Bændablaðið - 20.09.2018, Side 38

Bændablaðið - 20.09.2018, Side 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201838 UTAN ÚR HEIMI Í mesta jarðarberjalandi Noregs, Valldal í Suðurmæri, og því tilvalið að kynna uppskeruna með þessum hætti. Mynd / Kristin H. Hauge Linda Eide er ein vinsælasta sjónvarpskona Noregs: Kynnir landbúnað á nýstárlegan hátt Linda Eide er ein vinsælasta sjónvarpskona Noregs um þessar mundir og hefur tungumálaþáttur hennar, Eides språksjov, sem sýndur er hjá norska ríkissjónvarpinu, NRK, slegið í gegn og hlotið mikið áhorf. Hún hefur einnig sýnt landbúnað út frá öðruvísi hliðum en víða hefur tíðkast með því til dæmis að fylgja eftir lífsferli gríss frá goti fram að slátrun ásamt því að hjóla með heilan lambsskrokk í gegnum miðbæ Björgvinjar og heim til sín til að úrbeina hann heima í eldhúsi. Linda kemur frá Voss á Vesturlandi Noregs og hún uppgötvaði fljótt að fjölmiðlarnir lágu vel við henni en við sjónvarp ætlaði hún í byrjun aldrei að starfa við. „Ég tók helgarvaktir á svæðisdagblaðinu áður en ég fór í fjölmiðlanámið til Osló. Í framhaldinu fór ég á útvarpsnámskeið og varð algjörlega háð þessum frábæra miðli. Ég starfaði hjá NRK í 10 ár í útvarpinu en síðan prófaði ég aðeins sjónvarpið og mér fannst það mjög þungt í vöfum eftir að hafa unnið við útvarpið,“ útskýrir Linda. Hjólað með kindsskrokk um Björgvin Linda þreytti frumraunina í sjónvarpi með heimildarþáttum um hjólreiðar í Noregi og svæðisbundin matvæli. „Þátturinn um staðbundin matvæli hét Eide og Morris en ég ferðaðist um á forláta gulum Morris og prófaði ýmislegt. Ég heimsótti til dæmis bændur og smakkaði á hestamjólk og kynntist vinnslu og notkun á norskum villtum ramsløk í Harðangursfirði, sem minnir um margt á lyktinni á graslauk en á bragðið líkist hann meira hvítlauk. Síðan voru alls kyns tilraunir með til dæmis makríl og að gera plokkfisk úr innmat og slíkt,“ segir Linda og bætir við: „Það sem var þó sennilega eftirminnilegast var þegar ég hjólaði með norska villsau (kind) um þriggja kílómetra leið frá Landås-svæðinu í Björgvin og heim til mín. Sem fjölmiðlamaður er maður vanur því að þurfa að líta aðeins í kringum sig til að finna hugmyndir og það gerði ég í þetta sinn. Þar sem ég á ekki bíl þá varð ég að hjóla. Mig langaði til að læra að úrbeina kindsskrokk og hafði matarsendiherra Hörðalands, Hanne Frosta, í símanum sem leiðbeindi mér. Það gekk nokkuð vel en það var alls ekki auðvelt að úrbeina í fyrsta sinn, það verð ég að viðurkenna. Síðan bauð ég til veislu um kvöldið þar sem mikill rómur var gerður að matnum.“ Norsk og svæðisbundin matvæli Í framhaldinu gáfu Linda og Hanne Frosta út matreiðslubók saman undir heitinu Norske smakar, þar sem þær leituðu að góðu norsku hráefni sem bragð væri að. „Ég var eins konar lærisveinn Hanne og líkaði það vel. Þetta var í rauninni uppgötvunarferð fyrir mig og það urðu margar sterkar bragðreynslur. Við ferðuðumst á litlum og þröngum malarvegum, í gegnum þrönga dali og fundum vin í bænum til að ná fram því besta að okkar mati. Hugmyndin var að vinna með norsk matvæli og þá svæðisbundin hér af Vesturlandinu þar sem Hanne bjó til sína bestu rétti úr árstíðabundnu hráefni,“ útskýrir Linda og segir jafnframt: „Það er í raun svolítil skekkja í því eða villandi fyrir neytendur að hægt sé að flytja inn matvæli allt árið um kring því þannig nær fólk ekki almennilega utan um það hvað er árstíðabundin vara. Að mínu mati er betra að velja kvöldmat með norsku og svæðisbundnu hráefni heldur en annað ef mögulegt er. Það er líka sorgleg staða að það sé dýrara að velja hollustu og svæðisbundinn mat heldur en til dæmis innflutt. Ég hef nú aðeins kynnst lífi bænda í gegnum starf mitt og ég segi húrra fyrir bændum, þetta er mikilvæg stétt í samfélaginu.“ Hvaðan kemur maturinn? Fyrir tíu árum gerði Linda heimildarþátt um grísinn Gisse, sem hún fylgdi frá goti og fram að sjö mánaða sláturaldri þegar hann var um 90 kílóa þungur, og fræddi um leið á vandaðan hátt um svínarækt. „Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá forsvarsmönnum landbúnaðar- háskólans í Voss að fylgja Gisse eftir og fjalla um framleiðslu á svínakjöti. Ég vildi þekkja betur matinn sem ég borða. Þetta var mitt framlag í að auka skilning fólks á því hvaðan maturinn kemur því kótelettan verður jú ekki til í plasti. Mér fannst að fólk þyrfti að átta sig á því að kótelettan verður til vegna þess að hún kemur af dýri sem þarf hreyfingu, umhyggju og útiveru. Ég er mikill dýraverndunarsinni og ég neita að trúa því að kjúklingur sem kemur frá verksmiðjubúi sé hamingjusamt dýr en öðru máli gegnir um til dæmis hjartardýr sem lifir villt í náttúrunni,“ segir Linda og bætir við: „Ég ólst ekki upp á sveitabæ og veit ekkert um húsdýr og segi oft í Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Á myndinni til hægri er þó ekki grísinn Gisse, heldur „frændi“ hans úr sjónvarpsþáttum um svæðisbundin matvæli. Úr heimildaþætti Lindu, Berre ein gris, sem sýndur var í norska ríkissjónvarpinu þar sem Linda fylgdi eftir grísnum Gisse frá goti til slátrunar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.