Bændablaðið - 29.11.2018, Side 50

Bændablaðið - 29.11.2018, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201850 MENNING&BÆKUR LESENDABÁS Af rangfærslum um orkumál Þeir sem beita sér mjög gegn innleiðingu þriðja orkupakkans hafa farið fram með staðhæfingar sem standast ekki skoðun. Hér verður vikið að nokkrum slíkum staðhæfingum og þess freistað að sýna fram á með lagarökum að þær standast ekki. Fullt tilefni er til að fjalla um fleiri staðhæfingar en hér er gert, en plássins vegna verður það ekki gert að sinni. Um innleiðingu nýrra reglna í EES-samninginn Það er nauðsynlegt að fara örfáum orðum um það ferli sem á sér stað þegar gerðir Evrópusambandsins eru teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og innleiddar í EFTA-löndunum. Á heimasíðu EFTA, undir EEA-Lex, er hægt að slá inn númer gerðar og fá upplýsingar (factsheet) um stöðu þeirrar gerðar. Til fróðleiks er hér fyrst birt yfirlit á þeirri heimasíðu yfir reglugerð 347/2013, sem er ekki hluti af þriðja orkupakkanum. Það er vægast sagt villandi málflutningur að halda því fram, fyrirvaralaust, að reglur Evrópusambandsins sem ekki eru hluti af þriðja orkupakkanum og ekki verið teknar til umræðu á vettvangi þeirrar sameiginlegu nefndar ESB og EFTA-ríkjanna sem fjallar um upptöku og aðlögun reglna í EES- samninginn öðlist gildi hérlendis ef þriðji orkupakkinn verður innleiddur. Slíkt hefur t.d. Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur gert, þegar hann segir: „Þá liggur á borðinu, að verði téður orkupakki ofan á í þinginu, þegar hann kemur þar til atkvæða, geta áhugasamir fjárfestar umsvifalaust setzt niður og farið að skrifa umsókn, reista á leiðbeiningum þar um í Evrópugerð 347/2013.“ Hvað felst í þriðja orkupakkanum? Það er rétt að staldra aðeins við ofangreinda spurningu. Svarið má finna í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017, frá 5. maí 2017. Þar eru tvær tilskipanir, fjórar reglugerðir og tvær ákvarðanir tilgreindar. Þar af ein tilskipun og ein reglugerð sem eru undanþegnar gildistöku á Íslandi (fjalla um jarðgas) auk þess sem báðar ákvarðanirnar fjalla einnig um jarðgas og eiga því ekki við um Ísland. Eftir stendur því, að þegar Alþingi fær þriðja orkupakkann til meðferðar, þá er í raun verið að fjalla um innleiðingu og aðlögun á tilskipun 2009/72 og reglugerðum 713/2009, 714/2009 og 543/2013. Til að taka af öll tvímæli. Reglugerð 347/2013 (innviðareglu- gerðin) er ekki hluti af þriðja orkupakkanum og verður ekki til umfjöllunar þegar málið kemur til meðferðar Alþingis. Ef sú reglugerð kemur einhvern tíma til kasta Alþingis, þá verður það að undangengnum samningaviðræðum milli EFTA og ESB stoða EES samningsins. Umræða um reglugerðina er af hinu góða, en það er blekking að halda því fram að hún gildi óbreytt og óinnleidd hérlendis. Missum við forræði á auðlindum okkar? Þegar staðhæft er, eða gefið í skyn, að lögfesting þriðja orkupakkans leiði til þess að við missum forræði á auðlind okkar, þá er eðlilegt að fyrstu viðbrögð séu á þann veg að vera á móti slíkri löggjöf. En er þetta rétt? Svarið er nei. Við missum ekki forræði á náttúruauðlindum okkar. Nægir hér að vísa til ákvæðis greinar 194(2) í sáttmálanum um starfshætti ESB um stöðu aðildarríkja ESB, þar sem því er slegið föstu að þó orkumál séu almennt á sameiginlegu forræði ESB og aðildarríkja þess, þá breyti það engu „um rétt aðildarríkis til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkulindir þess eru nýttar, hvaða orkugjafa það velur og almenna tilhögun orkuafhendingar, ...“. Þetta er síðan enn skýrara í tilviki Íslands sem stendur utan ESB. ACER er fyrst og fremst ráðgefandi. Hvað þýðir það? ACER, Agency for the Cooperation of Energy Regulators, var sett á laggirnar við lögfestingu þriðja orkupakkans í Evrópusambandinu. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að samræma gerðir raforkueftirlita innan sambandsins, eins og nafnið ber með sér. Að vera ráðgefandi. ACER hefur takmarkað ákvörðunarvald, en er framkvæmdastjórninni (sem getur innan ESB tekið ákvarðanir) til ráðgjafar um þau málefni sem tengjast verkefnasviði hennar. Það er í tvenns konar málum sem ACER á ákvörðunarvald samkvæmt reglugerð 713/2009, 1) um tiltekin tæknileg atriði (sjá grein 7(1)) og 2) um atriði er lúta að innviðum yfir landamæri, ef raforkueftirlit viðkomandi landa óska eftir því eða deila (sjá grein 7(7) og 8). Það voru uppi hugmyndir um víðtækara ákvörðunarvald af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, en Evrópuþingið hafnaði þeim, ekki síst með vísan til dómafordæmis Evrópudómstólsins frá 1958 í Meroni-málinu (mál ECJ 9/56). Gott dæmi til útskýringar á valdsviði ACER er niðurstaða Evrópudómstólsins í máli nr. T-63/16 sem kveðinn var upp 29. júní 2017. Þar krafðist austurríska raforkueftirlitið þess að álit ACER nr. 9/2015 frá 23. september 2015 yrði ógilt, og kærði álitið til sérstakrar áfrýjunarnefndar vegna athafna ACER. Áfrýjunarnefndin vísaði málinu frá með úrskurði í desember 2015, með þeim rökum að álitið fæli ekki í sér bindandi ákvörðun og væri því ekki kæranlegt. Evrópudómstóllinn staðfesti þessa niðurstöðu kærunefndarinnar. Álit ACER fól ekki í sér bindandi ákvörðun og vanhöld á því að virða álitið hafði engar lagalegar afleiðingar í för með sér. Byggði þessi niðurstaða á 288. gr. sáttmálans um starfshætti ESB, en þar segir að við beitingu valdheimilda geti stofnanir ESB samþykkt reglugerðir, tilskipanir, ákvarðanir, tilmæli og álit. Reglugerðir hafa almennt gildi. Tilskipanir eru bindandi hvað varðar markmið þó ríki eigi sjálfsvald um leiðir. Ákvörðun skal vera bindandi. Síðan segir: Tilmæli og álit skulu ekki vera bindandi. Við þetta bætist síðan, að vegna reglna um tveggja stoða kerfi EES samningsins, þá er tryggt að ACER á ekki ákvörðunarvald gagnvart ríkjum EFTA stoðar EES samningsins. ACER er vissulega ætlað, annaðhvort að eigin frumkvæði eða eftir beiðni Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) að vinna drög að ákvörðunum, en ákvörðunarvaldið er ekki hjá ACER. Ákvörðunarvaldið er hjá ESA. Út af fyrir sig hafa menn viðurkennt þetta, en sagt að sjálfstæði ESA sem ákvörðunaraðila sé „hrein fjarstæða, því að ekkert af þessu stenzt rýni“. (Bjarni Jónsson). Norski prófessorinn Peter Örebech sagði í þýðingu sem Bjarni Jónsson birti að fyrirkomulagið sem samið hefur verið um væri „hrein sýndarmennska til að komast hjá stjórnarskrárhindrunum, sem varða breytinguna frá tveggja stoða kerfi til hins stjórnarskrárbrotlega einnar stoðar kerfis“. Nú mega menn hafa sínar skoðanir á málinu, en lögfræðilega komast menn ekki framhjá því, að sá aðili sem hefur ákvörðunarvaldið að lögum, hann ræður ákvörðuninni. Skoðanir, drög, álit, tilmæli eða meðmæli ACER eru ekki bindandi réttarheimildir. Ofangreindur dómur Evrópudómstólsins í máli T-63/16 um eðli álita ACER er skýr um þetta. Dómaframkvæmd byggð á Meroni dóminum frá 1958 styður þetta líka. Hilmar Gunnlaugsson hrl. og LLM í orkurétti. Lokaritgerð Hilmars í meistaranámi í orkurétti fjallaði um ACER og Ísland (2018). Hilmar Gunnlaugsson hrl. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 13. desember Ein af þeim sjö bókum sem Vestfirska forlagið gefur út í flóðinu að þessu sinni nefnist Brautryðjendur fyrir vestan. Hún er út gefin til heiðurs vestfirskum vegavinnumönnum: Verkstjórunum, ráðskonunum, vinnukonunum, tippurunum, hefils stjórunum, gröfu- mönnunum, bílstjórunum, jarðýtu stjórunum, sniddu- hleðslu mönnunum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Þar á meðal hinum mörgu strákum sem byrjuðu sinn feril í vegavinnunni. Vegfarendur koma einnig nokkuð við sögu við ýmsar aðstæður. Engu er líkara en fjöldi vestfirskra vega hafi verið greyptir í landið þegar landnámsmenn komu. Svo inngrónir eru þeir landslaginu í dag. Vestfirskir vegir voru almennt snilldarlega lagðir og bera höfundum sínum gott vitni. Og hafa komið Vestfirðingum að ótrúlega góðum notum. Hvernig hefðu Vestfirðir verið án vega? Óbyggilegir. Þarf ekki annað en líta til Hornstranda í þeim efnum. Ný bók til heiðurs vestfirskum vegavinnumönnum: Brautryðjendur fyrir vestan Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Fiskur að handan eftir Sigvalda Gunnlaugs- son. Hann var fæddur og uppalinn í Hofsárkoti í Svarfaðardal. Var bóndi á þeim bæ í rösk þrjátíu ár og vann þar enn kominn á áttræðisaldur. Í skóla á Laugum, hjá Arnóri s k ó l a s j ó r a , kviknaði áhugi til skrifta, um fólkið í landinu og örlög þess. Brauðstrit búskaparára olli því að fátt varð um skriftir um langan aldur. En þegar ellin færðist yfir og hans var ekki lengur þörf í fjósi, hóf Sigvaldi að rita minningar frá atburðum æsku sinnar og frásögnir af viðburðum á langri ævi. B ó k i n , sem er kilja, er samstarfs- verkefni Vest- firska forlagsins og syst kinanna frá Hofsárkoti. Hún er prentuð í Ásprenti á Akur- eyri. Ásmundur Jónsson, fyrrum menntaskóla- k e n n a r i og Óskar Þór Halldórsson leiðsögumaður lásu yfir handrit og Óskar sá um prófarkalestur. Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Fiskur að handan Út er komin hjá Veröld bókin Drekinn innra með mér eftir Lailu M. Arnþórsdóttur og Svöfu B. Einarsdóttur. Lítil súlka kemst að því einn daginn að innra með henni býr dreki sem er besta skinn Hann kennir henni að þekkja tilfinningar sínar og hvernig hún getur brugðist við þeim. Öll búum við yfir alls konar tilfinningum – til dæmis gleði, reiði, spennu og og depurð – og allar þessar tilfinningar eiga rétt á sér. Galdurinn er að læra að þekkja þær og hvernig við getum brugðist við þeim. Fjölmörg börn kannast við þessa fallegu sögu um drekann innra með okkur sem nú er komin út á bók. Samnefnd sýning með tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur var sett upp í Eldborgarsal Hörpu við miklar vinsældir barna á leikskólaaldri og í fyrstu tveimur bekkjum grunnskólans. Saga um tilfinningar fyrir börn

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.