Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 39

Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 39 gríni að ég viti varla mun á fram- og afturenda kúa hvað þá meira. En það er margt við sveitina og ekki hvað síst við framleiðslu á matvælum sem ég hef áhuga á og hef tekið fyrir reglulega. Ég er mjög upptekin af dýravelferð og hreinum matvælum.“ Persónuleiki fram fyrir mállýsku Noregur er land mállýskna og hafa þetta verið eilífðarátök milli borga og landsbyggðar sem sést vel í skilningi á mállýskum. Þessu er Linda mjög upptekin af í hinum vinsæla sjónvarpsþætti sínum Eides språksjov. „Það er örugglega ástæða fyrir því að fólk í borgunum kallaði lengi vel nýnorskuna og mállýskur því að það lyktaði af fjósi. Þar erum við komin með samlíkingu og tengingu við sveitina sem áður fyrr var kannski litið frekar niður á af mörgum sem bjuggu í þéttbýlinu. Þetta hefur breyst gríðarlega mikið undanfarin 10–15 ár hérna í Noregi og það gerðist í kjölfarið af því að leyfilegt varð að tala mállýskur í útvarpi og sjónvarpi sem var ekki áður. Þá breyttist viðhorfið til mállýskna umtalsvert þar sem persónuleiki fólks var settur hærra heldur en hvernig það talaði,“ útskýrir sjónvarpskonan og segir jafnframt: „Ég er þeirrar skoðunar að þáverandi fjármálaráðherra, Sigbjørn Johnsen, hafi haft mikið um þessa þróun að segja því hann talaði alltaf sína Toten-mállýsku og sama hversu mikið var gert grín að því þá haggaðist hann ekki og var stoltur af að tala sitt „mál“ ef segja mætti sem svo. Það sem hefur án efa líka haft áhrif er að margt fólk í samfélaginu, sem hefur verið áberandi á menningarsviðinu og fólki líkar vel við, eins og rokkarar frá Þrændalögum og frá norðurhluta Noregs, hafa talað sínar mállýskur með stolti. Þegar fólk notar sínar mállýskur á opinberum vettvangi þá hjálpar það án efa til við að gefa þeirri þróun meira samþykki. Það er líka svolítið asnalegt ef fólk þarf að breyta mállýsku sinni til að þykja fínna í samfélaginu, það er frekar úrelt hugmyndafræði í rauninni. Persónuleiki fólks er auðvitað alltaf mikilvægastur.“ Fyrirlestrar og uppistand Það er óhætt að segja að Linda sitji ekki auðum höndum og hefur hún alltaf verkefni utan hefðbundinnar vinnu fyrir norska ríkissjónvarpið. Hún heldur nánast vikulega fyrirlestra yfir vetrartímann um að miðla sögum og um þessar mundir æfir hún stíft fyrir fyrstu uppistandssýningu sína, Oppdrag Mottro, sem fjallar um samband hennar við móður sína. „Fyrirlestrarnir fjalla um að segja frá eða miðla og er þetta fólk alls staðar að úr samfélaginu sem kemur á þá. Um leið og maður til dæmis segir eitthvað og fólk skilur ekki þá dettur það mjög fljótt út. Þetta er sérstaklega mikilvægt á okkar tímum og einnig fyrir fjölmiðlafólk, sérstaklega þá sem starfa við útvarp og sjónvarp. Við sjáum að hlustun og áhorf fer niður á við um leið og fólk nýtir sér tæknina að heyra og hlusta þegar því hentar. Það er líka jákvætt því þá lifir dagskrárgerðin lengur. Við sem störfum við þessa miðla þurfum um leið að selja okkur svolítið með að hugsa öðruvísi því efnið verður að standa tímans tönn,“ segir Linda og þegar talið berst að æfingum fyrir uppistand hennar brosir hún og er fljót til svars: „Hér er ég að leita í liðna tíma. Ég hef hringt í mömmu mína í 10 ár og spurt hana um allt mögulegt frá fortíðinni svo uppistandið er mynd af henni, mér og fortíðinni. Hún er bara venjuleg manneskja og venjuleg móðir, hversu óvanaleg getur jú ein móðir verið? En móðir mín þolir ekki að hugsa til baka, hún hugsar í tilfinningum en ekki í ártölum, hún er alveg vonlaus í því. Fyrir mér er þetta verkefni til að sýna mér og öðrum að það er svo mikið af góðum sögum beint fyrir framan mann sem fara framhjá á undarlegan hátt.“ /ehg Það er oft glatt á hjalla hjá tungumálafræðingunum Lindu og aðstoðarmanni hennar, Gunnstein Akselberg, í hinum vinsæla Eides språksjov sem sýndur er á norska ríkissjónvarpinu. Mynd / Marit Hommedal/NRK Fyrir nokkrum árum vann Linda matvælaþætti um svæðisbundin matvæli í samvinnu við matvælasendiherra Hörðalandsfylkis, Hanne Frosta, þar sem bestu bitar úr héraði voru teknir fyrir og síðar varð úr matreiðslubók. Mynd / Thor Brødreskift

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.