni í Environ-
mental Leader að í ríkjum þar sem
hámarkshraðinn á þjóðvegum er
hærri en 112 km hafi það leitt til
aukinnar mengunar. Samkvæmt
þessu er líklegt að það henti
flestum bifreiðum best út frá
loftmengunarsjónarmiðum að
stöðugur hraði geti verið á milli
90 til 110 km á klukkustund. Í
þéttbýli þar sem hraðinn er minni
gildir líka lögmálið um að stöðugt
umferðarflæði dragi úr mengun.
Sanders vísar einnig á að aðrar
leiðir hafi vissulega verið reyndar til
að draga úr loftmengun. Væntingar
um aukna notkun rafbíla í Bretlandi
veki t.d. vonir, en það sé þó
tvíbent og lítið annað en tilfærsla
á vandanum. Rafmagnsbílar þar í
landi fái sína raforku úr landskerfinu
þar sem raforkan er oftar en ekki
framleidd með kolum. Það leiði
bæði til aukinnar mengunar vegna
námuvinnslu og brennslu á kolum.
Ein leið er líka að auka notkun
efnahverfla eins og í vetnisbílum
sem og gasknúinna bíla. Svokallaðir
tvinnbílar voru líka nefndir sem
lausn, en á síðasta ári gáfu bresk
stjórnvöld það út að þeir væru engu
betri en hefðbundnir bensínknúnir
bílar og jafnvel verri.
Vilja fjarlægja allar
hraðahindranir til að draga
úr mengun
Í samhengi við íslenskan veruleika
var áhugavert að lesa frétt í breska
blaðinu The Telegraph í apríl á
síðasta ári sem snerist einmitt um
hraðahindranir á vegum. Þar er
hugsunin þveröfug við aðgerðir
í umferðarmálum á Íslandi á
undanförnum árum. Þar sagði m.a.
að hluti af áætlunum breska ríkisins
um að draga úr loftmengun fælist
í að fjarlægja hraðahindranir af
vegum landsins. Einnig kunni aðrar
hindranir að verða fjarlægðar sem
settar hafi verið upp til að hægja á
umferð.
Ástæðan er, að sögn blaðsins,
að komið hafi í ljós að stöðugar
hraðabreytingar ökutækja vegna
hindrana hafi nær tvöfaldað útblástur
gróðurhúsalofttegunda. Það að
fjarlægja hraðahindranir dragi úr
myndunum á umferðarstíflum og
geri ökulag stöðugra. Það sé mun
farsælli leið heldur en að fara að
beita sektum og kolefnissköttum til
að reyna að draga úr umferð.
Kolefnisskattur sagður ólögmætur
Bent er á að beiting kolefnisskatta
sé líka mjög ósanngjörn, sérstaklega
í ljósi þess að bresk stjórnvöld hafi
[rétt eins og þau íslensku] um
árabil hvatt bíleigendur til að kaupa
dísilbíla vegna þess að þeir menguðu
minna. Að sögn blaðsins úrskurðaði
Hæstiréttur Bretlands árið 2016 að
sú ríkjandi stefna stjórnvalda með
beitingu á sköttum til að draga
úr mengun stæðist ekki lög. Því
yrði breska umhverfisráðuneytið
og samgönguráðuneytið að leggja
fram nýja áætlun um aðgerðir gegn
mengun. Niðurstaðan var áætlun um
að reyna að halda umferðarflæðinu
sem jöfnustu á breskum vegum.
Koma í veg fyrir að bílar þyrftu
stöðugt að vera að stoppa og taka
af stað með tilheyrandi aukningu á
eldsneytisbruna.
Vísað er til rannsóknar Imperial
College í London sem sýndi að
dísilknúnar bifreiðar sem stöðugt eru
að glíma við öflugar hraðahindranir
framleiða 98% meira af nituroxíði
NOx en þar sem mjúkar hindranir
eru eða engar. Hindranir sem eru
krappar og ná þvert yfir vegi neyði
ökumenn til að draga úr hraða til
að koma í veg fyrir skemmdir á
bifreiðunum.
Kolefnisskattur sagður
hrapalleg mistök
Aðrar aðgerðir sem skoðaðar voru
lutu m.a. að því að samræma
umferðarljós þannig að ef ekið
væri yfir gatnamót á grænu ljósi,
þá ættu ökumenn með jöfnum
hraða einnig að ná yfir næstu
gatnamót á grænu ljósi. Samtök
breskra bifreiðaeigenda (AA) hafa
síðan hvatt stjórnvöld til að greiða
eigendum gamalla dísilbifreiða
styrki til að hætta notkun þeirra og
kaupa sér nýrri og mengunarminni
bifreiðar. Benda samtökin á að
innleiðing á mengunarskatti hafi
gjörsamlega mistekist og ekki
skilað tilætluðum árangri. Eða
„totally miss the point“.
Edmund King, forseti AA, segir
að verstu mengunarvaldarnir séu
illa viðhaldnir gamlir vörubílar,
rútur, strætisvagnar og gamlir
leigubílar. Opinber yfirvöld
þurfi að nálgast loftgæðamálin
af nærgætni og skynsemi fremur
en að slá fram frösum um að allir
dísilbílar séu ómögulegir.
Öryggi vegfarenda
Þeir sem helst hafa gagnrýnt þær
hugmyndir að hraðahindranir verði
fjarlægðar beita þeim rökum að það
auki hættu fyrir gangandi umferð. Í
Reykjavík hefur verið bent á að sú
einkennilega ráðstöfun borgarinnar
að hætta að mála sebralínur á vegi
þar sem gangbrautir eru, hafi
miklu fremur skapað hættu og
orsakað slys. Þá þykir greinilega
ekki lengur nógu fínt að tala um
gangbrautir hjá borginni, heldur
hafa skriffinnar fundið upp orðið
„gönguþveranir“ á þessar ómáluðu
gangbrautir. Hefur Vegagerðin
meira að segja tekið upp þetta
orðskrípi í sínum gögnum
(Gönguþveranir - Leiðbeiningar
- Desember 2014), þó þess sé
hvergi getið í umferðarlögum.
Í umferðarlögunum segir
einfaldlega:
„Gangbraut: Sérstaklega
merktur hluti vegar, sem ætlaður
er gangandi vegfarendum til að
komast yfir akbraut.“
Það má því með réttu segja að
„gönguþveranirnar“ í Reykjavík
séu á mjög gráu svæði eða jafnvel
með öllu ólöglegar. Tryggingaleg
afgreiðsla slysa á þeim stöðum er
því trúlega í mikilli réttaróvissu.
Í ítrekuðum úttektum Félags
íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)
á þessum málum undanfarin ár
hefur verið reynt að vekja athygli
á þessari lögleysu.
Bent hefur verið á aðrar
leiðir en hraðahindranir þvert
yfir götur til að auka öryggi
gangandi vegfarenda. Ein þeirra
gæti t.d. falist í uppsetningu
hraðamyndavéla í nágrenni
skóla eins og rætt hefur verið
um í Bretlandi. Í BBC var frétt
um áætlanirnar um að fjarlægja
hraðahindranir í Bretlandi í ágúst
í fyrra. Þar var ítarlega greint frá
mótmælum gegn þeim áformum,
en um leið vitnað í Michel Goven
umhverfismálaráðherra sem hafi
sagt að ætlunin væri að bæta
hönnun umferðarmannvirkja
og gatnamóta til að mæta
umferðarflæði. Því hafi að hans
sögn verið íhugað að fjarlægja
hraðahindranir. Öryggi vegfarenda
yrði þó alltaf í fyrirrúmi.
Hringhella 12, 221 Hafnarfjörður · Sími 565 1489 · isror@isror.is · www.isror.is
Hjá Ísrör færðu einangruð
hitaveiturör frá LOGSTOR
– Stálrör
– Stálfittings og samsetningar
– Pexrör
– Pexfittings og samsetningar
– PexElextra sveiganlegri plaströr
– Pexfittings og samsetningar
Og svo allt annað sem þarf til
hitaveitulagna
Nýtt hjá ÍSRÖR
Bjóðum nú kaldavatnslagnir
PE-100 og PE-80 ásamt
tilheyrandi fittings
Bjóðum einnig snjóbræðslurör
PP og PE
Líklega besta verðið
Víða erlendis er farið að nota sjónrænar blekkingar sem líta út eins og
hraðahindranir til að vara ökumenn við mögulegri hættu.
Hér er tiltölulega einföld hraða-
hindrun úr malbiki. Flestar eru þær
mun fyrirferðarmeiri.
málaðar holur geta haft sömu áhrif á hegðun ökumanna.