Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Samvinna í mismunandi formum hefur tíðkast í landbúnaði, bæði hérlendis og erlendis, um langa hríð. Það hefði vart orðið nema því fylgdu kostir. Fyrirbærið samyrkjubú þekkist og er víða að finna. Í Noregi fór að þróast formleg, afmörkuð samvinna í rekstri kúabúa upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Eftir 1990 þróaðist hún býsna hratt. Ástæðurnar voru ýmsar en e.t.v var megin ástæðan sú á þeim tíma að auka mjólkurframleiðslu og að gera norsku þjóðina sjálfbæra um framleiðslu mjólkur. Í ljósi reynslunnar af samrekstri í mjólkurframleiðslu hafa norsku Bændasamtökin látið útbúa ítarlegt ,,samningsform“ ásamt handbók, í þeim tilgangi að auðvelda þeim sem hyggja á samrekstur að ganga þannig frá málum að vel til takist. Reynslan sýnir að samrekstur sem stofnað er til í fljótræði og þegar ,,vel viðrar/ árar“ er ekki líklegur til að halda þegar í harðbakkann slær á einhvern hátt og á móti blæs. Vandaður og vel ígrundaður undirbúningur, sem allir hlutað- eigandi, bæði makar bænda og afkomendur taka virkan þátt í, er líklegri til að leiða til árangursríks samstarfs en ella. Samstaða og virk samvinna er mikilvæg forsenda samrekstrar. Honum má á vissan hátt líkja við hjónaband, ,,þú stofnar ekki til þess með hverjum sem er“? Er samrekstur í mjólkur- framleiðslu fýsilegur valkostur við okkar aðstæður? Á síðasta ári kviknaði hugmynd um að kanna áhuga bænda og fýsileika samrekstrar í mjólkurframleiðslu við okkar aðstæður, á svipuðum nótum og þróast hefur í Noregi. Leitað var upplýsinga hjá norsku Bændasamtökunum og létu þau fúslega af hendi ýmsar gagnlegar upplýsingar um hvernig að sam- rekstri er staðið hjá þeim. Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins (RML) fékk aðgengi að gögnunum og búið er að þýða samningasettið og það er nú aðgengilegt fyrir þá sem kunna að hafa áhuga á að kynna sér málið. Fagráð í nautgriparækt styrkti þýðingu samningsdraganna af fagfé nautgriparæktar. Hver eru markmið samrekstrar í mjólkurframleiðslu? Markmið samrekstrar eru, eða eigum við frekar að segja geta verið, eftirfarandi: • Formfastara vinnufyrir- komulag; möguleg verka- skipting samrekstraraðila • Aukinn frítími, umfram það sem ella væri • Betri fjárhagsleg afkoma • Aukin tækifæri opnast til annarear framleiðslu hjá hverjum aðila s.s. nautaeldi, ferðaþjónusta, heimavinnsla afurða o.fl. Út á hvað gengur samreksturinn? Eins og áður segir hafa Norðmenn stillt saman ítarlegu samningssetti, eða viðmiðunarformi, sem tekur á nánast öllum þáttum sem lúta að samrekstri. Samningsdrögin ber að líta á sem leiðbeinandi og innan ramma þeirra geta samstarfsaðilar síðan gert sinn eigin samning, um þau atriði sem þeir kjósa og telja mikilvægt að semja um. Hér eru nefnd til sögu helstu atriði sem samningsdrögin taka á: • Tveir eða fleiri kúabændur ákveða að stofna samrekstrar- félag um mjólkurframleiðslu • Ítarlegur samningur mótar samstarfið • Gildistími hans er ákveðinn í upphafi samstarfs • Eignarhlutur hvers félaga er (getur verið) breytilegur – gjarnan miðaður við framleiðslurétt hvers og eins • Þátttakendur greiða stofn- framlag inn í félagið í hlutfalli við eignarhlut • Þeir velja félaginu heimili og nafn • Ef eignir þátttakenda eru seldar inn í samreksturinn, skal óháður aðili fenginn til að verðmeta þær • Yfirtaka eða sala eigna skal vera á markaðsverði • Samreksturinn fær afnotarétt að öllum framleiðslurétti hvers félaga eins og hann er á stofndegi samrekstrar, að því tilskildu að landbúnaðarráðuneytið veiti samþykki fyrir því • Samreksturinn getur greitt leigu fyrir framleiðsluréttinn sem félagarnir sjálfir ákveða (kr./lítra) • Með einróma samþykki allra félaganna geta þeir, einn eða fleiri, aukið við sitt greiðslumark • Gripahús (fjós) er leigt, byggt eða keypt af samrekstrarfélaginu skv. skriflegum samningi • Samreksturinn yfirtekur/ kaupir allar heilbrigðar kýr samstarfsaðilanna (e.t.v. einnig kvígur) að aflokinni heilbrigðisskoðun • Samreksturinn getur leigt eða keypt búvélar og tæki, sem eingöngu eru notuð í samrekstrinum • Með einróma samþykki allra félaganna getur sam rekstrarfélagið tekið bankalán • Með einróma samþykki geta samrekstraraðilar aukið eigið fé í félaginu t.d. til að treysta lánshæfi. • Aukning á eigin fé skal vera í hlutfalli við eignarhlut hvers og eins • Félögunum er óheimilt að stunda sömu framleiðslu utan samrekstrarins • Á sama hátt er samrekstrar- félaginu óheimilt að færa starfsemi sína út til annarrar landbúnaðarframleiðslu • Samreksturinn skal í einu og öllu lúta ströngustu ákvæðum um dýravelferð og aðbúnað gripa • Í upphafi samrekstrar skulu aðilar stilla upp rekstraráætlun, ákvarða ábyrgðarsvið hvers og eins félaga svo og (fast) vinnuframlag. Þetta er síðan uppfært árlega • Félögunum er skylt að útvega samrekstrinum nægjanlegt magn gróffóðurs og jafnframt að móttaka og nýta búfjáráburð frá samrekstrinum • Enn fremur eru í samninga- settinu nokkuð ítarleg ákvæði um; færslu bókhalds og fjár- reiður samrekstrarfélags- ins, fyrir komulag ábyrgða, stjórnarkjör, félags- og aðal- fundi, ársuppgjör, launa- og arðgreiðslur, slit félagsins, ef félagi fellur frá, ættliðaskipti, útgöngu félaga og inngöngu nýrra félaga og ýmislegt fleira. Ekki er nauðsynlegt að fylgja öllum ákvæðum samningaformsins. Þess í stað geta aðilar samrekstrar útbúið sinn eigin samning um þau atriði sem þeim finnast skipta máli að tiltaka í samstarfssamningi. Einnig verður ekki annað séð en aðilar að samrekstri geti valið sér það félagsform (hf, sf, slf eða ehf) sem þeir telja henta. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér gögnin og málefnið geta snúið sér til eftirtalinna ráðunauta hjá RML: María Svanþrúður Jónsdóttir, S:516 5036 msj@rml.is Runólfur Sigursveinsson, S:516 5039, rs@rml.is Sigtryggur Veigar Herbertsson, S: 516 5065sigtryggur@rml.is Á FAGLEGUM NÓTUM Samrekstur í mjólkurframleiðslu Gunnar Guðmundsson fyrrverandi ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Á síðasta ári kviknaði hugmynd um að kanna áhuga bænda og fýsileika samrekstrar í mjólkurframleiðslu við okkar aðstæður, á svipuðum nótum og þróast hefur í Noregi. Sumarið er tíminn þegar fleiri hendur þarf til starfa víða um sveitir. Sauðburður er vinnufrekur, heyskapur, viðhaldsvinna sem hentar að vinna á sumrin og margt fleira kallar á tímabundnar ráðningar á starfsfólki. Mikilvægt er þá að huga að umgjörð þessara ráðninga. Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasambandið gera með sér kjarasamninga um kaup og kjör starfsfólks í landbúnaði. Starfsmenn sem vinna við ferðaþjónustu falla hins vegar ekki undir þennan samning. Þennan kjarasamning má finna á heimasíðu Bændasamtakanna og margra aðildarfélaga Starfsgreina- sambandsins. Samkvæmt kjara - samningnum á að gera ráðningar- samning sem er skriflegur samningur um nánari útfærslu innan þeirra marka sem kjarasamningurinn heimilar. Bændur eru eindregið hvattir til að gera slíkan samning skriflega við starfsfólk sitt. Form fyrir slíkan samning má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar, www.vmst.is Gildissvið Kjarasamnings BÍ og SGS Það skiptir engu varðandi gildissvið kjarasamnings um kjör starfsfólks í landbúnaði, hvort launagreiðandi á aðild að Bændasamtökunum eða öðrum samtökum fyrirtækja. Kjarasamningar binda alla þá sem greiða og þiggja laun fyrir þau störf sem kjarasamningurinn tekur til. Alltaf skal fylgja gildandi kjarasamningum, sem þýðir m.a. að gera skal ráðningarsamning, greiða að minnsta kosti lágmarkslaun og gefa út launaseðill þar sem fram koma laun og önnur starfskjör og heimilaðir frádráttarliðir. Mikið af upplýsingum er t.d. að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar, Sjúkra trygginga Íslands, Starfs- greinasambandsins og Bænda- samtaka Íslands. Yfirlýsing um sjálfboðaliða Bændasamtökin og Starfs greina- sambandið gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í fyrravetur um sjálfboðaliða í landbúnaði. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki og lögbýli í framleiðslu eða þjónustu, greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga og lög hér á landi. Ef kjarasamningar eru ekki virtir grefur það undan starfsemi annarra og spillir forsendum eðlilegrar samkeppni og dregur úr ávinningi alls samfélagsins af traustu og heilbrigðu atvinnulífi.“ Einnig er áréttað að það sé andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi. Tryggingar og vinnuslys Greiðsla tryggingagjalds er forsenda þess að starfsmaðurinn hafi rétt til bóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði og lífeyris- og slysatryggingum almannatrygginga. Atvinnu- rekendum ber einnig að kaupa atvinnuslysatryggingu fyrir starfs- menn sína samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Öll slys á vinnustað ber að tilkynna til Vinnueftirlitsins ef starfsmaður er frá vinnu einn eða fleiri daga vegna þess. Rannsókn lögreglu og Vinnueftirlits er nauðsynleg ef líkamstjón hefur orðið og er oft frumgagn við sönnun orsaka og skaðabótaskyldu. Vistráðningar eða „Au pair“ Þegar um vistráðningu er að ræða eru forsendur aðrar en í hefðbundnu ráðningarsambandi og lýtur þ.a.l. öðrum lögmálum. Ungur einstaklingur í vistráðningu býr iðulega hjá fjölskyldu, tekur þátt í léttum heimilisstörfum, umönnun barna o.fl. gegn húsnæði og vasapening en kynnist einnig landi og þjóð. Útlendingastofnun gefur út vistráðningarleyfi fyrir fólk sem kemur frá löndum utan EES. Upplýsingar um þetta ráðningarform má til dæmis finna á heimasíðu Starfgreinasambandsins. Atvinnu- og dvalarleyfi Einstaklingar sem koma frá löndum utan EES þurfa skilyrðislaust að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi. Nánari upplýsingar er á finna á www.sjukra.is. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar, www.vmst.is er einnig að finna ýmsar upplýsingar um veitingu atvinnuleyfa og annað sem viðkemur ráðningu á erlendu starfsfólki, en sömu skilyrði eiga ekki við í öllum tilfellum. Einnig má þar finna form fyrir ráðningarsamning sem er bæði á íslensku og ensku. Bændasamtök Íslands hvetja bændur til að fara yfir þessi mál við ráðningu á starfsfólki. Því er nú rétti tíminn til að afla nauðsynlegra upplýsinga til að undirbúa ráðningar fyrir sumarið. Það er mikilvægur hluti af ímynd atvinnugreinarinnar að hafa þessi mál sem önnur í góðu horfi. Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri BÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.