Bændablaðið - 29.11.2018, Page 27

Bændablaðið - 29.11.2018, Page 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2018 27 IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is kr. 9.300,- Blátt fóður Tveir hliðarvasar með rennilásum Vindhlíf á bak við rennilás Stroff á ermum Innri vasi með rennilás Innri vasi með smellu fyrir litla spjaldtölvu Flís á innanverðum kraga Teygja í mitti Efni: 100% pólýamíð Litir: Svartur Stærðir: XS-5XL 2 lita jakki Burðapoki fyrir jakka Hágæða kaffi í kaupbæti 106000 - Vatteraður jakki + Hágæða vatteraður jakki kr. 9.900,- Verð með sendingakostnaði ilbb . s obcFa e ok Deildarmót Austurlandsdeildar SFÍ var haldið að Ytra-Lóni á Langanesi sunnudaginn 4. nóvember 2018. Brautin á Ytra- Lóni liggur niðri við sjó sem gerir mótsvæðið svolítið sérstakt og feikna fallegt. Sjávarlyktin fyllir vitin og öldurnar syngja og dansa í fjörunni. Svolítil snjódula lá yfir svæðinu en ekkert sem þátttakendur létu stoppa sig þó hún hafi mögulega tafið aðeins fyrir kindunum á köflum. Alls tóku ellefu hundar þátt og Gunnar Einarsson frá Daðastöðum sá um dómgæslu. Á Ytra-Lóni var boðið upp á dýrindis veitingar. Súpa fyrir keppni og hlaðborð með alls kyns gómsætu kaffibrauði eftir mót. Eins og alltaf þá verða svona mót ekki til af sjálfu sér. Það þarf undirbúning, aðstöðu og kindur, aðstoðarfólk til að sjá um sleppingar, dómara og svo auðvitað keppendur. Svona mót eru kærkominn vettvangur fyrir okkur sem höfum áhuga á að áfram séu góðir smalahundar ræktaðir á Íslandi til að koma saman. Bæði til að sjá hvaða hundar eru til á landinu og hvernig þeir vinna, en ekki síður til að sjá hvert annað. Við sem vorum þarna komin saman ræddum um að gaman væri að reyna að hittast aftur í vetur við eitthvert annað tilefni. Austurlandsdeildin þakkar öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir sitt framlag. Þess má geta að þetta er fyrsta mótið í „mótaröð“ Austurlandsdeildarinnar, en annað mót er fyrirhugað á Eyrarlandi helgina 10.–11. nóvember. Úrslit í unghundaflokki (100 stiga keppni) 1. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum - 74 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum) 2. Sverrir Möller og Garri frá Auðólfsstöðum - 64 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum) 3. Einar Atli Helgason og Kría frá Snartarstöðum - 34 stig/ Hætti keppni (M: Skoppa frá Sauðanesi - F: Strumpur frá Snartarstöðum) A-FLOKKUR (110 stiga keppni) 1. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum - 86 stig (M: Skotta frá Daðastöðum - F: Dan frá Skotlandi) 2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum - 84 stig (M: Kría frá Daðastöðum - F: Brúsi frá Brautartungu) 3. Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum - 81 stig (M: Sara frá Sigtúnum - F: Snati frá Móskógum) /AJH SMALAHUNDAR Deildarmót Austurlandsdeildar SFI Ytra-Lóni: Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum sigruðu í A-flokki Kolur frá Húsatóftum. Mynd / Eva Frischling - Rookie Photography Deildarmót Austurlandsdeildar SFÍ Eyrarlandi: Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi sigruðu í A-flokki Síðara haustmót Austurlands- deildar SFÍ var haldið að Eyrarlandi 11. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lengst af ferðast í grenjandi rigningu og svartaþoku voru farnar að renna tvær grímur á þá keppendur sem komu að. Það var þó ekki ástæða til að örvænta því þegar sá í Eyrarland létti til og fór mótið fram við góðar aðstæður þótt þokan hafi aðeins reynt að stríða þátttakendum á köflum. Á Eyrarlandi var öll umgjörð til fyrirmyndar eins og fyrri daginn og valinn maður í hverju rúmi. Þar var gott brautarstæði með ágætri yfirsýn og kindurnar þjálar. Aðeins sog frá útihúsum en kindurnar voru sanngjarnar og gáfu áreynslulítið eftir þegar hundarnir sneru þeim. Vegleg verðlaun voru í boði en Jötunn Egilsstöðum og Landstólpi Egilsstöðum styrktu deildina með verðlaunum í formi hundafóðurs. Alls tóku níu hundar þátt og hundar í A-flokki fengu tvö rennsli hver og gilti betra rennslið til úrslita. Dómari var Agnar Ólafsson frá Tjörn. Deildin þakkar öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir. Reglulega gaman að það hafi verið hægt að koma á tveimur deildarmótum þetta árið. Menn og hundar reynslunni ríkari. Vonandi ávísun á það sem koma skal. Úrslit í unghundaflokki (100 stiga keppni) 1. Sverrir Möller og Garri frá Auðólfsstöðum – 63 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum) 2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum – 61 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum) 3. Sigurður Max Jónsson og Tása frá Ósi, ógilt (M: Káta frá Ósi – F: Snati frá Eyrarlandi) 4. A-FLOKKUR (110 stiga keppni) 1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi - 95 stig (M: Lýsa frá Hafnarfirði – F: Prins frá Daðastöðum) 2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum - 82 stig (M: Kría frá Daðastöðum – F: Brúsi frá Brautartungu) 3. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum - 79 stig (M: Skotta frá Daðastöðum – F: Dan frá Skotlandi) /AJH Keppt í þoku við Eyrarland 11. nóvember. Mynd / Aðalsteinn J Halldórsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.