Bændablaðið - 29.11.2018, Side 14

Bændablaðið - 29.11.2018, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201814 Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna. Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi. „Þetta eru stórtíðindi í veiði- heiminum,“ sagði veiði maðurinn Gunnar Örn Petersen í samtali við Bændablaðið. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar. Þetta er það sem hefur vantað þó þetta hafi reyndar verið reynt áður, en kannski ekki í svona stórum sniðum, og verður spennandi að sjá hverning tekst til. FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is KLEFAR Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. HILLUR fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn „Það er töluvert í boði fyrir veiðimenn fyrir þessi jól, allavega tvær mjög góðar jólabækur um veiði og töluvert líka um veiði í bókinni um Gunnar í Hrútatungu,“ sagði veiðimaður sem aðeins hefur kíkt á veiðibækurnar svo veiðimenn fari ekki í jólaköttinn þetta árið. Veiðibókum hefur samt fækkað síðustu árin, en er kannski aðeins að fjölga aftur sem betur fer. Bókin „Eins og skot“ er handbók um skotveiði, hleðslu þeirra, notkun og virkni eftir Böðvar B. Þorsteinsson. Það er afbragðsbók upp á næstum 600 síður og hrein snilld. „Undir sumarhimni“ er önnur bók af veiðiskap eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hann virðist bara skrifa þykkar bækur og kjarnmiklar. Gott að koma sér í veiðigírinn fyrir næsta tímabil með því að lesa hana. Síðan er Gunnar Sæmundsson, bóndi og veiðimaður, með flotta bók og þar er töluvert um veiði og flottir fiskar í henni. Kjarngóður lestur af bökkum Hrútafjarðarár. Leiðrétting Í síðasta Bændablaði birtist þessi mynd í þættinum Hlunnindi & veiði undir textanum Vaskir veiðimenn á rjúpu fyrir skömmu fyrir norðan. Þar láðist að geta höfundar myndarinnar. Hann heitir Hörður Jónsson og er sjálfur rjúpnaskytta með meiru. Er Hörður beðinn velvirðingar á þessum mistökum. María Gunnarsdóttir á Bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni. Mynd / G.Bender Margir fengið vel í soðið á rjúpunni „Ég held að margir hafi fengið vel í soðið, allavega hefur maður heyrt það, þrátt fyrir rysjótt veðurfar,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson, Vesturröst, er rjúpnaveiðar bar á góma fyrir skömmu. „Við fórum á Holtavörðu heiðina og ég fékk nokkrar rjúpur í matinn. Maður veit ekki með tölur, held samt að þetta sé ekkert minni veiði en í fyrra, allavega heyrir maður það á mönnum,“ sagði Ingólfur enn fremur. Það er erfitt að segja til um tölur, veiðimenn eru margir óhressir og vilja breytt fyrirkomulag á veiðiskapnum, það er ekkert skrítið. Þetta fyrirkomulag hentar verulega illa og rekur menn á fjöll í hvaða veðri sem er. Það er bara alls ekki gott. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Mýrarkvísl gaf 1.262 urriða Lokatölur í Mýrarkvísl 2018 voru 83 laxar og 1.262 urriðar. Við tókum tal af Matthíasi Hákonarsyni leigutaka til að spyrja aðeins nánar út í veiðina. „Jú, laxveiðin í sumar var langt frá því sem Mýrarkvíslin getur gefið, við erum að tala um á sem fór hæst í tæpa 500 laxa. Þessi veiði fylgir hins vegar bara því sem hefur verið að gerast á Norðurlandinu en það vantaði smálaxagöngur í sumar. Áin var hins vegar í mjög góðu vatni í allt sumar og hjálpaði það, þrátt fyrir að göngur hafi ekki verið mjög kröftugar. Einnig höfum við verið að hjálpa ánni með því að laga merkta veiðistaði sem voru hættir að gefa og hafði það mjög góð áhrif á veiðina og tryggði okkur dreifðari veiði en oft áður. Það var sérstaklega gaman að skoða veiðitölur og sjá skráða veiði á stöðum sem hafa ekki gefið veiði síðustu 10 ár. Veiðin yfir sumarið var frekar mikið kropp en svo komu svaka skot í seinni helmingi ágúst og september sem lyftu tölunum í lokin. Það góða við Mýrarkvíslina er að það er svo mikil urriðaveiði að veiðimenn geta leikið sér með þurrflugu ef laxveiðin er strembin en að sama skapi þegar menn einbeita sér að urriðaveiði með þurrflugu veiðast ekki margir laxar á meðan,“ sagði Matthías enn fremur. Stofnun Íslensku fluguveiðiakademíunnar Alsæll með veiðitúrinn Það hafa margir farið skemmti- legar veiðiferðir í sumar og veitt vel. Veiðin í Elliðaánum var góð og það veiddust 960 laxar þetta sumarið, sem verður að teljast gott. Hann Óskar Páll fór í veiðitúr með vini sínum í Elliðaárnar um mitt sumar. Laxinn var að sýna sig á flestöllum stöðum í ánni og voru þeir því mjög vongóðir að setja í. Þessi tók túpuna Kolskegg um miðjan dag og það reyndist eini lax dagsins. Drengurinn var alsæll og dásamlegt að sjá veiðibakteríuna grassera meira við hverja ferð. Stefnan er tekin á silung og jafnvel sjóbleikju á komandi sumri og eftirvæntingin mikil. Fjör við Elliðaárnar fyrr í sumar en árnar gáfu 960 laxa þetta sumarið. Einar Geir með vænan lax. Það er gott að lesa góða veiðibók til að fá fróðleik fyrir næsta veiðitímabil. Mynd / María Gunnardóttir Mynd / Matti

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.