Bændablaðið - 13.12.2018, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201854
LÍF&STARF
Útgáfugleði í Sigluvík á Svalbarðsströnd:
Alsæl og þakklát inn að hjartarótum
yfir viðtökunum
– segir Kristín S. Bjarnadóttir hjá Blúndum og blómum
„Ég er alsæl og þakklát inn að
hjartarótum. Það er alls ekki
sjálfgefið þótt maður fái hugmynd
í kollinn um að búa til sýningu
með 19 þátttakendum inni á
heimili sínu að viðbrögðin verði
svona fram úr björtustu vonum,“
segir Kristín S. Bjarnadóttir í
Sigluvík á Svalbarðsströnd, sem
efndi til Útgáfugleði á heimili sínu
nýverið og bauð öðru handverks-
og listafólki að vera með. Á bilinu
8–900 manns lögðu leið sína í
Sigluvík og skoðuðu það sem til
sýnis var.
Kristín hefur mörg undanfarin ár
gefið út fimm mismunandi gerðir af
dagatölum með eigin ljósmyndum
og texta, auk korta, m.a. jólakort,
samúðarkort og tækifæriskort, en
útgáfan er undir nafninu Blúndur
og blóm. Hún hefur jafnan blásið til
útgáfuhátíðar þegar ný dagatöl og
kort líta dagsins ljós og undanfarin ár
fengið Huldu Ólafsdóttur í Hjartalagi
til liðs við sig. Nú spýttu þær stöllur
heldur betur í lófana og voru alls 19
sýnendur hér og hvar um íbúðarhúsið
í Sigluvík.
Kristín er hjúkrunarfræðingur með
sérhæfingu í líknarhjúkrun og starfar
við sitt fag hjá Heimahlynningu á
Akureyri. Eiginmaður hennar er
Birgir Hauksson, kjötiðnaðarmaður
hjá Kjarnafæði. Þau hjónin hafa
undanfarinn áratug séð um
stofnútsæðisræktun á gullauga
kartöflum, en þau tóku við af
tengdaforeldrum hennar og
eru með ræktunina í Fífilgerði
í Eyjafjarðarsveit. „Við erum
bæði alin upp í sveit og á
þeim tíma sem kartöflurækt
var mikil, fór fram á mörgum
bæjum við Eyjafjörð,“ segir
Kristín sem er frá Svalbarði á
Svalbarðsströnd en Birgir er
frá Fífilgerði.
Fimm mismunandi dagatöl
„Ég hef alla tíð haft óbilandi áhuga
á að fegra umhverfi mitt, föndra
og finna gömlum lúnum hlutum
nýtt hlutverk. Út frá því áhugamáli
kviknaði áhugi á að stilla upp og
taka myndir af ýmsu gömlu, bæði
úti og inni, og eiginlega varð það
kveikjan að því að ég fór að gefa
dagatölin út,“ segir Kristín. Fimm
mismunandi gerðir dagatala eru í
boði, notalegar stemningmyndir
prýða þau öll, auk þess sem Kristín
semur texta til innblásturs fyrir
hver mánaðamót. Bæði er um
að ræða borð- og veggdagatöl,
þau eru í tveimur stærðum auk
Skipulagsdagatals fjölskyldunnar,
en það
hefur þann eiginleika að hver og
einn innan fjölskyldunnar á sinn dálk
til að fylla inn í fyrirfram og þannig
hafa allir á heimilinu sömu yfirsýn
við væntanlega viðburði. Þá gefur
Kristín út Íslenska barnadagatalið,
sem er ríkulega myndskreytt
með ljósmyndum af íslenskum
dýrum og fleiru áhugaverðu, m.a.
myndamerkingum, leiðbeiningar
og brosandi límmiðar til að merkja
inn gleði- og tilhlökkunardaga.
„Þannig verður fókusinn sjálfkrafa
á það jákvæða í tilverunni,“ segir
Kristín. Dagatölin er hægt að fá í
gjafapakkningu og hafa þau verið
vinsæl til gjafa.
Miðlum birtum og bjartsýni
Kristín nýtir ljósmyndir af
dagatölunum einnig í útgáfu
tækifæriskorta og sendir frá sér
12 ný kort á hverju ári. Tilganginn
segir hún vera að miðla birtu og
bjartsýni. Jólakort með kveðju og
samúðarkort með hlýjum orðum eru
einnig í boði. „Þetta hefur eftir því
sem árin líða undið svolítið upp á
sig og orðið umfangsmeira,“ segir
hún. Þar kemur samstarfið við
Huldu við sögu, en hún er grafískur
hönnuður og hefur m.a. aðstoðað við
uppsetingu á verkum Kristínar. „Við
höfum hjálpast að um árin og byggt í
kringum okkur ágætt tengslanet, en
með því að stækka Útgáfugleðina svo
um munar langar okkur að útvíkka
það. Samkomur af þessu tagi veita
alltaf mikinn innblástur, þær efla
mann og styrkja,“ segja þær Kristín
og Hulda en einkar vel tókst til með
útgáfugleði ársins 2018 þannig að
aldrei er að vita hvað verður næst.
/MÞÞ
Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar við fagið en stundar að auki þó nokkra
útgáfustarfsemi undir nafninu Blúndur og blóm, m.a. dagatöl og kort af ýmsu tagi og Hulda Ólafsdóttir, grafískur
hönnuður sem rekur félagið Hjartalag. Kristín og Hulda stóðu fyrir útgáfugleði í Sigluvík nýverið.
Sigluvík er á Svalbarðsströnd, um 10 mínútur tekur að aka þangað frá
Akureyri.
en Hulda hefur aðstoðað við
uppsetningu undanfarin ár.
MENNING&LISTIR
Sigurður Sigurðarson dýralæknir við hljóðfærið og væntanlega að sinna
faglegu erindi í farsímanum sínum.
Lífslög Sigurðar
dýralæknis
– Tveir diskar og 60 lög sem samin voru á 60 árum
Sigurður Sigurðarson dýra læknir
hefur gefið út Lífslög Sigurðar
dýralæknis sem inniheldur 60
sönglög á tveim geisladiskum sem
hann hefur samið á 60 árum, eða
frá 1958 til 2018. Textar fylgja
lögunum og 43 þeirra eftir Sigurð
sjálfan en aðrir eftir kunningja
hans.
Til liðs við sig hefur hann
fengið 28 söngvara, þar á meðal
Diddú, Bergþór Pálsson og
grunnskólabörn. Þá eru á diskinum
kvæðamenn og m.a. María Jónsdóttir
á Kirkjulæk, sem varð 100 ára 15.
apríl síðastliðinn. Þykja öll lögin á
plötunni mjög falleg og tekið er til
þess að þau séu líka sérlega söngvæn.
Hópur kunningja og vina
„Flestir söngvararnir á plötunni
eru kunningjar mínir eða í ætt við
mig,“ sagði Sigurður í samtali við
Bændablaðið. „Ég hef notað mér
það óspart.“
Landslið söngvara
Um sönginn á plötunum sér
eftirfarandi listafólk:
Hörpukórinn á Selfossi með
einsöngvurum undir stjórn
Guðmundar Eiríkssonar syngur 3
laganna, Eldeyjarkórinn undir stjórn
Arnórs Vilbergssonar með einsöng
flytur eitt lag og Álftagerðisbræður
eitt lag undir stjórn Stefáns R.
Gíslasonar.
Alþekktir og minna þekktir
söngvarar, alls 28, syngja 1–3 lög
hver.
Yngstu söngvarar eru grunn-
skólanemar, 11 og 12 ára, og þeir
elstu kvæðakonur, önnur nær því 100
ára og hin rúmlega 100 ára.
Hér er saman komið landslið
söngvara. Þeir eru flestir úr hópi
ættingja, fornvina eða kunningja
Sigurðar. Stemmur eða kvæðalög eru
4, einn sálmur. Kórlög eru 5. Hitt eru
einsöngslög.
Landslið söngvara:
Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir
grunnskólanemi, Lambhaga
Rangárvöllum.
Ragnar Bjarnason –
tónlistarmaður, Ferjuvaði 7 í
Reykjavík.
Hjördís Geirsdóttir, söngvari
og fjörkona frá Byggðarhorni
í Flóa.
Álftagerðisbræður, Sigfús,
Gísli, Pétur og Óskar.
Ingimar Halldórsson frá
Akranesi, trésmiður og
kvæðamaður, Reykjavík.
Egill Árni Pálsson, söngvari
og söngkennari, Reykjavík.
Þorvaldur Þorvaldsson,
trésmiður og kvæðamaður,
Reykjavík.
Jón Hólm Stefánsson, bóndi
og fasteignasali, Gljúfri,
Ölfusi.
Gunnar Örn Guðmundsson
dýralæknir, Hvanneyri.
Marta Kristín Friðriksdóttir úr
Reykjavík, söngnemi í Vín.
Signý Ólöf Stefánsdóttir
skólanemi, Gili, Ölfusi.
Sigrún Hjálmtýsdóttir
óperusöngkona, Túnfæti,
Mosfellsbæ.
Gísli Stefánsson söngvari,
Selfossi.
Ragnheiður Ólafsdóttir,
tónlistarkennari og
kvæðakona, Álftanesi.
Þuríður Sigurðardóttir söng-
og listakona frá Laugarnesi.
Óskar Pétursson frá
Álftagerði, söngvari og
bifvélvirki, Akureyri.
Þórður Brynjarsson
menntaskólanemi,
Refsstöðum Borg.
Viktor Kári Garðarsson
grunnskólanemi, Selfossi.
Snorri Hjálmarsson bóndi,
hestam. söngvari og hjálpari,
S-Fossum, Borg.
Sigurður Torfi Guðmundsson,
Garðabæ, dómvörður í
Landsrétti.
Signý Sæmundsdóttir,
söngvari og tónlistarkennari,
Reykjavík.
Bergþór Pálsson
óperusöngvari í Reykjavík.
Jón Magnús Jónsson, bóndi á
Reykjum í Mosfellsbæ.
Gissur Páll Gissurarson
óperusöngvari, Reykjavík.
Steindór Andersen, sjómaður,
kvæðamaður og smiður,
Hafnarfirði.
Þór Sigurðsson, setjari og
hestamaður Akureyri.
María Jónsdóttir frá
Kirkjulæk og Guðríður B.
Helgadóttir frá Austurhlíð,
listamenn báðar.
Oddur Jónsson óperusöngvari,
Hæðarbyggð 5, Garðabæ.