Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 74
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201874
Enn eitt vænleikaárið er að baki.
Meðalfallþungi á landsvísu var
sá næst mesti sem verið hefur hjá
afurðastöðvunum og mikið kom
fram af fádæma glæsigripum í
lambaskoðunum haustsins. Hér
verður farið nokkrum orðum um
helstu niðurstöður eftir skoðun
lamba í haust.
Umfang skoðunar var nokkuð
svipað og sl. haust en hrútlömb
þó færri. Samkvæmt Fjárvís.is
(2.des 2018) voru skráðir dómar á
hrútlömbum í haust 11.321 og fjöldi
skoðaðra gimbra 46.839. Lömb
þessi eiga uppruna á 774 búum
sem er á svipuðu róli og í fyrra.
Gimbrunum fjölgar heldur milli ára
en hrútlömbum fækkar um u.þ.b.
þúsund gripi. Ástæða fækkunar á
þeim getur verið sökum samdráttar
sem var í sæðingum sl. haust en
ávallt hefur verið lögð áhersla á það
að skoða sem mest af afkvæmum
stöðvahrútanna.
Lambhrútahópurinn sem metinn
var í haust er sá jafnbesti sem til
skoðunar hefur komið. Meðaltöl
fyrir lífþunga, bakvöðvaþykkt
og heildarstig eru hærri en áður.
Meðalþungi hrútanna var 48,2
kg sem er hálfu kílói hærri en sl.
haust. Sé miðað við metárið 2016,
þegar fallþungi dilka var 16,7 kg,
þá eru hrútarnir nú 0,1 kg þyngri,
fótleggur mælist sá sami eða 108,8
mm, bakvöðvaþykktin er 0,2 mm
meiri nú en fitan 0,1 mm minni.
Meðalhrúturinn stigast í haust upp á
84,5 stig en heildarstigin hafa sífellt
verið að potast upp og aukast um
0,2 stig frá síðasta hausti. Gögn frá
sláturhúsunum sýna að fallþunginn
var sá næst mesti sem verið hefur
eða 16,6 kg, gerðin jókst aftur um
0,01 stig milli ára og endaði í 8,99 og
fitan jókst lítillega en meðaleinkunn
sláturlamba var 6,38. Þessar tölur eru
því jákvæð vísbending um framfarir í
stofninum þó vissulega hafi árferðið
mikil áhrif á þetta allt saman.
Bakvöðvinn þykkastur í Vestur-
Húnavatnssýslu
Hvergi voru skoðaðir fleiri
lambhrútar en í Strandasýslu en þar
voru stigaðir 1.256 hrútar. Miðað við
fjárfjölda á svæðinu er þetta jafnframt
hæsta hlutfall skoðaðra lamba eða um
4% af fæddum lömbum. Fæstir hrútar
voru hins vegar stigaðir í Gullbringu-
og Kjósarsýslu aðeins 33 gripir. Ef
skoðuð eru meðaltöl hrútlamba eftir
sýslum þá áttu Vestur-Húnvetningar
öflugasta hrútahópinn í ár en þar
var bakvöðvinn þykkastur eða 32,8
mm að jafnaði. Voru þessir hrútar
jafnframt hæst stigaðir en meðal
hrúturinn var með 85,6 stig.
Mávur atkvæðamestur
Ríflega þúsund lambhrútar hlutu 87
stig eða hærra í haust. Ef skoðað er
hvaða hrútar eru þar atkvæðamestir
sem feður toppanna þá eru 6
sæðingastöðvahrútar sem eiga fleiri
en 15 syni í hópnum. Mávur 15-990
frá Mávahlíð á þar flesta eða 47.
Hann er jafnframt með hæst meðaltal
fyrir heildarstig af stöðvarhrútunum.
Þá kemur Bjartur 15-967 frá Ytri-
Skógum með 45 syni. Báðir þessir
hrútar njóta þess að vera bæði öflugir
lambafeður og gefa hreinhvíta ull.
Tvistur 14-988 frá Hríshóli er þriðji
með á 37 syni. Næstir þar á eftir
koma Kollur 15-983 frá Árbæ (33),
Lási 13-985 frá Leifsstöðum (27) og
Frosti 14-987 frá Ketilseyri (17).
Hæst stiguðu lambhrútarnir
Sá hrútur sem hæst var metinn í haust
var lamb nr. 169 frá Landamótsseli
í Suður-Þingeyjarsýslu með 92,5
stig. Þessi þroskamikli og vel gerði
hrútur rekur ættir sínar í Gaur 09-
879 frá Bergsstöðum og Snæ 07-
867 frá Ingjaldsstöðum í þriðja lið.
Næst hæsti hrúturinn er
svargolsóttur, lamb nr. 410 frá
Syðri-Urriðaá í Miðfirði með 91
stig. Faðir hans, Galsi 17-018 er
kominn út af Grábotna 06-833 í
beinan karllegg í 4. lið en móðir
hans er dóttir Runna 11-014 frá
Syðri-Urriðaá.
Þriðji efsti hrútur landsins er
einnig með 91 stig en hann er frá
Grænahvammi á Vatnsnesi. Þetta er
hvítur kollóttur hrútur sem hlotið
hefur nafnið Herkúles (lamb nr.
288). Herkúles er undan Lampa
12-980 frá Melum og aðkeyptri
á sem fædd er á Bassastöðum í
Steingrímsfirði.
Nánar má skoða dóma þessara
hrúta í töflu 1 þar sem listaðir eru
upp þeir gripir sem efstir stóðu í
hverri sýslu.
Gert er upp á milli hrúta sem
standa jafnir með því að taka tillit
til samanlagðra stiga fyrir frampart,
bak og afturpart, síðan er horft á
bakvöðvaþykktina, þá fituþykkt á
baki og ef einhverjir standa enn
jafnir ræður lögun bakvöðvans.
Gefum ekkert eftir í gæðum
Stundum heyrast þær raddir að
áhersla á þykkt bakvöðvans séu of
miklar í ræktunarstarfinu þar sem
bóndinn njóti þess ekki í öllum
tilfellum í kjötmatinu og jafnvel að
aukin holdfylling yfir höfuð skili
bændum of litlu, þunginn sé það
sem öllu máli skiptir.
Vissulega væri réttlátara ef
beinn ávinningur bóndans væri
enn meiri af því að bæta vöruna og
gera hana hagkvæmari til vinnslu.
Hafa ber í huga að þær gríðarlegu
framfarir sem náðst hafa í því að
bæta bakvöðvann hafa þó skilað því
að hryggurinn er lang eftirsóttasti
og verðmætasti skrokkhlutinn í dag.
Það er mikið metnaðarmál fyrir
framleiðendur lambakjöts að gera
lambið sífellt samkeppnishæfara
á kjötmarkaði. Því skiptir miklu
máli fyrir heildarhagsmuni
sauðfjárbænda að framleiða
gæðavöru þar sem áhersla er lögð
á kjötgæði í víðum skilningi.
Verkefnin framundan, varðandi
kjötgæðin, eru að halda áfram að
jafna og bæta framleiðsluna, halda
fitunni hæfilegri og standa vörð um
bragðgæðin. Þar leggja bændur sitt
af mörkum með því að framleiða
úrvalsgripi. Meðferð lamba fyrir
og eftir slátrun getur einnig haft
mikil áhrif á gæði vörunnar og
þar þurfa allir að standa saman
um að stuðla að því, að neytandi
sé áfram ánægður og stoltur af því
að eiga kost á að fá heimsins besta
lambakjöt (að mínu mati) á diskinn
sinn.
Almenn og mikil þátttaka í
skoðunum á lömbum og sæðingum
hafa verið lykil þættir í því að
keyra framfarir áfram í stofninum.
Haustið 2017 stóðu sauðfjárbændur
frami fyrir því að greinin var lent
í öldudal. Afurðaverð hrundi og
hafði það strax þónokkur áhrif á
þátttöku í ræktunarstarfinu þar sem
samdráttur varð í sauðfjárskoðunum
og sæðingum.
Nefna má, að hugmyndir eru
til skoðunar um að spyrða saman
gjaldtöku fyrir lambadóma við
þátttöku í sæðingum þannig að þeir
sem eru duglegir að sæða njóti betri
kjara gagnvart dómum á lömbum.
Hvet ég bændur eindregið til
að vera duglegir að nýta sér kosti
stöðvahrútanna og fara varlega í
að beita sparnaðarhnífnum gegn
kynbótunum heldur fjárfesta í
arðmeiri fjárstofni.
Góðar stundir og gleðileg jól.
Uppruni La
m
bs
nr
.
Faðir Þu
ng
i (
kg
)
Óm
vö
ðv
i
Óm
fit
a
Lö
gu
n
Fó
tle
gg
ur
Ha
us
Há
ls+
he
rð
ar
Br
in
ga
+ú
tlö
gu
r
Ba
k
M
al
ir
Læ
ri
Ul
l
Fæ
tu
r
Sa
m
ræ
m
i
St
ig
al
ls
1 Kiðafell 18 13-941 Serkur 67 32 5,1 4,0 113 8,0 9,0 8,5 9,0 9,0 18,5 8,5 8,0 9,0 87,5
2 Kiðafell 14 14-972 Fannar 64 31 5,4 4,0 113 7,5 9,0 8,5 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 87,0
3 Miðdalur 361 14-988 Tvistur 56 34 5,1 4,5 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,0 7,5 8,0 8,5 86,5
4 Morastaðir 885 17-033 Ölur 48 30 2,2 4,5 106 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 8,0 8,0 8,0 86,5
5 Kiðafell 328 17-002 Önugur 53 31 4,4 4,5 108 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 86,5
1 Oddsstaðir 1 11 14-988 Tvistur 55 38 3,2 5,0 110 8,0 9,5 9,5 10,0 9,0 19,0 8,0 8,0 9,0 90,0
2 Kjalvararstaðir 46 14-001 63 37 4,7 4,5 109 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,5 8,0 8,0 9,0 89,5
3 Oddsstaðir 1 6 15-967 Bjartur 51 36 3,4 4,5 108 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5
4 Hægindi 78 15-983 Kollur 59 31 3,1 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,5 9,0 8,0 9,0 89,0
5 Múlakot 144 14-056 Óson 53 39 2,6 5,0 110 8,0 9,0 9,0 10,0 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 88,5
1 Sámsstaðir 11 15-967 Bjartur 48 34 1,8 5,0 105 8,0 9,0 9,5 9,5 9,0 19,0 8,5 8,0 8,5 89,0
2 Rauðanes 3 134 16-444 Gils 54 32 3,5 5,0 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 88,5
3 Rauðanes 3 132 13-941 Serkur 44 34 2,6 4,5 109 8,0 8,5 9,0 9,5 9,5 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5
4 Leirulækur 92 16-006 Birtingur 54 31 2,9 4,5 105 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 8,5 88,0
5 Bjarnastaðir 177 16-324 Steinn 52 31 3,8 4,5 110 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5
1 Neðri-Hóll 431 14-988 Tvistur 55 35 2,6 5,0 103 8,0 9,0 9,5 9,5 10,0 20,0 8,0 8,0 8,5 90,5
2 Hoftún 141 16-252 53 35 4,9 5,0 101 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,5 8,0 8,0 9,0 89,5
3 Hjarðarfell 431 13-944 Magni 61 35 3,5 4,5 111 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,5
4 Hjarðarfell 304 17-694 Vöðvi 58 32 4,2 4,5 103 8,0 9,5 9,5 9,0 9,5 18,0 9,0 8,0 9,0 89,5
5 Hraunháls 25 15-983 Kollur 46 35 3,2 5,0 108 8,0 9,0 9,5 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 9,0 89,0
1 Skörð 20 15-967 Bjartur 53 37 2,7 5,0 107 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 8,5 89,5
2 Geirmundarstaðir 251 17-520 Flygill 56 37 3,2 5,0 110 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 89,0
3 Skörð 155 17-054 48 36 2,3 5,0 106 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 88,5
4 Rauðbarðaholt 91 16-523 Reykur 52 36 3,2 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 88,5
5 Rauðbarðaholt 63 15-512 Gnúpur 54 32 2,3 4,5 112 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 88,5
1 Árbær 25 16-048 Stubbur 64 35 4,5 4,5 107 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 88,5
2 Kambur 105 16-275 Goði 54 30 4,5 4,0 111 8,0 9,0 9,0 8,5 9,5 18,5 9,0 8,0 9,0 88,5
3 Árbær 31 16-045 Nero 56 35 5,8 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 8,5 8,0 8,5 88,0
4 Brjánslækur 1 707 17-201 Asi 50 36 4,8 4,0 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 8,5 88,0
5 Árbær 65 16-048 Stubbur 53 35 3,6 4,5 108 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 8,5 88,0
1 Hólar 85 16-118 Kappi 52 37 3,5 4,5 108 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 87,0
2 Kirkjuból 860 15-138 64 36 6,4 4,5 109 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 87,0
3 Minni-Hlíð 265 13-219 Magni Mjölnisson 48 30 4,1 4,5 106 8,0 8,5 8,5 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 8,5 87,0
4 Botn 2 11 14-222 Reginn 45 37 5,6 4,5 109 8,0 8,5 8,5 9,5 8,5 18,0 9,0 8,0 9,0 87,0
5 Botn 2 43 16-222 Rúni Júl 45 35 3,8 4,5 109 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 86,5
1 Broddanes 1 156 17-089 Smári 53 41 5,2 5,0 104 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 8,0 8,0 8,5 90,0
2 Laxárdalur 3 121 15-991 Njörður 52 38 3,6 5,0 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 89,5
3 Melar 1 94 14-082 Jesper 47 33 3,1 4,5 105 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5
4 Melar 1 313 17-246 Pjakkur 50 33 3,3 4,5 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 9,0 8,0 8,5 89,5
5 Laxárdalur 3 127 13-971 Ebiti 48 41 2,9 5,0 110 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 18,5 7,5 8,0 9,0 89,0
1 Syðri-Urriðaá 410 17-018 Galsi 64 41 4,2 5,0 109 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,5 91,0
2 Grænihvammur 1087 12-980 Lampi 60 35 4,9 4,5 106 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,5 9,0 8,0 9,5 91,0
3 Bergsstaðir 66 14-144 Unaðsbolti 54 42 2,5 5,0 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,5 8,0 8,0 9,0 90,5
4 Syðri-Urriðaá 375 17-011 Dracula 52 40 3,9 5,0 110 8,0 9,0 9,5 10,0 10,0 19,0 8,0 8,0 9,0 90,5
5 Reykir 385 15-983 Kollur 58 38 2,7 5,0 109 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 8,5 7,5 9,0 90,5
1 Stekkjardalur 77 17-657 60 40 3,7 5,0 114 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 90,5
2 Hólabær 311 16-995 Fáfnir 50 36 3,9 4,5 107 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5
3 Kornsá 13 16-791 Spakur 57 37 3,5 5,0 111 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 89,0
4 Hjallaland 64 14-988 Tvistur 60 38 3,1 4,5 113 8,0 9,0 9,5 10,0 9,0 18,0 8,0 8,0 9,0 88,5
5 Stóra-Búrfell 95 15-967 Bjartur 55 37 4,1 5,0 109 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 8,5 88,5
1 Halldórsstaðir 479 17-426 Jesper 51 33 2,8 4,5 106 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 89,0
2 Beingarður 533 15-983 Kollur 52 31 4,9 4,5 106 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,0
3 Keta 1 15-967 Bjartur 50 34 3,8 5,0 108 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 19,0 8,5 8,0 9,0 88,5
4 Stóra-Holt 26 17-043 Stampur 53 36 3,6 4,5 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5
5 Minni-Akrar 8007 10-920 Kölski 58 35 5,2 4,5 110 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,0 7,5 7,5 9,0 88,0
1 Ytri-Villingadalur 46 15-983 Kollur 59 30 3,3 5,0 114 8,0 9,0 8,5 9,0 9,0 19,0 9,0 8,0 9,5 89,0
2 Vatnsendi 10 15-990 Mávur 58 34 2,2 5,0 112 7,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 9,0 8,0 9,0 88,5
3 Syðri-Bægisá 59 16-387 Broddi 55 34 2,3 5,0 110 8,0 9,0 8,5 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 88,5
4 Hríshóll 37 11-947 Kraftur 44 35 2,3 5,0 106 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 8,0 88,0
5 Hríshóll 13 14-002 Tumi 52 35 2,8 5,0 109 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 18,5 7,5 8,0 9,0 88,0
1 Landamótssel 51 17-166 Belgur 65 42 5,8 5,0 108 8,0 10,0 9,5 10,0 10,0 20,0 8,0 8,0 9,0 92,5
2 Landamótssel 19 17-167 Buffi 60 38 2,9 4,5 114 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,5
3 Stóru-Tjarnir 81 16-096 Kopar 50 36 2,5 4,5 111 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 7,5 8,0 9,0 88,5
4 Svartárkot 681 13-985 Lási 47 36 3,7 4,5 113 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 88,5
5 Yzti-Hvammur 449 16-146 Muninn 51 35 2,1 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 88,5
1 Bjarnastaðir 225 16-152 Bakki 56 40 3,8 5,0 106 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 89,5
2 Hagaland 242 16-154 Líni 47 35 3,2 5,0 109 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 89,5
3 Sveinungsvík 1 95 17-202 Balti 48 35 2,4 5,0 109 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 89,0
4 Garður 76 16-258 Elvis 54 37 3,0 5,0 108 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 88,5
5 Hafrafellstunga 1 5092 17-102 Vafi 41 34 2,7 5,0 104 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 8,0 88,5
1 Melar 599C 17-120 Elgur 56 35 4,6 5,0 105 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5
2 Melar 660A 16-116 Saumur 48 33 2,1 5,0 102 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5
3 Hákonarstaðir 3 564B 13-985 Lási 45 31 3,7 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5
4 Burstafell I 5442 14-988 Tvistur 53 34 3,0 4,5 105 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,0 8,0 8,0 8,5 88,0
5 Burstafell I 4601 15-789 Pinni 45 34 4,3 5,0 104 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 88,0
1 Víkingsstaðir 38 12-980 Lampi 48 36 4,4 5,0 104 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,5
2 Víkingsstaðir 12 15-990 Mávur 46 33 1,8 5,0 106 8,0 9,0 9,5 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,5
3 Slétta 6 15-967 Bjartur 60 40 3,0 5,0 109 8,0 9,0 9,5 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 89,0
4 Hjartarstaðir 1 59 17-002 Ofur Máni 46 37 3,0 5,0 108 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 89,0
5 Gilsárteigur 2 210A 16-064 Kubbur 46 35 1,4 5,0 102 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,0
1 Setberg 1 2761 15-992 Óðinn 50 36 3,3 4,5 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 8,5 8,0 8,5 88,5
2 Svínafell 2 og 4 260 16-995 Fáfnir 50 38 2,9 5,0 107 8,0 9,0 9,0 10,0 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 88,0
3 Svínafell 2 og 4 49 14-986 Bergson 56 39 5,5 4,5 107 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5
4 Svínafell 3 1 16-501 Fróði 55 35 5,8 4,0 113 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5
5 Litla-Hof 14 13-985 Lási 46 35 3,6 4,5 107 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 8,0 87,5
1 Borgarfell 1 og 3 1949 17-331 Safír 55 34 2,7 4,5 109 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 88,0
2 Fagridalur 31 16-568 Djákni 59 36 2,5 5,0 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5
3 Úthlíð 124 60 36 4,9 4,5 115 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5
4 Borgarfell 1 og 3 1904 13-951 Burkni 54 35 5,1 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 87,5
5 Prestsbakki 28 12-970 Brúsi 55 31 5,8 4,0 110 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 8,5 8,0 8,5 87,5
1 Djúpidalur 53 17-164 Laxi 57 37 3,1 5,0 109 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 19,0 8,5 8,0 8,5 89,5
2 Árbær 12 16-016 Álfur 55 32 6,5 4,5 107 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 89,0
3 Skíðbakki 3 39 16-210 Botni 55 40 4,3 5,0 111 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 88,0
4 Skíðbakki 3 14 16-210 Botni 54 40 4,5 5,0 108 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 88,0
5 Álfhólar 61 17-193 Goði 52 36 3,3 5,0 111 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 88,0
1 Gýgjarhólskot 1 164 15-990 Mávur 66 39 4,3 5,0 111 8,0 9,5 9,5 9,5 10,0 19,0 8,0 8,0 8,5 90,0
2 Brúnastaðir 1 38 15-992 Óðinn 59 37 3,3 5,0 107 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 18,5 9,0 8,0 8,5 90,0
3 Hrafnkelsstaðir 1 779 16-721 Hængur 62 36 5,8 4,5 107 8,0 9,5 9,5 9,0 9,5 19,5 8,0 8,0 8,5 89,5
4 Steinsholt 2 145 14-966 Vinur 55 44 5,0 5,0 109 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5
5 Bræðratunga 15 15-992 Óðinn 55 39 4,4 5,0 109 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5
Eyjafjarðarsýsla
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Borgarfjarðarsýsla
Mýrasýsla
Snæfells- og Hnappadalssýsla
Dalasýsla
Barðarstrandarsýslur
Ísafjarðarsýslur
Strandasýsla
Vestur-Húnavatnssýsla
Austur-Húnavatnssýsla
Skagafjarðarsýsla
Rangárvallasýsla
Árnessýsla
Suður-Þingeyjarsýsla
Norður-Þingeyjarsýsla
Norður-Múlasýsla
Suður-Múlasýsla
Austur-Skaftafellssýsla
Vestur-Skaftafellssýsla
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Eyþór Einarsson
ábyrgðarmaður í
sauðfjárrækt
ee@rml.is
Af niðurstöðum lambadóma 2018:
Lambhrútahópurinn sá jafnbesti