Bændablaðið - 29.11.2018, Qupperneq 42

Bændablaðið - 29.11.2018, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201842 Landbúnaðarsýningin EuroTier, sem haldin er annað hvert ár í bænum Hannover í Þýskalandi, var haldin um miðjan nóvember og að vanda var þar margt áhugavert að sjá fyrir bændur og þjónustuaðila þeirra. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar horft er til nautgriparæktar, en sýningin er einnig með þeim stærri innan alifugla- og svínaræktar. Alls voru 2.597 aðilar frá 62 löndum með sýningarbása á sýningunni að þessu sinni og alls sóttu sýninguna 155 þúsund gestir frá 62 löndum þá 4 daga sem hún stóð yfir. Stafrænn búskapur þema sýningarinnar Í ár var þema sýningarinnar nýting sjálfvirkni, nema og stafrænna gagna til þess að auðvelda bændum búskapinn, bæta velferð skepnanna og jafnframt til þess að safna upplýsingum um skepnuhaldið almennt s.s. vegna vottunar við sölu afurðanna í tengslum við kröfu um dýravelferð og sjálfbærni. Á þessu sviði hafa orðið stórstígar framfarir á örfáum árum og sér í lagi hafa mörg fyrirtæki komið með áhugaverðan búnað sem auðveldar bændum að sinna búskapnum s.s. með tilkomu skynjara og hugbúnaðar sem gefur Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Sýningarsvæði EuroTier í Hannover í Þýskalandi. EuroTier 2018: Landbúnaðartækninni fleygir fram Frumuteljarinn frá GEA vann heiðursverðlaun á EuroTier í ár en um er að ræða tæki sem getur í rauntíma talið frumur í mjólk frá hverjum júgurhluta. Urban kynnti afar áhugaverða nýjung en það var þessi hitamælir sem bæði getur lesið rafrænt eyrnamerki grips og mælt hitastig gripsins sjálfkrafa um leið. Með beintengingu við gagnagrunn er svo hægt að fá fram upplýsingar um gripinn sem er verið að mæla auk þess að mælingin skráist inn í gagnagrunninn um leið. Þá er einnig hægt að nota mælinn til þess að skrá inn upplýsingar í gagnagrunn s.s. þegar kálfur fæðist. DeLaval sýndi á sýningunni afar áhugaverða nýjung sem þeir kalla Evansa. Við fyrstu sýn virðist hér vera á ferðinni hefðbundið mjaltatæki en nýjungin felst í því að efsti hluti spenagúmmísins, þess sem tengir það við mjaltakrossinn, er nú með sérstöku hraðtengi sem bæði einfaldar skipti á spenagúmmí til muna en hönnunin hefur einnig frá kúnni og inn í mjaltakrossinn. Hin nýja hönnun er sögð auka afköst við mjaltir til muna og samkvæmt mælingum DeLaval 7% styttri tíma. mjaltaþjónatæknina heldur einnig tækni fyrir hefðbundnar mjaltir. Á stærri kúabúum erlendis, þar sem hringekjur eru oft notaðar við mjaltir, krefst vinnan við að setja spenadýfu á spena eftir mjaltir mikillar natni en þetta er um leið afar þreytandi vinna og oft er það svo að þeir sem þetta gera missa einbeitinguna enda afar einhæft verk. BouMatic Robotics kynntu á sýningunni til sögunnar þjarka sem leysir þetta verk hratt og örugglega. Það telst vart lengur til nýjunga að kynna sköfuþjarka, þ.e. þjarka sem keyra sjálfvirkt um fjós og halda rimlunum hreinum með því að skafa þá. Á EuroTier í ár voru á annan tug slíkra tækja hjá mismunandi söluaðilum en eins og e.t.v. margir vita þá vinna fyrirtæki sem selja landbúnaðartæki stundum saman og selja í raun sama hlutinn með þó mismunandi merkjum á. Afar mörg dæmi um slíkt mátti víða sjá á sýningunni eins og hér má sjá, en bæði fyrirtækin Hetwin og Fullwood sýndu þarna sköfuþjarka hvort í sínum litnum en þjarkarnir voru greinilega frá sama frumframleiðanda.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.