Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
„Krafa okkar skógarbænda er
fyrst og fremst sú að ríkið standi
við gerða samninga við bændur
og að í fjárlögum ársins 2018 sem
og í næstu fjármálaáætlunum til
5 ára verði gert ráð fyrir auknum
framlögum til skógræktar.
Við leggjum líka áherslu á að
gróðursetningu verði haldið áfram
í samræmi við samninga og að hægt
verði að fara í fyrstu grisjun skóg-
anna innan eðlilegra tímamarka,“
segir Jóhann F. Þórhallsson,
gjaldkeri Félags skógarbænda á
Austurlandi.
Frumkvöðlar í skógrækt
Skógarbændur á Austurlandi
fögn uðu nýlega 30 ára afmæli
félagsins, en það var stofnað 3.
maí árið 1988. Félagið hefur alla
tíð síðan verið í fararbroddi við
uppbyggingu og hagsmunagæslu
varðandi bændaskógrækt. Um
180 samningar um skógrækt eru í
gildi í fjórðungnum upp á um 18
þúsund hektara lands og er búið að
gróðursetja um 28 milljón plöntur í
alls 11 þúsund hektara
„Bændur á Austurlandi eru stoltir
af framlagi sínu við að byggja upp
skógarauðlindina og að vera frum-
kvöðlar í skógrækt á Íslandi,“ segir
Jóhann, en bændur eystra voru þeir
fyrstu sem stofnuðu með sér félags-
skap um sína skógrækt og er félag
þeirra því það elsta sinnar tegundar
hér á landi.
Hugmyndin fæddist þegar
erfiðleikar voru í landbúnaði
Þó nokkur undirbúningur lá að baki
stofnun félags skógarbænda fyrir
þremur áratugum. Erfiðleikar voru
í landbúnaði á þeim tíma. Gripið var
til allsherjar niðurskurðar sauðfjár
á Héraði vegna riðu þannig að ekki
blés byrlega fyrir austfirskum sauð-
fjárbændum, en þeir þurftu að vera
fjárlausir í tvö til þrjú næstu ár á eftir.
Til tals hafði komið á ráðstefnu um
atvinnumál að eitthvað yrði að gera
í málefnum landbúnaðarins og nefnt
var að ef til vill væru sóknarfæri í
skógræktinni. Fæddist sú hugmynd
að fá ríkið til liðs svo greiða mætti úr
þeim erfiðleikum sem bændur stóðu
frammi fyrir og náðist það markmið
með stofnun Héraðsskóga.
Tilgangur þess félags var fyrst
og fremst að rækta nytjaskóg á
Fljótsdalshéraði, sinna umhirðu þess
skóglendis sem fyrir var og treysta
með því byggð og efla atvinnulíf á
Héraði. Í þá daga voru einungis örfá-
ir birkiskógar til staðar auk ræktaðra
skóga á stöku stað.
Héraðsskógar höfðu starfað um
sjö ára skeið þegar Suðurlandsskógar
urðu til og síðan fylgdu önnur sams
konar félög í kjölfarið í öðrum
fjórðungum landsins. Landssamtök
skógareigenda voru síðan stofnuð á
Hallormsstað sumarið 1997, en þau
halda m.a. utan um hagsmunamál
skógarbænda og hafa hægt og bítandi
gert sig meira gildandi í umræðunni.
Jóhann segir að verulega vanti
upp á að staðið sé við samninga
sem ríkið hefur gert við bændur,
skortur sé á fjárveitingum til skóg-
ræktar á lögbýlum. Frá árinu 2008
hefur framlag til skógræktar dregist
saman um meira en 40% og bend-
ir hann á að samdrátturinn sé enn
meiri þegar að Austurlandi kemur.
Heildargróðursetning skógarbænda
SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA
Skógarbændur útskrifaðir af Græniskógum I vorið 2006. Efri röð frá vinstri; Björgvin Eggertsson, Jóhann F. Þórhallsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Halldór Sigurðsson, Björn Ármann Ólafsson,
Ellendersen, Sigrún Erla Ólafsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir.
Myndir frá Skógargerði, þá fyrstu tók Skúli Björn árið 1995 og Jóhann tók
hinar, þá fyrri árið 2005 og hinar síðari árið 2010.
Margrét Þóra Þórsdóttir
mth@bondi.is
Félag skógarbænda á Austurlandi 30 ára:
Hafa gróðursett um 28 milljón
plöntur í 11 þúsund hektara