Bændablaðið - 20.09.2018, Side 48

Bændablaðið - 20.09.2018, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201848 LESENDABÁS Byggðamál: 100 milljarðar í almennar aðgerðir á ári í 5 ár munu gjörbreyta Íslandi! Okkar góða land þarf nýjar uppfærslur í byggðamálum. Gamla byggðastefnan, hver sem hún var, er löngu gengin sér til húðar. Út af fyrir sig ber ekki að vanþakka það sem gert hefur verið á liðnum árum til endurreisnar. Menn voru í góðri trú eins og oftast þegar ákvarðanir eru teknar. En nú hafa menn aðra sýn. Endalausar smáskammtalækningar eru vonlausar þegar á heildina er litið. Þær eru meira og minna atkvæðaveiðar á röngum forsendum. En hvað á að koma í staðinn? Við sveitamennirnir gerumst svo djarfir að benda á að stjórnvöld þurfa að standa að nokkrum stórtækum, almennum aðgerðum fyrir byggðir landsins nú þegar. Ef þau bera gæfu til þess, mun flest annað koma sjálfkrafa í kjölfarið. Gömlu góðu frumatvinnuvegirnir, sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hvers konar ásamt ferðaþjónustu verða áfram kjölfestan. Atvinnumál eru undirstaða alls mannlífs í landinu. En það er lífsnauðsyn fyrir þjóðina að hún líti á Ísland sem eina heild. Ef við höldum jafnvæginu í byggðinni með almennum aðgerðum, þurfa stjórnvöld ekkert að skipta sér af hvar fólkið vill búa. Nokkur dæmi um bráðnauð s- ynlegar, almennar aðgerðir, sem þola enga bið: 1. Samgöngur á landi. Heilsárssamgöngur á landi eru grundvallaratriði fyrir allar byggðir landsins. Allir ættu að komast akandi þangað sem þeir vilja fara ef veður leyfir, hvenær sem er. Það myndi gjörbreyta flestu hér á landi. 2. Öruggt rafmagn. Allir íbúar landsins geti stólað á rafmagn allan sólarhringinn árið um kring. Nýta þær vatnsvirkjanir sem fyrir eru eins vel og kostur er og reisa nýjar þar sem algjör nauðsyn krefur. Styrkja dreifikerfi raforku þar sem þörf er á. Allt samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd‘s í umgengni við náttúruna og Náttúrulistasalinn Ísland. Langtímamarkmið að allar raflínur fari í jörð. 3. Heilbrigðisþjónusta sem dugar. Allir geti fengið lækningu og fyrirbyggjandi heilsueftirlit í heimabyggð sé þess kostur. Hver einasti landsmaður hafi sinn heimilislækni líkt og var áður. Allir hafi beinan persónulegan aðgang að sínum lækni. Það mun koma í veg fyrir mörg mistök og þjáningar og spara heilbrigðisþjónustunni ómældar upphæðir sem hægt er að nota annars staðar í því kerfi. Um það var talað fyrir nokkrum árum, að virkt og rétt stillt heimilislæknakerfi geti sinnt 95 prósent þess vanda sem leitað er með til heilsugæslu. Spara þannig heilbrigðiskerfinu í heild umtalsverðar fjárhæðir. Er þetta ekki ennþá grunnurinn? Eða eigum við að horfa endalaust upp á að menn verði úti á hverjum degi í okkar góða heilbrigðiskerfi? „Greiður aðgangur að heimilislækni, þekking á sjúklingi og fjölskyldu hans, ásamt trausti og samfellu í meðferð, er það mikilvægasta í þjónustu heilsugæslunnar og skiptir höfuðmáli. Slíkt verklag sparar mikla fjármuni.“ Svo skrifaði Halldór Jónsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, í Læknablaðinu fyrir nokkrum árum. Vituð ér enn eða hvat? 4. Örugg nettenging um land allt. Menn geti unnið við tölvuna sína hvar sem er og hvenær sem er á mesta mögulega hraða. Ljúka verkinu strax! Hvar á að taka peningana? Ríkissjóður gefi út 50–75 milljarða skuldabréf á ári næstu fimm ár með sæmilegum vöxtum. Verkefni fyrir lífeyrissjóði og aðra sem hafa mikið fé undir höndum. Lánið endurgreiðist með sköttum sem lagðir eru á umferðina næstu 40 ár. Og því ekki happdrættisskuldabréf líka fyrir almenning? Vegtollar lagðir á þar sem nauðsyn krefur. Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur. Raunhæft verð, varlega áætlað, 130–140 milljarðar. Alls 500 milljarðar í 5 ár, sem komi til viðbótar núverandi framlögum. Kannski stór upphæð, en hvað kosta allar hótelbyggingarnar á ári? Niðurlag: Þegar þetta er allt komið í kring innan örfárra ára, getur landsstjórnin minnkað stórlega allt byggðavesen. Landsins þegnar velji sér búsetu þar sem þeim þóknast. Sveitarstjórnir verði raunverulega gerðar ábyrgar fyrir sem flestum málum, hver á sínu svæði. Fjárveitingar til þeirra verður þá að stór-auka. Ríkið dragi saman seglin þar á móti og fækki starfsmönnum verulega. Margar ríkisstofnanir lagðar niður, eða sameinaðar. Punktur og basta! Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur Ingvarsson, Bjarni G. Einarsson Heilsárssamgöngur á landi eru grundvallaratriði fyrir allar byggðir landsins. Unnin hefur verið skýrsla um veðurfar á Suðurlandi frá árinu 2008 til 2017 af Veðurstofu Íslands fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Skýrslan byggir á mæl- ingum úr 16 sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum á Suðurlandi, auk upplýsinga frá þremur mönnuðum veðurathugunarstöðvum. Um margt áhugaverðar upplýsingar er að ræða, þar sem gögn þessi hafa ekki verið tekin saman áður fyrir landshlutann og birt með viðlíka hætti. Samantektin gefur innsýn inn í ólíkt veðurfar einstakra svæða innan landshlutans og veðurfar almennt á Suðurlandi síðastliðin 10 ár. Landshlutinn Suðurland eins og hann er skilgreindur í dag nær frá Hellisheiði í vestri að Lóni í austri. Að jafnaði milt veður Í útdrætti skýrslunnar um veðurfar á Suðurlandi segir: „Að jafnaði er veður milt á sunnanverðu landinu. Vetur eru mildir við sjávarsíðuna en lengra inni í landi getur orðið talsvert frost í vetrarstillum. Svæðið er það úrkomumesta á landinu, einkum austan til. Lægðir koma að öllu jöfnu inn á landið úr suðri og bera hlýtt og rakt loft norður eftir. Úrkomusamast er áveðurs við há fjöll og mest er úrkoman sunnan í Vatnajökli og Mýrdalsjökli.“ Gríðarleg úrkoma á Kvískerjum Sérstaða einstakra svæða kemur berlega í ljós í ýmsum tölum skýrslunnar. Helst birtist sérstaðan líklega í úrkomutölum. Einkum sker veðurathugunarstöð í Kvískerjum sig úr í samanburði við önnur svæði. Meðaltalársúrkoma mældist þar 3.500 mm en um 1.000 til 1.400 mm annars staðar í landshlutanum. Um er að ræða úrkomumesta svæði landsins samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Upplýsingar í skýrslunni taka til þátta eins og ríkjandi vindátta, árstíðarsveiflna í hita, vindhraða og úrkomu. Mannaðar veðurathugunarstöðvar gefa síðan að auki upplýsingar um úrkomuáttir og veðurtegundir á takmörkuðu skyggni. Skýrslan var unnin af Veðurstofu Íslands fyrir SASS og er í reynd aukaafurð verkefnis um greiningu á veðurfarslegum skilyrðum fyrir alþjóðaflugvöll á Suðurlandi, sem er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS. Næsti áfangi þess verkefnis er að leggja mat á hvaða svæði innan landshlutans uppfylla veðurfarsleg skilyrði fyrir uppbyggingu alþjóðaflugvallar. Ákveðið var að þess gögn yrðu tekin saman í skýrslu sem yrði öllum aðgengileg. Skýrsluna má finna á heimasíðu SASS (sass. is) en samantekt fyrir hverja veðurstöð fyrir sig má einnig nálgast á Kortavef Suðurlands (sass.is/kortavefur). Höfundar skýrslunnar eru Guðrún Nína Petersen, Kristín Björg Ólafsdóttir og Þóranna Pálsdóttir hjá Veðurstofu Íslands. Nánari upplýsingar veitir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri Þróunarsviðs SASS. Þórður Freyr Sigurðsson, Sviðsstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Skýrsla Veðurstofu Íslands um veðurfar á Suðurlandi í 10 ár: Að jafnaði milt veður en Kvísker með sérstaklega mikla úrkomu Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Mynd / Veðurstofa Íslands. Mynd / Veðurstofa Íslands.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.