Bændablaðið - 20.09.2018, Page 56

Bændablaðið - 20.09.2018, Page 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201856 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir stýra hinu stóra kúabúi á Flatey á Mýrum. Þeim gafst kostur á því að taka við því sumarið 2016 og tóku svo formlega við því 1. október 2016. Býli: Flatey. Staðsett í sveit: Mýrum í Hornafirði. Ábúendur: Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og kettirnir Junior, Skoppa og Skrítla. Stærð jarðar? 2.400 hektarar. Gerð bús? Mjólkurframleiðsla. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 550 nautgripir, að jafnaði 200 mjólkandi kýr hverju sinni. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk kvölds og morgna, síðan milli mála hefðbundin bústörf, umhirða gripa, fóðrun og margvísleg tilfallandi verkefni. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar vel gengur og gripirnir hraustir. Leiðinlegast þegar allt gengur á afturfótunum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði og ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það þarf að gefa í og halda betur á spöðunum. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef menn leyfa honum að dafna og menn hafi tækifæri til að nýta gæði jarða sinna. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Erfitt að segja. Það er þó ljóst að það verður enginn ríkur á að selja vörur undir því sem kostar að framleiða þær. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf til Víking gylltur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vel eldað lambalæri og nýuppteknar kartöflur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hlýtur að vera Þegar við tókum við í október 2016. Íslenskt grænmeti og hráfæði Óeldaður matur, eða hráfæði, var fyrst þróað í Sviss af Maximilian Bircher-Benner (1867-1939), hann var undir áhrifum sem ungur maður af þýska Lebensreform- hreyfingunni sem sá siðmenningu sem spillta og komna út af leið. Hugmyndin var því að leita aftur til náttúrunnar í mataræðinu. Um hreint mataræði var að ræða og þá grænmeti – en tekið skrefi lengra og það borðað hrátt. Bent var á að aðrar dýrategundir elda ekki matinn sinn og nú er er talað um hollustu hráfæðis á þeim grunni að ensími og næringarefni haldist betur í hráefninu óeldað. En við erum nú meira, með þessari uppskrift hér, að prófa að nota íslenska haustgrænmetið á auðveldan hátt. Það má þykkja lasagna-sósur með hnetum í stað kjötmetis. Gott að vera með matvinnsluvél við höndina, til að vinna hráefnið saman. Hrátt vegan lasagna með pestó, tómötum og osti (vegan) Í réttinn eru notuð kúrbíts- lasagnablöð (í stað pasta). › 1-3 kúrbítur eða agúrkur › ½ box sneiddir hvítir sveppir kryddaðir með matskeið af tamari sojasósu Tómatsósa › 1 box kirsuberjatómatar › 7 sólþurrkaðir tómatar, lagðir í bleyti eða hálf þurrkaðir tómatar í dós › Ögn af Himalaya bleiku kristalssalti eða íslensku sjávarsalti › ½ tsk. timjan › ½ tsk. rósmarín › ½ teskeið basil › 1 hvítlauksrif › 1-2 döðlur › 1 msk. eplaedik eða sítrónuedik Pestó › 1-2 búnt basilblöð › 1/2 bolli hráar valhnetur, sem búið er að láta liggja í bleyti yfir nótt › 2 rif hvítlaukur › Ögn af sítrónusafa › 2 msk. parmesanostur (ef rétturinn á að vera vegan skal nota næringarger sem fæst í heilsudeildinni í matvörubúðum) Vegan-ostur › ¼ bolli vatn › 4 matskeiðar hráar cashew hnetur, sem búið er að liggja í bleyti yfir nótt › Safi af 1 sítrónu › 2 msk. næringarger › ¼ af skarlottulauk eða lauk › 2 rif af hvítlauk › Ögn af Himalayan bleiku kristalsalti Aðferð Tómatsósa Blandið öllum innihaldsefnum í matvinnsluvél, vinnið saman þangað til sósan er slétt og fín. Þú getur haft hana líka grófhakkaða, ef þú vilt er hægt að blanda saman stutt í matvinnsluvél eða saxa í höndum. Pestó Hvítlaukurinn er settur í mat- vinnsuvél og hnetum bætt við. Þetta er unnið saman og svo restinni af hráefnunum bætt við þar til þetta er orðið slétt og mjúkt. Vegan-ostur Blandið hráefninu saman þar til það er alveg slétt. Það er best að nota kokteilhristara til að blanda þessu saman. Samsetning Taktu einn kúrbít eða agúrku (verður aðeins blautara með agúrku) og skerið í borða. Notaðu grænmetisskrælara eða skurðarhníf, til að sneiða þunnt. Hvert „lasagna-blað“ þarf 6 borða. Lagskipt kúrbíts-lasagna 3 lög þunnt skornir kúrbítsborðar í botninn á formið (látið örlítið skarast). Svo eru um 3-5 matskeiðar af pestó sett ofan á. Lag númer 2: Bætt öðrum 3 borðum af kúrbít á pestóið. Svo er bætt 3-5 matskeiðum af tómatsósunni ofan á kúrbítinn. Þunnt sneiddar sveppasneiðar, kryddaðar með smá af tamari- sojasósu og þar ofan á annað lag af tómatsósu ofan á sveppina. Síðan 3-5 matskeiðar af ostagrunninum þar ofan á. Svo 3 þunnar ræmur af kúrbít. Og það má skreyta með tómat- sneiðum og kryddjurtum. Rauðrófu- og geitaostaturn Hvað passar með rauðrófum, sem er haustgrænmeti og mætti nýta meira? Rauðrófur þola sterkt krydd eins og kúmen, kanil, pipar, papriku og ferskt krydd eins og dill, steinselju, myntu, basiliku eða kóríander. Rauðrófur bragðast líka vel með öðru rótargrænmeti, eins og gulrótum, lauk eða radísum – auk mjólkurafurða Eins og smjöri, rjóma eða jógúrt, sýrðum rjóma, gott er að kreista yfir sítrónu eða lime-safa. En frægasta bragðsamsetning – og oft er notuð fyrir sérstök tilefni – er: Rauðrófur og geitaostur › 2 stk. rauðrófur › 100 g geitaostur (við stofuhita) › 4 lauf, saxaðar kryddjurtir; salvía, kóríander eða dill › 2 msk. söxuð steinselja › salt og pipar og smá hunang › ¾ tsk. saxaðar pistasíuhnetur, til skreytingar Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður. Bakið rauðrófurnar í álpappír í klukkustund, þar til hníf er auðveldlega stungið í rófurnar. Leyfið þeim að kólna og afhýðið þær. Notið góðan hníf til að sneiða rófurnar í um ½ sentimetra þykkar sneiðar. Blandið kryddi og steinselju saman við geitaostinn. Ef fólk vill sætu er ögn af hunanginu bætt við og kryddað með pipar og salti eftir smekk. Setjið eina matskeið af geitaosti á milli laga af rófusneiðunum, til dæmis 2-3 hæðir af rauðrófu með osti á milli. Skreytið með nokkrum pistasíuhnetum ofan á og njótið með salati og grófu brauði! Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Flatey

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.