Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 47

Bændablaðið - 09.05.2018, Síða 47
47Bændablaðið | Miðvikudagur 9. maí 2018 Við smurolíuskipti er nánast undan- tekningarlaust skipt um loftsíu. Þó að loftsían virðist ekki vera eins slæm og „smyrjarinn“ segir þá er fljótt að borga sig í eldsneytissparnaði að skipta um loftsíuna. Ef vatn hefur komist í loftsíuna skemmist hún og nær ekki að taka það loft sem henni er ætlað að taka fyrir brunann í vélinni. Merki um að vélin fái ekki nægilega mikið loft má oft sjá með því að setja puttann upp í pústið. Ef mikil sótmyndun er í pústi er líklegasta orsökin ekki nægilega mikið loft á móti eldsneyti sem oft má rekja til lélegrar loftsíu. Afleiðingarnar geta verið margar ef pústið nær að sóta sig mikið t.d. kviknar ljós í mælaborði um að það þurfi að athuga vél. Oftast eru þetta skynjararnir sem eru inni í pústinu og eru orðnir óhreinir af sóti. Frjókornasíur safna í sig ýmsum lífverum Í flestum bílum sem eru innan við 15 ára og í mörgum dráttarvélum er frjókornasía. Í ótrúlega mörgum bílum 5–15 ára sem ég hef skoðað er upprunalega frjókornasían enn í bílnum. Þessi sía er oftast fyrir innan hanskahólfið farþegamegin. Frjókornasía á að sjá til þess að hreint loft sé inni í farþegarýminu. Svolítið vesen er að skipta um síuna í mörgum bílum, en oft mjög gott að skipta um í dráttarvélum. Oftar hefur mátt rekja óþef inni í bílnum til þess að mikil óhreinindi eru í frjókornasíunni, en þess eru dæmi um dauðan smáfugl, mús og allar rifur fullar af skordýrum og myglu. Næst þegar þú lætur smyrja bílinn spurðu um hvort smurmaðurinn geti ekki skoðað frjókornasíuna í leiðinni. Smursíur Smurolíurnar eru almennt góðar, en ekki gildir sama um smursíur, framþróun og tækni við smursíur er hægari en í olíum. Margar smursíur eru með ventil sem opnast þegar sían er orðin stífluð af óhreinindum sem koma úr vélinni og fer þá öll smur- olía ósíuð um smurgang vélarinnar. Það getur verið erfitt að verða þess áskynja að smursían er orðin það skítug að hún gerir ekki það sem henni er ætlað. Ef vél byrjar skyndilega að brenna smurolíu getur verið nóg að skipta um smursíu. Ástæðan, hugsanlega óhreinindi séu það mikil að smurolían kemst inn í brunahólf véla (t.d. með ventlafóðringum og ventlum sem eru óhrein). Ekki er óalgengt að þeir sem eiga vél sem brennir olíu séu að bæta reglulega á vélina og fara fram yfir smurtíma trúandi því að með því að vera alltaf að bæta nýrri olíu á vélina sé óhætt að fara fram yfir á olíuskiptum. Ódýrari lausn getur í mörgum tilfellum verið að skipta um smursíu þá hreinsast vélin og smurolíubruninn hættir. Smursía er oft ódýrari en lítri af smurolíu og í flestum tilfellum auðvelt að skipta um. Vinnuvélar og drif Í mörgum dráttarvélum (og öðrum vinnuvélum) er mikið magn af smurolíu sem í sumum tilfellum á að þola allt að 500 vinnustundir. Persónulega finnst mér þetta full langur tími fyrir smursíuna og mæli ég með að á u.þ.b. miðju tímabili sé skipt um síu. Verði menn varir við að viðvörunarljós um olíuþrýsting sé lengi að slokkna við ræsingu eða sjáist í hægagangi þegar vélin er heit sé vert að skoða hvort ekki sé tími fyrir smursíuskipti. Drif eru varasöm á flestum tækjum ef verið er í vatnasulli. Oftast er öndunartappi ofarlega á drifinu og ef farið er það djúpt í vatn að öndunin fer í kaf myndast sog af vatni inn á drifið þar sem að drifið er að kólna frá kulda vatnsins og myndar þannig sog inn í drifhúsið. Auðvelt er í flestum tilfellum að skoða olíu á drifi á flestum vinnuvélum og jeppum með því að taka tappann úr og skoða olíu og ef olían er ljósbrún þarf að skipta á drifinu. Nauðsynlegt viðhald allra ökutækja sem margir trassa: Hreinar síur eru afar mikilvægar fyrir gangverk véla Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is MESSÍAS RYKKUR IÐN VAPP NÆRÐAR SKORDÝR FOR SÓSJÁLF-RÁTT J Á L F K R A F A NPLANTA E T L A ÓSKIPTUTRÉ Ö L L U ÍKÆLA S A G E L D U R Ú K A STRENGURGEGNA S T A G STIKK-PRUFA ÓNENNA STÍGANDI MERGÐ R I S VERKURHJARA T A K FLJÓT- FÆRNI URGUR R A S TVEIR EINSBETLAR KÖRNAVÍN VANAÐUR FRUMEIND F L Ú O R DRYKKURROLA T Ó N I K ÆTA ÞÁTT-TAKANDI ÝFRUMEFNI R E I M MATSAÐ BAKI D Ó M S ÁNSLEPPA U T A NÞVENGUR A T SKORDÝRSTALLUR M A U R EINRÆÐIPRÍL A L R Æ Ð IBARDAGI M I S REKALDSIGTAST F L A K KK NAFNSKELDÝR O R R I LEIKNISKJÖN S HLEYPAÓSKERTA Y S T A RÓTLEYSIKOSNING L O S MJÖGÞEFJA A L L T A L Í A SKRÆLNA V I S N A RÓMVERSK TALA GOGG I IBLÖKK A L L A N KVÖLDSAMTÖK A F T A N N Á FÆTI SHEILAN F N L A A U S T SÍLL N A A L ORKA U R R A SPENDÝR F G A E F I L TASI YNDIS 82 FARNAST ÁRS-GAMALL HNUSA SKAR FÍFLA- GANGUR TÆLA SPRIKL DRUNGI AFGANGAR AÐSTOÐ FRÍA TÁL MATAR-ÍLÁT RJÚFA SKEL GROBB RÓTA KLAFI MATJURT STEFNA TVEIR EINSDÆLD ÖLDURHÚS TOGVINDA SUNNAN LEIKUR SVIF STJÓRNA DVALDIST TALA MATGJÖFDREITILL SKAMMA GRÓÐI KERALDI ÆTÍÐ SAGGI ÞYKJAST HLUTI HÁLFGRAS BEYGÐU TVÍHLJÓÐI MÆLI- EINING SKJÁLFA DRYKKUR RÚMT KAPPSAMT PESTNEÐAN SÓÐA LÝÐ HALLI UMFRAM STUNDA HNAPPUR UPPTÖK ÁTT LYKT UPPSKRIFT LÚÐULAKI Í RÖÐ GATAFKOM-ANDI OFNEYSLA TRAÐK SKREFHLÝJA FJANDI 83 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI VANDAÐIR KROSSAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI Á ÞÍNUM BÆ? GOTT ÚRVAL AF ÖRYGGISHLÍFUM - HAGSTÆTT VERÐ HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR OG KÚPLINGARAlgeng sjón hjá smurþjónustumönnum að eigendur trassa að færa ökutæki í olíuskipti og skipta um allar síur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.