Bændablaðið - 31.01.2019, Side 29

Bændablaðið - 31.01.2019, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 2019 29 gerð skipulagsáætlana og framfylgd þeirra er hjá sveitarstjórnum. Þannig hefur það verið síðan sett voru skipulags- og byggingarlög árið 1997, þótt tilhögun mála hafi verið að færast í þessa veru áratugina þar á undan. Fyrr á tíð voru skipulagsmálin á hendi ríkisins. Fyrstu skipulagslögin voru sett árið 1921, eða lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Þá var viðfangsefnið eingöngu þéttbýlisstaðirnir og fór þriggja manna nefnd embættismanna á vegum ríkisins með gerð skipulags fyrir bæina. Með breytingum á lögunum árið 1938 var skipulagsnefndin fest í sessi þannig að hún skyldi skipuð húsameistara ríkisins, vegamálastjóra og vitamálastjóra. Jafnframt var henni heimilað að ráða sér starfsmann, en það var Hörður Bjarnason arkitekt sem var fyrsti skipulagsstjóri ríkisins og markar það í raun upphaf Skipulagsstofnunar eins og við þekkjum hana í dag. Í dag eru viðfangsefni skipulagsmála orðin mun víðfeðmari en þau voru í upphafi því nú er allt landið undir og meira að segja firðir og flóar einnig.“ Stefnumótun og fræðsla er mikilvæg Hjá Skipulagsstofnun í dag starfa um 25 manns. Telur Ásdís Hlökk að ekki veiti af þessum mannskap m.a. vegna aukinnar áherslu í samfélaginu á skipulagsmál og kröfu um skilvirkni í skipulagsmálum. „Við gætum án vafa náð meiri slagkrafti og árangri ef stofnunin hefði úr meiri mannafla að spila. Það gæfi meira svigrúm til að vinna fyrirbyggjandi að stefnumótun og miðlun upplýsinga. Ég staðhæfi að með fleiri höndum á dekki sé hægt að koma í veg fyrir tafir á verkefnum með tilheyrandi kostnaði, bæði með því að sinna stefnumótunar- og fræðsluþættinum af meiri krafti og eins að hafa fleiri til að sinna afgreiðslu erinda frá sveitarfélögum og framkvæmdaraðilum. Við þurfum einnig að hafa í huga að einstök deiluefni og þrætumál sem upp koma varða ekki bara það einstaka verkefni heldur geta einnig skemmt út frá sér, ef svo má segja. Við sjáum dæmi þess að til verða andstæðar fylkingar og á stundum nokkuð hatrammar deilur. Það dregur úr tiltrú og trausti á milli aðila og á stofnunum sem að málum koma. Það er mikið til vinnandi að fækka slíkum þrætumálum.“ Forverarnir horfðu til lengri framtíðar en nú er gert „Áhugavert er að skoða það núna þegar kallað er eftir að við hugsum nægilega langt til framtíðar, m.a. vegna loftslagsmála, að í fyrstu skipulagslögunum árið 1921 átti að horfa til 50 ára í allri skipulagsvinnu. Í skipulagslögum í dag er aðeins miðað við 12 ár en ljóst að engu að síður þurfum við að horfa til lengri tíma þegar við mótum stefnu í skipulagsmálum. Það á til dæmis við í þeirri vinnu sem nú er að hefjast við mótun landsskipulagsstefnu um loftslagsmál. Þar verður sett niður stefna um hvernig við getum nýtt skipulagsgerð sveitarfélaga til að draga úr losun og binda gróðurhúsalofttegundir og bregðast við breyttum aðstæðum, svo sem vegna hækkunar sjávarborðs. Það er fleira sem tengir okkur við upphafsár formlegrar skipulagsgerðar hér á landi. Einn helsti áhrifavaldur á skipulagsmál hérlendis á fyrri hluta 20. aldar var Guðmundur Hannesson læknir. Í kringum aldamótin 1900 kom formleg skipulagsgerð til ekki síst út frá heilbrigðismálum. Þá snerist skipulagsgerðin um að tryggja heilnæm híbýli, skólplagnir, aðgang að hreinu vatni og fleira sem laut að heilbrigði fólks. Í dag erum við að hefja vinnu við landsskipulagsstefnu um tengsl lýðheilsu við skipulag vegna þess að við getum enn þann dag í dag haft mikil áhrif á lýðheilsu með skipulagi byggðar, svo sem með því hvernig fyrirkomulag byggðar styður hreyfingu fólks í daglegu lífi. Skipulagsstofnun leiðbeinir og hefur eftirlit með skipulagsgerð sveitarfélaga „Sveitarfélög fara eins og áður segir með ábyrgð á gerð og framfylgd skipulagsáætlana, en það er þó undir eftirliti ríkisins og með leiðbeiningum og ráðgjöf frá ríkinu. Skipulagsstofnun fer með það verkefni fyrir hönd ríkisins. Stofnunin þarf til dæmis að staðfesta aðal- og svæðisskipulag sveitarfélaga. Í staðfestingarafgreiðslunni fer stofnunin yfir hvort rétt hafi verið staðið að framsetningu og afgreiðslu skipulagsins. Einnig er farið yfir hvort skipulagið gangi gegn lagafyrirmælum eða stefnu stjórnvalda á landsvísu.“ Dæmi um skipulagsmál sveitarfélaga þar sem reynir á samræmi aðalskipulags við lög og stefnu stjórnvalda er t.d. við ákvörðun um legu þjóðvegarins í Reykhólahreppi. Einnig varðandi Reykjavíkurflugvöll og ýmsar framkvæmdir í vegagerð í Reykjavík gagnvart aðalskipulagi Reykjavíkur. Og varðandi aðalskipulag sveitar- félaga á Norðurlandi vegna legu nýrrar háspennulínu milli Blönduvirkjunar og Eyjafjarðar. „Þegar stefna ríkisins og sveitarfélaga fer ekki saman, getur komið upp pattstaða. Stundum þarf þá að fresta skipulagi um það svæði sem deilt er um eða staðfesta skipulagið með fyrirvara um tilteknar framkvæmdir eða uppbyggingu.“ Það þarf pólitíska úrlausn til að rjúfa pattstöðu – Er eitthvað annað en pólitísk íhlutun sem getur rofið slíka pattstöðu? „Þegar upp er komin slík pattstaða eru engin formleg stjórntæki sem taka við. Það er í raun fyrst og fremst samtal og málamiðlun á milli þeirra aðila sem hlut eiga að máli sem getur leyst úr málum. Það má því segja að það sé pólitískt úrlausnarefni, eins og reyndar öll stefnumörkun í skipulagsmálum er. Að mínu mati er lagasetning almennt ekki ákjósanleg leið og ætti eingöngu að horfa til sem neyðarúrræðis í slíkum málum.“ Engin heildarstefna til um skipulag skógræktar – Snýr skipulag ekki líka að skógrækt og er til einhver heildarstefna um skipulag skógræktar í landinu? „Jú, skipulag snýr líka beint og óbeint að skógrækt. Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) hefur sínar áherslur og áform, en annars er ekki til formleg stefna um skógrækt. Í landsskipulagsstefnu eru reyndar sett fram almenn sjónarmið sem höfð skulu í heiðri við ráðstöfun lands í dreifbýli, meðal annars til skógræktar. Það varðar t.d. að tekið sé tillit til landslags og náttúrulegs umhverfis. Náttúruverndarlöggjöfin gefur líka ákveðin fyrirmæli í þessum efnum. Það er síðan í höndum sveitarfélaganna að útfæra stefnu í aðalskipulagi, hvert á sínu svæði. Þar getur útfærslan verið ólík, enda aðstæður ólíkar. Með áherslu á kolefnisbindingu með skógrækt sem hluta af loftslagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda er orðið enn brýnna að yfirfara skipulagsmálin.“ Víðerni og landslag mikilvæg – Nú hef ég rætt við ferðamenn, m.a. frá Kanada, sem leggja á það áherslu að Íslendingar verði að passa sig á að eyðileggja ekki útsýnið með skógrækt. Sýna slík sjónarmið ekki einmitt að mjög áríðandi sé að móta heildarstefnu í skógræktarmálum á landsvísu í ljósi stóraukinnar ferðamennsku sem er mjög oft að sækja í okkar opna víðerni? „Þótt ekki sé hægt að leggja að jöfnu skógrækt og vindmyllur, þá má segja að það sama eigi við í umræðum um staðsetningu vindorkuvera í íslenskri náttúru. Grunnsjónarmiðin eru þau sömu, þ.e. að við göngum ekki á verðmætar landslagsheildir eða víðerni sem við viljum viðhalda. Þetta þarf að hafa í huga í skipulagsvinnu. Við þurfum að læra af því sem aðrar þjóðir hafa gert vel í þessum efnum. Í Skotlandi var til dæmis á sínum tíma mótuð stefna um svæði þar sem ekki er gert ráð fyrir vindorkuverum, svæði með ákveðnum takmörkunum og svæði sem geta hentað fyrir vindorkunýtingu. Þetta eru má segja rauð, gul og græn svæði með tilliti til nýtingar vindorku. Í Skotlandi hefur orðið mikil uppbygging vindorkuvera og þau eru ekki á þessum rauðu svæðum og að takmörkuðu leyti á gulu svæðunum. Kannanir sýna að ferðamenn eru sáttir við uppbyggingu vindorkuvera í Skotlandi. Þarna sér maður hvað skýr og markviss stefna skilar miklum árangri. Núna er að hefjast ferli við mótun landsskipulagsstefnu um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Varðandi landslagsþáttinn er það sérstakt viðfangsefni að setja niður viðmið fyrir uppbyggingu vindorkunýtingar hér á landi með tilliti til landslags. Þar erum við mögulega að horfa til þess að fara áþekka leið og Skotar. Og þótt ég vilji ekki líkja saman vindorkunýtingu og skógrækt, þá getur verið að sambærileg aðferðafræði geti átt við varðandi skógræktina.“ Skipulag skógræktar með tilliti til landslags aðkallandi – Er þá ekki orðið aðkallandi að búa til svipaða skipulagsstefnu fyrir skógrækt? „Jú, ég held að það sé fullt tilefni til að skoða það. Sérstaklega vegna þess að við sjáum fyrir okkur aukna skógrækt á næstu árum og áratugum sem lið í að mæta okkar skuldbindingum í loftslagsmálum. Það er um að gera að vel sé að því staðið til að koma í veg fyrir að ágreiningur verði um slíka skógrækt. En þar á það sama við og um skipulagsmálin almennt að við verðum að hafa þolinmæði til að undirbúa verkefnin og gefa okkur tíma til að móta stefnu,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. /HKr. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5280 / klettur.is Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Ásdís Hlökk hefur margþætt verkefni á sínu borði. Skipulagsstofnun sinnir Það spannar m.a. mótun landsskipulagsstefnu, þar sem mótuð er sýn í skipulagsmálum fyrir landið i heild jafnt í þéttbýli og dreifbýli, á hálendi og láglendi. Einnig aðstoðar stofnunin sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana og hefur eftirlit með skipulagsgerð þeirra.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.