Bændablaðið - 31.01.2019, Síða 50

Bændablaðið - 31.01.2019, Síða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201950 LESENDABÁS Ómaklega vegið að stjórnarformönnum Fyrrverandi stjórnarformaður, stjórnarmaður og framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, sem ég kalla þríhöfða hér eftir, vó ósmekklega að núverandi stjórnarformönnum MS og Auðhumlu, í aðsendum pistli í síðasta Bændablaði og væna þá um framkvæmdaleysi eftir að þeir tóku við síðasta sumar. Staðreyndin er sú að fráfarandi stjórnarformaður ásamt meirihluta stjórnar var nánast búinn að keyra fyrirtækin í þrot með sinni einstrengingslegu afstöðu um greiðslu á umfram mjólk, sem hefur kostað MS og Auðhumlu um 1250 milljónir frá 2013. Halli á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs var um 700 milljónir og fjárhagsstaðan í samræmi við það þannig að það var enginn möguleiki á að fara í nýbyggingu á þeirri duftverksmiðju sem þríhöfði vænir þau um að hafa ekki farið af stað með. Viðsnúningur Nýir stjórnarformenn héldu fundi síðastliðið haust til að kynna framleiðendum þessa erfiðu stöðu og rekstraráætlun út árið 2018 með aðhaldsaðgerðum og greiðslu fyrir umfram mjólk, það sem hún skilar á erlendum markaði. Sú niðurstaða sýndi viðsnúning, með verðbreytingu 1. september, þannig að niðurstaðan yrði 100 milljónir í plús. Það var vel gert og nauðsynlegt. Þar kom fram að staða MS gagnvart sínum viðskiptabanka var mjög erfið sem sést best á því að það fékkst ekki lán fyrir samkeppnissektinni nema KS mundi ábyrgjast það til jafns við Auðhumlu, það dugði ekki að það væri eftir eignarhlutum. Með stofnun Ísey er erlend starfsemi ekki að greiða niður innlenda starfsemi. Halli milli prótein- og fitusölu Þríhöfði talar líka mikið um efnahallann á milli próteinsölu og fitusölu, sem er orðinn mikill, en í töflu sem ég læt fylgja með sýnir að hann hefur löngum verið til staðar og þá líka á hinn veginn. Þeir unnu að því við síðasta búvörusamning að leggja af framleiðslustýringu í lok samningstímans og að gefa framleiðsluna frjálsa og þá verður verðmyndunin trúlega að verða frjáls, og óheimilt að vera með verðtilfærslu á milli vörutegunda, sem myndi trúlega skaða fyrirtækin og okkur bændur. Það tókst að koma inn í samninginn að bændur fengju að kjósa um hvort framleiðslustýring yrði lögð af eða ekki. Með óheftri framleiðslu myndi framleiðslan trúlega vaxa það mikið að fyrirtækið réði ekki við að taka á móti allri þeirri mjólk, án verulegra fjárfestinga í vinnslubúnaði. Það fjármagn er ekki til og svo þyrfti að flytja út vörur á mjög lágu verði sem kæmi niður á verði til bænda. Það er talað um að kolefnisjafna landbúnaðinn, það er ekki liður í því, stóraukinn innflutningur á kjarnfóðri með því kolefnisspori, til að auka framleiðsluna og flytja svo vöruna út aftur sem trúlega borgar ekki kjarnfóðrið sem fer í þessa aukningu ásamt því kolefnisspori aftur. Það hefur verið talað um að smjörverðið standi ekki undir því afurðaverði sem fer í það, en það verður að tala um framlegðina af fituhlutanum öllum og þá held ég að það sé vel ásættanlegt. Óheft framleiðsla ekki til bóta Ég skora á bændur að láta undanfarin ár kenna okkur að óheft framleiðsla getur aldrei verið til hagsbóta fyrir greinina í heild. Kjósum því framleiðslustýringu áfram og komum á eðlegri aðferð til að færa kvóta á milli manna. Ég set hér samantekt úr ársreikningum Auðhumlusamstæðunnar þar sem kemur fram að ætluð samanlögð rekstrarniðurstaða frá 2017 til 2018 er neikvæð um tæpar 104 milljónir ef söluhagnaður af osta og smjörsöluhúsinu er dregin frá, því um eignasölu er að ræða og um einskiptis tekjur, en ef hallinn á umfram mjólkinni er dreginn frá hefði rekstrarniðurstaðan orðið 1146 milljónir í tekjafgang. Þá hefði verið hægt að byrja á duftverksmiðjunni. Set hér líka töflu sem ég tók af heimasíðu SAM um framleiðslu, sölu á próteini, fitu og mismun á fitu og próteinsölu ásamt mismun á framleiðslu og þeim efnaþætti sem meira selst af frá 2005 til 2018. Þar kemur fram að árið 2013 voru framleidd 2,1 milljón lítra umfram fitusölu það ár, þannig að smjörskortur var bara birgðastýringarmistök. Haraldur Magnússon bóndi, Belgsholti og fulltrúi í gömlu MS og síðar Auðhumlu innvigtun Sala á próteini Sala fitu Efnahalli Efnahall Mism á prót Mism á fitu Millj lítr Millj lítr Millj lítr Prót milj lítr af framl sölu og framl sölu og framl Ár Millj lítra Millj lítra 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals millj lítra 160,8 121,6 innvigtun Sala á próteini Sala fitu Efnahalli Efnahall Mism á prót Mism á fitu Millj lítr Millj lítr Millj lítr Prót milj lítr af framl sölu og framl sölu og framl Ár Millj lítra Millj lítra 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 160,8 121,6Samtals millj lítra Framtíð mjólkurframleiðslunnar – okkar val Endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgripa ræktar- innar fer fram á þessu ári og er því loksins komið að því að atkvæðagreiðsla fari fram meðal mjólkurframleiðenda um hvort framleiðslustýring verði afnumin eða ekki. Það er ekki laust við að bændur hafi tekist nokkuð á um þessi mál bæði fyrir og eftir að samningurinn var undirritaður árið 2016. Endurskoðunarákvæði samningsins hefur skapað óþægilega óvissu í mjólkurframleiðslu síðustu ár og skiptar skoðanir hafa verið meðal framleiðenda. Íslenskir kúabændur hafa á síðustu árum sýnt hvað í þeim býr og landsframleiðslan farið langt umfram það sem spár sögðu til um. Hvað vilja bændur? Sem stjórnarmaður í Lands- sambandi kúabænda lít ég fyrst og fremst á það sem hlutverk mitt að starfa fyrir bændur og vinna að málum sem félagsmenn koma sér saman um. Á aðalfundi LK 2018 ályktuðu bændur þess efnis að þeir vilji viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og að þeir vilji áfram eiga viðskipti með greiðslumark. Nú síðast ályktuðu ungir bændur á ársfundi SUB 2019 að þeir telji hagsmunum sínum best varið með áframhaldandi framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og vilja þá að viðskipti fari fram á endurbættum innlausnarmarkaði. Í stefnumótun LK í mjólkur- framleiðslu kemur fram um starfsumhverfi greinarinnar að tryggt verði fyrirkomulag mjólkursöfnunar sem jafnar flutningskostnað kúabænda hvar sem þeir búa. Einnig eigi dreifing búa um landið að halda sér hlutfallslega og fjölbreytileiki í stærð og rekstrarformi búa. Hvert er valið? Ég ætla ekki að fara leynt með skoðun mína en ég tel að hagsmunum íslenskra kúabænda sé best gætt með að viðhalda framleiðslustýringu. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér en við höfum þó nokkur fordæmi fyrir því hverjar afleiðingarnar eru af því að gefa framleiðsluna frjálsa. Þá ber helst að líta til Evrópusambandsins þar sem kvóti var lagður af árið 2015 og í kjölfarið fór fjöldi kúabænda á hausinn. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá hvaða áhrif stjórnlaus framleiðsla hefur haft hjá sauðfjárbændum. Sú reynsla sem komin er á útflutning mjólkurvara hefur sýnt að það er mjög erfiður markaður og vandfundnir staðir þar sem ásættanlegt verð fæst fyrir okkar vörur. Ég sé fyrir mér að ef kvóti verður afnuminn hér á landi stóraukist framleiðslan með þeim afleiðingum að verð til bænda lækkar. Það mun hafa þær afleiðingar að minni framleiðendur gefast upp og hætta þannig að búum mun fækka og þau munu stækka. Ef framleiðslan fer langt umfram það sem mjólkuriðnaðurinn ræður við að koma út get ég ekki séð að hægt verði að leggja söfnunar- né kaupskyldu á iðnaðinn áfram og velti fyrir mér hvort jöfnun á flutningskostnaði muni þá ekki heyra sögunni til. Þá verður framleiðsluumhverfið orðið gjörbreytt og þessi starfsskilyrði stuðla varla að því að mjólkurframleiðsla fari fram um land allt. Framleiðslan færist yfir á fáa en stóra aðila og nýliðun verður mun erfiðari. Þetta er mynd sem mér líst ekki á og þá má einnig velta fyrir sér hver ímynd mjólkurframleiðslu verður hjá neytendum og stjórnvöldum. Þetta væri andstætt því sem komið hefur fram meðal almennings í landinu sem er jákvæður fyrir fjölskyldureknum landbúnaði. Við skulum ekki vanmeta þetta því það er okkur lífsnauðsyn að halda jákvæðri ímynd og velvild landsmanna í garð landbúnaðarins. Ég tel að stýring hafi nú þegar sannað sig og eigi stóran þátt í því hversu öflug atvinnugrein mjólkurframleiðsla hefur orðið á landinu. Fyrri framleiðslustýringakerfi hafa ekki verið gallalaus og þau þurfa stöðugt að vera til endurskoðunar og taka endurbótum eftir kröfum tímans og verður það gert í kjölfar kosningar ef framleiðslustýring verður kosin áfram. Ég tel að við séum betur í stakk búin að takast á við áskoranir mjólkurframleiðslunnar með áframhaldandi framleiðslustýringu. Ef valið stendur um framleiðslu- umhverfi sem miðast við að vera á alþjóðlegum markaði sem fyrst og fremst byggist á sem ódýrastri framleiðslu eða umhverfi sem byggir á innanlandamarkaði og setur samfélagið og vörugæði í forgang er ekki spurning hvorn kostinn ég vel – mér hugnast síðari kosturinn mun betur. Þá þurfum við líka að njóta tollverndar enda er eðlilegt að bændur njóti þeirrar verndar rétt eins og launþegar á landinu eru varðir fyrir innflutningi ódýrs vinnuafls. Við eigum að vera ófeimin við að gera þá kröfu. Styrkurinn liggur í samstöðu Nú fara línurnar að skýrast um hvaða stefnu bændur taka í þessum málum. Því segi ég, loksins er komið að kosningu. Í kosningunni verður aðeins spurt hvort bændur vilji framleiðslu- stýringu áfram eða ekki. Allir mjólkurframleiðendur hafa kosningarétt, eitt atkvæði verður fyrir hvern innleggjanda. Ef stýring verður kosin áfram er svo annað mál hvernig eigi að hátta viðskiptum með greiðslumarkið en það liggur mikið á að koma hreyfingu á viðskiptin. Hver svo sem niðurstaða kosning- anna verður munu kúabændur halda áfram að mæta nýjum áskorunum og verkefnum af ýmsum toga. Því er gríðarlega mikilvægt að bændur sýni styrk sinn með samstöðu og taki virkan þátt í þeirri umræðu sem fer fram innan okkar hagsmunafélags. Hægt er að takast á um mál innan félagsskaparins og mikilvægt að fólk komi skoðunum sínum á framfæri og komist að niðurstöðu sem hægt er að berjast fyrir og standa saman um. Með samstöðu stöndum við sterkust út á við gagnvart þeim áskorunum sem framtíðin ber í skauti sér. Herdís Magna Gunnarsdóttir Herdís Magna Gunnarsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.