Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 34
34 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018
Stofnandi í talska
dráttarvélaframleiðslu-
fyrirtækisins Bubba hóf
afskipti sín af landbúnaði
skömmu fyrir lok
þarsíðustu aldar með
því að taka að sér að
þreskja kornakra fyrir
bændur í norðursveitum
Ítalíu. Seinna bættust
við ýmiss konar
vélaviðgerðarverkefni.
Árið 1886 stofnaði
Pietro Bubba, ásamt sonum
sínum þremur, fyrirtæki sem
framleiddi þreskivélar og vélar
til að brjóta hnetur. Næstu árin
þróuðu feðgarnir tækin sem þeir
framleiddu og á öðrum áratug
tuttugustu aldarinnar voru þau
samkeppnishæf við þau bestu
á markaði á þeim tíma. Á þeim
tíma hafði framleiðslan aukist
og fyrirtækið stækkað talsvert og
komið með formlegt nafn, Pietro
Budda & Co.
Fyrsta dráttarvélin
Bubba & Co hófu hönnun á
fyrstu dráttarvélinni um 1920
og byggðist hönnunin á þeim
traktorum sem höfðu komið
best út við plægingar á
dráttarvélasýningum á
árunum milli 1915 og 1920.
Bubbafeðgar lögðu mikið
upp úr því að dráttarvélarnar
yrðu auðveldar í notkun og
að viðhald yrði sem minnst.
Árið 1923 settu þeir á markað
eins strokks dísildráttarvél
með glóðarhaus. Bubba-
fyrirtækið smíðaði mótorinn
fyrstu árin en yfirbyggingin
var frá Case þar til 1926 þegar
Bubba hóf framleiðslu á eigin
yfirbyggingum og framleiddi
100% sinn eigin traktor.
Næstu árin fylgdu svo fleiri
týpur í kjölfarið sem fengu heitin
UTC 3 til UTC 6. UTC var 25 til
30 hestöfl og urðu dráttarvélarnar
öflugri eftir því sem týpunúmerið
hækkaði.
Í umfjöllun staðhæfði
framleiðandinn að UTC6, sem
var þrír gírar áfram og einn aftur
á bak, að dráttarvélin gengi jafnt
fyrir olíu úr leirseti, svartolíu eða
tjörueimi. Slíkt er mögulegt þar
sem glóðarhausavélar ganga á
hlutfallslega lágum snúningshraða
og litlu innsprautunarþrýstingi og
geta því brennt þungu eldsneyti
hægt.
Kreppa og fjárhagserfiðleikar
Pietro Bubba lést 1927 og
tveimur árum seinna skall
heimkreppan á. Í kjölfarið lenti
það í fjármálakröggum og árið
1930 tók fyrirtæki sem
hét Bubba S.A. það yfir.
Nýju eigendurnir héldu
áfram framleiðslu á
dráttarvélum undir heitinu
Bubba um tíma.
Árið 1938 setti Bubba
S.A. á markað dráttarvél
sem fékk heitið Ariete
og var 37 til 47 hestöfl.
Þróunin hélt áfram og
1943 kom Ariete D42 fram
á sjónarsviðið en í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar
seldist sú vél illa.
Fyrirtækið var þrátt fyrir
mótbyr ekki af baki dottið og hóf
framleiðslu á beltavélum sem
kölluðust Centauro og voru 45 til
55 hestöfl. Árið 1948 setti Bubba
A.S. á markað fyrstu ítölsku
sjálfknúnu þreskivélina. 1950
kom á markað frá Bubba A.S.
dráttarvél sem kallaðist LO5 og
var það sú síðasta sem fyrirtækið
framleiddi með glóðarhaus. Sama
ár framleiddi fyrirtækið frumtýpu
af LO6 en sá traktor fór aldrei í
framleiðslu.
Áhersla á þreskivélar
Við upphaf sjötta áratugar síðustu
aldar lagði fyrirtækið sífellt meiri
áherslu á framleiðslu þreskivéla.
Nafni fyrirtækisins var breytt í
Arbos-Bubba skömmu efir lok
heimsstyrjaldarinnar síðari og árið
1954 var Bubba heitið fellt út og
hét fyrirtækið eftir það Arbos sem
var heiti á reiðhjólaverksmiðju
sem eigendur Arbos-Bubba áttu
á þeim tíma. /VH
Bubba dráttarvélar
Rússland flytur út meira af hveiti
á yfirstandandi tímabili 2017-
2018 en nokkur önnur þjóð hefur
gert í 25 ár samkvæmt tölum
markaðsfrétta Bloomberg. Er
búist við að hveitiútflutningurinn
á yfirstandandi tímabili muni nema
36,6 milljónum tonna.
Engin önnur þjóð hefur náð að
flytja út jafn mikið af hveiti síðan
Bandaríkin slógu síðast met á
tímabilinu 1992 til 1993 með 36,8
milljónum tonna. Það var þó mun
lægra en mesti hveitiútflutningur
Bandaríkjamanna í sögunni. Það var á
árunum upp úr 1980 þegar þeir fluttu
út 48,2 milljónir tonna af hveiti á einu
uppskerutímabili. Mikill útflutningur
Bandaríkjamanna á hveiti á þeim
árum byggði að verulegum hluta
á mikilli innflutningsþörf gömlu
Sovétríkjanna. Þar hefur dæmið
algjörlega snúist við eftir fall þeirrar
ríkjasamsteypu og áætlunar um að
Rússar verði sjálfum sér nægir með
landbúnaðarvörur.
Auk mikils hveitiútflutnings hafa
Rússar verið að flytja út umtalsvert
af korni sem hefur lækkað verð í
framvirkum viðskiptum um 50% síðan
á miðju ári 2012. Hafa Rússar verið
að ná sífellt stærri markaðshlutdeild
af Bandaríkjamönnum og Kanada-
mönnum. Samkvæmt tölum
bandaríska landbúnaðarráðuneytisins
er gert ráð fyrir að hveitiútflutningur
Bandaríkjamanna á yfirstandandi
tímabili muni verða litlu minni en
Rússa, eða 35 milljónir tonna.
/HKr.
Rússar hrintu af stað heljarmiklum
áformum um að verða sjálfum
sér nægir um landbúnaðarvörur
fyrir 2020. Var það gert í kjölfar
viðskiptabanns sem ESB og ýmis
ríki innan NATO kynntu gegn
Rússlandi 2014.
Þóttu orð Pútíns í þessa veru
ansi djörf, en ekki er annað að sjá
en að áform Rússa séu að ganga
upp og jafnvel fyrr en áætlað var.
Þannig er nú orðin offramboð á
svínakjöti. Hafa rússnesk yfirvöld
því ákveðið að hætta lánveitingum
á lágum vöxtum til uppbyggingar
í svínaræktinni að því er fram kom
á vefsíðu Pig Progress í febrúar. Í
raun hafa engin svokölluð „mjúk
lán“ verið veitt af hálfu ríkisbanka
til svínaræktar í landinu frá því á
árinu 2016. Uppbyggingin hefur
þó ekki alveg verið vandræðalaus
því upp hafa komið ítrekuð tilfelli
um svínapest í landinu á liðnum
misserum.
Þrátt fyrir að það horfi fram á
ofmettun markaðarins hafa Rússar
fram til þessa verið að flytja inn
um 300.000 tonn af svínakjöti
á ári. Með því að hætta þessum
innflutningi felast aukin tækifæri
fyrir svínaræktina í Rússlandi.
Virðist því ljóst að erlendir bændur
komi til með að finna verulega fyrir
allt að 300.000 tonna samdrætti
í innkaupum Rússa á svínakjöti
þegar frá líður. Bætist það ofan á
mikinn skaða sem bændur í löndum
Evrópusambandsins hafa orðið fyrir
vegna afleiðinga af viðskiptabanni
þeirra eigin stjórnvalda. Hefur það
m.a. haft veruleg áhrif á danska
bændur.
Þessi mikla svínakjötsframleiðsla
rússnesrar bænda er þegar farin að
hafa áhrif á verðlag svínakjöts í
landinu. Þannig lækkaði kílóverð
á svínakjöti á Leningrad-svæðinu á
tveim mánuðum síðastliðið haust úr
110 rúblum (1,57 evrum) í 90 rúblur
(1,28 evrur).
Danir misstu svínakjötsmarkað
en fjárfesta nú í rússneskum
landbúnaði
Það sérkennilega í þessu öllu saman
er að í kjölfar þess að danskir fram-
leiðendur töpuðu drjúgum hluta af
sínum markaði í Rússlandi, þá er
danska fyrirtækið Idavang nú farið
að fjárfesta grimmt í rússneskri
svínarækt.
Idavang er ekki heimilt að kaupa
svínarækt í rekstri í Rússlandi og
hafa menn því farið þá leið sem
eignarhaldsfélag að leggja stórfé
í uppbyggingu á nýju svínabúi frá
grunni. Þannig hefur Idavang safnað 3
milljörðum rúblna (um 85 milljónum
evra) í formi skuldabréfa Eruobonds.
Þá er haft eftir Tatiana Sharinguna,
rússneskum framkvæmdastjóra
Idavang Agro JSC, í dagblaðinu
Delovoi Peterburg, að fyrirtækið
hafi einnig útvegað venjuleg lán hjá
rússneskum banka upp á 1 milljarð
rúblna, eða sem nemur 15 milljónum
evra. Hyggst Idavang með þessum
fjármunum reisa nýjan svínabúgarð á
Leningrad-svæðinu, eða í Luga sem
er um 150 km suður af Pétursborg.
Eiga framkvæmdir að hefjast á þessu
ári.
Að mestu í eigu Dana
Idavang er að 80% hlut í eigu
Jast Holding A/S í Danmörku en
fjárfestingafélag Alþjóðabankans,
(The World Bank - International
Corporate Finance - IFC) á 20% hlut
í fyrirtækinu. Stjórnin er öll skipuð
Dönum, þ.e. Niels Hermansen,
sem er formaður, Jytte Rosenmaj,
varaformaður, auk Claus Baltsersen,
Ole Bjerremand Hansen og Carsten
Lund Thomsen.
Hóf að fjárfesta
í landbúnaði 1999
Fyrirtækið hóf að fjárfesta í
landbúnaði 1999 með 800.000
evra eigið fé í vasanum. Var
fyrsta bújörðin keypt það sama ár
eða það sem þeir skilgreina sem
„Brown fields“, en það er þegar
þeir kaupa bújörð í rekstri með
húð og hári, eða með beinum
eignarhlut. Í Rússlandi eru slík
kaup útlendinga á bújörðum í
rekstri ekki leyfð. Því er þar farin
sú leið að byggja upp búrekstur
frá grunni eða það sem þeir kalla
„Green fields“. Til þess verða
menn að hafa aðgang að jarðnæði
til að losna við allan svínaskítinn í
áburð sem til fellur af starfseminni.
Á nýja rússneska svínabúinu þyrfti
að öllu jöfnu 6.000 hektara land til
að dreifa öllum svínaskítnum sem
þar mun falla til. Til að minnka
landþörfina hefur fyrirtækið
fengið leyfi til að forvinna skítinn
í sérstakri umhverfisverksmiðju
(Environmental Processing
Plan - EPP) sem byggð er á
tækni Nutriflow. Er fosfór og
köfnunarefni þá unnið úr skítnum
til að minnka áburðarinnihaldið
í fastaefninu sem eftir er. Þannig
dugar þeim 600 hektara land til að
losna við sinn svínaskít án þess að
fara yfir leyfileg mörk sem sett eru
vegna mengunar grunnvatns.
Hefur starfsemin vaxið ört frá
2011 og er Idavang nú leiðandi
framleiðandi á svínakjöti í Litháen
og stefnir hátt í Rússlandi. Árið
2011 tryggði Alþjóðabankinn
uppbyggingaráform fyrirtækisins
í Rússlandi með því að gerast 20%
hluthafi.
Mestum nettótekjum náði
fyrirtækið 2014, eða 18,8
milljónum evra, en þá var veltan
115,3 milljónir evra. Á árinu
2016 var veltan 95,1 milljón, en
nettótekjurnar 14,2 milljónir evra.
Miðað við það hlýtur fjárfesting nú
upp á 100 milljónir evra í Rússlandi
að teljast ansi mikil. /HKr.
Viðskiptabann ESB og NATO hefur stóreflt rússneskan landbúnað:
Ofgnótt orðið af svínakjöti
á Rússlandsmarkaði
– Danskt fyrirtæki fjárfestir fyrir 100 milljónir evra í rússneskri svínarækt
Rússar með mesta hveitiútflutning
nokkurrar þjóðar frá 1993
– Búist er við að heildarútflutningur nú muni nema 36,6 milljónum tonna
UTAN ÚR HEIMI
Eitt af svínabúum Idavang í Litháen.