Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 32

Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201832 Lífræn ræktun á Íslandi4 Sólheimar í Grímsnesi eru ekki einungis alþjóðlega vottað vistvænt þorp og heimili 45 fatlaðra íbúa, heldur eru þeir upphafsstaður lífrænnar ræktunar á Norðurlöndunum. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1930 sem heimili fyrir börn í anda mannræktar og fylgdi hún stefnu Rudolf Steiner. Í dag eru Sólheimar samfélag þar sem heimilisfólk nýtur þess að vinna í fjórum óháðum fyrirtækjum sem eru öll lífrænt vottuð. Sesselja er talin vera fyrsti íslenski umhverfissinninn en fyrir utan rannsóknir hennar á því hvernig væri best að sinna fötluðum, var hún frumkvöðull á sviði lífrænnar garðyrkju og lífelfdar ræktunar. Sesselja kom á laggirnar hefð sem snérist um að rækta grænmeti á vistvænan hátt með því að nota náttúrulega frjósemi jarðvegsins og víxlræktun lífræns grænmetis. Sesselja lagði mikla áherslu á ræktun í gróðurhúsum og núna er fyrirtækið Sunna vottað lífrænt af Tún og er einn af stærstu framleiðendum lífræns grænmetis í gróðurhúsum á Íslandi. Fyrirtækið framleiðir árlega um 18000 kg af tómötum og 5000 kg af gúrkum. Annað grænmeti sem er ræktað er innan vébanda Sunnu eru paprika, eggaldin og kúrbítur. Sólheimar reka einnig jurtavinnustofu þar sem framleiddar eru í höndunum lífrænar snyrtivörur og hreinlætisvörur. Framleitt er meðal annars rakakrem, varasalvi og sápur úr blöndu staðbundinna og villtra íslenskra jurta með lífrænum grænmetisolíum. Á Sólheimum er lífrænt vottað kaffi brennt og malað. Hráar kaffibaunir eru fluttar inn frá Brasilíu, Afríku og Hondúras. Sólheimar velja sérstaklega kaffi frá býlum sem styðja við íbúana á hverjum stað. Auk alls þessa er hænsnaræktin á Sólheimum vottuð og íbúar vistvæna þorpsins að Sólheimum njóta þess að hafa aðgang að ferskum og lífrænum eggjum. Maragarita Hamatsu UPPHAFSSTAÐUR LÍFRÆNNAR RÆKTUNAR Á NORÐURLÖNDUM Hraundís Guðmundsdóttir skógfræðingur er skógar- og býflugnabóndi á Rauðsgili í Reykholtsdal í Borgarfirði. Rauðsgil fékk lífræna vottun á um 1 hektara árið 2007 en þar var ég að rækta vallhumal fyrir snyrtivörufyrirtæki sem keypti hann af mér. Síðan hef ég verið að taka meira landsvæði undir vottun og fyrir nokkrum árum þá var öll jörðin 310 ha lífrænt vottuð. Þetta land skiptist í tún, skógrækt og fjalllendi. Hraundís hóf framleiðslu á íslenskum ilmkjarnaolíum fyrir þremur árum og þá að mestu úr barrnálum. „Skógurinn á Rauðsgili er ekki orðinn nógu stór til að ég fái þar nægt hráefni í framleiðsluna og þarf því að sækja hráefnið í aðra skóga. Ég gerði samning við Skógræktina á síðasta ári um að fá vottaða 533,22 ha lands sem tilheyrir Þjóðskógunum sem eru nú í lífrænni aðlögun. Fyrir mér er það metnaðarmál að vera með alla mína framleiðslu vottaða og það ætti að nást haustið 2019.“ Ilmkjarnaolíur með breiða virkni Til að búa til ilmkjarnaolíur segir Hraundís að eima þurfi plöntur í sérstökum eimingartækjum þar sem gufa er leidd í gegnum plönturnar til að ná olíunni úr þeim. „Gufan er kæld niður í vökva og þar sem olían er léttari en vatnið flýtur hún ofan á. Þannig er auðvelt að ná hreinni olíu frá vatninu. Ilmkjarnaolíur eru notaðar í snyrtivörur, ilmvötn, baðsölt, nuddolíur, til lækninga og ýmislegt fleira. Þær hafa mismunandi lykt, efnasamsetningu og virkni eftir því úr hvaða plöntum þær eru unnar en olían er varnarkerfi plantnanna,“ segir hún og að þær séu taldar vera ýmist bakteríurdrepandi, sótthreinsandi, róandi, örvandi, blóðþrýstingslækkandi eða græðandi svo eitthvað sé nefnt. Ilmkjarnaolíurnar hennar Hraundísar eru seldar á heimasíðu fyrirtækisins; hraundis.is og víða um land. Hjá Frú Laugu í Reykjavík, Landnámssetrinu og Ljómalind Borgarnesi. Húsi Handanna á Egilsstöðum og hjá Hitt og Þetta Handverki á Blönduósi. Hraundís Guðmundóttir Ilmkjarnaolíur úr íslenskum skógum Margir eiga minningar rammvilltir í völundarhúsinu sem garðyrkjufræðingarnir Ingólfur Guðnason og Sigrún Reynisdóttir gerðu úr klipptu víðilimgerði í Gróðrarstöðinni Engi í Laugarási í Bláskórgarbyggð sem þau ráku um árabil. Enn aðrir hafa gengið upplifunarstígana í Berfótagarðinum. Hvorutveggja er einkennandi fyrir hugmyndaflug þeirra hjóna. Auk afþreyingar starfræktu þau bændamarkað á sumrin við góðan orðstír þar sem þau seldu afurðir sínar, grænmeti, krydd, ber og aldin. Ingólfur er vel kunnur fyrir skrif sín um lífræna ræktun og eru þau hjón brautryðjendur í faginu, bæði í krydd- og matjurtarækt. Fyrir einu ári kvöddu þau Ingólfur og Sigrún Engi og við boltanum tóku þau Bethan og Peter Cole sem halda uppi merki lífrænnar ræktunar í Engi. Fyrirtækið er þekkt fyrir fjölbreytt úrval af kryddjurtum sem fást í verslunum og stórmörkuðum en plönturnar eru seldar í pottum sem síðan má setja út í garð. Engi hefur og er með mjög fjölbreytta ræktun á grænmeti og þar voru fyrst ræktaðar ýmsar tegundir af grænmeti sem þóttu framandi á Íslandi kúrbít, melónur og eggaldin. Um 45 tegundir og yrki af Chilipipar, ertur og baunir. Grænmetið frá Engi er víða til sölu í stórmörkuðum, sérverslunum og á bændamarkaðinum á hlaðinu í Engi. Þar eru auk krydds og grænmetis á boðstólum Pickled chili, heimagarðar sultur og sóstur og ýmsar berjasortir og eru kirsuber þar ræktuð í óupphituðum gróðurhúsum. Auður I. Ottesen Kryddmenning og frumkvöðlar Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða við Breiðafjörð. Þar hóf fyrsti bændaskóli landsins starfsemi í júní árið 1880 og var starfræktur til ársins 1907 undir stjórn frumkvöðulsins og hugsjónamannsins Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Í Ólafsdal var mikið brautryðjendastarf unnið, ekki síst á verklega sviðinu. Torfi og Guðlaug voru með matjurtarækt á sínum tíma þar sem þau ræktuðu kartöflur, sykurnæpur, bortfelskar rófur, gulrófur, hafra, fóðursinnep og bygg. Nú hefur Ólafsdalsfélagið, sem var stofnað í júní 2007, tekið á ný í notkun matjurtagarð og ræktar þar með lífrænum hætti. Vorið 2010 var fyrst sett niður í garðinn sem er 500 fermetrar og árlega síðan. Nýr garður var unninn til sáðskipta og sett var í hann í vorið 2013 og hinn hvíldur. Settur var niður fjöldi tegunda og ýmsar kryddjurtir í vermireiti. Eingöngu er notaður lífrænn áburður; þörungamjöl frá Reykhólum, kalk úr Arnarfirði og fiskimjöl frá Neskaupstað. Sumarið 2013 fékkst lífræn vottun á Ólafsdalsgrænmetið frá vottunarstofunni Túni. Þá voru einnig í fyrsta skipti starfræktir skólagarðar í Ólafsdal í samstarfi við Grunnskóla Hólmavíkur. Grænmetið hefur verið mjög vinsælt meðal gesta í Ólafsdal, á Ólafsdalshátíðum, veitingastöðum í Dalabyggð og í Reykjavík, til að mynda hjá Gló og Frú Laugu. Auður I. Ottesen ENDURVEKUR MAT- JURTARÆKT Í GILSFIRÐI Nálægðin við stórbrotna náttúru Vestfjarða hefur alltaf haft áhrif á Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem hefur um árabil framleitt smyrsl og olíur úr lífrænt vottuðum olíugrunni og útlenskum jurtum. Á vorin og fram eftir sumri fer hún á fjall og tínir jurtir sem hún notar í galdrana sína undir vöruheitinu Villimey síðan 1990. Alla hefur þróað uppskriftirnar sjálf og prófar þær í lengri tíma áður en kremin og olíurnar fara á markað. Hún gætir þess í hvívetna að velja villtar jurtir sem vaxa í næringarríkum jarðvegi og fá hreint loft og tært vatn, þannig að bestu eiginleikar og einstök virkni nýtist til fullnustu. Vörurnar eru lífrænt vottaðar og án allra rotvarna-, ilm- og litarefna. Niðurstöður rannsókna frá Matís sýna að „framleiðsla smyrslanna frá Villimey er í samræmi við ströngustu kröfur varðandi hreinlæti og vönduð vinnubrögð. Engum rotvarnarefnum er bætt í smyrslin, þau innihalda náttúrulega rotvörn sem kemur frá jurtunum. www.villimey.is Galdrar frá Villimey

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.