Bændablaðið - 20.09.2018, Síða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201846
UTAN ÚR HEIMI
„Þeir hrintu fólkinu okkar fyrir björg og fögnuðu
þegar það skoppaði á hörðu grjóti kreppunnar”
Í breska blaðinu Observer 27.
ágúst var afar athyglisverð grein
um uppgjör Evrópusambandsins
við það sem stundum var
kallaður björgunarpakki fyrir
gríska ríkið eftir efnahagshrunið
2008. Yanis Varoufakis, fyrrum
fjármálaráðherra Grikkja,
gagnrýnir harðlega túlkun ESB
og segir Grikki nú sitja eftir í
skuldafangelsi og sambandið neiti
að hleypa þeim út.
Forsvarsmenn ESB og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins hrósa sér nú af
góðum árangri og jafnvel að þar
með sé búið að ná öllum pólitískum
markmiðum við björgun gríska
ríkisins. Mörgum þykir það hrein
öfugmæli og er því vel lýst í grein
Yanis Varoufakis.
Aðgerðir sem ESB og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn stæra sig af
hófust 2010. Stöðugar fréttir af því
að kreppa myntbandalags evrunnar
væri að stórum hluta Grikkjum að
kenna virkuðu vel og gerðu grísku
þjóðina að svörtum sauðum í
myntsamstarfinu í augum annarra
ríkja. Hér á landi trúðu margir þessum
látlausa áróðri og var sú skoðun víða
uppi að mikilli óráðsíu Grikkja sjálfra
væri um að kenna. Í ófáum greinum
og viðtölum á ljósvakamiðlum var
gert lítið úr grísku þjóðinni, líka á
Íslandi.
Staðreyndir málsins ólíkar
„sannleika“ ESB
Yanis Varoufakis segir að þegar
betur sé rýnt í staðreyndir málsins
komi annar sannleikur í ljós. Í þeirri
sömu viku sem menn hrósuðu sér
yfir árangri af „björgunaraðgerðum“
í Grikklandi hafi Grikkir í raun hafið
nýjan leiðangur inn í 42 ára (2018–
2060) strangt aðhald vegna enn meiri
skulda en áður. Hvernig hægt sé að
halda því fram að Grikkir hafi þar með
fengið á ný fjárhagslegt sjálfstæði
finnst Varoufakis erfitt að skilja.
Segir hann að nær væri að taka þetta
upp í háskólum, fjölmiðlaskólum
og fjármálastofnunum sem dæmi
um hvernig hægt er að byggja upp
á heimsvísu og fá fólk til að trúa
botnlausri lygi um framtíðina.
Óvanaleg björgunaraðgerð sem
hefur engan endi
Yanis Varoufakis segir ágætt að skoða
upphaf þeirra skilyrða sem Grikkjum
voru sett. Hvað þýðir „bailout“ sem
björgunaraðgerð og hvers vegna er
gríska aðferðin óvanaleg og hefur
engan endi?
„Í bankahruninu 2008 reyndu
nær allar ríkisstjórnir að bjarga
sínum bönkum. Í Bretlandi og
Bandaríkjunum gáfu ríkisstjórnir
grænt ljós á að Englandsbanki og
peningayfirvöld Bandaríkjanna,
„Federal Reserve“, prentuðu
fjallháar stæður af peningum til að
endurfjármagna bankana. Þar að
auki tóku ríkisstjórnir Bretlands og
Bandaríkjanna gríðarleg lán til að
mæta frekari áföllum í bankakerfinu.
Á meðan fjármögnuðu seðlabankar
þessara ríkja verulegan hluta af
skuldum bankanna,“ segir Varoufakis.
„Á meginlandi Evrópu upphófst
mun verra drama sem byggði á
grundvallarákvörðun sem tekin var
1998 þegar myntbandalag Evrópu
hófst með Seðlabanka Evrópu í
aðalhlutverki án þess að hann ætti
pólitískan bakstuðning í nokkru ríki.
Þá urðu 19 ríkisstjórnir að glíma við
að bjarga sjálfar sínum bönkum í
fjármálalegu fárviðri án þess að hafa
eigin seðlabanka til að hjálpa sér.“
Munaðarlaus evra og engir
seðlabankar til varnar
Varoufakis spyr hvers vegna þessi
óeðlilega ákvörðun hafi verið tekin
og svarar því sjálfur um leið:
„Það var vegna þess að algjört
bann var á það í Þýskalandi að skipta
evrunni út og taka aftur upp þýska
markið, þá skyldi það sama ganga
yfir seðlabanka, fjármálastofnanir
og ríkisstjórnir eins og Ítalíu og
Grikkland. Svo þegar franskir og
þýskir bankar urðu fyrir jafnvel
enn verri gjaldþrotum en bankarnir
á Wall Street í New York og í City í
London, þá voru engir seðlabankar
með lagalegar heimildir til að bjarga
þeim. Jafnvel þótt pólitískur vilji
væri fyrir hendi. Meira að segja
þegar Merkel kanslari tilkynnti
það 2009 að ríkisstjórn hennar hafi
í skjóli myrkurs dælt 406 milljörðum
evra úr eigu skattgreiðenda inn í
þýska banka.“
Grísku stjórninni var bannað að
lýsa yfir gjaldþroti
„Málið er bara að þetta var ekki
nóg. Nokkrum mánuðum seinna
upplýstu aðstoðarmenn Merkel
hana um að líkt og þýsku bankarnir,
gæti yfirskuldsett Grikkland ekki
lengur rekið sig. Ef landið lýsti sig
gjaldþrota myndu Ítalía, Írland,
Spánn og Portúgal fylgja með í
fallinu. Það myndi þýða að í Berlín
og París yrðu menn að takast á
við nýjar björgunaraðgerðir á
sínum bönkum fyrir meira en eina
billjón evra [1.000.000.000.000 –
þúsund milljarða evra]. Á þessum
tímapunkti var ákveðið að banna
grísku ríkisstjórninni að segja
sannleikann og játa að ríkið væri
gjaldþrota.
Til að viðhalda lyginni var hinni
gjaldþrota Aþenu veitt stærsta lán í
sögu mannkyns undir því yfirskini
að verið væri að sýna Grikkjum
samstöðu. Stærsti hluti þessara
lána rann samstundis til þýskra og
franskra banka. Til að milda reiði
þýska þingsins var þetta gríðarlega
lán veitt með þeim skilyrðum að því
fylgdi hrottalegt aðhald fyrir grískan
almenning sem setti hann í varanlega
risavaxna kreppu.“
Bretland væri auðn Evrópu
ef sömu aðferðarfræði
hefði verið beitt þar
„Til að átta sig á umfangi þeirrar
eyðileggingar sem þessu fylgir,
ímyndið ykkur hvað myndi gerast
ef RBS Lloyds og aðrir bankar í
fjármálahverfinu City hefði verið
bjargað án aðkomu Englandsbanka.
Það hefði verið gert einungis í
gegnum erlend lán til ríkisins.
Þau hefðu öll verið veitt með því
skilyrði að laun í Bretlandi yrðu
lækkuð um 40%, eftirlaun um 45%,
lágmarkslaun um 30% og opinber
útgjöld [NHS spending - vegna
menntamála, heilbrigðismála og
fleira] um 32%. Þá væri Bretland
auðn Evrópu, rétt eins og Grikkland
í dag.“
Martröðin ekki á enda fyrir Grikki
„En endaði þessi martröð ekki í
síðustu viku [um miðjan ágúst]? –
Ekki aldeilis. Tæknilega séð hafði
björgun Grikklands á sér tvær
hliðar. Sú fyrri fól í sér að ESB og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
létu grísk stjórnvöld hafa fjárhagslegar
blekkingar til að þykjast endurgreiða
skuldir ríkisins. Síðan voru sett hörð
skilyrði í formi fáránlega hárra vaxta
og villimannslegs niðurskurðar á
lífeyrisgreiðslum, launum, opinberri
heilsuþjónustu og menntun.“
Nú kallast þetta
„reisnargjörningur“ við lok
björgunaraðgerða
„Í síðustu viku kláraðist þriðji
björgunarpakkinn, rétt eins og annar
pakkinn endaði 2015 og fyrsti 2012.
Nú höfum við fjórða slíkan pakka
sem er ólíkur hinum þrem á tvennan
hátt.
Í stað nýrra lána að upphæð
96,6 milljarða evra sem átti að
byrja að greiða 2023, þá verður því
frestað til 2032, þegar endurgreiða
á peningana með vöxtum ofan á
aðrar stórar endurgreiðslur sem
áður voru ákveðnar. Í öðru lagi, í
staðinn fyrir að kalla þetta fjórða
björgunarpakkann (bailout), þá hefur
ESB nefnt þetta björgun með reisn og
lok björgunaraðgerða (triumphantly,
the „end of the bailout“)
Fáránlega hár virðisaukaskattur
og skattar smáfyrirtækja munu
auðvitað halda áfram, rétt eins
og áframhaldandi niðurskurður á
lífeyri og nýr refsiskattur á tekjur
hjá þeim fátækustu sem hefur
verið áætlaður 2019. Þá hafa grísk
yfirvöld gengist undir að viðhalda
langtímamarkmiðum um að skila
tekjuafgangi á ríkissjóði, án þess að
taka tillit til endurgreiðslu skulda (sem
eru 3,5% af þjóðartekjum til 2021 og
2,2% á tímabilinu 2022-2060). Þetta
krefst viðvarandi aðhaldsaðgerða sem
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sjálfur
telur minna en 6% líkur á að nokkru
sinni verði hægt að ná í nokkru landi
í myntbandalagi evrunnar.“
Frönskum og þýskum bönkum
bjargað á kostnað lmennings
Ef þetta er tekið saman, eftir að
frönskum og þýskum bönkum hefur
verið bjargað á kostnað fátækustu
íbúa Evrópu og eftir að Grikkjum
var steypt í skuldafangelsi í síðustu
viku, hafa lánardrottnar ákveðið að
lýsa yfir sigri. Eftir að hafa lamað
Grikkland hafa þeir gert þann
verknað varanlegan og kalla það
„stöðugleika“.
Þeir hrintu fólkinu okkar fyrir
björg og fögnuðu þegar það skoppaði
á hörðu grjóti kreppunnar. Það ætti
að sýna að þjóðin væri að rétta sig
við.
Svo ég vitni í Tacitus [sem
var þingmaður í rómverska
keisaradæminu] sem sagði: Þeir
bjuggu til eyðimörk og kalla hana
frið,“ sagði Yanis Varoufakis, einn
af stofnendum DiEM25 og fyrrum
fjármálaráðherra Grikklands.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
og Ísland.
Poul Thomsen, núverandi
framkvæmda stjóri Evrópudeildar
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem var
yfirmaður Íslandsmála hjá sjóðnum
í hruninu hér, hrósar sér nú yfir
hvað langt var gengið í því að fylgja
áætlunum sjóðsins á Íslandi. Trúlega
eru þær þúsundir fjölskyldna sem
hér eru enn í sárum eftir þau ósköp
honum varla sammála. Ekki frekar en
almenningur í Grikklandi sem situr
nú enn verr í súpunni en áður. /HKr.
Yanis Varoufakis, fyrrv. fjármálaráðherra Grikkja, gagnrýnir harðlega túlkun ESB á svokölluðum björgunaraðgerðum
bönkum.
DiEM25 eru skilgreind sem demókratísk samtök þvert á landamæri sem
telja að Evrópusambandið sé að leysast upp. Evrópubúar séu að missa
trúna á möguleikana á að ESB geti leyst vanda Evrópu. Í skilgreiningu á
heimasíðu samtakanna segir að á sama tíma og trúin á ESB sé að dvína þá
vaxi einangrunarstefna og eitruð þjóðernishyggja. Ef þessi þróun verði
ekki stöðvuð, þá óttast samtökin að ástandið sem kom upp í aðdraganda
kreppunnar á þriðja áratug síðustu aldar endurtaki sig. Þar segir að þetta
sé ástæðan fyrir að hópurinn var myndaður þvert á ólíkar pólitískar
hefðir, græningja, róttækra vinstrimanna og frjálslyndra. Hugmyndin
sé að lagfæra Evrópusambandið. – „Við verðum að bregðast hratt við,
áður en Evrópusambandið sundrast,“ segir á heimasíðu DiEM25.
og kaldhæðnislegur minnisvarði,
sem fyrrverandi fjármálaráðherra
kallar efnahagslega eyðimörk.
Grikkir hafa goldið dýru verði fyrir
aðildina að ESB og myntbandalagi
evrunnar.
Samtökin sem Varoufakis átti þátt í að stofna