Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 41
– Hvað með karla, af hverju er þeim
ekki hleypt inn í félögin í meira
mæli?
„Sums staðar eru karlafélög og
karlaklúbbar þar sem konum er ekki
hleypt inn. Ég veit að í gegnum tíðina
hafa eiginmenn félagskvenna og aðrir
karlar unnið sjálfboðnir og stutt starf
kvenfélaganna á ýmsan hátt. Hvert
kvenfélag ræður sinni starfsemi en
ég held að körlum væri ekki meinuð
innganga í kvenfélag ef þeir vildu
ganga í það og taka þátt í starfsemi
þess. Það eru að því er ég best veit
tveir karlar í kvenfélögum innan
SSK.“
– SSK lætur gott af sér leiða, þið
hafið styrkt Heilbrigðisstofnun
Suðurlands mikið í gegnum árin.
Hefur þú einhverja hugmynd um
hvað þessi upphæð er orðin há og
af hverju leggið þið svona mikla
áherslu á HSU?
„Frá árinu 1999 og til þessa dags
hefur Samband sunnlenskra kvenna
gefið til HSU gjafir úr Sjúkrahússjóði
SSK fyrir um 25 milljónir króna (ekki
framreiknað til núvirðis). Þá eru
algjörlega ótaldar allar þær gjafir sem
kvenfélögin hvert og eitt hafa gefið til
heilsugæslustöðva, öldrunarheimila
og sjúkrahússins. Sjúkrahússjóðurinn
var stofnaður árið 1952 og í hann er
árlega aflað fjár með jólakortasölu
og nú hin síðustu ár hafa einnig verið
seldir litlir glerenglar sem nefndir eru
Kærleiksenglar.“
Sjúkrahúsið er óskabarn SSK
Elinborg segir að sjúkrahúsið hafi
verið óskabarn SSK alveg frá stofnun
þess og öllum kvenfélagskonum
er ljóst mikilvægi þess að geta
haldið uppi góðu þjónustustigi í
heilbrigðismálum á Suðurlandi.
„Kvenfélagskonur létu t.d. vel til
sín heyra fyrir nokkrum árum með
fundarhöldum, bréfaskriftum og
undirskriftasöfnun þegar til stóð að
draga verulega saman í málefnum
sjúkrahússins og flytja starfsemi til
Reykjavíkur. Við reynum m.a. að
standa vörð um málefni kvenna og
leggja fram fjármuni til tækjakaupa
svo konur með eðlilega meðgöngu
geti óhræddar fætt börn sín hér á
sjúkrahúsinu og notið hér bestu
aðhlynningar. Kvenfélagskonur hafa
líka í nokkur ár prjónað húfur o.fl. til
að gefa öllum nýburum á svæðinu.
Með fjármagni úr Sjúkrahússjóðnum
hefur líka verið stutt við ýmis
tækjakaup, bæði á göngu- og
bráðadeild sjúkrahússins, ásamt því
að gefin hafa verð meðferðarstóll,
sjúkrarúm o.fl.“
– Hvernig ætlið þið að fagna 90 ára
afmælinu?
„Yfirskrift afmælisársins
er „Forvarnir – lykill að bættri
lýðheilsu“. Við vitum að lýðheilsa
snýst um að rækta vel bæði huga
og líkama ásamt því að huga vel að
umhverfi sínu. Við höfum hvatt til
að kvenfélagskonur eigi saman bæði
gleði- og gæðastundir og meti vel
auðlegðina sem felst í samstarfi í öllu
félagsstarfinu.
Í tilefni af afmælisárinu efndum
við til fjögurra daga hópferðar til
Hollands í byrjun maí. Við fórum 49
kvenfélagskonur úr 13 kvenfélögum
í algjörlega ógleymanlega ferð. Þar
heimsóttum við m.a. hollenskar
kvenfélagskonur sem hafa komið
tvisvar sinnum hingað til okkar á
Suðurlandið. Þær hollensku tóku
mjög vel á móti okkur á herragarði
og voru þar í þjóðbúningum. Síðan
fylgdu tvær þeirra með okkur í
rútunni um svæði þar sem voru
blómstrandi túlípanaakrar í öllum
regnbogans litum.
Haldið upp á afmælið
30. september
„Við gefum nú í september gjöf
úr Sjúkrahússjóðnum frá öllum
kvenfélögunum til fæðingardeildar
HSu fyrir um 3,5 milljónir í tilefni
af afmælisárinu. Þetta eru þrjú
tæki, þ.e. Monitor, glaðloftstæki
og POX mælir. Síðan ætlum við að
halda upp á sjálfan afmælisdaginn
sunnudaginn 30. september með
samkomu í Haukadalsskógi og á
Hótel Geysir.
Við vonumst eftir því að allar
kvenfélagskonur á sambandssvæðinu
taki sér tíma til að mæta í afmælið.
Við ætlum að byrja afmælishátíðina
í bálhúsinu og halda síðan í létta
skógargöngu og flytja okkur síðan
inn á hótelið í meiri formlegheit.
Ef næg þátttaka fæst ætlum við
að efna til rútuferða sem hefjast á
Hvolsvelli og í Þorlákshöfn og taka
upp farþega á ákveðnum stöðum á
leiðinni í Haukadal. Bréf um þetta
hefur verið sent út til allra formanna
kvenfélaganna.“
– Hvernig sérðu SSK þróast næstu
90 árin?
„Ég sé Samband sunnlenskra
kvenna halda áfram að þroskast
eins vel og hingað til. Ég held að
gömlu rótgrónu gildin verði áfram
við lýði, þ.e. að láta til sín taka og
láta sig varða málefni sem vantar
stuðning, hvort heldur það er í líknar-,
umhverfis- eða menningarmálum.
Lýðheilsurannsóknir sýna að það að
starfa í kvenfélagi hefur jákvæð áhrif
á heilsu,“ segir Elinborg, formaður
SSK. /MHH
Hjá okkur
færðu allt fyrir
háþrýstiþvottinn
Skeifunni 3h
Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Mynd tekin af nokkrum fyrrverandi formönnum SSK 30. september 2008,
frá vinstri: Guðrún, Drífa, Rosmarie, Sigurhanna, Halla og Þórunn Drífa.
SSK styrkti lögregluna í Árnessýslu
um kaup á fíkniefnahundi í apríl 2007
en það var hundurinn Bea, sem er
hér með umsjónarmanni sínum,
Jóhönnu Eivinsdóttur Christiansen.
Fram undan er Landssamband-
s þing KÍ sem verður haldið á
Húsavík dagana 12.–14. október
nk. Yfirskrift þingsins er „Fylgdu
hjartanu“ og þar verða fluttir
margir áhugaverðir fyrirlestrar á
víðum grunni um það málefni.
Kvenfélagasamband Íslands
hefur aðsetur og er einn
eigenda að Kvennaheimilinu á
Hallveigarstöðum. Ánægjulegt
er að geta þess að núverandi
forseti KÍ, Guðrún Þórðardóttir,
er félagi í Kvf. Grímsneshrepps
og kemur því úr röðum Sambands
sunnlenskra kvenna. KÍ lætur til sín
taka í ýmsum málefnum og má þar
nefna umhverfismál, matarsóun,
fatasóun, hagsmunagæslu um
hag heimilanna, umsagnir um
frumvörp er varða málefni kvenna,
barna og heimila, stuðning við
beinverndarmál, almannaheill
o.fl. Innan KÍ eru starfandi alls
17 héraðssambönd með um
154 kvenfélög. BS ritgerð sem
unnin var árið 2016 af Rebekku
Helgu Pálsdóttur nefndist
Kvenfélögin og samfélagið.
Þar vinnur hún upplýsingar
úr ársskýrslum kvenfélaga og
fjallar um gjafir kvenfélaga á
landinu á 10 ára tímabili (2006-
2016). Aðeins höfðu 57% félaga
skilað ársskýrslum þessara ára
en heildarverðmæti þeirra gjafa
var um hálfur milljarður króna
svo eflaust er hægt að tvöfalda
þessa upphæð. Langstærstur hluti
þessara gjafa rann til líknarmála
og næst komu menntamálin.
Hægt er að spyrja sig; hvar
væru heilbrigðisþjónusta og
skólakerfi landsins stödd ef gjafir
kvenfélaganna nyti ekki við?
Landssamband KÍ á Húsavík í október
adnæB