Bændablaðið - 29.11.2018, Qupperneq 34

Bændablaðið - 29.11.2018, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201834 Ítalska fyrirtækið Goldoni hefur framleitt tæki til landbúnaðar í tæp hundrað ár. Lengst af hefur það sérhæft sig í jarðtæturum og minni dráttarvélum en fyrir nokkrum árum hóf það framleiðslu á alvöru traktorum. Árið 1926 stofnaði ítalski verkfræðingurinn Celestino Goldoni ásamt fjölskyldu sinni Goldoni Agricultural Machinery í gamalli hlöðu í Capri- héraði í Norðvestur-Ítalíu. Fyrirtækið er enn í dag með höfuðstöðvar sínar í héraðinu. Í fyrstu framleiddi fyrirtækið pumpur sem notaðar voru til að að dæla vökvunarvatni út á akra og vínekrur. Smá saman jók fyrirtækið við framleiðslu sína og við bættust ýmis minni verkfæri til landbúnaðar. Sláttuvélar og jarðtætarar Árið 1950 setti Goldoni á markað garðsláttuvélar og minni gerð af jarðtæturum sem stýrt var með höndum og hentuðu vel milli þröngra raða á vínekrum. Sama ár gerði Goldoni samning við ítölsku bændasamtökin um sölu á jarðtæturunum og í framhaldinu seldust þeir vel vítt og breitt um landið. Sjö árum seinna kom á markað ný og endurbætt útgáfa af jarðtætaranum sem þótti skara fram úr öðrum slíkum á markaði. Viðtökurnar voru fram úr vonum og til ársins 1973 voru yfir 30.000 slíkir framleiddir. Fyrsti traktorinn Góður árangur við framleiðslu og sölu jarðtætaranna gaf fyrirtækinu byr undir báða vængi og árið 1967 setti það á markað smátraktor sem fékk heitið Export og skömmu síðar stærri týpu sem kallaðist Universal. Báðar týpur voru hugsaðar fyrir bæði innanlands- og útflutningsmarkað. Árið 1969 var gerður samningur við stjórn Kastró á Kúbu um sölu á 1.500 dráttarvélum af gerðinni GM4 og Export sem áttu að ýta undir aukna ræktun á sykurreyr í landinu. Framleiðsla Goldoni á jarðtæturum á hjólum og með ökumannssæti jókst enn árið 1978 þegar það hóf framleiðslu á Goldoni 700 og Cultivator Super 600 í Frakklandi og í Georgíu tveimur árum síðar. Áframhaldandi velgengni Níundi áratugurinn var fyrirtækinu góður og fór framleiðsla þess fram í 90 þúsund fermetra verksmiðju þar sem rúmlega 500 starfsmenn settu saman um 30 þúsund vélar á ári. Næsta skref í framleiðslunni var 1982 þegar Goldoni setti á markað netta dráttarvél sem fékk heitið Compact fyrir vínekrueigendur. Tveimur árum seinna veittu stjórnvöld í Kína fyrirtækinu leyfi til framleiðslu og sölu á fjórum gerðum traktora, Transporter, Goldoni 800", Universal og RS 900 þar í landi. Árið 1990 tók Goldoni yfir fyrirtækið ITMA sem sérhæfði sig í framleiðslu á litlum beltadráttarvélum. Ný deild Snemma á þessari öld setti Goldoni á laggirnar nýja deild innan fyrirtækisins sem skyldi kanna og leggja áherslu á hönnun og framleiðslu stærri dráttarvéla. Vélarnar eru þegar komnar á markað en reynsla af þeim takmörkuð enn sem komið er. Af útliti þeirra að dæma eru dráttarvélarnar hinar glæsilegustu og vonandi að gæði þeirra séu það einnig. /VH UTAN ÚR HEIMI Breskir bændur óttast aðför veganfólks að kjötframleiðslu í Bretlandi: Krafist 14 og 79% skatts á rautt kjöt og unnar kjötvörur – Krafan sögð byggð á rannsókn Oxford-háskóla Breskir bændur hafna alfarið hugmyndum veganfólks um að 14% skattur verði lagður á rautt kjöt og 79% skattur á unnar kjötvörur af heilsufarsástæðum. Er þetta talin enn ein birtingarmynd þess að öfgasinnar í röðum veganfólks vilji þvinga sínar neysluvenjur upp á alla aðra. Fram kemur í frétt Farmers Weekly að fullyrt sé í rannsókn Oxford-háskóla að hægt sé að spara 6.000 mannslíf í Bretlandi með því að draga úr neyslu á rauðu kjöti með 14% skattlagningu og 79% skattlagningu á unnar kjötvörur. Rannsókninni var stýrt af Marco Springmann sem starfar við svonefnt Oxford Martin- verkefni um framtíð matvæla hjá Nuffield-deild Population Health hjá Oxford-háskóla. Springmann segir að heilsulöggjöf í þessa veru myndu senda öflug skilaboð til neytenda og létti um leið álagi á heilbrigðisstofnunum og náttúrunni. Hann bætti þó við að enginn vildi að yfirvöld skikkuðu fólk um hvað það mætti og mætti ekki borða. „Hins vegar sýna okkar niðurstöður það skýrt að neysla á rauðu og unnu kjöti hefur kostnað í för með sér. Ekki bara fyrir heilsu fólks á jörðinni, heldur einnig fyrir heilbrigðiskerfið og efnahagslífið.“ Vaxandi þrýstingur hefur verið á að fólk dragi úr neyslu á kjötvörum. Veggspjöld hafa m.a. verið sett upp á undanförnum vikum á neðanjarðarbrautarstöðvum í London af baráttuhópi fólks sem hefur skilgreint nóvembermánuð sem veganmánuð. Getur haft alvarlegri áhrif á breskan landbúnað en Brexit Á landbúnaðarráðstefnunni Northern Farming, sem haldin var í Hexam í byrjun nóvember, sagði landbúnaðarhagfræðingurinn Alan Buckwell að breyttar neysluvenjur gætu jafnvel haft alvarlegri áhrif á breskan landbúnað en Brexit og útganga Breta úr Evrópusambandinu, sér í lagi fyrir dýraeldi sem ekki væri skilgreint innan öruggs ramma. Robert Addisson, framkvæmda- stjóri Hexam and Northern Mart- uppboðshússins, við skosku landamærin, sagði að skattar myndu eyðileggja kjötframleiðsluna sem væri afar mikilvæg atvinnugrein fyrir héraðið. Hjá Northern Mart starfa 45 manns en í gegnum uppboðshúsið fara 25.000 nautgripir og 100.000 fjár á ári. Veganfólk snýr skoðunum á haus „Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Addison, „því að á sama tíma er fjöldi vísindamanna sem segir að kjötneysla sé góð fyrir heilsuna. Það virðist vera að skoðunum sé snúið á haus á fimm mínútna fresti af veganfólki sem virðist fá síaukið rými í fjölmiðlum.“ Richard Findlay, formaður NFU livestock, sagði að breskir bændur myndu halda áfram að útvega örugg og rekjanleg matvæli á góðu verði fyrir fólk sem vildi njóta heilsusamlegs og fjölbreytts mataræðis með nauðsynlegum vítamínum. /HKr. Vísindamenn gagnrýna fullyrðingar um að unnar kjötvörur hafi áhrif á krabbamein Vísindamenn gagnrýna nú mjög fréttir um að tengsl séu á milli neyslu á kjötvörum eins og beikoni, skinku og pylsum við aukna hættu á krabbameini í fólki. Samkvæmt frétt Alþjóða heil- brigðis stofnunarinnar WHO er 0,68% hætta á að 50 ára karlmenn þrói með sér blöðruhálskirtilskrabbamein á næstu 10 árum ævi sinnar. Ef þeir neyti unninna kjötvara aukist áhættan um 0,8%. Í fréttinni er leitt að því líkum að framleiðsluaðferðum eins og reykingu á kjöti og söltun geti verið um að kenna hvað varðar áhættuaukningu á krabbameini frekar en neyslu á kjöti almennt. Þá kemur einnig fram í frétt WHO að kjöt sé hugsanlega krabbameinsvaldandi, en mjög takmarkaðar sannanir bentu til þess að það væri rétt. Fréttin er byggð á ráðleggingum frá Alþjóðamiðstöð krabbameinsrannsókna hjá WHO. Rangt að setja kjöt í sama áhættuflokk og tóbak Ian Johnson, prófessor hjá Matvæla- rannsóknarstofnuninni í Norfolk, segir það beinlínis vera rangt að setja rautt kjöt á sama lista og krabbameinsvaldandi efni eins og tóbak og vín. „Það er sannarlega mjög óviðeigandi að fullyrða að afleiðingar af neyslu á beikoni og skinku á þarmakrabbamein sé sambærileg við áhættuna af reykingum.“ Reykingar eru sagðar valda um 800.000 dauðsföllum á ári, en WHO hefur fullyrt að 34.000 dauðsföll megi rekja til neyslu á unnum kjötvörum. „Jafnvel þótt faraldsfræðilegar rannsóknir sýndu fram á tengingu milli neyslu á unnum kjötvörum og ristilkrabbameini, þá eru áhrifin tiltölulega lítil og rannsóknir illa rökstuddar,“ segir Johnson prófessor. Vítin til að varast Í þessu samhengi minnast menn áratugalangra lýðheilsuráðlegginga FAO og WHO um að neysla á dýrafitu væri stórhættuleg. Slíkt mátti m.a. sjá í ráðleggingum lækna um allan heim og þar á meðal landlæknisembættisins á Íslandi um áratuga skeið. Síðar kom svo í ljós að bandaríski lífeðlisfræðingurinn Ancel Benjamin Keys, sem fékk þessi lýðheilsumarkmið samþykkt og viðurkennd á sjötta áratug síðustu aldar (1953), hafði vísvitandi rangt við í sínum rannsóknum. Þetta gerði hann samkvæmt svonefndri „Sjö landa rannsókn“ [Seven Countries Study] sem upphaflega átti að vera í 22 löndum en enduðu í afar takmörkuðuðum gögnum sem hann mat- reiddi að eigin g e ð þ ó t t a . Reyndar var talað um hreinar blekk ingar í því sambandi sem byggðar hafi verið á upplognum rannsóknum. Sam- kvæmt þeim áttu að vera bein tengsl á milli neyslu á dýrafitu og myndun h j a r t a s j ú k d ó m a . Við þessu gleyptu heilbrigðistyfirvöld um allan heim sem hinum eina rétta sannleika og komst hann meira að segja á forsíðu Time árið 1961 fyrir „afrekið“. Samt hafði verið bent á það af Yerushalmey og J. Hilleboe strax árið 1957 að niðurstöður Keys væru mjög vafasamar. Talið er að þessar ráleggingar Keys hafi leitt til ofnotkunar á sykri og óhóflegu magni kolvetnis sem orsakað hafi offitu og ótölulegan fjölda ótímabærra dauðsfalla. Nú styðst landlæknisembættið á Íslandi við norrænar rannsóknir sem kynntar voru 2013 og Bandaríkjamenn tóku upp svipaðar ráðleggingar árið 2015. /HKr. Vaxandi þrýstingur og áróður hefur verið í gangi í Bretlandi frá veganfólki um að allur almenningur dragi úr neyslu á kjötvörum. Goðsagnapersónan og lífeðlisfræð ingur- inn Ancel Benjamin Keys, sem plataði um allan heim til að samþykkja lýðheilsumarkmið um að útiloka bæri dýrafitu úr fæðu manna vegna hættu á hjartaáföllum. Hans rannsóknir reynd- ust áratugum síðar byggðar á hreinum blekkingum, en hann komst samt á forsíðu Times árið 1961 fyrir þessa „snilli“ sína. Goldoni – ítalskir smá- traktorar sem urðu stórir

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.