Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 7 LÍF&STARF F yrir stakan hálfvitahátt leiddi ég að því líkum að fyrstu þrjár vísurnar í síðasta þætti væru eftir Pétur Pétursson lækni á Akureyri. Þátturinn var einvörðungu helgaður 70 ára afmæli Gylfa Gunnarssonar, útgerðarmanns í Grímsey. Þegar gjör er að gáð og skár var skoðað, þá reyndust afmælisvísurnar þrjár ríkar af vinsemd og góðum óskum til handa afmælismanninum, og gátu því tæplega verið Péturs. Vísurnar þrjár eru enda eftir Jóhannes á Gunnarsstöðum. Þessi dægrin geysist um netheima ljóðkorn eftir Jónas Friðrik Guðnason, hagyrðing á Raufarhöfn. Ljóðið nefnir Jónas „Selbiti“, og er viss hátíðarblær á kvæðinu, sem er vel við hæfi. Ekki þarf Selbiti frekari skýringa með: Í nápleisi skammt frá Norðurpól, í nístingsgaddi rétt fyrir jól, í gráleitri skímu frá svikasól er selur á hjóli að færa stól. Hann tuðar um kuntur og kramardýr og kerlingarveröld sem öfugt snýr. Og hvað hann er sjálfur hress og hlýr og heiðarlegur og góður fýr. Og veit að þegar hann völdum nær, (sem víst hefði átt að ske í gær) bönnuð verða öll blaðafól og bannsett upptökusímatól. Og svo verður flutt í skattaskjól, þau skemmtilegustu heims um ból. Og miðfótar- haldin mögnuð jól við máttuga geisla frá eigin sól. Ingólfur Ómar Ármannsson fær svo lokakveðskap þessa þáttar. Hér birtast nýjar hugrenningar hagyrðingsins um þá hátíð sem að höndum fer: Skuggar byrgja hlíð og hól hnígur sól til viðar. Senn við höldum heilög jól hátíð ljóss og friðar. Mánaljósin leiftra skær lýsa grund og ögur. Hélublóm á glugga grær glitrar mjallarkögur. Stafar ljóma stjörnuher, storð er klakabundin. Frið og gleði færir mér fögur jólastundin. Kærleiksríku gildin góð glæða sálarkynni. Mannúð vex og vonarglóð vermir hjartans inni. Hátíð jóla heims um ból hýrgar gleðibraginn. Lyftast fer á lofti sól og lengja tekur daginn. Og svo fylgir matseðill með í vísum Ingólfs Ómars: Kæstan ilm í koti finn, kviknar bros á trýni. Skötu treð í túla minn og teyga staup af víni. Jólakrásir mikils met, möndlugraut og súpur, svínahrygg og hangiket, hreindýr, önd og rjúpur. Eintóm leti aftrar mér, allra síst er natinn. Vambsíður nú orðinn er eftir jólamatinn. Dofnar glóðin hjartahlý, hjúpar myrkrið bólin. Bráðum skríð ég bólið í, búinn að rota jólin. Með jóla- og nýárskveðjum, Árni Geirhjörtur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára afmæli: Merkilegt rannsóknarstarf á mæði-visnuveirunni – Sjúkdómurinn upprættur á Íslandi, en hafði áður valdið gríðarmiklum skaða Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli á árinu. Af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður þann 22. nóvember í húsakynnum stöðvarinnar að Keldnavegi 3. Valgerður Andrésdóttir, sameinda erfðafræðingur á Keldum, flutti fræðsluerindi um sögu mæði-visnurannsókna á Keldum síðustu 70 árin. Þar hefur verið safnað saman mestu upplýsingum í heimi, um þennan veirusjúkdóm í sauðfé, auk þess sem þar er talin vera besta aðstaðan til rannsókna á honum. Að sögn Valgerðar er mæði- visnusjúkdómurinn hæggengur; langur tími líður frá sýkingu og þar til sjúkdómseinkenni koma fram. „Þessi flokkur veira nefnist lentiveirur og tilheyrir HIV, eða alnæmisveiran, einnig þessum flokki. Raunar hafa rannsóknir á mæði-visnuveirunni nýst til skilnings á HIV og hafa rannsóknir á veiruvörnum gegn mæði- visnuveiru leitt í ljós nýja gerð veiruvarna sem geta nýst í baráttunni við HIV,“ segir Valgerður. Barst með karakúlkyni frá Þýskalandi 1933 „Mæði-visnuveira barst til landsins með innflutningi á fé af karakúlkyni árið 1933. Þetta var upp úr kreppunni miklu og var ætlunin að hefja skinnaframleiðslu, en skinn af nýfæddum lömbum af þessu kyni eru notuð í svokallaðan persneskan pels, sem var mikið í tísku. Þetta fé kom úr vottaðri heilbrigðri hjörð á tilraunabúi í Þýskalandi og var haft í einangrun í tvo mánuði. Samt sem áður komu upp á næstu árum nokkrir sjúkdómar sem voru áður óþekktir hér á landi og mátti rekja til karakúlfjárins. Þeirra á meðal voru mæði sem er lungnabólga og visna sem er heilabólga. Veiran reyndist vera bráðsmitandi, en sjúkdómseinkenni komu ekki fram fyrr en eftir langan meðgöngutíma, eða 2–3 ár. Veiran hafði því dreifst á allstóru svæði áður en hún greindist. Fljótlega var svo komið að árleg afföll í sýktum hjörðum voru 20–30 prósent og gekk svo ár eftir ár – og leit út fyrir að sauðfjárbúskapur legðist af á stórum hluta landsins. Var þá farið út í harkalegan niðurskurð til þess að útrýma veirunni og það tókst að lokum. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að aðeins tveir innfluttir hrútar hafi verið sýktir, en áður en yfir lauk höfðu hundrað þúsund fjár drepist úr veikinni og 650 þúsund að auki verið skorin niður. Þessi barátta tók um 25 ár,“ segir Valgerður um sögu mæði-visnu og skaðann sem veiran olli hér á landi. Nýtist sem módel fyrir HIV „Ég kom fyrst að Keldum í sumarstarf árið 1971, en hef unnið þar síðan 1985. Það voru stundaðar grunnrannsóknir á mæði- visnuveiru alveg frá upphafi. Á grundvelli þessara rannsókna setti Björn Sigurðsson, sem var fyrsti forstöðumaður Keldna, fram kenningar um hæggenga smitsjúkdóma sem vöktu heimsathygli. Veiran var fyrst einangruð og skilgreind á Keldum, og er alþjóðlegt heiti hennar maedi-visna virus. Rannsóknirnar beindust einkum að því að rannsaka eðli veirunnar og samskipti við hýsilinn auk meingerðar. Seinna tókst að klóna veiruna hér og var þá hægt að beita erfðatækni í frekari rannsóknum. Á síðustu árum hefur komið í ljós að mæði-visnuveiran nýtist sem módel fyrir HIV sem nú er mest rannsökuð af öllum veirum, en þó er langt frá því að öll kurl séu komin þar til grafar. Enn hefur hvorki tekist að finna bóluefni við veirunni né lækningu. Þeir sem sýkjast þurfa að taka lyf alla ævi til að halda veirunni í skefjum, en læknast aldrei. Enn er því þörf á rannsóknum á eðli þessara veira,“ segir Valgerður. Merk saga mæði-visnurannsókna á Keldum Valgerður segir að Keldur sé sá staður í heiminum þar sem mest vitneskja er um þessar veirur og best aðstaða til að rannsaka þær. „Þar er gagnreynt kerfi til að rækta veiruna, mótefni hafa verið búin til í áranna rás gegn ýmsum hlutum hennar, og til er safn sýna, frosinna og fixeraðra sem hægt er að taka upp áratugum seinna þegar nýjar aðferðir og nýjar spurningar vakna.“ Veiran útbreidd um allan heim Að sögn Valgerðar er veiran mjög útbreidd í Evrópu – og raunar um allan heim. Óvarkárni varðandi innflutning á búvörum geti verið íslenskum landbúnaði skaðlegur. Hún kannaði nýverið hvort hún myndi finna veiruna í frönskum sauðaosti sem hún keypti í búð hér á landi. „Erfðaefni veirunnar fannst í ostinum, en gera má ráð fyrir að veiran hafi ekki verið lifandi, þar sem osturinn var gerilsneyddur. Mæði-visna er líklega eitt skýrasta dæmið sem við höfum um það hve næmt og berskjaldað íslenskt búfé getur verið fyrir sjúkdómum sem eru landlægir í öðrum löndum án þess að nokkuð sé eftir þeim sé tekið. Mæði- visnuveiran er landlæg í Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku og veldur litlum einkennum í erlendum fjárkynjum. Í Frakklandi, Spáni og Ítalíu eru 50–100 prósent hjarða sýktar. Ég held að það væri mjög óráðlegt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti til Íslands frá þessum löndum, því eins og dæmin sanna þá þyrfti ekki nema ein kind að sýkjast til að valda ómældu tjóni.“ /smh Myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.