Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 70

Bændablaðið - 13.12.2018, Síða 70
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201870 Í sumar greindist ný tegund lúsar í eplarækt í Noregi. Ekki er vitað fyrir víst hvenær lúsin barst fyrst til landsins en hún getur valdið talsverðum skaða í ræktun ávaxta af rósaætt. Lúsartegund, sem kallast Eriosoma lanigerum á latínu en blóðlús á norsku, er upprunnin í Norður-Ameríku en hefur verið að breiðast um heiminn undanfarna áratugi. Helsta útbreiðsluleið hennar er sögð vera með matvæla- og vöruflutningum milli landa. Lýsnar geta valdið miklum skemmdum á rótum, stofni, greinum og blómum ávaxtatrjáa eins og eplum og perum. Auk þess sem lúsin leggst á mispil, álm, hegg og ask svo dæmi séu tekin. Skaðinn af völdum lúsarinnar felst í minni vexti plantnanna og sveppasýkingum sem fylgja í kjölfar þeirra. Kvikindið sem um ræðir er um 2 millimetrar að lengd og rauðleitt á ytra borði. Lúsin sjálf er þó sjaldan sjáanleg berum augum þar sem hún spinnur utan um sig ullarkenndan vef. Við bestu aðstæður, 20 til 26° á Celsíus, geta fæðst 20 ættliðir lúsarinnar á einu ári en mjög dregur úr starfsemi lúsarinnar fari hiti niður fyrir 10° á Celsíus. /VH Seinnipartinn í október hélt 30 manna hópur Íslendinga í landbúnaðar- og menningar- ferð til Ísrael og Palestínu, en tilgangur ferðarinnar var að kynna sér fjölþættan landbúnað á svæðinu sem og að heimsækja merka sögulega staði. Ferðin var afar vel heppnuð og fjölbreytt og hér á eftir fer stutt samantekt ferðarinnar. Þar sem frekar stutt er síðan skrifað var nokkuð ítarlega um landbúnað í Ísrael (10. og 11. tölublöð árið 2016) verður hér fyrst og fremst farið yfir þá þætti sem ekki komu fram við þá umfjöllun. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér fyrri skrif um landbúnað í Ísrael má benda á að hægt er að lesa öll eldri blöð Bændablaðsins á vefslóðinni: www.bbl.is. sem og á vefslóðinni timarit.is. Framleiða 1,6 milljarða lítra af mjólk Líkt og í flestum öðrum ferðum sem greinarhöfundur hefur komið að var megin áherslan lögð á fræðslu um mjólkurframleiðslu. Þannig var m.a. farið í heimsókn í land-búnaðarráðuneytið þar sem m.a. er starfrækt ráðgjafaþjónusta fyrir landbúnað. Þar hlýddi hópurinn m.a. á erindi Dr. Gaby Adin, sem er yfirmaður búfjárdeildar land- búnaðarstofnunar ráðuneytisins. Hann greindi hópnum frá helstu tölulegu staðreyndum um mjólkurframleiðslu landsins sem sjá má hér í meðfylgjandi töflu. Þá fór hann vandlega yfir hvernig mjólkurframleiðslunni er stýrt en í landinu er í gildi kvótakerfi og er kvótanum skipt niður á einstaka mánuði. Hvert bú þarf þó ekki að fylla sinn mánaðarlega kvóta heldur getur flutt framleiðsluna á milli mánaða. Sé það gert getur hinsvegar fengist lægra verð fyrir þá óframleiddu mjólk sem flutt er á milli mánaða sem skýrist af því að yfir vetrarmánuðina, frá nóvember og út apríl er minni eftirspurn eftir mjólk. Ef bú framleiðir minna en mánaðarlegur kvóti þess er þessa mánuði en framleiðir þeim mun meira en mánaðarlegur kvóti þess er yfir sumarmánuðina fæst greitt sérstakt álag á hvert framleitt kíló mjólkur. Tilgangurinn er augljóslega sá að reyna að halda uppi framleiðslunni þegar heitast er í veðri og klárlega erfiðast að fram- leiða mjólk Leggja mikla áherslu á rannsóknir og þróun Í sömu heimsókn hlýddi hópurinn einnig á Daniel Werner en hann fór m.a. yfir þróun landbúnaðarins í Ísrael og hvernig stjórnvöld stuðluðu að uppbyggingu matvælafram- leiðslu landsins. Að hans sögn var lykillinn að góðum árangri í landbúnaði hve miklum opinberum fjármunum væri varið til rannsókna og þróunarstarfs. Fyrir vikið væri landið leiðandi á mörgum sviðum landbúnaðar, sérstaklega hvað varðar hátækninýtingu og sérstaklega hvað varðar tækni til nýtingar á vatni. Í Ísrael er áratuga hefð fyrir mikilli samvinnu og einn af hornsteinum góðs árangurs í landbúnaði sagði Daniel felast í samvinnu vísindafólks, matvælaiðnaðar, bænda og stjórnvalda. Allir þessir aðilar vinna saman að því að bæta árangurinn ár frá ári, sem hefur skapað landinu mikla sérstöðu innan landbúnaðar á alþjóðlegum vettvangi. Kýrnar þekkja sitt pláss Að erindinu loknu var hópnum svo boðið í heimsókn í rannsóknakúabú landbúnaðars tofnunar innar. Þetta bú nýtist fyrst og fremst til rannsókna á fóðrun kúa en einnig eru framkvæmdar ýmsar aðrar rannsóknir. Það sem var nokkuð fróðlegt að heyra var að kýrnar sem eru í fóðrunartilraununum eru allar í lausagöngu og til þess að geta fylgst með áti einstakra gripa, þarf að nýta tölvutækni við gagnasöfnunina. Til þess að gera rannsóknastarfið einfalt er hverri kú kennt hvar hún á að éta við fóðurganginn en allar kýrnar eru með hálsbönd með örmerki í og þetta örmerki er í raun lykill að átkassa með fóðri í. Hver kýr getur þó einungis opnað þann kassa sem er merktur henni og því þarf að kenna hverri kú að finna þann kassa sem hennar örmerki getur opnað. Að sögn tilraunastjóra búsins gengur yfirleitt vel að kenna kúnum að finna sitt eigið átsvæði en þó getur það tekið upp í nokkra daga fyrir sumar kýr að finna svæðið sitt. Svo bætti hann því einnig við að einstaka sinnum kemur það svo fyrir að ómögulegt reynist að kenna kúnni að finna átkassann sinn og í því sambandi talaði hann um að kýrnar væru einfaldlega ekki allar jafn vel gefnar. Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Kjarreldar í Ástralíu. Ástralía: Kjarreldar og hvassviðri Íbúar og slökkviliðsmenn í Qeensland í Ástralíu berjast við fjölda skógarelda sem hafa kviknað vegna mikilla hita í fylkinu. Ekki bætir úr að hvassir vindar breiða eldinn hratt út og torvelda slökkvistarf. Áætlað er að barist sé við yfir 110 misstóra kjarrelda sem loga vítt og breitt um mitt Qeensland í Ástralíu. Íbúum margra þorpa í fylkinu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og víða hafa hús brunnið. Fulltrúi slökkviliðsmanna segir að erfiðast sé að hefta útbreiðslu eldanna yfir hádaginn þegar hitinn er mestur. Hvass vindur eykur einnig á útbreiðslu eldanna og erfitt að átta sig á hvar kvikni í næst. Vindurinn gerir það einnig að verkum að eldurinn getur farið hratt yfir stór svæði í snörpum hviðum. Til að gera slökkvistarfið enn erfiðara er víða skortur á vatni þar sem eldarnir loga. /VH Blóðlús er nýtilkominn óvæta í Noregi sem leggst á epli. Noregur: Blóðlús leggst á epli Leysingavatn vegna bráðnunar Grænlandsjökuls hefur aukist mikið undanfarin ár. Bráðnun jökulsins vegna hlýnunar lofthita á jörðinni er hraðari og meiri en búist var við og hækkun sjávarmáls vegna bráðnunarinnar því meiri en búist var við. Bráðnun Grænlandsjökuls á ári er sögð vera 50% meiri núna en fyrir daga iðnbyltingarinnar samkvæmt því sem segir í nýlegri grein í Nature. Það sem meira er að aukið magn leysingavatns frá jöklinum er nánast til komið á síðustu tveimur áratugum og er bráðnun jökulsins meiri síðustu tvo áratugina en síðustu átta aldir. Samkvæmt grein Nature er jökullinn viðkvæmari fyrir hlýnuninni en búist hafði verið við. Borsýni sem tekin voru úr jöklinum gera vísindamönnum kleift að rannsaka bráðnun hans allt að 400 ár aftur í tímann. Samkvæmt þeimer ekki um að villast að bráðnunin hefur aukist jafnt og þétt frá dögum iðnbyltingarinnar og mikið síðustu árin. Í greininni segir að leysingavatn frá Grænlandsjökli leggi til um 20% af hækkun sjávarmáls í heiminum í dag en með sama áframhaldi verði það um 40% um næstu aldamót. Þar segir einnig að ef ekkert verði að gert til að stöðva og draga úr hlýnun jarðar endi með því að bráðnun jökla verði það mikil að hún muni verða þess valdandi að stór landsvæði, ræktunarlönd og borgir fari undir sjávarmál. /VH Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls Hækkun sjávar vegna bráðnunar jökla leiðir til þess að ræktarland fer undir sjávarmál og ógnar þannig fæðuöryggi í heiminum. Á samyrkjubúinu Hof Hasharon er mjólkað í mjaltabás með 60 mjaltatækjum og sjá einungis 3 starfsmenn um mjaltirnar. Myndir / SS Landbúnaðar- og menningarferð til Ísrael og Palestínu Á rannsóknabúi landbúnaðarstofnunar Ísraels þurfa kýrnar að læra að þekkja sitt átpláss svo hægt sé að fylgjast með áti þeirra. Það getur tekið sinn tíma og þá eru þær teknar úr fóðurathuguninni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.