Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Sem betur fer eru flestir ökumenn löghlýðnir og fara eftir settum reglum, jafnt í borg, bæjum og sveitum landsins. Innan um hina heiðvirðu ökumenn eru samt allt of margir skussar sem setja sjálfan sig og aðra vegfarendur í stórhættu á hverjum einasta degi. Auðvitað ætti ekki að þurfa að beita refsingum til að fá fólk til að haga sér skynsamlega í umferðinni, en reynslan sýnir því miður að það er nauðsynlegt. Þann fyrsta maí síðastliðinn öðlaðist gildi ný reglugerð með viðauka þar sem verulega er hert á sektarákvæðum og upphæðir hækkaðar til muna. Flestir hafa orðið varir við umræðu um 47. gr. a. um notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur vélknúins ökutækis. Sekt við slíku broti hækkaði úr 5.000 í 40.000 krónur. Það er þó aragrúi annarra sektarákvæða sem hækkuðu einnig sem vert væri fyrir allan almenning og þar með verktaka og bændur að skoða líka. Þar má t.d. benda á 78. grein um rekstur búfjár: 1. mgr.: Búfé rekið á vegi í þéttbýli án leyfis lögreglustjóra 20.000. 2. mgr.: Of fáir gæslumenn við rekstur búfjár í dreifbýli 20.000. 3. mgr.: Búfé ekki vikið fljótt og greiðlega úr vegi annarrar umferðar 20.000. Bændur ekki síður en verktakar mættu líka hafa í huga að við broti á reglum um hleðslu, frágang og merkingu á farmi geta verið töluverðar sektir, allt eftir eðli brots. Þær eru frá 20 til 160.000 krónum. Í 86. grein er ákvæði er varðar vegavinnu og virðast ansi oft brotin án þess að nokkuð sé aðhafst, en þar segir: Merkingar þegar röskun á vegi vegna vegavinnu eða af öðrum ástæðum veldur hættu. Ófullnægjandi merking 20.000 –40.000. Reyndar mættu veghaldarar líka alveg taka þetta til sín, því oft eru umferðarmerkingar ekki eins og best verður á kosið. Fjölmörg ákvæði varða alla ökumenn hvar sem er í umferðinni. Þó vetur eigi nú að vera liðinn, þá er leti og trassaskapur ökumanna ekki litinn hýru auga af löggjafanum og reglugerðarsmiðum. Ef letin er að drepa menn á frostmorgni og fólk að flýta sér á leið í vinnu og nennir ekki að skafa hélu af rúðum, þá getur það kostað viðkomandi 20.000 krónur. Leti af þessu tagi getur nefnilega af augljósum ástæðum skapað stórhættu í umferðinni. Þá eru það ákvæði um ljósanotkun sem hafa verið tekin allt of miklum vettlingatökum til þessa. Trassaskapur, leti og hreint hugsunarleysi í þeim efnum getur nefnilega valdið stórhættu og hefur margítrekað valdið stórtjóni og slysum á fólki. Í 31. grein reglugerðar er tekið á merkjum og merkjagjöf og þar er að sjálfsögðu líka átt við stefnuljós. Nenni menn ekki að gefa stefnuljós, þá getur það kostað viðkomandi 20.000 krónur. Ef menn kunna hins vegar ekki að nota slíkan ljósabúnað ætti auðvitað að svipta viðkomandi ökuréttindum. Samkvæmt umferðarlögum á alltaf að nota full ökuljós í akstri, allan sólarhringinn. Þar dugar ekki sjálfvirk kveiking á ljósum sem fylgir flestum nýjum bílum í dag og kveikja bara „led“ ljós að framan og oft engin ljós á afturhluta ökutækis. Í 1. málsgrein 32. gr. reglugerðar segir að ef ökuljós eru eigi tendruð í dagsbirtu, þá er sektarákvæðið 20.000 krónur. 2. mgr.: Ökuljós eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi 20.000. 3.–8. mgr.: Óheimil eða röng notkun ljósa 20.000. Þegar menn stöðva bifreið, t.d. úti í vegkanti, þá ber að nota stöðuljós. Í 33. grein segir að ef stöðuljós eru eigi tendruð, þá er sektin 20.000 krónur. /HKr. Virðum reglur ÍSLAND ER LAND ÞITT Þorlákshöfn (áður Elliðahöfn) er bær í Sveitarfélaginu Ölfusi í Árnessýslu. Árið 2015 voru um 1.700 manns með skráða búsetu í bænum, en þann 1. janúar síðastliðinn voru skráðir íbúar 1.651. Í apríl 1937 keypti Kaupfélag Árnesinga með aðstoð Egils Thorarensens jörðina Elliðahöfn sem fyrir því að koma upp hafnaraðstöðu á þessu svæði. Hagur Þorlákshafnar vænkaðist töluvert eftir að ákveðið var á fundi í Selfossbíói, þann 10. að gengið hafði verið frá kaupum á þeim og 1951 voru 14 manns með skráða búsetu í Þorlákshöfn. Mynd / HKr. Þann 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamning- ur á milli Íslands og Evrópusambandsins, oft nefndur tollasamningur. Ísland er nú orðið það land í veröldinni sem leggur tolla á hvað fæstar vörur yfirleitt. Ríkisstjórn áranna 2013–2016 afnam einhliða alla tolla nema á matvörum, án þess að nokkuð kæmi þar á móti. Nær 90% af tollskránni ber engan toll yfirleitt, sama hvaðan vörurnar koma, og enginn gagnkvæmur aðgangur er tryggður á móti. Þessi tala er 26% í Evrópusambandinu. Sama ríkisstjórn undir- ritaði framangreindan samning haustið 2015. Tollfrjáls innflutningur frá ESB-löndum Á árunum eftir hrun voru miklir möguleikar fólgnir í auknum útflutningi á skyri og lambakjöti á Evrópumarkað. Framleiðendur í þeim greinum vildu freista þess að fá aukinn markaðsaðgang. ESB verndar nefnilega sína framleiðslu með tollum og er ekki með neinar fyrirætlanir um að hætta því. Vonir stóðu til að í þessum samningi yrði tekið tillit til stærðar markaða – þannig að samið væri um tollfrelsi fyrir sambærilega markaðshlutdeild beggja vegna. Svo varð aldeilis ekki. Samningurinn fellir niður tolla á unnum matvælum frá ESB. Það eru um 75% af þeim tollnúmerum sem almennt bera toll. Tollar lækka á 8% til viðbótar. Að öllu þessu virtu verður samningurinn til þess að flytja má rúm 97% af tollskránni hingað frá ESB tollfrjálst og tæpt 1% til viðbótar á lægri tollum. Þá standa eftir tæp 2% á fullum tollum. Það er öll tollverndin sem íslensk matvælaframleiðsla nýtur eftir gildistöku samningsins. Fimmföldun innflutningskvóta frá ESB En ekki nóg með það. Í samningnum er til viðbótar kveðið á um tollfrjálsa kvóta – innan þeirra tveggja prósenta sem bera toll. Kvótar sem ESB fær að flytja hingað fimmfaldast þegar samningurinn hefur tekið gildi að fullu í ársbyrjun 2021. Tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast á sama tíma. Rislitlar mótvægisaðgerðir Eftir að samningurinn var undirritaður stofn- setti þáverandi landbúnaðarráðherra vinnu- hóp til að skoða hvernig mætti koma til móts við fyrirsjáanleg áhrif hans á landbúnað. Sá hópur skilaði skýrslu með átta tillögum í júní 2016. Enn sem komið er hafa ráðherrann og sporgöngufólk hans í ráðuneytinu komið litlu í framkvæmd af þeim tillögum. Ekki einu sinni þeirri að nýting á tollkvótum yrði umreiknuð yfir í kjöt á beini eins og gert er í ESB. Í þeim efnum skiptir máli að spila eftir sömu leikreglum. ESB umreiknar beinlaust kjöt yfir í heila skrokka í mörgum tilvikum. Það er eðlilegt og sanngjarnt að nota sömu stuðla hvort sem kjöt er flutt inn eða út úr landinu. Þá heimta sumir að hluti kvótanna verði opnaður einhliða strax og vísa til umræðna á Alþingi við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016. Það var vissulega rætt en það var líka rætt að þá þyrfti að hraða opnun á okkar kvóta inn á markaði ESB. Ekki hefur borið á því að það hafi einu sinni verið reynt. Tollvernd er til að jafna samkeppnisstöðu milli landa, til dæmist vegna mismunandi fram- leiðsluaðstæðna. Með tollvernd er jafnframt leitast við að tryggja innlendan framleiðslu- vilja. Hún er önnur tveggja meginstoða land- búnaðarstefnunnar. Sumar búgreinar treysta alfarið á hana, aðrar á beinan stuðning og enn aðrar á blöndu beggja. Allt þetta hefur þýðingu til að standa vörð um innlend störf, heilbrigða búvöruframleiðslu án lyfja og hormóna og byggð í landinu. Íslenskum landbúnaði er ógnað Takist hagsmunagæslumönnum inn- flutningsaflanna að brjóta það litla sem eftir er af tollvernd innlendra búvara er hætt við því að búskapur dragist hratt saman á Íslandi. Nýliðið Búnaðarþing tók svo djúpt í árinni að álykta um að tollasamningum við ESB frá 2007 og 2015 yrði sagt upp með vísan til breyttra forsenda. Bændur sætta sig einfaldlega ekki við að innlendum landbúnaði sé ógnað með þessum hætti. Við endurskoðun búvörusamninganna á næsta ári þarf að ræða stöðu og virkni tollverndar í heild. Þar munu bændur krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Sanngjörn samkeppni? Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.