Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 33Lífræn ræktun á Íslandi 5
Á bænum Ytri-Fagradal er stundaður vottaður lífrænn sauðfjárbúskapur. Halla Sigríður Steinólfsdóttir og
Guðmundur Gíslason eru þar með 530
ær og 130 gemlinga á vetrafóðrum. Túnin
fengu þau vottuð 2012 eftir tveggja ára
aðlögun og sauðfjárræktina ári seinna.
Þrátt fyrir lélega afkomu bænda vegna
lágs afurðaverðs hafa þau trú á lífrænum
landbúnaði.
Sauðfjárbúskapur hefur verið lengi
stundaður í Ytri-Fagradal. Halla segir
að kindaskítur hafi alltaf verið borinn á
túnin með öðrum áburði en í dag er hann
eingöngu notaður sem áburður. Þau heyja
einnig á jörðum í nágrenninu sem uppfylla
þau skilyrði sem sett eru til lífrænnar
ræktunar.
Rækta upp túnin með duglegum
plöntum og rauðsmára
Halla segir að það sé í raun ekki mikill
munur á sauðfjárbúskap í lífrænum
búskap og þess sem kallast hefðbundinn.
„Með nútíma tækni og alls konar
verkfærum geta bændur unnið sér
búverkin léttar. Ég var helst stressuð
í byrjun yfir því að ná að eiga nóg
af heyjum fyrir féð. En þær áhyggjur
reyndust óþarfar. Við fáum ágætt hey
og yfirleitt sömu uppskeru og áður. Við
erum með mörg gömul tún sem hafa
gefið vel, þau voru í góðri rækt er við
breyttum búskaparháttum. Við höfum
verið að endurrækta túnin með duglegum
plöntum og notum mikið rauðsmára.
Smárinn virkar ágætlega í lífrænni ræktun,
allar plöntur í kring njóta góðs af honum
þar sem hann vinnur köfnunarefni í
samvinnu við niturbindandi bakteríur,“
segir Halla og að þau séu með tún til
samanburðar þar sem ekki er borinn á
skítur og engin endurræktun á sér stað
og þar er uppskeran rýr.
Lífrænn búskapur er áhugaverður
„Í lífrænum sauðfjárbúskap er krafa um
að hver skepna hafi 1,5 fermetra húspláss.
Þær eiga að geta legið á sléttu gólfi.
Við erum með grindur til hálfs því okkur
munar um áburðinn sem ærnar skila af
sér niður um grindurnar í haughúsið.
Það er köfnunarefnaríkari áburður en
moðblandan sem safnast á legusvæðið.
Við jarðgerum þann skít þegar hann er
mokaður út á sumrin í eitt ár áður en
við dreifum honum á túnin. Skítnum úr
haughúsinu er dreift í apríl og þannig
tryggjum við hærra áburðarhlutfall
fyrir túnin í byrjun sumars. Í lífrænum
sauðfjárbúskap er gerð krafa um að féð
eigi kost á útigöngu á vetrurna ef viðrar
til þess.
Metnaður danskra veitingarhúsa
Halla segir frá því að í Danmörku fá
veitingahús sérstakt rauðmerkt merki
sem staðfestir hlutfall lífræns hráefnis í
matnum sem borinn er fram. „Þetta er
hvatakerfi og veitingahúsin státa sig af
þessum merkjum. Hvað vantar mikið
upp á hér á landi að við náum þessum
metnaði,“ segir hún.
- En hvað er til bóta?
„Enn er verið að framleiða of mikið af
lambakjöti í landinu. Það þarf að huga að
jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs.
Svo þarf að ná niður kostnaðinum. Einn
kostnaðarliðurinn er flutningur á fénu í
sláturhús. Ég aðhyllist færanleg sláturhús.
Ef slátrað er á bæjunum ætti kostnaðurinn
að lækka, vinna yrði öll þægilegri og ekki
síst dýravelferðin, þessi þróun er að eiga sér
stað m.a. í Bandaríkjunum þar sem trukkar
aka á milli bænda og slátra búfé. Þetta
ætti að skoða hér á landi og miða af því að
lífrænn úrgangur sem til fellur verði nýttur á
býlunum til uppgræðslu eða ræktunar.“
Hvannarbragð af kjötinu
Féð í Ytri-Fagradal gengur á afrétti á
sumrin. Úthaginn er gróinn og þar er ekki
ofbeit.
Halla opnar hliðin að heimahaganum
í byrjun september og hleypir inn fénu
sem skilar sér fyrst af fjalli. Lömbin úr
þessum hópi fara fyrst í sláturhúsið. „Ég
safna lömbunum inn á hvannarsvæði,
sem er í jaðri sex túna innan 15 hektara
girðingar. Hvönn vex á um 2-3 hekturum.
Féð er sólgið í hvönnina og étur hana
nærri alla upp og skilur bara eftir nagaða
stöngla. Fræið á hvönninni er fullþroskað
er féð kemst í hana og hristist af og lendir
í sverðinum og þannig nær hvönnin
að endurnýja sig. Ég safna fræjum og
sái til hafa ætíð nægan forða fyrir féð.
Hvannarfé er mín sérstaða.“
Auður I. Ottesen
Hæfingarstöðin Bjarkarási er eina lífræna ræktunarstöðin á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrsta
skóflustungan að gróðurhúsinu var tekin
í september 1991 og ræktunin hófst
tveimur árum síðar. Hæfingarstöðin
fékk lífræna vottun frá Túni 6. júní
1996. Sigríður Svava Rafnsdóttir
garðyrkjufræðingur er ræktunarstjóri
Hæfingarstöðvarinnar og með henni
vinnur þroskaþjálfi og nokkur af
strafsmenn Styrktafélagsins ÁSS.
„Við erum stolt af því að rækta lífrænt
og vera með vottun fyrir grænmeti og
blóm. Svo er pökkunin
okkar líka vottuð,“ sagði
Svava er við hittum hana
þegar hún var önnum
kafin við að undirbúa
árlegan grænmetismarkað
Bjarkaráss.
Grænmetið selt í áskrift
Öll uppskeran er seld,
fyrst og fremst til sambýla
Styrktafélagsins ÁSS.
„Fimmtan sambýli eru með
grænmeti í áskrift hjá okkur
og fá nýupptekið grænmeti
einu sinni í viku. Mötuneytin
í Ási og Bjarkarási kaupa af
okkur og fjöldi starfsfólks
Bjarkaráss og Lækjaráss er einnig í
áskrift..Við seljum líka grænmeti á staðum
og eigum okkar föstu viðskiptavini sem
kunna vel að meta nýupptekið grænmeti.
Nokkrar verslanir, sem leggja sig fram um
að selja lífrænt ræktað, kaupa af okkur og
veitingastaðurinn Nauthóll leggur metnað
sinn í að bera á borð lífrænt ræktað frá
okkur“.
Prófa nýjar tegundir
Við erum bæði með útiræktunarsvæði og
200 fm gróðurhús þar sem ræktaðar eru
þrjár gerðir af tómötum,
gúrkur, paprikur og
chilipipar. „Í ylnum
erum við alltaf að prófa
eitthvað nýtt í smáum
stíl, mest til gamans.
Við höfum prófað
að rækta grasker,
kúrbít, melónur,
eggaldin, baunir og
maís,“ segir Svava
og á útisvæðinu eru
ræktunartegundirnar
enn fleiri. „Við ræktum
kartöflur, gulrætur,
rauðrófur og af krossblómaættinni ræktum
við hvítkál, blómkál, spergilkál, gulrófur
og hnúðkál. Við erum með vorlauk og
blaðlauk, sellerí og fennel. Áskrifendur
okkar kunna að meta úrvalið og eru
ánægðir með kryddúrvalið okkar en við
erum að rækta kryddin rósmarín, graslauk,
blóðberg, sítrónumelissu og myntu svo
eitthvað sé nefnt..“
Handvökvað í gróðurhúsinu
Svava segir að gróðurhúsið sé ekki
raflýst nema rétt í janúar þegar við
erum að sá fyrir tómötum, papriku og
gúrku. „Við setjum upp þrjá lampa
og stúkum smá vöggustofu af eftir
sáningu. Gróðurinní gróðurhúsinu er
handvökvaður en úti er vökvað með
vökvunarúðara. Við erum með safnhaug
úti og nýtum moldina úr honum í
beðin bæði úti og inni. Áburðargjöfin
í gróðurhúsinu er uppleystur
búfjáráburður sem er í útiræktinni
blandaður við moldina. Í gróðurhúsinu
eru notaðar lífrænar varnir og biosápa
þegar það á við.
Umhverfisvænar umbúðir
„Við pökkum, vigtum og merkjum allt á
staðnum og höfum reynt að hafa sem
minnst í plasti en það er bara ekki alltaf
hægt. Erum með heimasaumaða poka
sem þeir á sambýlunum og mötuneytin
fá sitt grænmeti í. Við notum líka gamla
mandarínukassa sem við höfum málað
og saumað innlegg í. Grænmetið sem
fer í verslanirnar er sett í þessa kassa og
því er stillt upp í þeim,“ segir Svava og
bætir við að þau í Hæfingarstöðinni sjái
um alla útkeyrslu sjálf.
Auður I. Ottesen
LÍFRÆNN SAUÐFJÁRBÚSKAPUR Í YTRI-FAGRADAL
Grænmeti í áskrift á
Hæfingarstöðinni Bjarkarási
Aðeins einn eggjaframleiðandi er í lífrænt vottaðri eggjaframleiðslu á Íslandi.
Með lífrænni ræktun alifugla er
stuðlað að dýravelferð þar sem
hænurnar eru lausar og njóta útiveru
auk minni þéttleika í húsunum. Árið
2015 fór Nesbú í miklar framkvæmdir
á Miklaholtshelli í Flóahreppi og
byggði nýtt hænsnahús á staðnum
sem er hannað til lífrænnar
eggjaframleiðslu. Með þessari
byggingu er hægt bjóða upp á lífræn
egg á neytendamarkaði.
Krafan í lífrænni ræktun er sú að
hænurnar fái eingöngu lífrænt fóður
sem þarf að vera lífrænt vottað.
Fóðurverksmiðjan sem framleiðir fóðrið
er einnig með lífræna vottun. Við
framleiðsluna má ekki nota eiturefni né
tilbúinn áburð. Fuglarnir hafa aðgang
að útisvæði og eiga kost á að fara út
minnsta kosti þriðjung líftíma síns.
Útisvæði fuglanna í Miklaholtshelli
er rétt um fimm hektarar. Umfram
reglur byggði Nesbú einnig vetrargarð
fyrir fuglana en vetrargarðurinn
er yfirbyggður. Hver fugl hefur að
lágmarki fjögurra fermetra svæði útivið
og mest mega vera sex fuglar á hvern
fermetra inni í stað níu fugla á hvern
fermetra í hefðbundinni framleiðslu.
Fuglar í lífrænni framleiðslu hafa auk
þess frjálsan aðgang að rykbaði,
hreiðri og setpriki innan dyra. Lífrænt
vottuð framleiðsla fylgir ströngum
gæðakröfum og er strangt eftirlit með
því að þeim sé fylgt og er vottunin
endurnýjuð árlega.
Auður I. Ottesen
AUKIN
DÝRAVERND
Í LÍFRÆNNI
EGGJA-
FRAMLEIÐSLU