Bændablaðið - 20.09.2018, Side 55

Bændablaðið - 20.09.2018, Side 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 55 Varla kemur sá dagur að ekki er talað um lélegt vegakerfi um allt land. Háværust er þessi umræða á tímabilinu febrúar, mars þegar frost er að fara úr jörðu og undan malbikinu og frostskemmdar götur höfuðborgarsvæðisins verða að ótal holum sem höggva dekk, brjóta felgur, gorma og fjöðrunarbúnað undan bílum. Margar af þessum skemmdum má rekja til þess að bílar eru á of stórum felgum með hjólbarða sem eru með svo lágan prófíl í dekkjunum að nánast engin fjöðrun kemur frá hjólbarða við að keyra í holur. Sökum þess að við búum við nánast ónýtt vegakerfi og að enn er um helmingur vegakerfis Íslands malarvegir þurfum við meiri fjöðrun út úr fjöðrunarkerfi bíla en í flestum öðrum löndum. Þess vegna vil ég halda því fram að með því að minnka felgustærð undir bílum eins mikið og hægt er til að geta verið með hærri prófíl í dekkjunum til að gefa meiri fjöðrun þegar kemur að holukafla ársins og þegar ekið er á malarvegum. Bílasalar ættu að skoða betur hvert bílar eru að fara og í hvað á að nota þá Margir bílasalar og bílasölur leggja sig fram við að selja mönnum aukafelgur undir bæði nýja og notaða bíla. Í nánast öllum tilfellum er verið að bjóða stærri felgur sem óneitanlega gera útlit bíla flottari, en í sumum tilfellum er hreinlega verið að eyðileggja aksturseiginleika bíla með þessu. Þetta hef ég rekið mig á í nokkur skipti þegar ég hef verið að prófa nýja bíla og þessu til staðfestingar get ég nefnt nokkra bíla sem ég hef eftir prófun ekið á minni felgum. Best þekki ég tvo af mínum eigin bílum sem ég minnkaði felgurnar á vetrardekkjunum, SsangYong Korando úr 17 tommu álfelgum í 16 og VW UP úr 15 tommu álfelgum í 14 tommu stálfelgur. Á vetrardekkjunum eru báðir bílarnir mikið mýkri í akstri vegna meira gúmmís sem gefur auka fjöðrun í holum og klakahröngli. Sérstaklega finnur maður muninn á VW UP bílnum frá álfelgunum í stálfelgurnar sem fjaðra mun betur. Að prófa nýjan bíl fyrir landsbyggðarblað vilja lesendur lesa það sem hentar þeim Í þrígang hef ég prófað bíl sem ég bað um frá umboði með nokkrum fyrirvara. Fyrirvarinn var notaður til að stækka felgur og setja grófari dekk undir bílinn í öll skiptin sem gerði bara eitt. Bíllinn kom skelfilega út í malarakstri og fékk falleinkunn hjá mér í mínum dómi, en ég neita því ekki að þetta kemur flott út á mynd. Of stórar felgur er eyðilegging á aksturseiginleikum Fyrst var þetta VW Amorak sem í huga var prófaður sem vinnubíll og átti að geta keyrt við ýmsar aðstæður. Á möl var prufubíllinn á 18 tommu felgunum næstum ókeyrandi, en nokkrum dögum seinna var ég í landgræðsluferð í Hekluskógum á eins bíl á 16 tommu dekkjum og það var allt annað líf. Jepplingur sem ég prófaði fyrir nokkrum árum og var á 16 tommu felgum og dekkjum á hraðametið sem er 55 km hraði í einni malarbeygju sem ég nota oft til að skoða hvenær skriðvörnin færi á. Seinna þegar ný og uppfærð útgáfa kom af bílnum var þessi sami bíll að setja skriðvörnina í beygjunni á undir 50 km hraða þegar hann var kominn á 19 tommu felgur. Síðasti bíll sem ég prófaði er sagður í boði með 15, 16 og 17 tommu felgum í sölubæklingi og hvergi minnst á 18 tommu felgur. Ég sneri við á malarveginum, þetta var ekki boðlegt á möl og ég ætlaði ekki að fara að eyðileggja þessar flottu 18 tommu felgur og nýju dekk sem undir honum voru. Það er alltaf spurning hvað á að nota ökutækið í og hvað notandinn vill fá fram í sínu tæki, ég skrifa mína pistla eins og mér finnst að hlutirnir eigi að vera. Lesendur Bændablaðsins búa fæstir í 101 Reykjavík, en þekkja flestir vel malarvegi og þennan hóp lesenda tel ég mig vera að þjónusta. Ég tek það fram að þetta eru mínar skoðanir skrifaðar út frá reynslu manns sem hefur unnið við sölu og viðgerðir á dekkjum og felgum í yfir 10 ár. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is TIPL RÓTA FÍKNI-EFNI HALD SNJÁLDUR YFIRRÁÐ BLÓMI HÖFUÐ- FAT SLAGA HANDA SKYLDI HÆKKAR HVÍLD Í VAFA STARF ÓSKIPTAN EINRÆKTA TEYMA Í RÖÐ HÆÐFLYSJA RÁÐGERA KEYRA SJÁVAR- SPENDÝR ÓBEIT DRÓS FJÚK MÁLMUR GÆLU- NAFN MILDA TIL SMÁ- MJAKA DRYKKUR HLJÓM LIÐORMUR ANDI TIGNA RÆNU- LEYSI MIKILL FLAGA ÓSOÐINN SÆ HÆLSIN LYKT SÁLDRADANSARI ÓLÆTI SKYLDA NARSL EINING FLJÓT- FÆRNI FJALLSNÖF RJÚKA ERGJA KOMAST ANNRÍKI EKKI ÞEI SKIPÍ RÖÐ STORKUN HAF MJÖÐUR PÍLA ÓVILJANDI ÁNA SLYNGUR KORR NÁLEGA HJÖR SVELGUR 92 RÁÐAGERÐ VOÐ GRAS KRAFTUR DÚTLA ÍSHROÐI ÓLÆTI SRÍKI Á D Í A R A B Í A ÓTRAUÐUR F Ú S VEFENGJAGEIT E F A S T LHLEMMUR O K H Y L U R AFTUR-KALLA R U N U R STAMPURKVIÐSLIT K E R B ORÐSTÍR NAFAR YFIRRÁÐEINNIG U M R Á Ð VERKFÆRI H A K I KLAKIRA GÁGISKUN LYGNA NÁ- SKYLDUR O F B O Ð DANS FRAM- KVÆMA ÁSTÆÐA I N N A SEFAST FYRIR HÖND FÓÐAGOT T R O G ÞRÁAÐGÆTA V O N A ÖRVERPIÁSAMT U R P TÍLÁT N Æ R BANDHAGGA G A R N HANGSA DULAR- BLÆR S L Ó R ANÁLÆGT F G ELDSLÆGST B Á L S LÆKKAVAGN D A L A MILDUN ÁMÆLASKÓLI I Ð N I VEGNA SNÖGG SJÓÐA S Ö K U M BERJA S L Á S BÓK- STAFUR ÁI E F F KNÚSAST MÓÐURLÍF K E L A AÐMJÖG T I L K A Ð A L L TÁKNASPRIKL R Ú N A ÁTTSAMTÖK N AREIPI U R F I S T ÓRÓI FLAT- ORMUR Ó A E G I Ð R A Ð ÁLPAST ÓBUNDINN F L L A A U N S A ÞAKBRÚN BÓK DUGNAÐUR 91 Það borgar sig að hafa minni felgur undir bílunum: Of stórar felgur eyðileggja aksturseiginleika á slæmum vegum og geta valdið miklu tjóni Svona dekk á álfelgu gefur ekki mikla fjöðrun á malarvegi eða í malbiks- skemmdri götu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.