Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 31

Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 31Lífræn ræktun á Íslandi 3 Fyrir tíu árum, eftir þriggja ára aðlögun, fékk Miðhraunsbúið í Eyja-og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi vottun hjá Vottunarstofunni Tún fyrir lífræna sauðfjárrækt. Það sem heillar þau Bryndísi Guðmundsdóttur og Sigurð Hreinsson við lífrænan búskap er að hann felur í sér að afurðir séu framleiddar í sátt við umhverfið. „Við jarðrækt eru engin eiturefni né tilbúinn áburður notaður við framleiðsluna og erfðabreytt efni eru bönnuð,“ segir Bryndís og að þau séu með túnin í skiptirækt þar sem tegundum er skipt eftir árum. „Sáð er fyrir rauð- eða hvítsmára með grasfræinu og í Miðhrauni er notaður húsdýraáburður, skeljasandur, þörungakalk og fiskúrgangur sem plægður er ofan í jörðina með sérstakri niðursetningarvél. Lífrænar búfjárafurðir okkar eru framleiddar með góðri meðferð dýra, náttúrulegum fóðurefnum og án hormóna,“ segir hún. Fjárstofninn þeirra eru 70-100 ær og lömbin eru seld til sláturnar í sáturhúsinu á Blönduósi. Sauðfénu hjá þeim er frjálst að ganga út og inn úr fjárhúsunum. „Það fer að vísu allt eftir veðri hvort þær nýti sér þetta tækifæri en þegar hlýtt og þurrt er í veðri er lífið ljúft hjá rollunum og eru það bara aðalinnipúkarnir sem hanga í hurðargátt fjárhúsanna. Elín Eddudóttir LÍTIÐ LÍFRÆNT FJÁRBÚ Einn af þeim fyrstu sem tileinkuðu sér lífræna og lífeflda ræktun á Íslandi er Guðfinnur Jakobsson. Hann kann að yrkja jörðina, auka frjósemi hennar og uppskera svo undrum sætir. Guðfinnur hefur miðlað rausnarlega sínum fróðleik og verið mörgum ómetanlegur lærifaðir Guðfinnur er bóndasonur norðan úr Jökulfjörðum og það síðasta sem hann gat hugsað sér að gera var að verða bóndi. Hann ætlaði alltaf að læra flug og byrjaði í flugnámi 18 ára en þar voru ekki miklir atvinnumöguleikar á þeim tíma þannig að hann snéri sér að næsta áhugamáli, garðyrkjunni. Áhuginn á garðyrkju kviknaði á Ísafirði er hann var 15 ára aðstoðarmaður um sumar í skógræktinni hjá Simson. Guðfinnur fór utan til Svíþjóðar til að læra lífeflda ræktun á Järna á árunum 1973-1976. Er hann kom heim fór hann í Garðyrkjuskólann að Reykjum samhliða vinnu hjá Niels Busk í gróðrarstöðinni á Heilsuhælinu. Áttu ekkert nema hugmyndina Er honum bauðst að leigja gróðrarstöð í Biskuptungum ásamt fjölskyldu tók hann því boði. Svo var það1980 sem hópur af starfsmönnum Sólheima var sagt upp er ný stjórn tók við eftir að Sesselja féll frá. Hópurinn tók sig saman harðákveðin í að feta í fótspor hennar og finna jörð þar sem þau gætu skapað heimili í anda mannspekinnar. „Við hittumst um haustið og ákváðum að reyna upp á nýtt á nýjum stað. Áttum ekkert nema hugmyndina, enga peninga eða annað,“ segir hann er hann rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði í Skaftholti. „Við fórum til fundar við Nordisk forbund forlegapedagogic og socialterapie og þar var hugmynd okkar vel tekið og við fengum stuðning og síðar lán í þýskum samfélagsbanka.“ Þroskavænlegt heimili fyrir fatlaða Skaftholt er sjálfseignarstofnun og þar er einstakt samfélag sem hefur það markmið að búa fólki með fötlun þroskavænlegt umhverfi til að halda heimili og stunda vinnu. Frá upphafi hefur verið lögð stund á sjálfbæra, lífræna og lífeflda ræktun og landbúnað sem byggður er á félagslegum grunni. Þar búa auk starfsfólks átta einstaklingar með þroskahömlun. Skaftholt er með lífræna vottun og þar er rekið kúabú, hænsnabú og stundaður fjárbúskapur. Fjölbreytt grænmetisræktun fer þar einnig fram í gróðurhúsum og úti. Allt þarf að virka saman Jarðvegurinn í Skaftholti var rýr og hefur Guðfinnur unnið að endurbótum hans með skiptirækt með afar góðum árangri. „Við lítum svo á að við séum að gefa jarðvegslífverunum næringu er við berum skít og moltu á túnin. Örverunar umbreyta þessu lífræna efni og safnhaugnum í næringu. Sveppir, gerlar, bakteríur, smálífverur upp í ánamaðka gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í jarðveginum. Við erum með safnhauga og erum að framleiða mjög frjósama gróðurmold,“ segir Guðfinnur og bætir við að hann sé ekki mikið fyrir að vitna í Rudolf Steiner en hann segir á einum stað í sambandi við landbúnað að við verðum að læra að líta á bújörðina sem lifandi veru, lifandi heild. „Til skilja hvað hann var að fara þá getum við líkt þessari hugmyndafræði við líkama okkar. En við höfum gróðurinn, skepnur, mannfólkið og jörðina. Allt þetta þarf að virka saman. Hver lífvera þarf næringu til að lifa. Orkan sem við höfum umfram það sem við þurfum til að lifa, er afurð sem við getum selt frá okkur. Mjólkurkýrin getur gefið okkur það sem er umfram það sem kálfurinn þarf að nota, umfram það sem hún þarf til að halda sinni lífsstarfsemi og kálfsins. Það er eins með grænmetið og allt annað.“ Áhersla á gæði frekar en magn Náðst hefur góður árangur í ræktunni í Skaftholti og búið er sjálfbært með margt. „Eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá Skaftholti sem er góður vinnustaður fyrir heimilisfólkið okkar. Áherslan hjá okkur hefur alltaf verið á gæði frekar en magn. Við erum einna þekktust fyrir ostinn okkar, við búum til skyr og jógúrt fyrir heimilið og helminginn af mjólkinni okkar seljum við í Bíóbú. Við höfum alltaf selt eitthvað af grænmeti, aðallega gulrætur, púrrur, kartöflur og rauðrófur,“ segir Guðfinnur og að þau í Skaftholti selji vöruna sína í Bændur í bænum og í Brauðhúsið. Auður I. Ottesen Hrísey er í utanverðum Eyjafirði og er önnur stærsta eyjan við Ísland. Þar hefur starfsemi í tengslum við nýtingu á hvönn og kerfli byggst upp. Í fyrirtækinu Hrísiðn í Hrísey er unnin hvönn og þar er hægt að kaupa þurrkaða hvönn vottaða frá vottunarstofunni Tún fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu við vinnslu náttúrulegra afurða. Hrísiðn er í eigu Bjarna Thorarensen og Sigríðar Magnúsdóttur. Hvönnin hefur sögulega þýðingu og hefur skipað stóran sess í samfélaginu sem lækningajurt allt frá landnámi. Fyrirtækið safnar hvannalaufum og þurrkar þau fyrir SagaMedica sem er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á náttúruvörum úr þeim. Ætihvönn er áberandi jurt þegar gengið er um Hrísey. Í þessum miklu breiðum hefur í sumar verið stór hópur ungs fólks að tína hvannalauf. Handaflið er það sem gildir því lítið er hægt að koma vélum að. „Við reynum að ná laufinu hreinu og að sem minnst sé af stilkum með,“ segir Bjarni hjá Hrísiðn og að vegna góðrar veðráttu í vor hafi hvönnin verið snemma tilbúin og hann hafi getað byrjað hálfum mánuði fyrr en gert var ráð fyrir eða um miðjan júní. „Við stefnum að því að ná að tína 1.600 kíló á þessu sumri.“ Hvönn hefur lengi verið nýtt til matargerðar á norðlægum slóðum og þykir einstaklega bragðmikil. Það má segja að hvönnin frá Hrísey komi víða við. Ölið Stinnings Kaldi inniheldur hvönn sem skorin er í Hrísey. Heitreykt Hólableikja er bragðbætt með Hríseyjarhvönn. Í Bakaríinu við Brúna á Akureyri er hægt að fá Hvannarbrauð, sem er mjög gott og inniheldur hvönn frá Hrísiðn og Hvannar te og krydd frá Hrísiðn rata reglulega í afmælis- og jólagjafir. Elín Eddudóttir Hríseyjarhvönnin Guðfinnur í Skaftholti Ein þeirra sem hefur náð færni í ræktun gulróta er Svanhvít Konráðsdóttir á Gróðurstöðinni Hæðarenda í Grímsnesi. Hún er garðyrkjufræðingur og ræktun er hennar ástríða. Eftir nám í Garðyrkjuskólanum vann hún við fagið í Reykjavík og í janúar 1989 urðu tímamót er hún fór til starfa á Sólheimum og vann þar við lífræna ræktun í þrjú ár. „Ég kynntist lífrænni ræktun á Sólheimum og þegar ég hætti þar langaði mig ekkert til Reykjavíkur aftur. Ég fór að rækta hérna í hreppnum ásamt vinkonu minni. Við byrjuðum með hálfan hektara og þá var ekki spurning um að rækta annað en lífrænt. Við vorum ein af þeim fyrstu sem fengum vottun 1996,“ Gulrótafræunum sáir Svanhvít í maí og vaxa þær í upphituðu garðlandi. Í ágúst og fram í október eru uppskorin allt frá 8-12 tonn úr um 10 hektara landi. Aðrar grænmetistegundir sem hún ræktar, sellerí, rauðrófur, rófur, hnúðkál og grænkál forræktar hún í plastgróðurhúsi sem hún heldur yli í á vorin. Afurðirnar selur hún í Brauðhúsið, Bændur í bænum, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Melabúðina og Frú Laugu. „Ég hef verið í mörg ár með mitt grænmeti í sölu í þessum búðum og ef uppskeran er góð höfum við fengið að selja frá okkur í Nóatún og Krónunni.“ Auður I. Ottesen Hæðarenda- gulræturnar gómsætu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.