Bændablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
veitir árlega viðurkenningu
fyrir sérstakt framtak tengt
landbúnaði og eða úrvinnslu
landbúnaðarafurða sem
stuttlega var greint frá í síðasta
Bændablaði.
Miklar vangaveltur voru um hver
skyldi hljóta hvatningarverðlaun
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
þetta árið og varð niðurstaðan
sú að viðurkenningin féll í skaut
fyrirtækinu Búvís sem er til húsa í
Grímseyjargötu 1 á Akureyri.
Viðurkenningin getur verið
fyrir vel unnin störf, athyglisverða
nýjung eða einstakan árangur.
Viðurkenninguna geta einstaklingar,
félög, fyrirtæki og stofnanir hlotið.
Verð á áburði lækkaði
Búvís var stofnað 2006 en í um það
bil 2 ár áður höfðu eigendur þess
verið að flytja inn og selja vörur
til bænda undir nafninu Lambás
sem var fyrirtæki sem Gunnar
Guðmundsson í Sveinungsvík
í Þistilfirði var með fyrir sinn
búrekstur, en ásamt honum er Einar
bróðir hans eigandi Búvís.
Búvís hefur selt áburð frá árinu
2009 og ljóst er að með innkomu
þeirra á þann markað hafi verð á
áburði til bænda lækkað og þeir
verið leiðandi á markaðnum í að
reyna að halda áburðarverði lágu.
Byggðu nýtt hús undir
starfsemina
Árið 2012 var núverandi húsnæði
félagsins byggt undir starfsemina
að Grímseyjargötu 1 en áður hafði
hún verið í bílskúrnum hjá Einari
og í Sveinungsvík.
Segja má að upp úr því hafi
fyrirtækið tekið talsvert stökk
og orðið mun sýnilegra og meira
áberandi á markaði.
Allar götur síðan hafa þeir
verið að auka umsvif í vörum til
nota í landbúnaði, gróflega áætlað
skiptast söluþættir í þrjá hluta, þar
sem áburður er stærstur, þá rúlluplast
og síðan ýmiss konar vélar og tæki
ásamt margháttaðri smávöru.
Alls starfa 6 manns hjá Búvís,
en á álagstímum er starfsfólki
fjölgað. Þá eru 22 söluaðilar eða
lagerhaldarar á rúlluplasti víða um
land.
Augljós áhrif
„Þeir bræður stofnuðu þetta
norðlenska fyrirtæki frá núllpunkti
og hafa komið því í sterka stöðu á
rúmlega áratug og ein aðalástæða þess
að þeir hljóta Hvatningarverðlaun
BSE er að augljós eru þau
áhrif sem innkoma þeirra á
landbúnaðarvörumarkað hefur haft
á verð til bænda,“ sagði Sigurgeir
Hreinsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Eyjafjarðar, við
afhendingu viðurkenningarinnar.
/MÞÞ
Búvís hlaut Hvatningarverðlaun
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
– Innkoma á markað hefur lækkað verð til bænda
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Hafðu
samband
568 0100
www.stolpigamar.is
Gámurinn
er þarfaþing
Þurrgámar
Hitastýrðir gámar
Geymslugámar
Einangraðir gámar
Fleti og tankgámar
Gámar með hliðaropnun
Til leigu eða sölu: Gámahús og salernishús
Færanleg starfsmannaðstaða
Bos gámar og skemmur
Nautgriparæktarverðlaun BSE:
Bændur á Hóli í Svarfaðardal
hlutu viðurkenningu
Nautgr iparæktarverðlaun
Búnaðar sambands Eyjafjarðar
(BSE) voru afhent í 15. skipti
á aðalfundi sambandsins á
dögunum. Þau fá þeir bændur sem
hafa skarað fram úr í sem flestum
þáttum búskapar.
Þar er helst litið til afurðasemi
búsins og þá gjarnan til lengri tíma en
eins árs. Umhirðu og snyrtimennsku
ásamt því hvort búið hafi lagt gripi
til sameiginlegs ræktunarstarfs.
„Oft hefur vafist fyrir hver
helstur skuli fá verðlaun af þeim
mörgu góðu búum sem hér eru
rekin,“ sagði Sigurgeir Hreinsson,
framkvæmdastjóri sambandsins, á
aðalfundinum.
Að þessu sinni lágu línur
nokkuð ljósar þó aldrei hafi fleiri
bú í héraðinu verið meðal efstu
búa landsins. Á Hóli í Svarfaðardal
búa Karl Ingi Atlason, heimaalinn,
og kona hans, Erla Hrönn
Sigurðardóttir. Þau tóku við búskap
af foreldrum Karls Inga árið 2016 en
þá höfðu þau starfað um árabil við
búið. Atli Friðbjörnsson og Halla
Soffía Karlsdóttir höfðu þá rekið
búið í aldarþriðjung og þar á undan
foreldrar Atla og þannig hefur það
verið koll af kolli síðan einhvern
tímann á 19. öld.
Ljóst er samt að miðað við
búskaparsögu á Hóli eiga fyrri
ábúendur mikinn hlut í þessum
verðlaunum því svo lengi sem
menn muna hefur þar verið rekið
afar myndarlegt bú þar sem
snyrtimennska hefur verið í hávegum
höfð og einstakt heim að líta.
Nýtt 860 fm fjós með mjaltaþjóni
og rúmri og góðri vinnuaðstöðu
var tekið í notkun árið 2014 sem
annálað er fyrir góða umgengni og
skepnuhirðingu. Eftir að flutt var í
nýja fjósið fóru afurðir búsins ört
vaxandi og á síðasta ári voru 50,7
árskýr með 8.356 kg af mjólk eftir
hverja kú sem dugði til að vera efst
í röð búa í Eyjafirði og í öðru sæti
á landsvísu. Árið 2016 var búið í 5.
sæti í héraðinu með 7.740 kg á kú.
/MÞÞ
Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í
Svarfaðardal, tekur hér við naut-
griparæktarverðlaunum BSE úr
hendi Gunnhildar Gylfadóttur.
Frá veitingu viðurkenninga Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Valgeir Anton Þórisson hjá Búvís, Karl Ingi Atlason,
bóndi á Hóli, Stefán Lárus Karlsson, bóndi á Yri-Bægisá og Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE.
Sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2017:
Vel staðið að búskap á Ytri-Bægisá 2
Sauðfjárræktarverðlaun BSE
komu að þessu sinni í hlut hjónanna
á Ytri-Bægisá 2, þeirra Stefáns
Lárusar Karlssonar og Elisabeth
Jóhanna Zitterbart, sem þar búa
ásamt fjórum börnum sínum.
Verðlaunin voru nú veitt í 15.
sinn samkvæmt nánast sömu reglum
og áður. Byggt er á niðurstöðum
skýrsluhalds hjá þeim búum sem hafa
eitt hundrað eða fleiri fullorðnar ær
á skýrslum. Tekið er tillit til þriggja
þátta, reiknaðs kjötþunga eftir
fullorðna kind, gerðarmats og hlutfalls
milli vöðva- og fitueinkunnar. Einnig
er litið til þess að búið sé á lista yfir
úrvalsbú samkvæmt reglum RML
þar um.
Stefán Lárus hóf búskap á Ytri-
Bægisá árið 1987 ásamt Hermanni
bróður sínum sem bjó með honum
til 1992, en þá kom Elísabeth og
gerðist frú á bænum. Hjá þeim er
afar snyrtilegt heim að líta og vel
staðið að búskap. Auk fjárbúskapar
eru þau með nokkra ferðaþjónustu og
kýr til heimilisnota. Einnig er frúin
afkastamikil hannyrða- og listakona
og selur handverk.
Á Ytri-Bægisá 2 voru á síðasta
vetri 303 vetrarfóðraðar ær sem
skiluðu að meðaltali 31,2 kg af kjöti.
Fædd lömb eftir hveja á voru 1,94
og til nytja 1,83. Fallþungi 16,8 kg
og gerðarmat 10,27, fita 6,23 sem
gerir að hlutfall gerðar og fitu er
einstaklega hátt, eða 1,65. Aldur
lamba við slátrun er lágur, eða 128,
og vöxtur lífþunga í grömmum á dag
er 307. 72 veturgamlar ær skiluðu
15,7 kg og þar er ær með lambi að
skila 18,7 kg.
„Allar þessar tölur eru til
fyrirmyndar og skila þeim hjónum
á Ytri-Bægisá 2 efsta sæti á þeim
lista sem ræður úrslitum við þessa
verðlaunaveitingu,“ sagði Sigurgeir
Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE við
afhendingu sauðfjárræktarverðlauna
BSE fyrir árið 2017. /MÞÞ
Lárus Karlsson, bóndi á Ytri-Bæg-
isá tekur við sauðfjáræktarverð-
launum BSE úr hendi Gunnhildar
Gylfa dóttur.
Höfði í Mývatnssveit fær góðan styrk til endurbóta
Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða hefur samþykkt styrk
að upphæð ríflega 9 milljónir
króna til Skútustaðahrepps
vegna verkefnisins „Gönguleið
og fræðsluskilti í Höfða í
Mývatnssveit: aðgengi fyrir alla“.
Mótframlag sveitarfélagsins í
verkefnið er 20%.
Í greinargerð framkvæmda-
sjóðsins segir að styrkurinn sé til að
endurgera og bæta ferðamannastaðinn
Höfða í Mývatnssveit. Tilgangurinn
er að efla áningarstaðinn með
aðgengi fyrir alla og sjálfbærni að
leiðarljósi, auka aðdráttarafl utan
háannatíma og létta á nærliggjandi
ferðamannastöðum. Verkefnið
snúi einnig að náttúruvernd og
öryggismálum á fornfrægum
ferðamannastað.
Jafnframt sótti sveitarfélagið
um styrk í Framkvæmdasjóð
ferðamannastaða vegna fyrsta
áfanga göngu- og hjólreiðastígs
umhverfis Mývatn en umsókninni
var hafnað. Það segir sveitarstjóri í
pistli á heimasíðu hreppsins að séu
mikil vonbrigði þar sem um brýnt
umferðaröryggismál sé að ræða.
Sveitarstjórn mun halda áfram að
sækja um styrk til þessa verkefnis
til Vegagerðarinnar. /MÞÞ