Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 4

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 20184 FRÉTTIR Stjórnvöld og bændur í samstarf um náttúruvernd – Samstarfsyfirlýsing undirrituð í friðlandinu á Hvanneyri Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifuðu á fimmtudag undir yfirlýsingu um vilja til samstarfs í að vinna að málefnum landbúnaðar og náttúruverndar. Í samstarfsyfirlýsingunni kemur fram að hún eigi rætur í átaki í náttúruvernd sem byggi á sáttmála ríkisstjórnarinnar. Samstarfinu sé ætlað að ná til verkefna í náttúruvernd á jörðum bænda. Byrjað verður á greiningarvinnu og mögulegar aðgerðir skilgreindar að svo búnu, en gert er ráð fyrir að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafi það verk með höndum. Samstarfsyfirlýsingin var kynnt í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og þar skrifuðu þeir Sindri og Guðmundur Ingi undir yfirlýsinguna. Fagnar samstarfi við bændur Dagskráin hófst með því að Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ, bauð gesti velkomna og gaf hann síðan ráðherra orðið. Hann sagði að samstarfsyfirlýsingin tengdist meðal annars verkefnum stjórnvalda í friðlýsingum, sem nú væri unnið að. Umhverfisyfirvöld ættu það í sínum reynslubanka að hafa unnið með bændum í ýmiss konar verkefnum, eins og skógræktar- og landgræðsluverkefnum – til að mynda Bændur græða landið. „Núna er komið að því að taka næsta skrefið, með nýsköpun í náttúruvernd í samstarfi við bændur. Samstarfsverkefnið sem nú verður sett í gang mun ná til eins árs og felur það í sér að kanna erlendis hvað bændur gera þar í náttúruvernd og hvers konar verkefnum hægt sé að hleypa af stokkunum hér á landi. Þau geta verið af ýmsum toga, eins og til dæmis umsjón með friðlýstum svæðum, endurheimt vistkerfa eins og votlendis eða hvað annað sem kemur út úr þessari vinnu,“ sagði Guðmundur Ingi, sem fagnar samstarfi við bændur. Hann sagði svo að sérstakt ánægjuefni væri að skrifa undir þessa samstarfsyfirlýsingu á Hvanneyri þar sem til fyrirmyndar væri staðið að því að samþætta blómlegan landbúnað við mikilvægar aðgerðir til verndar náttúrunni. Bændur eru vörslumenn lands Sindri lýsti ánægju sinni fyrir hönd bænda með þá yfirlýsingu sem verið væri að skrifa undir. Bændur væru vörslumenn lands og stór hluti landsins væri í þeirra umsjón. „Þeir vita flestum betur að þeir hafa skyldur gagnvart landinu. Nýtingin þarf að vera sjálfbær og ekki ganga á rétt komandi kynslóða til að nýta og njóta þess. Það hafa bændur gert meðal annars með því að taka þátt í samstarfi við uppgræðslu lands og ræktun skóga. Verkefnið Bændur græða landið er gott dæmi þar sem hundruð bænda hafa í samstarfi við Landgræðsluna grætt upp stór svæði nú í bráðum þrjátíu ár og gengið vel. Það hefur vissulega stundum verið ágreiningur í umræðu um nýtingu á gróðurlendinu, einkum þess sem liggur til fjalla. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á það í síðustu búvörusamningum að fjármagn yrði tryggt til mats á gróðurauðlindum sem skilaði sér í flottu verkefni til tíu ára sem gengur undir nafninu GróLind og er í umsjá Landgræðslunnar. Ég bind miklar vonir við þetta verkefni og að það verði til þess að til verði sterkari faglegri grunnur til að fjalla um þessi mikilvægu mál. Það sem við undirritum hér í dag fjallar um náttúruvernd í víðu samhengi og hvernig bændur og stjórnvöld geta unnið betur saman að þeim. Segja má að með því sé á vissan hátt verið að taka upp þráðinn að nýju. Fulltrúar samtaka bænda sátu í Náttúruverndarráði þegar það var sett á stofn við setningu fyrstu heildarlaga um náttúruvernd 1956 og áttu yfirleitt fulltrúa í ráðinu allt þar til að það var lagt niður árið 2001. Ég þekki ekki forsendur þeirrar ákvörðunar en það er í það minnsta ljóst að í náttúruverndarráði var tryggð bein tenging samtaka bænda við náttúruverndarstarf sem síðan slitnaði,“ sagði Sindri meðal annars í ávarpi sínu. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi í Ausu í Andakíl og umhverfisfræðingur við Land- búnaðar háskóla Íslands, flutti að síðustu erindi um reynslu sína af náttúruvernd og landbúnaði. Hún ræddi hvernig landbúnaður og friðlýsingar geti vel unnið saman og stutt hvort við annað, þótt oft væri talað um að þetta væru ósamrýmanlegir þættir. Hún hefur reynslu af því í Andakílnum hvernig tekist hefur að blandað þessu vel saman. „Hérna er gott dæmi um það; ekki önnur landnýtingin á kostnað hins, heldur spila þær saman og styður hvor hlutinn hinn. Mikilvægasti hluti friðunar lands getur falist í því að þar sé dagleg umgengni, land sé hirt og nýtt, fyrir utan það að þeir sem eiga og nýta landið tryggja ákveðna verndun svo óviðkomandi séu ekki á þvælingi hingað og þangað og geti þannig spillt lífríkinu,“ sagði Ragnhildur. Ekki má vanmeta staðbundna þekkingu heimafólks Hún sagði að þegar friðlandinu í Andakílnum var komið á legg hafi það verið gert að frumkvæði heimamanna. Alla tíð hafi það verið mikill vilji landeigenda að styðja friðlýsinguna. Innan friðlýsingarinnar sé eitt stórt kúabú, nokkur sauðfjárbú og hrossabú, auk þess sem þar sé þéttbýlisstaður og háskólasamfélag. Því sé þetta einstakur staður á Íslandi. Fuglalíf á svæðinu sé gjarnan rætt þegar fólk hittist á förnum vegi og bændur njóta fuglaskoðunar um leið og búverkunum er sinnt. Það megi alls ekki vanmeta þau verðmæti sem felast í hinni staðbundnu þekkingu heimafólks á slíkum svæðum. Fólk sem lifi í hinum dreifðu byggðum ætti í mun meira mæli að horfa til náttúruverndar sem leið til að auka tekjur sínar. Friðlýst svæði njóti mikilla vinsælda ferðamanna og þá þurfi að þjónusta með ýmsum hætti; til dæmis þurfi þeir að borða og sofa. Hægt sé að selja vörur beint frá býli en einnig ætti staðkunnugt heimafólk að íhuga þann möguleika að taka á móti ferðamönnum og veita þeim leiðsögn um sitt nágrenni og fræða um lífríkið út frá sínu sjónarhorni. Þetta myndi gefa ferðamönnum enn sterkari upplifun af svæðinu. Ríkið gæti liðkað fyrir Ríkið gæti hæglega liðkað fyrir og stutt þá landeigendur sem eru til í að þeirra land fari undir friðun af ýmsu tagi. Ragnhildur spurði í því sambandi af hverju ekki væri búið að koma á svipuðu fyrirkomulagi og þekkist í sumum nágrannalöndum okkar, þar sem landeigendur fá greitt fyrir það tjón sem verður á ræktuðu landi af völdum friðaðra fugla. Ef slíkt fyrirkomulag væri hér þá væri mun líklegra að bændur ættu auðveldara með að umbera til dæmis ágang álfta og gæsa. Ragnhildur sagði að lokum að það væri hennar einlæga von að hægt verði að horfa á landbúnað og náttúruvernd saman og sem greina sem vinni saman. Hætta verði að hugsa um þær sem andstæðar fylkingar þar sem hver klórar augun úr hinum. Það eigi jafnt við um hvers konar nýtingu lands; hvort sem það er til beitar, skógræktar, túnræktar, sem friðland fugla eða hvaða aðrar nytjar sem er. Ábyrgð á hinni villtu náttúru sé á allra herðum og því þurfum við að hugsa um þetta sem tækifæri en ekki sem hömlur og takmarkanir. Til þess þurfi að eiga sé stað samtal og samvinna milli ólíkra aðila sem nýta landið og því voni hún að samstarfsyfirlýsingin sé vegvísir á þeirri leið. /smh Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Sindri Sigurgeirsson. Myndir / smh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.