Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 35Lífræn ræktun á Íslandi 7
Kjartan Ágústsson bóndi og kennari segist kenna vegna félagsskapar, vera í
rabarbararækt fyrir mögulegan aur
og með sauðfé til að fá hreyfingu.
„Ef ég vildi græða peninga væri ég
örugglega ekki með sauðfé og ekki
heldur kennari en rabarbaraútgerðin
gæti gefið af sér. En störfin eru öll
skemmtileg. Kennslan hentar mér
ágætlega með rabarbararæktinni og
sauðféð er mér til ánægju.
„Það eru ekki margir sem selja
ferskan rabarbara í dag. Ég er
með rúman hálfan hektara undir
rababararæktina sem hefur verið
í ræktun á Löngumýri síðan 1932.
Eiríkur afi minn seldi rabarbara til
Sölufélagsins í 5 kg pokum og fyrsta
launaða starfið mitt var þegar ég
tók við rabarbararæktinni 1971 þá
16 ára. Ég seldi líka til Sölufélagsins
og sölulaunin notaði ég til að borga
hluta af skólagöngu minni og átti
vasapening yfir veturinn.
Uppskeran nærri 10 tonn á ári
Öll jörðin, túnin og rabarbarinn eru
lífrænt vottuð. Rabarbaraakurinn er
rúmlega 5000 fermetrar og tvisvar
yfir sumarið er uppskorið, í júní og í
september. Kjartan notar jarðgerðan
sauðfjáráburð. Blöðin á rabarbaranum
eru skilin eftir á akrinum þegar
rabarbarinn er uppskorinn til að hylja
moldina og halda illgresinu niðri.
Uppskeran er eilítið misjöfn á milli ára
en allt að 10 tonnum þegar búið er
að hreinsa leggina, saxa þá í bita og
pakka í frystinn.
Rabarbía þekkt vörumerki
Dóra fyrrverandi kona Kjartans og
hann unnu að lífrænni þróun og
vöruþróunarverkefni í samvinnu við
Listaháskólann og var sú vinna farsæl
og gaf af sér vörulínu sem starfsemin
byggir á í dag. „Vörumerkið okkar
Rabarbía er orðið nokkuð þekkt. Við
framleiðum undir því fjórar gerðir af
sultum, rabarbarakaramellur, fílfa- og
grenisíróp. Í sultunum er uppistaðan
rabarbari og í þremur þeirra eru til
íblöndunar hvönn, aðalbláber og svo
jarðarber og engifer,“ segir Kjartan
og þegar við ræðum sykurmagnið
þá segir hann að það sé ekki til
siðs lengur að vera með kíló á móti
kílói eins og var áður fyrr. „Nú er
notað lágmarks sykurmagn til að ná
bragðgæðum og endingu.“
Afurðin seld í sérverslunum
Vörudreifinguna sér Kjartan sjálfur um
og nýtir hann ferðirnar þegar hann á
leið í bæinn og sendir svo út á land.
Sölustaðir eru ýmsar sérverslanir
út um allt land. Hann selur m.a. í
sælkeraverslanir, ostabúðir, Vínberið á
Laugaveginum, Melabúðina, Frú Laugu
og á Suðurlandi í Guðna bakarí og
Almarsbakarí. Í Borgarfirði er Rabarína
fáanleg í Landnámssetrinu, Gamla
bakaríinu á Ísafirði og á Akureyri í Flóru
og í Icewear í Vík.
Auður I. Ottesen
Friðrik Jóhannsson, bóndi og bóndasonur á Brekkulæk í Húnavatnssýslu hefur verið með
lífræna sauðfjárræktun siðan 2002. Hann
segir að lífræna ræktunin hafi verið fikt
í byrjun en eftir nám í Järna í Svíþjóð
árið 1991 tileinkaði hann sér lífræna
ræktunarlífstílinn. „Ég var ekki í búskap
um tíma ekki fyrr en árið 2002 en það
ár sótti ég um lífræna vottun og þá
fór boltinn að rúlla. Túnin höfðu verið í
hvíld síðan 1997 þannig að ekki þurfti
að aðlaga þau.“ Friðrik er með vottun á
sauðfjárræktina, hann er með 130 ær og
notar skítinn frá þeim á túnin. Hann er
þokkalega ánægður með sprettuna en
segir að hann gæti verið að gera miklu
meira til að auka frjósemina í túnunum en
það kostar bæði pening og tíma.
„Bændur í lífrænni ræktun glíma við
að fá sanngjarnt verð fyrir vöruna og
njóta sanngirni. Ég sel mitt kjöt sjálfur í
áskrift beint frá býli til að hafa eitthvað
út úr þessu,“ segir Friðrik sem að auki
selur kjötið í nokkrum verslunum. „Ég
er með kjöt hjá „í Bændum í bænum“
og hjá söluaðilum hér á heimaslóðum.
Ég sel heila skrokka, beint í áskrift, sem
ég læt saga eftir ósk neytandans. Læri,
kótellettur, ribeye, framhryggur og hakkið
er vinsælast.“
Auk fjábúskaparins er Friðrik er
mikilvirkur í skógrækt. Í skógræktinni vaxa
sveppir og íslenskar jurtir og er hann með
vottun á vinnslu sveppanna og jurtanna.
Hann þurrkar sveppina og blóðbergið í te
sem hann notar til eigin brúks og er með
til sölu í neytendapakkningum.
Áður en Friðrik er kvaddur þá er
tilheyrandi að spyrja bóndasoninn
hvernig hann vilji fá lambið sitt matreitt.
„Uppáhaldsuppskriftin mín er hægeldað
lambalæri. Set ofninn á mjög mikinn hita
í byrjun en svo lækka ég hann og læt
kjötið malla í nokkra tíma. Best þykir mér
að krydda lærið með pínu salti, pipar,
hvítlauk og blóðbergi úr skóginum og
sveppirnir þaðan fara í sósuna.“
Áhugasamir geta sent Friðrik línu og
pantað beint frá bónda á rik@simnet.is.
Auður I. Ottesen
Lambakjöt beint frá býli
RABARBÍA
SLÆR Í
GEGN
Afurðirnar frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði eru vel þekktar en þaðan hafa bygg, grænmeti og
fullunnar vörur borist til verslana á Íslandi
um árabil. Eymund Magnússon í Vallanesi
þekkja flestir fyrir frumkvöðlastarf á sviði
kornræktar en Vallanesbúið var eitt það
fyrsta á Íslandi til að endurvekja kornrækt
á Íslandi þegar skilyrði tóku að batna á
níunda áratugnum. Í byggi og heilhveiti
er ræktunin nú stöðug og nýverið bættist
ræktun á repju við akuryrkjuna sem
fer fram í stórum stíl á um 50 hektara
ræktarlandi.
Eymundur og kona hans Eygló Björk
Ólafsdóttir rækta og nýta hátt í 100
ólíkar tegundir af plöntum sem ýmist
eru seldar ferskar til veitingahúsa og
sérverslana eða til að fullvinna vörur sem
markaðssettar eru undir vörumerkinu
Móðir Jörð. Markmið þeirra hjóna er að
auka verðmætasköpun úr lífrænt ræktuðu
hráefni sem upprunnið er á Íslandi.
„Megin hráefnið í vörum okkar þarf að
vera hægt að rækta hér en ef verðum
við lens þá leitum við til annarra lífrænna
ræktenda hér á landi og höfum keypt
á hverju ári rótargrænmeti frá öðrum.
Með vaxandi sölu á byggi og öðrum
kornvörum sjáum við fyrir okkur að við
þurfum að stofna til samstarfs við aðra
til að anna eftirspurn,“ segir Eymundur.
Hann segir þau, enn sem komið er, vera
eini lífrænt vottaði kornræktandinn á
landinu“
Hringnum lokað
Vöruþróun er þeim hjónum hugleikin
og hafa þau farið ýmsar leiðir til að
fullvinna grænmeti en undanfarin 5 ár
hafa þau til að mynda framleitt ýmsar
tegundir af gerjuðu grænmeti, súrkáli,
sem selt er í matvöruverslunum víða um
landið en auk þess hafa þau stundað
útflutning til Bretlands. „Það er mjög
umhverfisvænt módel að hafa ræktun og
fullvinnslu á sama stað, því þannig nýtist
hráefnið betur auk þess sem afskurður
og plöntuleifar skila sér klárlega aftur í
jarðveginn og þannig nýtist allt að fullu.
Fullvinnslan er auk þess mikilvæg til að
tryggja vinnu allan ársins hring og skapa
störf því útiræktun er mjög óútreiknanleg
á Íslandi og árstíðabundin. Vörulína
okkar telur nú um 50 vörur í ýmsum
vöruflokkum, kornvörur, bökunarvörur,
sultur, súrkál, chutney og grænmetisréttir“
segir Eymundur.
Verslun og veitingastofa í Vallanesi
Nýja viðfangsefnið þeirra er nýleg opnun
verslunar og veitingastofu í Vallanesi
í Asparhúsinu sem er sérstaklega
byggt sem hjarta staðarins úr viði úr
skógrækt staðarins. Þar er boðið upp
á grænmetisrétti frá morgni fram eftir
degi og hádegishlaðborð sem tekur
mið af árstíðunum. „Þetta er búið að
vera mjög skemmtilegt verkefni og það
má segja að með opnun Asparhússins
komi allt saman á einum stað, saga
starfseminnar, afurðirnar og fólkið. Húsið
er afurð skógræktarinnar og vettvangur
til að njóta matarins sem ræktaður er
á býlinu. Þetta er auk þess vettvangur
til frekari vöruþróunar og kynningar á
starfsemi Móður Jarðar auk þess að þjóna
ferðaþjónustunni á staðnum“ segir Eygló.
Móðir Jörð – Vallanesi
Lífrænir ræktendur dreifast um allt land. Einn af fulltrúum Austurlands er Björn Guðmundsson á Bakkafirði.
Hann er stórtækur í kartöflurækt og
ræktar ýmsar grænmetistegundir á sex
hekturum lands.
Kartöflurnar hefur hann ræktað í fjögur
ár og er með þrjú svæði í skiptiræktun.
Í tvö ár kartöflur og svo grænmeti. „Ég
er byrjaði að rækta skarlottulauk og
vorlauk og bætti svo við hvítlauk sem
gengur mjög vel að rækta utandyra.
Ég er sólginn í hann en uppskeran varð
svo góð í fyrra að ég seldi í Frú Laugu
um 15 kíló af hvítlauk. Ég rækta töluvert
af kryddi, mest af dilli og gulrætur á
nokkuð stóru svæði,“ segir Björn sem
hefur verið að gera tilraunir með ræktun
á tómötum, agúrku og í sumar seldi hann
heimamönnum um 5000 sumarblóm. „Ég
á 400 fm gróðurhús sem ég stefni á reisa
fyrir veturinn og ef að það tekst vel fer
allt á fullt. Ég hef verið að prófa að rækta
sætar kartöflur úti í beði undir dúk, það
er ekki að ganga þannig að ég ætla með
þá ræktun inn í gróðurhúsið og rækta
vor- og skarlottulauk á móti.“
Björn lauk aðlögun fyrir
kartöfluræktina hjá Vottunarstöðinni
Túni haustið 2017 og fékk þá leyfi til að
nota vottunarmerki Túns. „Úttektin var
svo í mars 2018. Ég er líka með vottun
fyrir pökkun og stefni á að fá vottun
fyrir alla mína framleiðslu,“ segir hann
og upplýsir að sérstaða hans sé sú að
hann verkar fiskislor í 100 lítra kerjum
með sérhæfðri aðferð og býr til þrumu
góðan áburð. „Áburðurinn er ægilega
sterkur og ég nota hann til íblöndunnar
í kartöflu og matjurtabeðin.“
Afurðirnar selur hann heima við og
til heildsala, Bananar og Krónan kaupa
af honum kartöflur og grænmeti selur
hann í Frú Laugu í Reykjavík.
Auður I. Ottesen
STÓRTÆKUR
KARTÖFLU-
BÓNDI Á
AUSTURLANDI