Bændablaðið - 31.01.2019, Side 12

Bændablaðið - 31.01.2019, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201912 FRÉTTIR Afurðastöðvar greiða sauðfjár- bændum uppbætur Fjórar afurðastöðvar hafa til- kynnt um viðbótargreiðslur fyrir dilkakjöt í síðustu sláturtíð; Kjöt afurðastöð Kaupfélags (KS) Skag firðinga, Sláturhús KVH ehf. (SKVH), SAH Afurðir og Sláturfélag Vopnfirðinga. KS og SKVH tilkynntu um þetta fyrst um miðjan janúar, að hækkun yrði 6,04 prósent á innlegg í september og október, en 10 prósent á innlegg ágústmánaðar. Þessar uppbætur hafa þegar verið greiddar. Í tilkynningu frá afurðastöðvunum segir að það hafi komið í ljós þegar birgðatalningu sé lokið og unnið sé að ársuppgjöri afurðastöðvanna að unnt reynist að greiða þessar viðbótargreiðslur. „Sláturtíðin gekk í raun ágætlega og sala á afurðum hefur gengið nokkuð vel. Það liggur nú fyrir, að veiking íslensku krónunnar reyndist meiri heldur en við þorðum að byggja áætlun okkar á í haust og hefur það komið okkur til tekna. Því hefur verið tekin ákvörðun hjá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH um að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg sl. hausts,“ segir í tilkynningunni. SAH Afurðir rétta úr kútnum Þann 21. janúar var á vef SAH Afurða tilkynnt um að ákveðið hafi verið að greiða 12 prósent álag á áður auglýst verð fyrir dilkakjöt í síðustu sláturtíð. Álagið verður greitt 8. febrúar. Í tilkynningunni er haft eftir Eiði Gunnlaugssyni, stjórnarformanni Kjarnafæðis, sem er eigandi SAH Afurða, að afar ánægjulegt sé að fyrirtækið hafi rétt svo mikið úr kútnum eftir mjög erfið ár, að mögulegt sé að hækka greiðslur til bænda. „Þegar við tókum fyrirtækið yfir var það varla rekstrarhæft – nánast að hruni komið. Margir bændur áttu þá háar fjárhæðir inni hjá félaginu og segja má að hvert áfallið hafi rekið annað 2015 og 2016; kjötverð lækkaði á markaði, gærur og aðrar aukaafurðir voru nánast óseljanlegar og krónan styrktist. Það féll ekkert með okkur,“ segir Eiður. „Vegna alls þessa urðum við að taka erfiðar ákvarðanir, meðal annars að greiða lægra afurðaverð en við hefðum kosið, en þau skref voru stigin til þess að verja hagsmuni bænda til lengri tíma litið, og til þess að tryggja okkur aðgang að hráefni. Þetta voru sársaukafullar aðgerðir en því miður nauðsynlegar. Með mikilli vinnu starfsmanna og viðskiptabanka okkar, Íslandsbanka, tókst að afstýra því að félagið færi í þrot. Reksturinn lagaðist mikið árið 2017 og eftir síðasta ár er viðsnúningurinn orðinn það mikill að við getum sem betur fer greitt bændum álag á innleggið frá því í haust. Með þessu er ég ekki að segja að reksturinn sé kominn á einhverja beina braut, hann er ennþá brothættur og eigið fé félagsins er enn neikvætt. En mikil breyting hefur orðið til batnaðar,“ segir Eiður. Hann segir að leitað hafi verið til Byggðastofnunar á sínum tíma, þegar hætta var á að SAH færi hreinlega í þrot. „Við lögðum mikla vinna í að fá aðstoð, en þar á bæ var ekki áhugi fyrir því. Okkur var tjáð að eins væri hægt að henda peningunum út um gluggann eins og að lána okkur. Íslandsbanki hefur hins vegar alltaf staðið með okkur eins og klettur og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Eiður á vef SAH Afurða. Hann kveðst einnig, og ekki síður, mjög þakklátur bændum fyrir trygglyndi þeirra. „Þeir hafa staðið með okkur á erfiðum tímum síðustu misseri og sýnt aðdáunarverða samstöðu á meðan við gátum ekki greitt þeim það verð fyrir afurðir sem við hefðum sannarlega viljað. Þess vegna er einstaklega ánægjulegt að fyrirtækið sé nú komið í þá stöðu að geta loks hækkað greiðslur til bænda.“ Sláturfélag Vopnfirðinga greiðir 45 krónur á kíló Þórður Pálsson, skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi Vopnfirðinga, segir að tekin hafi verið ákvörðun um það að greiða 45 króna uppbót á hvert innlagt kíló, jafnt á alla flokka lambakjöts. Hann segir að byrjað verði fljótlega að greiða þessar uppbætur og þeim ætti að verða lokið fyrir 15. febrúar. /smh Úr sláturhúsi SAH Afurða á Blönduósi. Mynd / HKr. Umhverfiskönnun Gallup: Um helmingur landsmanna breytt neysluvenjum sínum Niðurstöður umhverfiskönnunar Gallup voru kynntar á Umhverfisráðstefnu Gallup sem haldin var í Hörpu 18. janúar. Niðurstöðurnar sýna að tæp 63 prósent landsmanna hafa breytt hegðun sinni undanfarna tólf mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Um helmingur landsmanna segist hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Þegar horft er til næstu tólf mánaða segjast aðeins 17,9 prósent mjög eða frekar líkleg að þeir breyti hegðun sinni til að lágmarka áhrifin á umhverfi og loftslagsbreytingar, en 20,4 prósent telja frekar ólíklegt að þessar breytingar á hegðun muni eiga sér stað. Markmið könnunarinnar var að kanna viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála og þróun þar á. Samkvæmt niðurstöðum hennar hefur aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla haft mest áhrif á breytta hegðun. Þá kemur fram greinilegur vilji til að gera betur í því að flokka sorp, flestir Íslendingar ætla sér að ná betri árangri á þeim vettvangi og þá nefndu tæp 77 prósent að brýnasta verkefni sveitarfélaga á sviði umhverfis- og loftslagsmála væri að gera íbúum auðveldara að flokka sorp. Ekki spurt um landbúnað Könnunin samanstóð af 55 spurningum sem beindust að viðhorfum fólks gagnvart aðgerðum stjórnvalda í umhverfismálum, persónulegum viðhorfum og hegðun fólks í umhverfismálum og loks um viðhorf þess gagnvart hinum ýmsu geirum samfélagsins hvað umhverfismál snertir; hins opinbera, orkuiðnaðarins, almenns iðnaðar, sveitarfélaganna, fjármálageirans, umhverfissamtaka, háskóla, almennings, ferðaþjónustunnar og sjávarútvegs. Athygli vekur að ekki var spurt um viðhorf fólks til landbúnaðar- og umhverfismála. Meðal annarra áhugaverðra niðurstaðna má nefna að tiltrú fólks á því að ríki og sveitarfélög nái almennt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu er ekki mikil. Einungis 46,3 prósent telja að sveitarfélögin séu þess megnug að ná góðum árangri á þessu sviði og aðeins 33,9 prósent að ríkinu takist það. Þá hafa flestir þeirra sem spurðir voru áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geti haft á þá og fjölskyldu þeirra, eða 67 prósent. Árlegar kannanir Gallup Gallup hefur undanfarin tvö ár kannað afstöðu landsmanna til loftslagsbreytinga og umhverfismála með það fyrir augum að varpa ljósi á viðhorf Íslendinga til málanna. Um netkönnun var að ræða og var úrtakið 2.000 manns, 18 ára og eldri, sem voru valdir handahófskennt úr Viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 1.139, sem telst 57 prósenta þátttökuhlutfall. Umfjöllun fjölmiðla getur breytt viðhorfum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði ráðstefnuna. „Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli. Ég fagna því að sjá birtast hér í þessari könnun að það að umhverfismálin séu í umræðunni, að fræðsla fari fram um þau og þau séu í fjölmiðlum geti einmitt breytt viðhorfum fólks. […] Fram undan eru viðamiklar aðgerðir við að binda bæði kolefni úr andrúmslofti og draga úr brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Fram undan eru margvísleg verkefni tengd bæði aðgerðaáætluninni en líka áherslu á plast, neyslu og sóun. Til að mynda er unnið að því að koma Loftslagssjóði á fót, sem er nýsköpunarsjóður, og fljótlega mæli ég fyrir frumvarpi um bann við afhendingu burðarplastpoka í verslunum. Allt helst þetta í hendur,“ sagði Guðmundur Ingi. Umhverfiskönnunin er aðgengi leg í gegnum vef Gallup, gallup.is. /smh Umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt 6. febrúar n.k. Í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1262/2018, V. kafla skal umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2018-2019 skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 15. mars. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna: a. Nýframkvæmda. b. Endurbóta á eldri byggingum. Fylgiskjöl sem skila þarf með umsókn eru: a. Sundurliðuð kostnaðar- og framkvæmdaráætlun með tímasettri verkáætlun. b. Byggingarleyfi eða staðfesting byggingarfulltrúa um að byggingar- leyfis sé ekki krafist vegna framkvæmdar. c. Samþykktar teikningar ef við á. d. Leyfi þinglýstra eigenda jarðar fyrir framkvæmd. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 20% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir 1.000.000 kr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.