Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 47

Bændablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 47 Samtökin Nordisk Økonomisk Kvægavl (Hagkvæm nautgripa- rækt á Norðurlöndum) voru stofnuð í Falkenberg í Svíþjóð 21. ágúst 1948. Félagsmenn í samtökunum eru kúabændur, ráðunautar, búvísindamenn, dýralæknar og annað áhugafólk um nautgriparækt á Norðurlöndunum. Markmið samtakanna er að stuðla að norrænu samstarfi á sviði nautgriparæktar og hefur það borið ríkulegan ávöxt, í því samhengi má m.a. nefna NorFor fóðurmatskerfið og Viking Genetics kynbótafyrirtækið, sem er eitt hið öflugasta á sínu sviði í heiminum. Í hverju aðildarlandi starfar landsdeild með 40 félagsmönnum að hámarki. Einstaklingum er boðin aðild að samtökunum, með því skilyrði að þeir mæti á minnst eina af hverjum þremur ráðstefnum sem samtökin halda. Ráðstefnurnar eru haldnar annað hvert ár og flakka þær á milli Norðurlandanna í röðinni Ísland-Danmörk-Noregur-Finnland- Svíþjóð. Nánari upplýsingar um samtökin og öll erindin sem flutt voru á ráðstefnunni er að finna á heimasíðu þeirra, www.noek.org Undir Dalanna sól Dagana 22.–25. júlí sl. var 36. ráðstefna samtakanna haldin í bænum Rättvik sem stendur við Siljan vatnið í Dölunum í Svíþjóð. Bærinn er vinsæll sumardvalarstaður meðal Svía enda er mikil náttúrufegurð við vatnið. Náttúran hafði þó ekki farið varhluta af hitabylgjunni miklu sem geisaði í Skandinavíu sl. sumar með tilheyrandi ofsaþurrki; tún voru víða skrælnuð, korn lágvaxið og gisið og haustlitir komnir á stöku lauftré. Um miðjan júlí brutust út mestu skógareldar í Svíþjóð á síðari tímum og loguðu þeir í rúmlega hálfan mánuð. Hitinn flesta daga meðan ráðstefnan stóð var um og yfir 30°C með steikjandi sólskini, enda var júlí í Stokkhólmi sá lang hlýjasti frá upphafi mælinga, árið 1756. Alls mættu 61 félagsmaður á ráðstefnuna, þar af 9 frá Íslandi. Aðeins 5 mættu frá Finnlandi en starfsemi samtakanna virðist eiga undir högg að sækja þar í landi. Til viðbótar voru tæplega sjötíu makar og börn með í för. Stafræna byltingin Á dagskrá ráðstefnunnar voru 24 erindi á sviði gagnavæðingar (d. digitalisering), sjálfbærni og kynbóta. Fjögur erindi voru frá Íslandi; Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML fjallaði um skýrsluhald nautgriparæktarinnar hér á landi og nýjar upplýsingar um uppruna íslenska kúastofnsins, sem byggja á nákvæmum greininum á arfgerð sem unnar voru í tengslum við rannsóknir á erfðamengisúrvali í nautgriparækt. Baldur Helgi Benjamínsson, verkefnisstjóri hjá BÍ fór yfir efnahagslega sjálfbærni mjólkurframleiðslu á Íslandi, stöðu hennar í íslensku hagkerfi og framtíðar möguleika, ásamt því að skýra frá stöðu erfðamengisúrvals í íslenska kúastofninum. Var það mál ráðstefnugesta að flest erindin hefðu verið góð og sum framúrskarandi. Upphafserindi ráðstefnunnar sem Per Frankelius, lektor við háskólann í Lidköping, flutti, var dæmi um slíkt erindi. Hann fjallaði um hinar miklu áskoranir sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir; 800 milljónir jarðarbúa eiga ekki málungi matar og hin gífurlega framleiðniaukning sem orðið hefur í landbúnaði, er að verulegu leyti á kostnað umhverfisins. Stóraukin nýsköpun í landbúnaði er að hans mati leiðin til að takast á við þessar miklu áskoranir og þar er hin stafræna bylting í lykilhlutverki. Rakti hann dæmi af þróun mjaltaþjónanna; þegar þeir voru á teiknborðinu fyrir um 30 árum voru 80% einkaleyfa þeim tengdum á sviði vélbúnaðar en 20% á sviði hugbúnaðar. Í dag hefur þetta snúist við; 80% af einkaleyfum eru vegna hugbúnaðar, en 20% vegna vélbúnaðar. Tina Dahl, kúabóndi í Limmared í Vestur-Gautlöndum fór yfir niðurstöður viðhorfskönnunar meðal kúabænda um væntingar þeirra til gagnsemi hinnar stafrænu byltingar. Þar voru hraðari og tíðari uppfærslur á niðurstöðum og lykiltölum efstar á blaði ásamt aukinni samhæfni hinna margvíslegu tölvukerfa sem bændur nota við bústjórn sína; bændur leggja áherslu á að kerfin „tali“ saman og allt sé á einum stað svo ákvarðanataka í búrekstrinum sé sem skilvirkust. Hinar ýmsu tæknilausnir í nútíma búrekstri framleiða gríðarlegt magn gagna, sem nýta má til margvíslegra hluta. Eitt af því sem bændur standa frammi fyrir því samfara er eignarhaldið á gögnunum; á bóndinn gögnin sem verða til á búinu eða reynir fyrirtækið sem framleiðir búnaðinn að eigna sér þau, stýra aðgenginu og koma þeim í verð? Í einkar áhugaverðu erindi Harald Volden, fagstjóra hjá ráðgjafaþjónustu Tine í Noregi kynnti hann þróun á nýrri kynslóð stafræns upplýsingakerfis fyrir skilvirka og sjálfbæra mjólkurframleiðslu; TINE Business Management tool (TBS) sem hlotið hefur mikla athygli og verður m.a. kynnt á stórri tækniráðstefnu sem haldin verður í Las Vegas í Nevada-ríki í nóvember nk. Kerfið mun safna og vinna úr gögnum um búpeninginn, jarðrækt og fóðuröflun, vélar og búnað, rekstur og efnahag og gera kleyft að fylgjast með þróun þessara þátta í rauntíma; þannig verði hægt að grípa inn í um leið og hlutirnir gerast. Erfðamengisúrval tvöfaldar erfðaframför Håvard Tajet hjá Geno, kynbóta- fyrirtæki norskra kúabænda, fór yfir helstu atriði í inn leiðingu á erfðamengisúrvali í NRF kúastofninum og áhrif þess á kynbótastarfið. Norðmenn fóru í fyrstu fremur varfærna leið, 2012/2013 var aðferðin notuð við forval á nautum í hefðbundna afkvæmaprófun en innleidd að fullu árið 2016. Í ársbyrjun 2017 var farið að keyra kynbótamatið mun örar en áður var, eða á 2-3 vikna fresti. Frá miðju ári 2017 hefur bændum boðist að senda inn DNA sýni úr kúm og kvígum til greiningar á arfgerð og hafa um 18.000 slík sýni þegar verið greind. Um 8.000 af þessum kýrsýnum eru tekin með við útreikninga á kynbótamati og hafa þau aukið öryggi kynbótamatsins um 3-4% frá því sem áður var. Eftir því sem slíkum sýnum fjölgar mun öryggið aukast enn þegar frá líður. Stefnir Geno að því að greina arfgerð um 6.000 nautkálfa og 6.000 kvígukálfa árlega, þar sem 40 bestu nautkálfarnir verða fengnir á stöð til sæðistöku og 100 bestu kvígukálfarnir til fósturvísaflutninga. Undan þessum kvígum verði síðan teknir um 1.000 nautkálfar og arfgerð þeirra greind. Úr þessum hópi, og þeim 40 nautkálfum sem áður eru taldir, verða síðan valin um 50 úrvals naut sem bændum standi til boða hverju sinni. Það er því ljóst að aukinn úrvalsstyrkur á móðurhliðinni sem erfðamengisúrval og fósturvísaflutningarnir gera mögulegt, mun auka erfðaframfarir verulega á komandi árum. Þegar litið er til áranna 2000-2012, þegar hefðbundnar afkvæmaprófanir voru ástundaðar, voru árlegar erfðaframfarir í NRF stofninum 1,33 kynbótastig (hafi stofnmeðaltal verið 100 á ári eitt, var það komið í 101,33 á ári tvö, 102,66 á ári þrjú o.s.frv.). Á tímabilinu 2012-2016, þegar verið var að innleiða erfðamengisúrval, eru framfarirnar 2,25 stig á ári (69% aukning) og frá 2016 virðist árleg erfðaframför vera 2,83 stig sem er aukning um 113% frá því sem áður var. Það er því ekki að ástæðulausu sem talað er um byltingu í þessum efnum. Susanne Eriksson hjá Sænska landbúnaðarháskólanum SLU var með áhugavert erindi um það sem kalla má erfðabætur (e. genome editing), þar sem bútum af DNA er skotið inn í erfðamengið. Með þeim hætti megi t.d. „laga“ erfðagalla, hafa áhrif á næringargildi afurða o.s.frv. Ekki liggur fyrir endanleg skilgreining á því hvort þessi tækni flokkist sem erfðabreyting (e. genetically modified organism), sem er umdeilt fyrirbæri. Það sem helst mælir gegn þeirri skilgreiningu er að þessi aðferð er aðeins notuð við að flytja erfðavísa innan sömu tegundar og hana er aðeins hægt að nota á eiginleika sem stjórnast af einföldum erfðum. Dæmi um notagildið væri að gera hyrnda kúastofna kollótta með því að skjóta inn viðeigandi erfðavísi. Ræktunarmarkmið næsta áratug Gert Pedersen Aamand hjá Norræna kynbótamatinu (Nordisk Avlsværdi Vurdering) fór í erindi sínu yfir horfur á þróun ræktunarmarkmiða í Norrænu kúastofnunum á næsta áratug en endurskoðaðar ræktunaráherslur taka gildi í nóvember n.k. Í þeim er m.a. gengið út frá að endurnýjunarhlutfall kúastofnanna fari lækkandi á komandi árum; hlutfallið fari úr tæplega 40% niður í rúmlega 30%. Það þýðir að ending kúnna mun aukast um tæplega hálft ár. Notkun á kyngreindu sæði og blendingsrækt með holdanautum mun aukast. Aukin eftirspurn eftir fitu er talin varanleg og mun vægi fitunnar því aukast á kostnað próteinsins. Fóðurnýting er eiginleiki sem verið er að rannsaka um allan heim, enda eftir miklu að slægjast; fóður er yfirleitt á bilinu 80-90% af breytilegum kostnaði í mjólkurframleiðslu. Fóðurnýting hefur einnig afgerandi áhrif á landrýmið sem mjólkurframleiðsla krefst. Rannsóknir á fóðurnýtingu eru hins vegar mjög dýrar enn sem komið er, þó er gert ráð fyrir að þessi eiginleiki verði smám saman tekinn inn í ræktunaráherslurnar. Gengið er út frá að arfgerð verði greind hjá nánast öllum kvígukálfum og slíkar greiningar muni enn lækka í verði á komandi árum. Nú er mögulegt að greina arfgerð fósturvísa, þó kostnaður og aukin afföll séu enn takmarkandi þættir. Slíkt ræktunarstarf vekur einnig siðferðilegar spurningar. Vinátta og samvera Samkomur á borð við þessa ráðstefnu bjóða ekki aðeins upp á mikinn fróðleik, félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur. Þar gefst tækifæri til að kynnast bændum í nálægum löndum og fá innsýn inn í þeirra viðfangsefni og áskoranir. Í hópnum er einnig að finna framúrskarandi vísindafólk, forsvarsmenn afurðastöðva, kynbótafélaga og annarra fyrirtækja og samtaka bænda sem gott er að kynnast og geta leitað til. Næsta ráðstefna NÖK verður haldin á Selfossi 26.–29. júlí 2020. /BHB Spinder fjósainnréttingar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga að nánast öllum þörfum nútímafjósa. Við afgreiðum stíur, jötugrindur og milligerði í mörgum stærðum og gerðum og í flestum tilfellum er afgreiðslutíminn stuttur og varan flutt heim í hlað. Hafðu samband: bondi@byko.is INNRÉTTINGAR byko.is Á FAGLEGUM NÓTUM Hitafundur í Rättvik Hluti NÖK-fara, ásamt mökum, á sólríku sumarkvöldi í Stokkhólmi. Byggakur í nágrenni Uppsala í Svíþjóð 25. júlí 2018. Mjög lágvaxið, þurrka vikurnar á undan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.