Bændablaðið - 13.12.2018, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201832
Í nýlegri skýrslu Náttúrufræði-
stofnunar Íslands er greint
frá niðurstöðum rannsókna á
framvindu gróðurs á svæðum þar
sem alaskalúpína hafði vaxið og
breiðst út um áratuga skeið.
Fram kemur í skýrslunni að með
hlýnandi veðurfari og samdrætti í
sauðfjárbeit megi búast við að
útbreiðsla lúpínu og gróðurs sem
fylgir í kjölfar hennar, svo sem
skógarkerfils, margfaldist á næstu
áratugum og að miklar breytingar
verði á gróðurfari og búsvæðum
dýra vegna þessa.
Rannsóknirnar fóru fram árin
2011–2014 á 15 svæðum á suður-
og norðurhluta landsins.
Þær voru endurtekning á
rannsóknum sem fóru fram
á sömu svæðum um 20 árum
fyrr. Höfundar skýrslunnar
eru Borgþór Magnússon,
Sigurður H. Magnússon og
Bjarni Diðrik Sigurðsson.
Hver eru áhrif lúpínu?
Markmið með rannsóknunum
var að leita svara við
spurningum um í hvers konar
landi lúpína breiðist út, hvort
hún breiðist yfir gróið land,
hvaða gróðurbreytingar fylgi
henni, hvort hún víki með
tímanum og hvaða áhrif hún
hefur á jarðveg.
Helstu niðurstöður
Lúpína breiðist yfir fjölbreytilegt
land sem er allt frá því að vera
nær ógróið, hálfgróið til gróið. Á
úrkomusömum svæðum sunnan
heiða myndar lúpína, á rýru landi,
með tímanum blómríkt graslendi
með miklum mosa í sverði. Þar á
lúpína erfitt með að endurnýja sig
af fræi og hörfar víða með tímanum
og skilur eftir sig blómríkt graslendi.
Þar sem úrkoma er lítil norðan heiða
verður lítill mosavöxtur og næst
þetta framvindustig hörfunar ekki á
þeim 50 árum sem rannsóknir okkar
ná til. Lúpína viðhelst meðan
spírunarskilyrði fyrir hana eru til
staðar. Norðanlands breiðist lúpína
inn á gróið mólendi með fremur
ríkum jarðvegi. Þar myndast með
tímanum elftingaríkt land með lúpínu
og blómjurtum. Lúpína virðist lítið
hörfa af því landi enn sem komið er.
Hörfun lúpínu getur orðið við það
að skógur vex upp í breiðum eftir að
plantað er í þær, eða við sjálfsáningu
í gisnum breiðum. Þá getur lúpína
látið undan við sauðfjárbeit eða
úðun með illgresiseyði. Síðan eru
dæmi um að skógarkerfill leggi undir
sig lúpínubreiður og
verði einráður, en
hversu lengi hann
viðhelst í landi er
óljóst.
Niðurstöður milli
landshluta
Um sunnanvert landið
er úrkomusamara en norðanlands
og vaxtarskilyrði betri fyrir lúpínu.
Sunnanlands var framvinda í
lúpínubreiðum fremur lík frá einu
svæði til annars. Þar myndaðist
með tímanum graslendi í lúpínunni
með tvíkímblaða jurtum og þéttu
mosalagi í sverði. Á nokkrum
svæðum hafði lúpína gisnað mikið
eða hörfað á gömlum vaxtarstöðum
en ekki var það alls staðar.
Á Norðurlandi var framvinda
misjöfn eftir aðstæðum. Á melum í
útsveitum sóttu einkum grastegundir
í gamlar breiður en á þurrari
svæðum inn til landsins þar sem
lúpína var gisnari þróaðist gróður
í mólendisátt á gömlum melum og
í skriðum. Lúpína breiddist hins
vegar auðveldlega yfir gamalt
mólendi norðanlands og óx þar
vel á moldarríkum jarðvegi. Þar
gjöreyddist lynggróður en myndaðist
með tímanum elftingaríkt blómlendi
í gömlum breiðum. Ekki komu
fram jafn skýr merki um hörfun
lúpínunnar norðanlands og sunnan,
nema í Hrísey þar sem skógarkerfill
hafði lagt undir sig gamla lúpínu.
Lítið annað en kerfill fannst í því
landi.
Sú tilgáta er sett fram í skýrslunni
að hörfun lúpínu sunnanlands stafi
af myndun þétts og þykks mosalags
og miklum grasvexti undir lúpínunni
sem veldur því að það tekur fyrir
endurnýjun hennar af fræi. Með
tíð og tíma ganga plönturnar
úr sér og drepast ein af annarri
og hverfur lúpínan úr landi. Á
Norðurlandi er mosa- og grasvöxtur
í lúpínubreiðum miklu minni en
sunnanlands. Þar
tekur því síður fyrir
endurnýjun lúpínu af
fræi er árin líða.
A l a s k a l ú p í n a
hefur breiðst mjög
út á friðuðum
svæðum um allt
land á undanförnum
áratugum. Víða
hefur verið gripið til
aðgerða til að hefta
útbreiðslu hennar,
með misjöfnum
árangri. Lúpína hefur
aðeins numið brot af
því landi sem hún er
fær um. Líklegt er
að sandar og aurar
sunnan jökla og
mólendissvæði á Norðurlandi séu
stærstu flæmin sem lúpína mun
breiðast um, dragi þar úr eða taki
fyrir sauðfjárbeit.
Lúpínan hefur verið skilgreind
sem ágeng, framandi tegund hér á
landi og er dreifing hennar bönnuð
á svæðum yfir 400 m hæðar. /VH
Langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi:
Lúpína viðhelst meðan spírunarskilyrði eru til staðar
Lúpína í blóma.
NÍ-18005
Langtímaáhrif alaskalúpí
nu á
gróður og jarðveg á Ísland
i
Borgþór Magnússon, Sigu
rður H. Magnússon
og Bjarni Diðrik Sigurðss
on
Mynd / Borgþór Magnússon.
AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL
Dularfullur fisksjúkdómur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss hefur valdið heilabrotum:
Silungadauði rakinn til víruss sem drepur líka
lax í Norður-Atlantshafi og Kyrrahafi
Á hverju sumri drepst brúnn
silungur í tonnatali í ám og vötnum
í Suður-Þýskalandi, Austurríki og
Sviss. Nú hefur þverfaglegt teymi
frá Tækniháskólanum í München
(TUM) komist að því að orsök
þessa dularfulla silungadauða er
áður óþekktur vírus sem herjar
m.a. á lax í Norður-Atlantshafi og
Kyrrahafi.
Staðirnir sem silungadauðans
hefur orðið vart í fyrrnefndum
löndum eru alltaf þeir sömu ár
eftir ár og fórnarlömbin eru í öllum
tilvikum brúnn silungur. Á nokkrum
dögum eftir smitun verður roð
þeirra mjög dökkt og síðan drepast
fiskarnir. Vísindamen hafa reynt að
grafast fyrir um þennan fjöldadauða
í silungastofninum án árangurs um
áratugaskeið þar til nú.
Með því að beita óvenjulegum
rannsóknaraðferðum hefur
prófessorinn og líffræðingurinn
Ralph Kühn og rannsóknarteymi
hans í Tækniháskólanum í
München tekist að bera kennsl
á sjúkdómsvaldinn sem veldur
þessu dökknunarheilkenni [the
proliferative darkening syndrome -
PDS] á roði brúnna silunga.
„Stærsta áskorunin var að
komast að því hver væri þessi
sjúkdómsvaldur sem enginn þekkti
deili á. Menn voru alls ekki vissir
um hvort þetta var af völdum
víruss, baktería eða vegna eitrunar
í umhverfinu,“ segir Kühn. Í tíu
ár héldu vísindamenn áfram að
leita að orsökinni. Settar voru upp
tilraunastöðvar við ána Ille nærri
Obersdorf í Þýskalandi þar sem
þessa sjúkdóms hafði aldrei orðið
vart. Önnur stöð var sett upp neðar
á vatnasvæðinu nærri Kempten þar
sem brúnn silungur drapst á hverju
sumri. Á báðum stöðum settu
rannsakendur upp fiskabúr sem vatn
var leitt í úr ánum. Þeir veiddu fisk
til að setja í búrin á tímabilinu frá
maí og fram í september og tóku
úr þeim húð- eða roðsýni sem voru
síðan fryst og send í rannsókn í
Tækniháskólanum.
Orsökin reyndist vera vírus
Athuganir vísindamanna bentu til
að PDS þróaðist í þrem áföngum. Í
upphafi virtust fiskarnir heilbrigðir.
Síðan byrjuðu innyfli að breytast
eins og lifur og nýru. Í þriðja fasa
sjúkdómsins fór roð fiskanna
að dökkna og fljótlega eftir það
drápust þeir. Vegna þessarar þróunar
sjúkdómsins fór okkur fljótlega að
gruna að orsök heilkennisins væri
veirusjúkdómur,“ sagði Kühn.
Skyldur vírus sem drepur lax í
Atlantshafi og Kyrrahafi
Til að einangra vírusinn í sýnunum
beittu vísindamennirnir nútíma
sameindaerfðafræðilegum aðferðum
sem þekktar eru sem „næstu
kynslóðar tækni“. Hægt er að ná fram
mjög nákvæmum greiningum með
slíkri tækni. Beittu vísindamennirnir
einnig tölvutækninni til að finna
nákvæmlega þessa sjúkdóms-
valdandi veiru í fyrir liggjandi
gagnabanka. Var genamengið
í þessum vírus síðan borið
saman við þekkta vírusa og gátu
þannig ákvarðað erfðamengi
sjúkdómsvaldsins. Kom þá í ljós
að veiran er skyld veiru sem veldur
smiti í laxi í Norður-Atlantshafi og í
Kyrrahafi og veldur þar miklu tjóni.
Næsta skref er að rækta veiruna
á rannsóknarstofu og kanna
orsakirnar fyrir því af hverju hún
finnist bara í ákveðnum hluta
vatnakerfis í Ölpunum og í hvaða
mæli viðskipti með fisk getur breytt
út sjúkdóminn. /HKr.
Jens-Eike Täubert rannsakar tilfelli sýkingar af PDS heilkenni í brúnum
silungi. Mynd / Dýralíffræðideild TUM
Brúnn silungur (brown trout) sem
Íslendingar þekkja sem urriða.