Bændablaðið - 13.12.2018, Side 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 65
Blandið auka salatdressingu; með
sítrónusafa og sítrónubörk, olíu og
hunangi. Smakkið með salti og pipar
– og garðablóðbergi.
Salat
Skerið eða saxið steinseljuna. Skolið
salatið og hellið vatni af salatblöðum
og færið upp á fat. Blandið kryddinu
saman og saxið jafnvel smá lauk og
bætið steinselju og hráu laufunum
af rósakálinu ásamt létt soðnum eða
steiktum strengjabaunum og snúðu
öllu saman við kryddblöndunarlaugin
– og berið salatið fram annaðhvort
heitt eða kalt.
Piparkökupinnar
Hráefni
› 250 g sykur
› 2 dl ljóst síróp
› 1 msk. kanil
› ½ msk. engifer
› ¼ msk. negull
› ¼ tsk. pipar
› 250 g smjör
› 1 msk. matarsódi
› 2 egg
› 650–800 g hveiti
Aðferð
Kalt smjör er sett í skál.
Sykur og síróp sett í pott og suðan
látin koma varlega upp. Þá er kanil,
engifer, negul og pipar hrært vel
saman við. Svo er matarsódanum
bætt út í og allt hrært hratt og vel
saman. Blandið smjörinu í skálinni
saman við og hrærið vel þar til allt
smjörið hefur bráðnað og blandan
hefur kólnað niður.
Næst er eggjunum bætt út í og þeim
hrært vel saman við blönduna. Svo er
hveitinu bætt smátt og smátt út í þar
til deigið er orðið þétt og slétt. Deigið
geymt í kæli, í helst yfir nótt.
Þegar nota á deigið er það hnoðað
örlítið og svo flatt út með kökukefli,
með smá hveiti.
Gott er að setja bökunarpappír undir
deigið. Piparkökurnar eru mótaðar í
stangir eða stungið út og bakað við
200 gráður í um 5-10 mínútur (fer
eftir stærð piparkakanna).
Panettone
Panettone er fræg jólakaka eða
sætabrauð; 12-15 sentimetrar, oftast
um 1 kíló. Það er langt ferli að gera
Panettone og felur í sér að hefa deigið,
sem er súrdeig sem lengst, fordeigið
eitt tekur nokkra daga – og gefur
kökunni sína einkennandi léttu og
loftkenndu áferð.
Kakan inniheldur sæta þurrkaða
ávexti eins og appelsínur, sítrónu
og sítrónubörk – og rúsínur bæði
þurrar og líka sem hafa legið í
vökva. Mörg önnur afbrigði eru
fáanleg, til dæmis með súkkulaði. Í
sumum héruðum Ítalíu er það borið
fram með crema di mascarpone
(rjóma úr mascarpone-eggjum) og
sætum líkjör eins og amaretto. Ef
mascarpone-ostur er ekki fáanlegur
er zabaione stundum notað sem
staðgengill.
Á fyrri hluta 20. aldar tóku tveir
bakarar í Mílanó að framleiða
kökuna í miklu magni á Ítalíu.
Árið 1919 byrjaði Angelo Motta
að framleiða samnefnda tegund
af kökum. Það var líka Motta sem
gjörbylti hefðbundnu panettone
með því að láta deigið hefast þrisvar
sinnum – í næstum 20 klukkustundir
áður en það er eldað. Sú aðferð gefur
kökunni sýna þekktu léttu áferð.
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar varð
panettone ódýrt fyrir alla og fljótt
allsráðandi í jólaundirbúning landsins.
Ítölsk matvælafyrirtæki og bakarí
framleiða 117 milljón kökur fyrir
hver jól og kökurnar er líka hægt að
kaupa á Íslandi, til dæmis í Costco og
Sandholt bakaríi.
Súkkulaði panna cotta með
jólakökukruðeríi
Hráefni
› 800 g nýmjólk
› 200 g rjómi
› 80 g sykur
› 12 g matarlím (leggja í kalt vatn) eftir
viktun
› 210 g gott súkkulaði
Aðferð
Hitið mjólk, rjóma og sykur að 50
gráðum.
Látið síðan sykurinn saman við og
bætið matarlími við sem búið er
að vinda umfram vatn úr (kreista).
Hellið yfir bráðið súkkulaði og
hrærið rösklega.
Gott er að nota rafmagns töfrasprota
til ná blöndunni alveg sléttri – og
gangið úr skugga um að engar
loftbólur séu til staðar.
Hellið í heit glös (um 30 gráður) og
setjið síðan í kæli með plastfilmu
yfir.
Takið panettone jólabrauð eða
enska jólaköku og skerið eða rífið
í bita og bakið í ofni við 150-160
gráður í nokkrar mínútur og gerið
kökumylsnu til að setja á toppinn.
Súkkulaðisósa
Hráefni
› 120 g nýmjólk
› 30 g agavesíróp
› 72 g vandað súkkulaði
Aðferð
Látið mjólkina sjóða með sírópinu
Hellið litlu magni af heitri mjólk yfir
brætt súkkulaðið og hrærið.
Blandan þín ætti að lokum að hafa
teygjanlega áferð og glansandi útlit.
Ljúkið með því að bæta við
afganginum af vökvanum meðan
mjólkin er enn heit og blandaðu í
töfrasprota þar til þú hefur fullkomna
sósu.
Leyfið að geymast í kæli eða
framreiðið heita við 65 gráður.
Soðnar perur í kir royal með
stjörnuanís
Kir royal er hátíðlegur drykkur sem
samanstendur af sólberjalíkjör – sem
settur er í botninn á kampavínsglasi
– og síðan er fyllt með freyðivíni.
Auðvelt að gera fjölskylduvæna
útgáfu með berjasafa og/eða sultu
og sódavatni.
Flott og einfalt er að gera frosið
perukrap með því að blanda saman
innihaldinu úr einni niðursoðinni
perudós og frysta. Skafa svo krapið
yfir kalda eða jafnvel heita peruna
með bragðgóðu sýrópinu og jafnvel
litlum marengstoppum og rifsberjum
til skrauts.
Hráefni
› Tvær stórar perur eða fjórar litlar
perur. Skrældar, skornar til helminga
og kjarna- og fræhreinsaðar.
› Þrjár matskeiðar sykur
› Tveir bollar prosecco freyðivín eða
annað vín eða safi
› 1/2 bolli Crème de Cassis
sól berja líkjör, oftast notaður í kir
royal (má skipta út fyrir sultu eða fer
sk um/frosnum hindberjum)
› Krydd að eigin vali, stjörnuanís,
vanilla eða kanill
Aðferð
Skrælið og fjarlægið kjarna peranna,
en fjarlægið ekki stilkinn.
Hellið prosecco freyðivíni eða
ávaxtasafa í miðlungsstóran pott.
Þegar það byrjar að sjóða skal bæta
við sykri og Creme de Cassis líkjör
(eða sultu). Léttsjóðið.
Setjið perurnar í pott með flata
hlutann niður í pottinn. Eldið í um
fimm mínútur og bætið síðan við
kryddi.
Sjóðið þar til perurnar eru mjúkar.
Hægt er að athuga hvort þær eru
tilbúnar með því að stinga í þær með
beittum hnífi.
Takið perurnar úr pottinum og setjið
á fat.
Sjóðið vökvann lengur þar til hann
verður að þykku bragðgóðu sírópi.
Hellið ofan á perurnar og framreiðið
með perukrapi eða vanilluís.
Soðnar perur í kir royal með stjörnuanís. Myndir / BGK
Rósakáls- og strengjabaunasalat.
FORYSTUFLEKKUR og fleiri sögur
Fallegar dýrasögur úr gamla bændasamfélaginu sem lýsa
ástríku sambandi manna og dýra sem og einstökum vits-
munum málleysingjanna.
Rafræn vatnshitun fyrir handlaugar,
eldhúsvaska, sturtur og baðherbergi.
Samstundis kjörhiti
- nákvæmlega
Nýtískuleg
orkusparandi lausn
fyrir köld svæði
ÖRYGGI OG
GÆÐI FRÁ
ÞÝSKALANDI
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is