Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 39
OPIÐ:
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
HÁGÆÐA DANSKAR INNRÉTTINGAR
ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR
FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR
VIÐ GERUM ÞÉR
HAGSTÆTT TILBOÐ
Í INNRÉTTINGAR,
RAFTÆKI, VASKA OG
BLÖNDUNARTÆKI
VASKAR & BLÖNDUNARTÆKI
SPEGLAR
VASKAR & BLÖNDUNARTÆKI
HILLUR OG FYLGIHLUTIR
VASKAR & BLÖNDUNARTÆKI
RAFTÆKI
RAFTÆKI
kenndi hún á kvöldnámskeiðum í
Stokkhólmi.
„Eftir tveggja ára þeyting
milli staða ákvað ég að nóg væri
komið, tók pásu í kennslunni og hef
helgað mig listinni heima hjá mér í
Uppsölum,“ segir hún.
Sigríður Huld hefur öll sín ár í
Svíþjóð farið heim til Íslands yfir
sumarið og unnið í versluninni
Bakgarðurinn sem nú er við hlið
Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit.
Síðastliðið sumar ferðaðist hún með
56 kíló með sér, en þá hélt hún tvær
sýningar á verkum sínum hér á landi.
„Listin er mitt aðalstarf, ég er
mjög heppin að hafa svo góðan
stuðning að það gangi upp að ég
einbeiti mér alfarið að henni,“
segir hún. „Það er ekki sérlega
auðvelt að byggja upp starfsferil
sem myndlistarkona, í því liggur
mikil vinna og gróðinn er ekki ýkja
mikill fyrsta kastið. Fæstir gerast
listamenn til að verða ríkir. Það er
gríðarleg vinna á bak við það að
starfa við listsköpun og að mörgu
þarf að hyggja, þetta er stanslaus
vinna. Það er ekki bara listsköpunin
sjálf, heldur þarf einnig að huga að
markaðssetningu, eiga samskipti við
viðskiptavini, verðleggja verkin sín,
sækja um styrki og sýningarrými,
það er af nógu að taka. Þetta er
raunar eins og að reka fyrirtæki,
mikið hark en algjörlega þess virði.
Stundum er þetta frekar einmanalegt
starf, ég eyði löngum stundum ein
á minni vinnustofu, ég hugsa að ef
við hefðum ekki fengið okkur hund
fyrir tveimur árum væri ég líkast til
orðin enn skrítnari en ég er!“ segir
Sigríður Huld.
Íslenska sveitin veitir innblástur
Hún segir að undanfarin ár hefði
íslenska sveitin veitt sér mikinn
innblástur í sinni listsköpun.
„Það var ekki fyrr en ég flutti
til útlanda að ég uppgötvaði að
mitt uppeldi var aðeins öðruvísi
en gengur og gerist hér um slóðir.
Þegar ég fór að rifja upp atburði úr
minni æsku fannst fólk eins og ég
hefði alist upp í ævintýraheimi á
öðrum tíma. Sveitin fyrir norðan
var svo gjörólíkur heimur miðað við
stórborgir nútímans að á milli var
himinn og haf,“ segir Sigríður Huld.
Hún bætir við að náttúran á Íslandi
sé engu lík og að íslenski hesturinn
hafi alltaf verið ofarlega í huga sér.
Hún hefur mikið nýtt sér góðvild
vinkvenna sinna sem hafa setið fyrir
á myndum, lánað hesta sína og sig
sjálfar í módelstörfin.
„Ég hef undanfarið unnið mikið
með ljósmyndir og hef teiknað og
málað ófáar myndir af hestum fyrir
fólk, það er mikið um pantanir af
því tagi hjá mér.
„Ég reyni eftir bestu getu að
mála einmitt það dýr sem myndin
er af, stundum fæ ég reyndar
fleiri en eina mynd að vinna með.
Það hefur komið fyrir að eigandi
dýrsins hafi brostið í grát þegar
hann fær myndina í hendurnar, það
held ég að séu einlægustu viðbrögð
sem listamaður getur fengið.“
Sigríður Huld fékk eitt sinn
það verkefni að mála málverk
eftir gamalli ljósmynd af tveimur
eldri bændum og gömlum Willys-
jeppa. Það verk heitir Afarnir og
segir hún að það hafi verið einkar
gaman að mála það. Verkið fékk
hún lánað til að hafa á sýningu í
Menningarhúsinu Bergi á Dalvík
á liðnu sumri en gömlu mennirnir
bjuggu í Svarfaðardal og margir
sem þekktu þá.
Dáleiðandi að mála ullina
„Eftir að ég málaði þetta verk fékk
ég þá hugmynd að fara í gegnum
öll gömlu myndaalbúmin hjá
foreldrum mínum. Það sem greip
mig við þá iðju voru gamlar myndir
af sauðfé, nostalgían helltist yfir
mig og löngun til sveitarinnar.
Upp frá því hef ég málað
margvísleg verk þar sem sauðfé er
í aðalhlutverki, en ég leitast alltaf
við að ná fram tilfinningunni fyrir
andrúmsloftinu í mínum verkum,“
segir Sigríður Huld. Henni datt eitt
sinn í hug að taka upp gæruskinn
sitt, smellti því á vinnuborðið og
málaði eftir því.
„Ég hafði áður notast við
gærur, en þá sem aukaatriði í
portrettmyndum af konum, til að fá
smá valkyrjuþema inni í myndirnar.
Það er næstum dáleiðandi að mála
ullina. En eins og oft gerist leiðir
eitt af öðru og nú er ég komin með
heila seríu af myndum sem ég kalla
Gærur, en þetta er mín leið í átt
að meira abstrakt raunsæi í mínum
verkum,“ segir hún.
Áhugasamir geta kynnt sér verk
Sigríðar Huldar nánar á heimasíðu
hennar www. www.huldfineart.
com, en hana er einnig að finna á
Facebook og instagram.
Merin Toppa og María Anna, vinkona Sigríðar Huldar, en merin er í eigu
Elínar Guðnýjar.
Sigríður Huld hefur málað margvísleg verk þar sem sauðfé er í
aðalhlutverki.
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
www.hrimnir.shop
Hannaðar á Íslandi fyrir einstaka aksturseiginleika
FÁANLEGAR FYRIR 3 TIL 6 HESTA
Hrímnis hestakerrur