Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 tilheyra þessum hópi að ef afar vel gengur í dag, þá hljóti það að ganga verr á morgun svo dæmi sé tekið. Hinir óttaslegnu: Að sögn Vibeke tilheyra 15% Dana þessum hópi og í honum er fólk sem sér miklu frekar neikvæða hluti en jákvæða. Tala um óhöpp eða ófarir og virðast dragast að neikvæðum frekar en jákvæðum þáttum eða umfjöllunum. Hinir bjartsýnu: Þá er það síðasti hópurinn og til hans segir hún að 20% Dana tilheyri. Þetta fólk er mjög jákvætt og bjartsýnt og trúir á morgundaginn þar sem það sér tækifæri í hlutum frekar en ógnanir. Vibeke Fladkær fór svo yfir það hvernig bændur ættu að stjórna fólki sem tilheyrir ólíkum flokkum en fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir því að fólk er mismunandi. Ef maður gerir það, er maður í raun kominn afar langt og á auðveldara með að takast á við starfsmannastjórnina. Kostnaður sem fylgir nýráðningum Af öðrum áhugaverðum erindum í þessari málstofu má nefna erindi þeirra Camilla Louise Bak og Inger- Marie Antonsen en báðar eru þær héraðsráðunautar í bústjórn. Þær beindu spjótum sínum sérstaklega að þeim kostnaði sem fylgir nýráðningum og þjálfun starfsfólks. Flestir bændur þekkja vel kostnaðinn við það að endurnýja í kúastofninum sínum en fæstir virðast þekkja til þess kostnaðar sem felst í því að ráða nýtt starfsfólk. Kostnaðurinn er mikið til dulinn en þær stöllur gerðu áheyrendum grein fyrir honum og felst hann í atriðum eins og minni afköstum nýrra starfsmanna í upphafi, aukinni vinnu við að kenna nýju starfsfólki, þekkingartapi þegar reynt starfsfólk hverfur á braut og auknum mistökum vegna vanþekkingar nýs starfsfólks. Þá kostar það einnig töluvert að segja upp fólki en þær færðu rök fyrir því að þegar að þeim tímapunkti er komið, þá hafi þegar orðið til töluvert tap á búinu þar sem viðkomandi hefur væntanlega dregist aftur úr í afköstum eða vinnugleði – sem svo leiddi til uppsagnar. Þær hafa reiknað út hvað það kostar í raun að skipta um fólk og tóku dæmi um kúabú með 5 starfsmenn. Ef miðað er við að meðallaunin á búinu séu 26.500 danskar krónur á mánuði, eða um 430 þúsund íslenskar krónur, þá kostar það búið í raun rétt rúmlega 2 milljónir íslenskra króna að skipta einum starfsmanni út með öðrum vegna framangreindra þátta. Öll bú geta hins vegar dregið úr þessum mikla kostnaði að þeirra sögn og mæltu þær sérstaklega með því að standa skipulega að sem flestum verkþáttum svo líkurnar myndu minnka á mistökum. Þá væri mikilvægt að vera með skýrar og góðar reglur um vinnubrögð, vinnulag og ábyrgð á einstökum vinnuþáttum. Að nota einhvers konar gæðakerfi eins og t.d. LEAN væri einkar eftirsóknarvert þar sem slíkt kerfi ber með sér bestun á verkferlum og ýtir undir góð vinnubrögð. Þess má geta að hjá RML eru ráðgjafar sem hafa fengið þjálfun í LEAN í Danmörku svo hægt er að leita til þeirra ef einhver vill kynna sér LEAN kerfið nánar. 11. Framtíðarsýnin Síðasta málstofan á Fagþinginu tók svo sérstaklega á framtíðinni og hvað hún gæti borið í skauti sér og voru alls sjö erindi sem tóku á þessu áhugaverða efni. Tvö þeirra sneru sérstaklega að notkun á fóðri. Annað tók á því sígilda efni hvort nota ætti fóður sem kæmi frá plöntum sem hefði verið erfðabreytt en erfðabreytt afbrigði bæði af soja, maís og repju eru víða ræktaðar. Þessar erfðabreytingar gera það að verkum að til eru afbrigði af plöntum sem sýkjast síður en aðrar plöntur og einnig eru til sérstök afbrigði sem þola plöntueitur þannig að þegar eitrað er, þá drepst bara illgresið. Kostir þessara plantna eru, að mati Erik Steen Kristensen sem er sviðsstjóri hjá háskólanum í Árósum, að þær spara verulega þörf fyrir notkun á eitri, draga úr umferð véla um flög með tilheyrandi sparnaði auk þess að uppskeran verður meiri og betri. Gallarnir væru hins vegar m.a. siðferðislegs eðlis, þ.e. hvort stuðla ætti að því almennt í landbúnaði að færa erfðaefni á milli tegunda. Auk þess væri framleiðslan í dag á höndum örfárra stórra alþjóðafyrirtækja sem stýrðu markaðinum og þá sagði Erik ákveðna hættu á því að illgresi myndi þróast í þá átt að þola einnig eitrið með sama hætti og plönturnar og þá væri lítið unnið. Almennt var Erik þó á því að bændur ættu að nota þessi afbrigði þar sem þau stuðluðu að auknum afköstum og draga úr umhverfisáhrifum landbúnaðar. Þá ættu danskir bændur og vísindamenn í auknum mæli að leita leiða til þess að framleiða prótein á eigin ökrum í stað þess að flytja það inn og eiga þessi rök einnig vel við hjá okkur. Ákveðnar gerðir af þangi geta nánast komið í veg fyrir metanlosun nautgripa Hitt erindið fjallaði um möguleika á því að nota þang sem fóður fyrir mjólkurkýr en þang getur stórlega dregið úr kolefnisfótspori greinarinnar sem heimafenginn próteingjafi. Það voru þrír sérfræðingar frá háskólanum í Kaupmannahöfn sem kynntu þetta áhugaverða efni og ræddu kosti og galla við þangnotkun í fóðri. Þang er afar fjölbreytt að gerð og sumt er próteinríkt en annað ekki. Þá getur þang innihaldið þungmálma, eiturefni og stundum afar mikið af steinefnum svo það er ekki augljóst að hægt sé að nýta þangið beint í kúafóður. Á móti kemur að ákveðnar gerðir af þangi geta nánast komið í veg fyrir metanlosun nautgripa við jórtrun, sem er afar eftirsóknarverður eiginleiki! Helstu niðurstöður sérfræðing- anna voru að það geti falist miklir kostir í þangframleiðslu fyrir nautgriparækt en rannsaka þurfi betur raunverulegt fóðrunarvirði fóðurs sem framleitt er úr þangi. Að lokum er gaman að geta þess að kúabændahluti dönsku bændasamtakanna, L&F, kynnti í þessari málstofu hver staðan væri með stefnumörkun félagsins, en í henni eru lögð afar metnaðarfull markmið sem stefnt er að ná fyrir árslok árið 2020. Stefnumörkunin er afar löng og ekki til neins að fara yfir hana hér í smáatriðum en þó má geta hér nokkurra atriða. Þannig er t.d. stefnt að því að meðalnytin verði komin í 12 þúsund lítra og að lágmarki 900 kg verðmætaefna á hverja árskú, meðalfrumutalan að vera komin undir 150.000 frumur/ml og þá skuli lyfjanotkun að hámarki vera 7 grömm af virku efni á hverja árskú svo dæmi séu tekin. Athygli skal vakin á því að bæði útdrættir og flest erindi, þ.e. afrit af glærum og veffræðsluerindum margra fyrirlesara, má hlaða niður af heimasíðunni www. kvaegkongres.dk með því að smella á forsíðuhlekkinn „Dias og video fra Kongressen – se dem her“. Þá fylgja auk þess faglegar greinar sumum erindunum, sem bæta enn frekar við fróðleiksgildi efnisins. Rétt er að geta þess að mest allt efni er á dönsku, en þónokkur erindi og efni eru á ensku. VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Þróunarverkefni hjá Austurbrú í samstarfi við LbhÍ og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Raunfærnimat í skógrækt Raunfærnimatið hafði verið í þróun víða um heim m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Hollandi sem voru leiðandi lönd í þróun raunfærnimats. Þróun þess byrjaði á Íslandi rétt eftir síðustu aldamót. Árið 2004 komu fyrstu leiðbeiningarnar frá Evrópu- sambandinu „European Center for the Development of Vocational Training.“ Þetta voru fyrstu leiðbeiningar um hvernig átti að vinna með raunfærnimatið – að meta raunfærni einstaklings innan ákveðins verksviðs. Evrópuleiðbeiningarnar mynda ramma um raunfærnimatið en síðan getur hvert land fyrir sig ákveðið útfærslu og áherslur. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) tók verkefnið að sér í samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila á Íslandi (www.frae.is/raunfaernimat). „Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Markmiðið er að einstaklingur fái viðurkennda raunfærni, sem hann býr yfir á ákveðnum tíma, þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann eða öðlist framgang í starfi.“ „Raunfærnimat byggist á því að mögulegt sé að draga fram og lýsa raunfærni sem er fyrir hendi og skilgreina, meta og viðurkenna hana“ (www.frae.is/raunfaernimat). Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati, án þess að þátttakendur greiði fyrir það, eru að hafa unnið við viðkomandi fag í meira en þrjú ár, vera 23 ára eða eldri og hafa ekki lokið formlegri menntun í faginu eða þá með aðra framhaldsmenntun. Raunfærnimat var fyrst þróað fyrir ýmsar iðngreinar t.d. húsasmíði, rennismíði, málmsuðu, pípulagningar, blikksmíði og vélstjórn en fleiri greinar hafa bæst við og er nú hægt að fá raunfærni metna í um 50 greinum. Árið 2016 fékk Austurbrú fjármagn frá Fræðslusjóði til að þróa raunfærnimat í skógrækt í samstarfi við LBHÍ á Reykjum og FA. Verkefnið hófst með gerð gátlista (alls 24) yfir allar námsgreinar námsbrautarinnar Skógur og náttúra. Listarnir voru unnir hjá skólanum en teknir saman og gengið frá hjá Austurbrú. Þá hófst leit að fólki úr skógargeiranum sem var til í að taka þátt í tilraunaverkefninu. Alls fengust 8 þátttakendur af öllu landinu, 2 konur og 6 karlar. Tvö voru starfsmenn einkafyrirtækja en sex störfuðu hjá Skógræktinni. Þeim var boðið í viðtal og kynningu hjá náms- og starfsráðgjafa á vegum Austurbrúar. Eftir nokkur viðtöl gerðu þátttakendur færnimöppu með ferilskrá, námskrá, viðurkenningarskjöl o.fl. til að undirbúa raunfærnimatið. Síðan fóru þau yfir gátlistana til að undirbúa sig fyrir matsviðtalið. Raunfærnimatið fór fram á Reykjum í maí 2017. Kennari frá skólanum, þ.e. LBHÍ, ásamt matsaðila frá atvinnulífinu (Skógræktinni) sáu um matsviðtalið. Sjö þátttakendur fóru í viðtal á Reykjum en einn tók það í gegnum Skype. Þau fengu að meðaltali 29 einingar metnar til náms (mest 48, minnst 11) sem samsvara rúmlega einni önn (eitt skólaár = 60 einingar). Ávinningurinn af raunfærnimati í skógrækt er að það gefur starfsfólki án formlegar menntunar tækifæri til að láta meta reynslu sína og kunnáttu, hvatningu til að sækja sér nám og möguleika á styttri námstíma. Aukin menntun meðal verkafólksins eykur menntunarstig og þar með eykst skilningur á verkinu sem og vinnugleði og ánægja í starfi. Else Möller, verkefnastjóri Austurbrú Heimild: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Raunfærnimat (sótt 21.03.2018 af www.frae.is/ raunfærnimat) SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.