Bændablaðið - 31.01.2019, Side 1

Bændablaðið - 31.01.2019, Side 1
2. tölublað 2019 ▯ Fimmtudagur 31. janúar ▯ Blað nr. 531▯ 25. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Heildarorkukostnaður heimila mjög misjafn eftir staðsetningu á landinu: Dreifbýlisbúar greiða ríflega tvöfalt meira fyrir orkuna en íbúar höfuðborgarsvæðis – Notkun á varmadælum gæti lækkað húshitunarkostnað með rafmagni að jafnaði um 50% samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar Heildarorkukostnaður á raforku og húshitun heimila er líkt og undanfarin ár hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vest­ fjarða (OV), verð frá RARIK fylgir þar fast á eftir. Er heildar­ orkukostnaðurinn ríflega tvöfalt hærri á Vestfjörðum, eða rúmlega 227% miðað við það sem höfuðborgarbúar þurfa að greiða. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út á bóndadaginn 25. janúar síðastliðinn. Þar er gerður samanburður á orkukostnaði heimila á Íslandi 2018 og er miðað við útreikninga sem Orkustofnun gerði fyrir Byggðastofnun á raforku- og húshitunarkostnaði yfir heilt ár. Miðað er við sams konar fasteign á nokkum stöðum bæði í þéttbýli og dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Þá er miðað við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kílówattstundir (kWst) við húshitun. Við útreikninga þessa er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekið saman annars vegar og hitunarkostnaður hins vegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2018 en til samanburðar eru gjöld frá sama tíma árin 2017 og 2016. Árlegir útreikningar Orkustofnunar eru nú til frá árinu 2013. Lægsta mögulega verðið er hæst hjá Orkubúi Vestfjarða Þegar skoðaður er heildar- orkukostnaður miðað við lægsta mögulega verð frá öllum veitum 2018 eru íbúar í dreifbýli á veitusvæði Orkubús Vestfjarða að borga mest. Er þá miðað við íbúa sem ekki njóta hitaveitu. Notendur í dreifbýli á veitusvæði RARIK án hitaveitu og hjá Veitum ohf. voru í svipaðri stöðu á síðasta ári og viðskiptavinir OV. Hafa ber í huga að þarna er verið að miða við lægstu verðtaxta svo kostnaður heimila getur í sumum tilfellum verið mun hærri. Þannig er heildarorkukostnaður í dreifbýli þegar miðað er við algengasta verð nokkru hærri hjá RARIK en Orkubúi Vestfjarða. eða 324.967 krónur á móti 315.550 krónum. Lægst á Seltjarnarnesi Ef horft er til lægsta mögulega verðs heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt og undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 315.179, eða 1,5% hærri en árið 2017. Miðað við þá staði sem nú er horft til er heildarorkukostnaðurinn lægstur á Seltjarnarnesi, kr. 138.557. Munurinn er 176.622 krónur og þurfa Vestfirðingar því að greiða rúmlega 227% hærra orkuverð en Seltirningar. Notkun varmadælu bætir stöðuna Með notkun varmadæla myndi húshitunarkostnaður, þar sem nú er bein rafhitun, lækka að jafnaði um 50%. Þeir sem eru með beina rafhitun í sínu íbúðarhúsnæði geta sótt um eingreiðslu (styrk) til Orkustofnunar til að setja upp varmadælu. /HKr./MÞÞ – Sjá nánar á bls 2 Vaðfuglar víkja fyrir spörfuglum 22 Mörg spennandi verkefni fram undan 24 Markviss stefnumótun og aukin skilvirkni 28–29 Íslendingar eru í þeirri öfundsverðu stöðu að búa í landi þar sem gnægð orku er að finna frá náttúrunnar hendi, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á Reykjanesi sl. sunnudag. Þeim gæðum er þó æði misskipt eftir landshlutum. Eftir að skilið var á milli framleiðslu og flutnings á raforku hefur verðlagningin í auknum mæli færst yfir á flutning sem bitnar harðast á dreifðum byggðum. Það var gert 2005 þegar innleidd var tilskipun Evrópusambandsins frá 1996 um aðskilnað framleiðslu og flutnings á rafmagni. Þá skiptir engu þótt þær dreifðu byggðir standi oft mun nær orkuverunum sjálfum en mesta þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem orka til heimila er langódýrust. Varðandi hátt orkuverð standa dreifðar byggðir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi verst að vígi samkvæmt gögnum Byggðastofnunar. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.