Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201828
Aðalfundur Hvanneyrarbúsins
ehf. var haldinn þann 29. ágúst
sl. Í stjórn félagsins eru Baldur
Helgi Benjamínsson búfjár-
erfðafræðingur en hann tók við
stjórnarformennsku af Þóroddi
Sveinssyni lektor í apríl síðast-
liðnum.
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir,
námsbrautarstjóri Búfræðibrautar,
kom þá einnig í stjórn í stað
Auðar Magnúsdóttur sem hefur
látið af störfum hjá Landbúnaðar-
háskólanum. Auk þeirra sem þegar
eru taldir situr Pétur Diðriksson,
bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð, í
stjórn félagsins. Bústjóri er Egill
Gunnarsson og fjósameistari er
Hafþór Finnbogason. Hafsteinn Ingi
Gunnarsson er sumarstarfsmaður og
sér um afleysingar á búinu. Félagið
er í eigu Landbúnaðarháskólans
og fer rektor með atkvæðisrétt í
því. Fundargerðir og ársreikningur
félagsins eru birtar á heimasíðu
Landbúnaðar háskólans, lbhi.is.
Eitt afurðahæsta bú landsins
Tilgangur félagsins er að reka á
hagkvæman hátt kúabú á Hvanneyri
í þágu kennslu og rannsóknastarfs
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Innlögð mjólk árið 2017 var 540.994
lítrar með 3,85% fitu og 3,18%
próteini, mfm líftölu var 19 og mfm
frumutölu 169.
Árskýr á búinu voru 73,1 sem
að meðaltali skiluðu 8.180 kg
mjólkur, með 3,79% fitu og 3,23%
próteini. Undanfarin ár hefur
verið lögð rík áhersla á að auka
afurðasemi með hagkvæmum hætti
og bæta fóðurnýtingu. Árið 2017 var
kjarnfóðurnotkun 284 g pr. innlagðan
lítra mjólkur, árið áður var notkunin
310 g pr. innlagðan lítra. Tún, engjar og
grænfóðurakrar búsins eru um 170 ha.
Hagnaður 3,1 m.kr. árið 2017
Rekstur félagsins gekk vel á árinu
2017 og var í samræmi við áætlanir
sem stjórnendur þess lögðu upp með.
Heildartekjur félagsins voru 83,7
m.kr. og jukust lítillega frá fyrra ári
og hagnaður þess var 3,1 m.kr.
Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir
áframhaldandi góðu jafnvægi í rekstri
félagsins og auknum fjárhagslegum
styrk þess. Eigið fé félagsins jókst
talsvert á árinu og var það 21,2 m.kr.
í árslok 2017. Frá því að rekstur
félagsins var færður í núverandi
horf árið 2015 hefur afkoma og
eiginfjárstaða þess þróast með
jákvæðum hætti, eins og sjá má á
myndunum hér að neðan.
Talsverð endurnýjun
og viðhald
Félagið lagði í
talsverðar fjár fest-
ingar á árinu, aðal-
dráttarvél búsins var
endurnýjuð og önnur
notuð dráttarvél var
keypt, ásamt afrúllara
og ýmsum öðrum
tækjum, notuðum
og nýjum. Áfram
var unnið af krafti
í jarðabótum og
endurræktun Hvann-
eyrar jarðarinnar. Á
undan förnum tveimur
árum hefur verið
hreinsað upp úr 6,1 km af skurðum,
14,5 ha hafa verið kýfðir og annað
eins verið kílplægt. Legubásamottur í
fjósi hafa verið endurnýjaðar. Félagið
uppfyllir áfram skilyrði Auðhumlu
svf. um Fyrirmyndarbú.
Á fagþingi nautgriparæktarinnar
sem haldið var sl. vor, veitti fagráð
í nautgriparækt Hvanneyrarbúinu
ehf viðurkenningu fyrir besta
kynbótanautið í árgangi 2010.
Var það nautið Úranus 10081,
sem fæddur var á Hvanneyri 21.
nóvember 2010, undan Urði 1229,
Laskadóttur og Síríus 02032.
Nýr mykjutankur reistur
Á árinu 2017 var hafinn undir-
búningur að endurnýjun á mykju-
geymslu við fjósið á Hvann eyri og
var nýr 2.300 rúmmetra mykjutankur
reistur þann 4. september sl.
Landbúnaðarháskólinn greiðir
stofnkostnað við tankinn og er
tilkoma hans mikið framfaraskref
í umhverfismálum sem stuðlar að
betri nýtingu næringarefna, bættri
vinnuaðstöðu starfsmanna og
jákvæðri ásýnd búsins.
Stjórnin vill þakka starfsmönnum
félagsins og skólans samstarfið á
árinu og óska þeim til hamingju
með góðan árangur í rekstri
búsins. Jafnframt er fráfarandi
stjórnarmönnum þökkuð góð og
ötul störf í þágu félagsins.
/BHB
Stjórn og bústjóri Hvanneyrarbúsins ehf., ásamt Sæmundi Sveinssyni rektor og Theodóru Ragnarsdóttur rekstrarstjóra og Þóroddi Sveinssyni, lektor og
fyrrverandi stjórnarformanni félagsins, á aðalfundi þess 2018.
Rekstur Hvanneyrarbúsins gengur vel:
Áhersla á að auka afurðasemi á hagkvæman
hátt og að bæta fóðurnýtingu
FÓLK&FYRIRTÆKI
Á Hvanneyrarengjum.
Meindýraeyðir Hvanneyrarbúsins, fjóskötturinn
Rjómi.
Styrkir þróunarverkefna í
nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyri – 311 Borgarnes
Sími 430-4300
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna
og þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju samkvæmt reglugerð um
almennan stuðning við landbúnað nr. 1180/2017.
Í nautgriparækt eru þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og
fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni.
Í sauðfjárrækt eru hver þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt
og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt.
Í garðyrkju eru styrkhæf ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni,
vöruþróunarverkefni og endurmenntunarverkefni.
Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/þróunarfé. Aðeins er
tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi
merktum: Umsókn um þróunarfé.
Umsóknarfrestur er til 1. október n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins í síma 430 4300 og á netfangið fl@fl.is.