Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 27

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 27 Undir hrauni heitir ný skáldsaga eftir Finnboga Hermannsson, rithöfund og fréttamann á Ísafirði. Sagan byggir á sögulegum atburðum hér á landi á stríðsárunum. Aðfaranótt 10. maí 1940 þegar Bretar tóku Ísland herskildi flúðu tveir þýskir skipbrotsmenn úr Reykjavík með senditæki í fórum sínum og tóku sér bólfestu austur í Rangárvallasýslu. Hér á eftir má lesa kaflabrot um fund þýsku skipbrotsmannanna og rangæskra bænda. „Bændur undir Heklurótum urðu þeirra fyrst varir. Voru þeir að smala til rúnings einn þurran og sólfagran dag þegar þeir tóku eftir fataplöggum sem hengd höfðu verið til þerris á trjágreinar í hólma einum í Rangá. Sá hólmi nefnist Tjörvastaðahólmi. Fór nú margt um hugann hjá bændum og bændasonum sem voru með í för og biðu átekta. Varð úr að hinir eldri mennirnir knúðu drógir sínar út í ána sem var tæplega í kvið. Þegar þeir komu yfrum voru tveir menn að skríða úr tjaldi sínu allskelkaðir að sjá en meira hissa. Þeir höfðu búist við brugðnum byssustingjum þegar þeir heyrðu mannaferðina. Þeim létti stórum í tjaldgættinni að sjá þar bara búandmenn sem héldu í hross sín. Bændur heilsuðu að sveitasið og sögðu til sín. Komust að því að þetta voru Þjóðverjar sem skildu og töluðu ögn íslensku. Sögðust þeir stunda veiðar í ánni og skjóta fugla sér til viðurværis. Veiðistöng lá á tjaldinu og haglabyssa var hvílunautur þeirra við höfðagaflinn. Jafnframt var þar sérkennilegt tæki sem bændum fannst vera senditæki einhvers konar. Við það voru tengdar rafhlöður. Bændur réðu nú ráðum sínum og veltu fyrir sér erindi mannanna á þessum slóðum. Engin ný bóla að Þjóðverjar væru að þvælast um landið og höfðu verið að rannsóknum það sem af var öldinni. Kom í ljós að þessir voru af Bahía Blanka og höfðu lagst út nóttina sem Bretar hernámu landið 10. maí. Hafði ræðismaðurinn ef til vill haft pata af því að bresk innrás væri yfirvofandi og vildi gera út njósnarmenn? Í Rangárvallasýslu voru tveir valinkunnir Þjóðverjar og bjuggu á Hellu, annar bókari, hinn skraddari. Ekki hrófluðu Bretar við mönnum þessum. Ef til vill voru það kynni bænda við Þjóðverjana að þeim þótti ekki einboðið að afhenda Bretum drengina úr Tjörvastaðahólma. Breskir hermenn höfðu komið austur til leitar og miðað nákvæmlega út senditæki piltanna þarna í hólmanum í Rangá. Einnig kom íslenskur túlkur með þeim austur. Sá var þekktastur fyrir þýskukennslu í útvarpinu. Bretar reyndu að fá upplýsingar um Þjóðverjana með fagurgala en ekki nærgangandi pínd sem þeir voru þekktir að. Í minni manna er að þýskukennarinn gaf sveitabörnunum brjóstsykur og reyndi að hæna þau að sér með fleðulegu fasi ef honum tækist að draga eitthvað upp úr þeim. En hvorki gekk né rak. Gistu Bretar og þýskukennarinn í Næfurholti undir Heklufjalli enda ekki í nein önnur hús að venda á þessum slóðum. Gestrisni bændafólks fór ekki í manngreinarálit eða gerði mismun á þjóðerni manna. Aumingja blessaðir mennirnir þurftu einhvers staðar að gista og fá góðgerðir. Þetta var samgróið íslenskri bændamenningu. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út. SAMTÖK KVENNA UM NÝJA STJÓRNARSKRÁ Ný stjórnarskrá hefur þegar verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi stjórnarskrá var skrifuð af dönskum karlmönnum. Konur á Íslandi sætta sig ekki lengur við að lúta grundvallarlögum sem þær höfðu hvorki tækifæri né rétt til að taka þátt í að móta. Þær krefjast nýrrar stjórnarskrár. YFIR TVÖ ÞÚSUND KONUR KREFJAST NÝRRAR STJÓRNARSKRÁR Frjáls framlög til samtakanna: Kt. 691018-0830, banki: 0133 -26 - 020238 MENNING&BÆKUR Finnbogi Hermannsson, rithöfundur og fréttamaður, með nýja skáldsögu – Undir hrauni: Þýskir flóttamenn hitta fyrir íslenska bændur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.