Bændablaðið - 13.12.2018, Side 14

Bændablaðið - 13.12.2018, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201814 Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt á Suðurlandi fóru nýlega fram en haldnir voru fjórir fundir á mismunandi stöðum á svæðinu. Á fundi í Félagslundi í Flóahreppi 22. nóvember var Þorsteinn Ólafsson dýralæknir með erindi, ásamt Eyþóri Einarssyni frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Fanney Ólöf Lárusdóttir hjá RML sá um fundarstjórn og verðlaunaveitingu. Fundurinn var fróðlegur og nokkrar fyrirspurnir komu frá fundarmönnum sem frummælendur svöruðu. Fram kom að fé hefur fækkað um fimm þúsund á Suðurlandi síðustu ár og hlutfall þeirra sem sæða sínar ær hefur farið stöðugt lækkandi. Þá kom fram að hrútakostur sauðfjársæðingastöðvanna á Vesturlandi og Suðurlandi væri með allra besta móti. Einnig kom fram að blindur hrútur er á stöðinni í Þorleifskoti í Laugardælum, Náli frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal, hann er þó ekki fæddur blindur. /MHH FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Ráðstefnan Nordic Poultry var haldin á Grand hótel í Reykjavík í nóvember á vegum alifuglabænda á Norðurlöndum. Ýmis málefni voru til umræðu, en sérstaklega var þó fjallað um sjúkdómastöðu í löndunum en staðan á Íslandi þykir afar öfundverð á öðrum löndum. Margvísleg málefni á dagskrá „Það eru fagfélög eggja- og kjúklingabænda á Norðurlöndunum; Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku sem standa að þessu ráðstefnuhaldi sem samanstendur mestmegnis af fræðsluerindum,“ segir Jón Magnús Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda á Íslandi, bóndi á Reykjum og framkvæmdastjóri Ísfugls. „Það má segja að Ísland fljóti bara með, því við erum svo lítil hér. Þessi félagsskapur, það er fagfélögin, hittist alltaf á vorin en þá hefur fólk verið að safna í sarpinn og finna einhver áhugaverð mál til að taka fyrir á ráðstefnunni sem haldin er það haustið. Það geta verið reglugerðir Evrópusambandsins, nýjar aðferðir við að ala upp kjúklinga, það geta verið fóðurrannsóknir og alls kyns praktísk mál. Á seinni degi ráðstefnunnar er málum skipt sérhæft upp í þrjá flokka; málefni eggjabænda, kjúklingabænda og dýralækna. Það eru engar formlegar umræður í raun um þessi málefni, en það eru þó leyfðar fyrirspurnir að erindum loknum,“ segir Jón. Kjúklingur á Íslandi er heilbrigður og vex hratt Að sögn Jóns eru efni fyrirlestra fjölbreytt; sum mál koma upp aftur og aftur en önnur fari eftir tíðarandanum og hvað sé efst á baugi hverju sinni. „Núna voru það dýravelferðarmál sem voru nokkuð fyrirferðarmikil hjá öllum og hjá okkur kjúklinga- bændum var líka fjallað um nýjar aðferðir við eldi á dagsgömlum kjúklingum svo dæmi sé tekið. Dýralæknarnir töluðu auðvitað um sjúkdóma og dýravelferðarmál líka – raunar var farið sérstaklega yfir sjúkdómastöðu allra landanna og staðan hjá okkur er sérstakt öfundarefni hjá öðrum löndum. Hér er sýklalyfjanotkun nánast óþekkt og hér vex kjúklingurinn hvað best af öllum löndum í heiminum ásamt Nýja-Sjálandi, sem þýðir að hann er heilbrigðari og vex því hraðar en annars staðar,“ segir Jón. Félög eggja og kjúklingabænda héldu utan um verkefnið. Framkvæmdastjóri félaganna er Hildur Traustadóttir. Lífland lagði til starfsfólk sem sá um öll mál varðandi ráðstefnuhaldið. Eggja- og kjúklingabændur eru afar þakklátir þeim stuðningi. Næst haldið í Finnlandi Norðurlandaþjóðirnar skiptast á með ráðstefnuhaldið; Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland halda fundinn tvisvar hver þjóð og eftir það, eða níunda hvert ár, er fundurinn haldinn á Íslandi. Vel var mætt á ráðstefnuna, eða um 150 manns. Í nóvember á næsta ári verður ráðstefnan haldin í Turku í Finnlandi og mun Hanna Hamina frá Finnish Poultry Association halda utan um það verkefni. /smh Jón Magnús Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda. Myndir / smh Hildur Traustadóttir, framkvæmda- stjóri félaga eggja- og kjúklinga- bænda og Hanna Hamina frá Finnish Poultry Association, sem mun halda utan um næstu ráðstefnu í Finnlandi. Ráðstefnusalurinn var þétt setinn á Grand hótel. Fagfélög eggja- og kjúklingabænda á Norðurlöndum hittust í Reykjavík: Góð sjúkdómastaða á Íslandi er öfundsverð í þessum hópi – segir formaður Félags kjúklingabænda Eiríkur í Gýgjarhólskoti á fallegasta lambhrútinn á Suðurlandi Eiríkur Jónsson, bóndi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, fékk fyrstu verðlaun fyrir að eiga fallegasta lambhrútinn á Suðurlandi. Það er hrútur númer 164 sem fékk 90,0 stig. Fanney Ólöf Lárusdóttir afhenti honum verðlaunaskjöld.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.