Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 20198 FRÉTTIR Bændasamtök Íslands boða hér með til atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðenda á grundvelli gildandi samnings frá 2016 um starfsskilyrði nautgriparæktar milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um hvort að kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið eða ekki frá og með 1. janúar 2021. Kosningarétt hafa allir mjólkurframleiðendur án tillits til félagsaðildar. Hver innleggjandi hefur eitt atkvæði. Kosningarétt hafa jafnt lögaðilar og einstaklingar. Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna www.bondi.is. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá klukkan 12.00 á hádegi þann 11. febrúar 2019 til klukkan 12.00 á hádegi þann 18. febrúar 2019. Hægt verður að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang frá og með 4. febrúar. Allar nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna er að finna á heimasíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is. Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is. Kjörstjórn Atkvæðagreiðsla meðal mjólkurframleiðenda – fer fram dagana 11. til 18. febrúar Skinn á uppboði Kopenhagen Fur sem lauk um helgina. Mynd / Einar E. Einarssonar Skinnauppboð Kopenhagen Fur í Danmörku: Fáir kaupendur en uppboðshaldarar bjartsýnir og líkur á hækkandi verði Fyrsta skinnauppboð Kopenhagen Fur á þessu ári lauk um síðustu helgi. Sala á skinnum á uppboðinu var lítil, að sögn formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Kaupendur á uppboðinu voru fáir og verð undir kostnaðarverði. Þrátt fyrir það eru uppboðshaldarar bjartsýnir og segja líklegt að verð hækki á árinu. Einar E. Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili, segir að kaupendur á uppboðinu hafi verið innan við 200 og að verðið sem þeir buðu lágt og undir framleiðsluverði skinnanna. „Söluprósentan á uppboðinu var mjög lítil, eða um 30% þegar á heildina er litið, og mest af því sem seldist voru lakari skinn. Það var hins vegar fremur lítið af íslenskum skinnum á uppboðinu núna enda alltaf snúið fyrir okkur að ná skinnum inn fyrir skilafrest á fyrsta uppboði ársins ásamt því að engin sérstök bjartsýni var í gangi fyrir uppboðið og því voru bændur heldur ekki að strekkja við að ná skinnum inn á þetta uppboð.“ Birgðir að klárast Einar segir að það hafi komið sér á óvart á fundum með uppboðshöldurum hvað þeir eru bjartsýnir á að verðið muni hækka á þessu ári og verði orðið ásættanlegt í lok árs. „Að þeirra sögn er notkun á skinnum vaxandi víða um heim og nefndu þeir Asíulönd, eins og Kína, Japan og Kóreu, en einnig að það væri vaxandi notkun í Evrópu og vestan hafs sem verður að teljast jákvætt. Birgðir af skinnum og unnum skinnavörum, sem söfnuðust upp á árunum 2011 til 2014 þegar heimsframleiðslan fór úr 50 milljónum skinna í rúmlega 80 milljónir, eru að þurrkast upp. Samhliða er að draga mikið úr framleiðslunni en árið 2020 er ekki gert ráð fyrir nema 25 til 30 milljónum skinna í uppboðshúsin en það voru tæplega 50 milljónir sem fóru þar í gegn þegar mest var. Framleiðslan í öllum löndum hefur dregist hratt saman. Í Danmörku er talað um allt að 30 til 35% fækkun á ásettum læðum og fækkunin annars staðar er svipuð eða meiri. Talið er að framleiðslan í Kína sé komin vel niður fyrir 10 milljónir skinna, sem er yfir 60% samdráttur frá því framleiðslan þar var mest.“ Kína stærsti markaðurinn Að sögn Einars er Kína, sem er stærsti markaðurinn, að taka við sér. „Notkun á skinnum er mikil og svo er gríðarlega mikil framleiðsla á vörum sem búin eru til úr skinni unnin þar og seld sem unnin vara um allan heim. Okkur var einnig sagt að eitt af því sem nú hefði áhrif á söluna væri að framleiðendur á skinnavörum hefðu seinkað gangsetningu framleiðslunnar lengra inn á árið 2019 og ætla þeir ekki að byrja að sauma fyrr en um mitt árið sem svo þýðir að þeir þurfa ekki skinn fyrr en sá tími nálgast og það hefur áhrif á kaupáhugann núna. Áramótin í Kína eru núna í byrjun febrúar og sala á skinnavörum í tilefni þeirra alltaf mikil eins og á ýmsum öðrum dýrum hlutum og því mun salan þar einnig hafa áhrif á hversu hratt markaðurinn réttir úr sér.“ Staðan á Íslandi Einar segir að þrátt fyrir að ástandið sé ekki gott vilji hann vera bjartsýnn á framtíðina. „Það hættu því miður nokkrir minkabændur hér á landi framleiðslu á síðasta ári og framleiðsla á skinnum hefur dregist saman. Á síðasta ári voru paraðar 29 þúsund læður á landinu en í dag eru 17.500 læður í eldi. Þetta er umtalsverð fækkun sem er slæmt fyrir fámennið hér en við verðum að trúa því að það muni snúast við þegar viðspyrna fæst við botninn og ég vona svo sannarlega að það sé að gerast núna,“ segir Einar. Að sögn Einars hefur verið opnað á möguleika á láni til loðdýrabænda frá Byggðastofnun til að koma þeim yfir erfiðasta hjallann á meðan beðið er eftir að markaðurinn jafni sig og að verð hækki. „Og vonandi kemur það einnig til með að hjálpa einhverjum en reksturinn er rosalega þungur.“ Skilaverð langt undir kostnaðarverði „Verð á skinnum á markaði undanfarið hefur verið langt undir kostnaðarverði og skilaverð til bænda á Íslandi um 60% af því sem kostar að framleiða skinnið. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að reka bú lengi á slíku tapi og flestir gera það á þrjóskunni og með því að greiða með rekstrinum.“ Einar segir að hér á landi sé ekki neinn teljandi lager af skinnum og örfáir bændur hafi látið geyma fyrir sig skinn í frysti milli uppboða í Danmörku. Minna framboð á næsta ári „Það sem er jákvætt í mínum huga eftir uppboðið er að forsvarsmenn uppboðshússins vilja virkilega meina að notkun á skinnum sé vaxandi og jafnframt hafa þeir mikla trú á að markaðurinn muni jafna sig á árinu og sannfærðir um að skinnaverð muni hækka í ár og síðan enn þá meira á því næsta,“ sagði Einar að lokum. /VH Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands standa fyrir opnum kynningarfundum um endurskoðun á sauðfjársamning dagana 5.–6. febrúar. Á fundina mæta Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ, og Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, og fara yfir helstu atriði endurskoðunarinnar. Fundaplan Þriðjudaginn 5. febrúar Félagsheimilið Árblik, Miðdölum, kl. 13.00. Félagsheimilið Heimaland, V-Eyjafjöllum, kl. 20.30. Miðvikudaginn 6. febrúar Félagsheimilið Holti á Mýrum, kl. 13.00. Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, kl. 20.30. Fimmtudaginn 7. febrúar Félagsheimilið Ljósvetningabúð, Kinn, kl. 13.00. Félagsheimilið Blönduósi, kl. 20.30. Kynningarfundir um endur- skoðaðan sauðfjársamning Mynd / Áskell Þórisson Síðan árið 2013 hafa Bændasamtökin í samvinnu við búnaðarsambönd rekið vinnuverndarverkefnið „Búum vel“. Mest áhersla hefur verið lögð á heimsóknir til bænda þar sem farið er yfir öryggis- og umhverfismál á bæjunum. Hluti af verkefninu er að stuðla að heilsueflingu á meðal bænda en þriðjudaginn 19. febrúar næstkomandi verður fræðslufundur haldinn í Ásbyrgi á Laugarbakka í Vestur- Húnavatnssýslu. Heimsóknir til bænda Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hefur borið hitann og þungann af heimsóknunum en í þeim er farið yfir öryggi í sambandi við vélar, rafmagn og aðstöðu innanhúss í útihúsum. „Við höfum meðal annars skoðað ljós, mótora, lagnir og tengingar með hitamyndavél. Bóndinn er hvattur til að hafa samband við rafvirkja ef eitthvað er að og koma hlutunum í lag áður en skaði hlýst af,“ segir Guðmundur. Þegar vélar eru annars vegar þarf sérstaklega að huga að drifsköftum og drifskaftshlífum. „Drifsköft eru stórhættuleg ef öryggishlífar eru ekki í lagi og þyrftu bændur að hafa viðhald á þeim í forgangi,“ segir Guðmundur. Umhverfið er líka metið en þar er ástandið nokkuð misjafnt. „Oft eru ýmis atriði áberandi sem heimilisfólkið er hætt að sjá,“ segir Guðmundur. Heilsan er dýrmæt Töluverður áhugi er á heilsufarsþætti verkefnisins. Einn bændafundur var haldinn í fyrra í Breiðumýri í Reykjadal undir yfirskriftinni „Heilsa og vellíðan“ á vegum BÍ, Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga og kvenfélaganna á svæðinu. „Milli 80 og 90 manns mættu á fundinn og hlýddu á fyrirlestra frá Unnsteini Júlíussyni lækni á Húsavík og Hjalta Jónssyni sálfræðingi frá Akureyri. Eftir fyrirlestrana komu fram ýmsar spurningar og urðu talsverðar umræður. Nú stendur til að halda fund með Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda. Miðað er við að hann verði haldinn í Ásbyrgi á Laugarbakka þriðjudaginn 19. febrúar ef allt gengur upp,“ segir Guðmundur og ítrekar að fundurinn verði auglýstur betur þegar nær dregur. /TB Vinnuverndarverkefnið „Búum vel“: Öryggi, heilsa og umhverfi eru í brennidepli Guðmundur Hallgrímsson. Mynd / HKr. Úr uppboðshúsi Kopenhagen Fur. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.