Bændablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 25

Bændablaðið - 31.01.2019, Qupperneq 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 25 Bókaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 Fáðu heyrnartæki til prufu Akureyri | Akranes | Borgarnes| Egilsstaðir| Húsavík | Ísafjörður | Neskaupstaður Um árabil hefur Heyrnartækni veitt þjónustu víðs vegar um landið. Við bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Kannaðu hvenær Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður næst í nágrenni við þig. Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Reykjanesbær | Sauðárkrókur | Selfoss| Vestmannaeyjar www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.270.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.720.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fullkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.390.000 kr. Milliliðalaus viðskipti með mat: Hver er reynslan af REKO? Tuttugu áhugasamir einstaklingar og söluaðilar í REKO-hringjum komu til samráðsfundar á netinu og í Bændahöllinni í síðustu viku. Á fundinum var farið yfir skipulag á sölu í gegnum Facebook-síður sem tengja matvælaframleiðendur beint við kaupendur. Fyrirkomulagið er þannig að kaupendur panta vörur sem eru í boði og þær eru síðan afhentar á fyrirfram gefnum tíma í þéttbýlinu. Nokkrir REKO-hringir eru starfandi á Íslandi, nánar tiltekið á Vesturlandi, Suðurlandi, Austurlandi, sunnan- verðum Vestfjörðum og á Norður- landi. REKO er alþjóðlegt heiti yfir sölufyrirkomulagið en skammstöfunin merkir „Rejäl konsumtion“ á sænsku og þýðir „heiðarleg neysla“. Framlegðin góð Á fundinum var rætt um reynsluna af REKO-hringjunum hingað til. Gerð var svokölluð SVÓT- greining á stöðunni þar sem farið var yfir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í REKO- hugmyndafræðinni. Hópurinn var á einu máli um að framlegð af vörusölu væri góð og bein samskipti við kaupendur væru jákvæð. Tímahagræði felst í því að afhenda fyrirframseldar vörur á einum stað og matarsóun er ekki fyrir hendi. Þá er salan talin jákvæð fyrir ímynd bænda og mikill áhugi og velvild sé gagnvart REKO hjá kaupendum. Veðrið hefur áhrif Veikleikarnir eru nokkrir og nefnt var að veðurfar á afhendingardegi hefði sitt að segja. Aðstæður væru misjafnar og óaðlaðandi að afhenda vörurnar á bílastæðum eins og gert hefur verið í nokkrum REKO- hringjum. Í því tilliti er líklegt að þróunin verði sú að vörur verði afhentar inni við en á Selfossi eru vörur t.d. afhentar í húsnæði Jötunn Véla. Þær ógnanir sem steðja að REKO mátu fundargestir helst vera að fólk gæfist upp, veðrið fældi frá og flækjustig væri of hátt. Almennt var þó umræðan á fundinum mjög jákvæð og hópurinn telur ótal tækifæri fram undan. Söluaðilar geti aukið sína markaðshlutdeild verulega, kynna mætti REKO víðar og samnýta ferðir úr sveitinni á afhendingarstað. Þá var jafnframt rætt um tíðni REKO-afhendinga og var talið að mánaðarleg sala væri hentugt fyrirkomulag. Nánari upplýsingar um afhendingar REKO má finna á Facebook-síðum undir merkjum REKO. /TB Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi, er í hópi frumkvöðla sem hafa tileinkað sér REKO-hugmyndafræðina við sölu á sínum vörum. Hlédís Sveinsdóttir hélt utan um SVÓT-greiningu. Myndir / TB Oddný Anna Björnsdóttir stýrði fundi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.